Fimm leikmenn kvennaliðs ÍA í knattspyrnu skrifuðu nýverið undir samning við félagið. ÍA lék í næst efstu deild á síðustu leiktíð og ætlar félagið sér stærri hluti á næstu misserum – Skarphéðinn Magnússon er þjálfari liðsins.

Nadía Steinunn Elíasdóttir, Hrafnhildur Helga Arnardóttir, Erla Karítas Jóhannesdóttir, Anna Þóra Hannesdóttir, og Selma Dögg Þorsteinsdóttir skrifuðu allar undir samning við félagið.

Nadía Steinunn er fædd árið 2010. Hún er sóknarleikmaður og skoraði 3 mörk í 20 leikjum s.l. sumar. Þetta er fyrsti samningur hennar við ÍA. Hrafnhildur Helga er markvörður sem er fædd árið 2009. Hún er einnig að skrifa undir sinn fyrsta samning.

Erla Karítas hefur leikið alls 191 KSÍ leiki með ÍA og skorað 65 mörk. Hún skorað 12 mörk í 25 leikjum á síðustu leiktíð.

Anna Þóra hefur verið í stóru hlutverki í vörn ÍA undanfarin misseri. Selma Dögg er einnig í vörn ÍA og leikur þar lykilhlutverk ásamt Önnu Þóru.

Erla Karítas, Anna Þór og Selma Dögg eru allar fæddar árið 2002.

Myndir: Jón Gautur photography