Skagamenn eru í neðsta sæti í Bónusdeild karla á Íslandsmótinu í körfuknattleik þegar 14 umferðum er lokið í efstu deild. 

ÍA tapaði gegn Njarðvík á föstudaginn á útivelli, 84:71.

Þetta var sjötti tapleikur ÍA í röð. ÍA sigraði Álftanes þann 21. nóvember s.l. og var það síðasti sigurleikur Skagmanna í deildinni. 

Skagaliðið hefur átt í vandræðum eftir að miðherjinn Gojko Zudzum meiddist á hné um miðjan desember s.l. 

ÍA hefur tapað öllum leikjum sínum þar sem að Bosníu og Hersegovínu maðurinn, Zudsum, hefur verið fjarverandi.

Zudsum sýndi og sannaði á fyrri hluta tímabilsins að hann er einn besti leikmaður deildarinnar og fjarvera hans hefur því mikil áhrif á gengi liðsins.

Framundan eru mikilvægir leikir í deildinni. ÍA á útileik gegn Álftanesi þann 22. janúar og næsti heimaleikur er gegn KR þann 29. janúar.