Starfshópurinn í Röst sjávarrannsóknarsetri, er einn fjölmargra með aðsetur í Breið nýsköpunarsetri.Nýverið fékk hópurinn afhent nýtt ómannað rannsóknarfar í vikunni. Þetta kemur fram í tilkynningu. Um er að ræða siglandi tækniundur sem getur rannsakað fjölmarga eiginleika hafsins – þar á meðal að kortleggja hafstrauma með mikilli nákvæmni.Þetta er stórt skref fram á við í sjávarrannsóknum á Íslandi...
Í byrjun nóvember á þessu ári verða 9 ár frá því að skagafrettir.is fóru í loftið.Frá upphafi hafa jákvæðar fréttir verið rauði þráðurinn í umfjöllun netmiðilsins og engin breyting verður á þeim áherslum. Aðsóknin inn á skagafrettir.is er mikil og hefur vaxið á hverju ári. Á næstu mánuðum er markmiðið að auka umfjöllun um þau mál sem...
Ólafur Adolfsson er nýr formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.Ólafur er fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis en hann er á sínu fyrsta kjörtímabili sem þingmaður. Í færslu á fésbókarsíðu sinni segir Ólafur m.a. að framundan séu mikilvæg verkefni og nefnir hann þar sérstaklega sveitastjórnarkosningarnar sem fram fara vorið 2026. Kæru félagar,Ég vil byrja á að þakka formanni flokksins, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, og...
Pílufélag Akraness sendi tvö lið til kepnpi á Íslandsmóti félagsliða sem fram fór um s.l. helgi í Reykjavík. Guðjón Freyr Eiðsson og Kristinn Hjartarson komust í 16-manna úrslit í tvímenningskeppninni. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir keppa á Íslandsmóti. Gunnar H. Ólafsson náði bestum árangri í einstaklingskeppninni en hann féll úr leik í 8-manna úrslitum í...
Karlasveit Leynis 65 ára og eldri náði flottum árangri á Landsmóti golfklúbba sem fram fór í Hveragerði nýverið. Leynismenn voru efstir í sínum riðli. Fjögur efstu liðin léku sín á milli eftir þær viðureignir var fjórða sætið niðurstaðan hjá Skagamönnum. Sveitina skipuðu: Björn Bergmann Þórhallsson, Jóhann Sigurðsson, , Halldór B. Hallgrímsson (sem var jafnframt liðsstjóri), Valentínus Ólason...
Fjöldi frumkvöðla og aðilar frá ýmsum stofnunum komu saman í dag í Breið nýsköpunarsetri á Akranesi – til þess að ræða hugmynd að stofnun þörungakjarna á Breið.Þetta kemur fram í tilkynningu.Á myndinni má sjá hluta hópsins eða þau Bjarna G. Bjarnason og Gest Ólafsson frá Hyndlu, Rósu Jónsdóttur og Jónas R. Viðarsson frá Matís, Maríu...
Skagamaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson lék frábært golf þegar mest á reyndi á lokadegi Íslandsmóts unglinga í 17-18 ára flokki drengja í dag. Keppt var í höggleik og fór mótið fram á Þorláksvelli við Þorlákshöfn. Guðlaugur Þór lék lokahringinn á 66 höggum eða 6 höggum undir pari. Guðlaugur Þór er félagsmaður í Golfklúbbnum Leyni og hefur æft golf af...
Káramenn sýndu styrk sinn í dag með frábærum 4-3 sigri gegn KFG á Íslandsmótinu í knattspyrnu í 2. deild karla. Heimamenn komu til baka með frábærum síðari hálfleik og tryggðu sér 4-3 sigur. KFG úr Garðabæ skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins á fyrsta hálftímanum.Börkur Bernharð Sigmundsson skoraði fyrsta mark Kára rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, staðan 1-3...
Langtímaveikindi starfsmanna hjá Akraneskaupstað eru töluverð. Á fyrstu 6 mánuðum ársins 2025 er kostnaður vegna afleysinga um 60 milljónir kr. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Akraness. Til samanburðar var úthlutað 77,7 milljónum kr. alls á árinu 2024 vegna afleysingakostnaður vegna langtímaveikinda starfsmanna. Á árinu 2023 var úthlutað 88,6 milljónum kr. Árið 2017 var þessi upphæð 44,2 milljónir, 67 milljónir...
Kraftlyftingafélag ÍA hefur á undanförnum misserum verið með aðstöðu til æfinga í bráðabirgða húsnæði á meðan unnnið var að endurbótum á íþróttahúsinu við Vesturgötu. Á næstunni mun félagið fá aðstöðu til framtíðar í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Þetta kemur fram í fundargerð skóla – og frístundaráðs Akraness. Forstöðumaður íþróttamannvirkja mun á næstunni finna starfsemi félagsins hentugt rými í...