Kór Akraneskirkju flutti Misa Criolla eftir Ariel Ramirez í Bíóhöllinni þann 26.október s.l., undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Hér eru nokkur atriði úr messunni.Misa Criolla er létt og lífleg suður-amerísk messa, eftir Ariel Ramirez. Hljómsveitin er skipuð suður-amerískum og íslenskum tónlistarmönnum.Einsöngvarar og hljómsveit:Edgar Albitres einsöngur...
Menningarhátíðin Vökudagar fara fram á Akranesi dagana 24. október til 3. nóvember 2024. Hátíðin fór fyrst fram árið 2002 og er hátíðin í ár sú 24. í röðinni. Vökudagar hafa farið vaxandi ár hvert.Að hátíðinni stendur hópur listafólks og menningarunnenda frá Akranesi sem í samstarfi við...
Tónlistarhátíðin HEIMA-SKAGI fer fram laugardaginn 26. október og er þetta í fjórða sinn sem hátíðin fer fram. Hér fyrir neðan eru ýmsar upplýsingar fyrir gesti hátíðarinnar.
Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, leiðir lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar sem fram fara 30. nóvember. Ragnar Baldvin Sæmundsson, oddviti Framsóknar á Akranesi, skipar fjórða sæti listans. Listan í heild sinni:Stefán Vagn Stefánsson, alþingismaður Sauðárkróki.Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, alþingismaður Borgarnesi.Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Flateyri.Ragnar Baldvin Sæmundsson,...
Karlalið ÍA í körfuknattleik vann góðan sigur gegn Skallagrím í Borgarnesi í gærkvöld. Þetta var þriðji sigurleikur ÍA í fyrstu fjórum umferðunum í næst efstu deild Íslandsmótsins í körfubolta. Skagamenn skoruðu 89 stig gegn 69 stigum heimamanna. ÍA var með 6 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 19-13,...
Viktor Jónsson, framherji karlaliðs ÍA í knattspyrnu, er markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar með 18 mörk. Lokaumferð deildarinnar fer fram á laugardaginn og þar mætir ÍA liði Vals á útivelli. Viktor þarf að skora eitt mark í lokaleiknum til að jafna markametið í efstu deild karla – og...
Menningarverðlaun Akraness voru afhent í gær og ÍATV fékk viðurkenninguna í ár – en þetta er í 18. sinn sem menningarverðlaun Akraness eru afhent. ÍATV var sett á laggirnar árið 2015 en að verkefnið er unnið af öflugum hópi sjálfboðaliða. ÍATV er í fremstu röð á...
Arna Lára Jónsdóttir mun leiða lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum sem eru framundan. Anna Lára er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar. Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ), er í öðru sæti á listanum, en hann er búsettur á Akranesi. Valgarður Lyngdal Jónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akranesi, er...
Kór Akraneskirkju flytur Misa Criolla eftir Ariel Ramirez í Bíóhöllinni þann 26.október kl. 16.00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá kórnum. Það er löng hefð er fyrir öflugu kórastarfi við Akraneskirkju og er aðalhlutverk kórsins að syngja við guðsþjónustur. Metnaður kórsins er mikill og hann æfir...
Aðsend grein: Fyrir um einu og hálfu ári undirritaði bæjarstjórn Akraness viljayfirlýsingu um byggingu hótels á Jaðarsbökkum. Blásið var til undirbúnings með stefnumótun í ferðamálum og yfirlýsingum um alvöru samráð við íbúa. Í eitt og hálft ár hefur bæjarstjórnin verið að væflast með málið og barmar...