Nýverið tryggðu leikmenn ÍA sigur á Íslandsmótinu í þriðju efstu deild í keppni 9. flokks í körfuknattleik.

Úrslitaleikurinn fór fram í Keflavík þar sem að leikið var gegn heimamönnum.

Strákarnir úr ÍA tryggðu sér sigur í deildinni með 67-46 sigri. 

Í 9. flokki leika leikmenn sem eru í 9. bekk, en yngri leikmenn eru einnig gjaldgengir. 

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?