Jafnrétti, virðing og fjölbreytileiki eru þau gildi sem nemendur og starfsfólk Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hafa valið að hafa leiðarljósi. Þetta var ákveðið eftir viðamikinn „þjóðfund“ sem fram fór í lok mars s.l. í FVA. Í tilkynningu frá FVA segir að tilgangur fundarins hafi verið sá að finna hvaða gildi FVA ætti að hafa að leiðarljósi. Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, stjórnaði fundinum og tók saman niðurstöður ásamt fulltrúa frá hverjum hóp.
Fundarformið var með þeim hætti að fundargestum (nemendum og starfsmönnum) var skipt niður í 40 hópa og voru um níu manns í hverjum þeirra. Á mörgum borðum skapaðist lífleg umræða um raungildi og óskagildi skólans. Hver hópur valdi 5 gildi og þurfti að skilgreina fyrir hvað þau standa. Það komu fram margar góðar hugmyndir en niðurstaðan var skýr þegar kom að samantektinni.
Jafnrétti hlaut flest atkvæði en þar á eftir komu virðing og fjölbreytileiki. Í framhaldi af þessari vinnu verður unnið markvisst með hin nýju gildi og merkingu þeirra fyrir skólastarfið,“ segir í tilkynningu frá FVA.