Akraneskaupstaður var með vinnufund á dögunum með forsvarsfólki Sundfélags Akraness og Knattspyrnufélags ÍA. Þar var umræðuefnið framtíð Jaðarsbakkasvæðis og uppbygging á þeim reit.
Skipulags- og umhverfisráðs leggur til að stofnaður verði starfshópur skipaður helstu hagsmunaaðilum verkefnisins.

Sundfélagið hefur ítrekað óskað eftir svörum um uppbyggingu á nýrri sundlaug og það sama á við Knattspyrnufélagið hvað varðar nýjan keppnisvöll á Jaðarsbakkasvæðinu. Þar hefur m.a. hugmynd verið viðruð um að snúa vellinum og gjörbreyta núverandi ásýnd svæðisins.
Akraneskaupstaður, Ísold fasteignafélag, Íþróttabandalag Akraness (ÍA) og Knattspyrnufélag Akraness undirrituðu í byrjun mars 2023 viljayfirlýsingu um uppbyggingu við Langasand. Í henni fólst að byggt verði hótel, baðlón og heilsulind á svæðinu. Sjá nánar hér:
Í kjölfarið fór fram samkeppni um framtíðarsýn svæðisins. Í nóvember 2023 var samið við Basalt arkitekta varðandi deiliskipulagsvinnu á Jaðarsbakkasvæðinu. Sjá nánar hér: