Akraneskirkja hefur ákveðið að skila til baka gjöf frá árinu 2008 þegar Akraneskaupstaður gaf Akraneskirkju eignina við Skólabraut 9. Húsið er betur þekkt sem Gamli Iðnskólinn. Í bréfi frá Akraneskirkju til bæjarráðs og bæjarstjóra kemur fram að Akraneskirkja hafi ekki bolmagn til að halda húsinu við og ráðast í þá endurnýjun og lagfæringar sem þörf er...
Alls brautskráðust 78 nemendur frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á vorönn 2024 – en útskriftin fór fram við hátíðlega athöfn s.l. föstudag. Frá þessu er greint á vef FVA – nánar hér. Nemendurnir stunduðu nám við 9 mismunandi námsbrautir. Skiptingin á námi nemenda var þannig:Rafvirki: 15Rafvirki + stúdentspróf: 1Vélvirki: 1Meistaraskóli: 1Sjúkraliðabraut: 3Opin stúdentsbraut: 29Félagsfræðibraut: 2Náttúrufræðabraut: 15Starfsbraut: 3Viðbótarnám til stúdents...
Galdur er nýr íslenskur söngleikur sem fluttur verður í tónleikauppfærslu í Vinaminni. Verkið er eftir Helga Þór Ingason. Það er Kalman listafélag á Akranesi sem stendur að viðburðinum sem hefst kl. 20.00 fimmtudaginn 23. maí. Kalman er styrkt af Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kalman: Sagan gerist á Íslandi seint á 17....
Söngleikurinn Diskóeyjan hefur slegið í gegn á fjölum Bíóhallarinnar á Akranesi – en nemendur í Brekkubæjarskóla fara þar á kostum í ýmsum hlutverkum.Diskóeyjan var ein vinsælasta plata ársins 2012 þar sem að lagið Gordjöss fór í hæstu hæðir vinsældalista og var verkið sett upp í fyrsta sinn í Borgarleikhúsinu árið 2012. Bragi Valdimar Skúlason og Óttarr...
Tólf nýir félagar bættust í kraftmikinn hóp Björgunarfélags Akraness nýverið. Aldrei áður hafa jafnmargir skrifað undir eiðstaf félagsins á sama tíma – en innra starf félagsins dregur sífellt að fleiri nýja félagsmen Samúel Þorsteinsson er formaður félagsins en hann tók við af Ásgeiri Erni Kristinssyni fyrir ári síðan. Ásgeir Örn gaf ekki kost á sér í...
Ólafur Sævarsson, fasteignasali, hefur opnað útibú frá Fasteignalandi á Akranesi – og Oliver Bergmann, fasteignasali verður samstarfsmaður Ólafs. Fasteignaland hefur verið starfrækt í áratug og er Ólafur einn af eigendum fasteignasölunnar. Ólafur og Oliver opnuðu nýverið skrifstofu að Stillholti 16-18 en þar var áður gjafavöruverslunin @home. Aðalútibú Fasteignalands er í Reykjavík en hjá fyrirtækinu starfa 8...
Karlalið ÍA í knattspyrnu er úr leik í Mjólkurbikarkeppni KSÍ 2024. ÍA mætti liði Keflavíkur á útivelli í kvöld en Keflavík leikur í næst efstu deild- en ÍA er í Bestu deildinni. Hinrik Harðarson kom ÍA yfir á 4. mínútu og Skagamenn byrjuðu vel. Varnarmaður ÍA, Erik Tobias Sandberg var rekinn af leikvelli á 36....
Ársreikningur Akraneskaupstaðar fyrir árið 2023 – A hluti var samþykktur með 9 atkvæðum gegn engu á fundi bæjarstjórnar Akraness nýverið. Í bókun meirihluta bæjarstjórnar, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, kemur fram að niðurstaðan endurspegli traustan rekstur sveitarfélagsins. Jákvæð niðurstaða á samstæðureikningi bæjarins var um 319 m.kr sem er um 420 m.kr betri afkoma en 2022 og um...
Þrjú tilboð bárust í lóðarfrágang í kringum íþróttahúsið á Jaðarsbökkum og tengingar yfir Innnesveg – en Akraneskaupstaður bauð verkið nýverið út. Tilboðin voru opnuð í lok apríl en kostnaðaráætlun var rétt tæplega 270 milljónir kr. Fagurverk ehf bauð lægst í verkefnið eða rétt tæplega 241 milljónir kr. sem er um 11% undir kostnaðaráætlun. Stéttafélagið ehf. bauð rúmlega 321...
Jóhannes Karl Guðjónsson hefur hefur óskað eftir því að láta störfum sem aðstoðarþjálfari A landsliðs karla og mun hann taka við þjálfun liðs AB í Danmörku. Jóhannes hafði nýverið framlengt samningi sínum við KSÍ. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef KSÍ. Þar segir: Jóhannes Karl lætur af störfum frá og með deginum í dag og verður...