Valdimar Ingi Brynjarsson og Guðmundur Júlíusson hafa opnað gufubaðið Kotið sem er staðsett við Aggapall á Jaðarsbakka. 

Þar verða GUSU tímar í boði – þar sem að gestir mæta á fyrirfram ákveðnum tíma og verða leiddir í gegnum ferlið með sérfræðingum á þessu sviði. 

Í tilkynningu frá þeim félögum kemur fram að verkefnið sé til þess gert að mynda gott samfélag sem ýtir enn frekar undir jákvæða ímynd og aukið líf á svæðinu við Guðlaugu og Aggapall.

Nánar hér: kotidsauna.is/