ÍA og Breiðablik áttust við í gær í úrslitaleik bikarkeppni 2. flokks karla en leikurinn fór fram á Kópavogsvelli. Skagamenn gerðu sér lítið fyrir og lögðu Blika 3-2 í hörkuleik og er ÍA því bikarmeistari 2024 í 2. flokki karla.Jón Breki Guðmundsson kom ÍA í...
Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefur skipað Eydísi Líndal Finnbogadóttur í embætti forstjóra Náttúrufræðistofnunar. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Skagakonan hefur verið settur forstjóri Náttúrufræðistofnunar frá því stofnunin tók til starfa 1. júlí sl., en Alþingi samþykkti í maí á þessu ári frumvarp um nýja Náttúrufræðistofnun.Stofnunin...
Mikil eftirspurn er eftir byggingalóðum á Akranesi. Alls bárust 19 umsóknir um 8 lóðir sem auglýstar voru nýverið. Um er að ræða lóðir í Skógarhverfi og Suðurgötu – nánar í auglýsingunni hér fyrir neðan. Bæjaráð Akraness hefur samþykkt að sérstakur úthlutunarfundur verði fimmtudaginn 26. september – og...
Skagamaðurinn Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U17 kvenna í knattspyrnu, hefur valið hóp fyrir fyrstu umferð undankeppni EM 2025.Einn leikmaður úr röðum ÍA, Sunna Rún Sigurðardóttir, er í hópnum. Ísland er þar í riðli með Norður Írlandi, Póllandi og Skotlandi, en leikið er í Skotlandi dagana 1.-7. október.Ísland...
Karlalið ÍA leikur í efri hluta Bestu deildarinnar í næstu fimm umferðum deildarinnar.ÍA lagði KA í gær á heimavelli, 1-0, í 22. umferð deildarinnar sem var jafnframt síðasti leikur ÍA fyrir skiptingu deildarinnar í efri og neðri hluta. Rúnar Már Sigurjónsson skoraði eina mark ÍA gegn...
Lið Kára frá Akranesi sigraði í 3. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu 2024. Káramenn fengu verðlaunagrip eftir lokaleikinn gegn Árbæ s.l. laugardag en sá leikur fór 3-1 fyrir Árbæ. Árangur Káramanna á leiktíðinni var góður en liðið vann 14 leiki, gerði 5 jafntefli og tapaði aðeins 3...
Skipulags- og umhverfisráð Akraneskaupstaðar leggur til að viðamiklar breytingar verði gerðar á Jaðarsbakkasvæðinu – og þar á meðal á hinum sögufræga Akranesvelli – knattspyrnuvelli ÍA. Frá því í janúar árið 2022 hefur verið unnið að hugmyndum um uppbyggingu íþróttamannvirkja og heilsutengdrar ferðaþjónustu við Jaðarsbakka.Hér getur þú...
Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt breytingu á deiliskipulagi við Smiðjuvelli 12-22. Breytingin tekur til skipulags lóðanna við Smiðjuvelli 12-22 sem verða sameinaðar í eina lóð – sem verður um 20.000 fermetrar. Á svæðinu verða íbúðarhús og atvinnuhúsnæði á hluta jarðhæðar. Svæðið á milli Smiðjuvalla og Þjóðbrautar verður...
Kvennalið ÍA endaði í 5. sæti Lengjudeildarinnar í knattspyrnu á þessu tímabili. Lokaumferðin fór fram um s.l. helgi en Austfjarðaliðið FHL og Fram úr Reykjavík fara upp í Bestu deildina, efstu deild. ÍA vann 8 leiki, gerði 2 jafntefli og tapaði 8 leikjum. Þetta er besti árangur kvennaliðs...
Fjölskylda Péturs Sigurðssonar afhenti nýverið rúmlega 4 milljónir kr. til Vonar – sem er félag til styrktar skjólstæðingum gjörgæsludeildar Landsspítalans í Fossvogi. Pétur lést á Gjörgæslunni í júní á þessu ári – og safnaði fjölskyldan, vinir, samstarfsmenn Péturs, Golfklúbburinn Leynir og aðrir velunnarar í gegnum hlaupahóp...