Björgunarfélag Akraness ásamt öðrum björgunarsveitum á svæði 4 (Björgunarsveitin Brák, Björgunarsveitin OK og Björgunarsveitin Heiðar) halda Landsæfingu fyrir aðrar sveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Æfingin hefst kl. 9 laugardaginn 18. október og stendur til 17 síðdegis.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en nýverið fór fram viðamikil æfinga við Langasand Akranesi með þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. 

Þungamiðja æfingarinnar verður í botni Hvalfjarðar og í Svínadal. Æfingar verða af fjölbreyttum toga og má búast við talsverðri umferð tækja um Hvalfjarðarsveit yfir daginn og á Akranesi síðdegis.

Meðfylgjandi myndir tók @danielthorphoto þar sem félagar æfðu björgun úr sjó ásamt þyrlusveit Landhelgisgæslunnar.