Skagamenn taka á móti Njarðvíkingum í kvöld í 3. umferð Bónusdeildarinnar á Íslandsmóti karla í körfuknattleik.

Leikurinn fer fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu og hefst hann kl. 19:15. Gera má ráð fyrir að fjölmargir áhorfendur mæti á leikinn og er því betra að mæta tímanlega.

Leikurinn gegn Njarðvík átti upphaflega að fara fram í nýja íþróttahúsinu við Jaðarsbakka, AvAir höllinni, en eitthvað vantaði upp á að öll öryggisatriði væru komin í lag til að taka á móti áhorfendum á íþróttaviðburð.

Gert er ráð fyrir að liðið geti leikið á nýja heimavellinum þegar Álftanes kemur í heimsókn í lok mánaðarins. 

Íþróttahúsið við Vesturgötu verður því hvatt á ný sem heimavöllur ÍA en liðið tapaði ekki deildarleik í fyrra á heimavelli og hélt uppteknum hætti með sigri gegn Þór Þorlákshöfn í opnunarleik deildarinnar í 1. umferð. 

ÍA hefur leikið tvo leiki í deildinni – og er með einn sigur og eitt tap. Sigur gegn Þór Þorlákshöfn og tap gegn Grindavík á útivelli.  

Njarðvík hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa á tímabilinu. 

Næstu leikir ÍA – smelltu hér: