
Guðmundur Þórarinsson samdi í dag við Knattspyrnufélag ÍA til næstu tveggja ára. Guðmundur hefur leikið sem atvinnumaður undanfarin 13 ár en hann er fæddur árið 1992 og hefur leikið 15 A-landsleiki.
Guðmundur er örfættur og getur leyst ýmsar stöður á vellinum, en mest hefur hann leikið sem vinstri bakvörður, og sem miðjumaður.

Hann hóf knattspyrnuferilinn í heimabænum Selfossi árið 2008, hann hefur leikið með ÍBV, Sarpsborg í Noregi, Nordsjælland í Danmörku, Rosenborg í Noregi þar sem hann varð meistari árið 2017. Hann lék í kjölfarið með Norrköping í Svíþjóð, New York í Bandaríkjunum þar sem hann varð meistari, Aab í Danmörku, OFI á Grikklandi og nú síðasta með Noah í Armeníu.
Guðmundur á 15 A-landsleiki að baki fyrir íslenska karla landsliðið – en hann lék einnig yfir 30 leiki með yngri landsliðum Íslands.
Guðmundur hefur einnig látið að sér kveða á tónlistarsviðinu og gefið út mörg lög. Þar á meðal þetta sem er hér fyrir neðan.
Mynd: Jón Gautur foto.







