Í lok mars á þessu ári var greint frá því að Akraneskaupstaður hefði ákveðið að ganga til viðræðna við World Class um rekstur líkamsræktarstöðvar í „gamla“ íþróttahúsinu við Jaðarsbakka. 

Nánar hér:

Sporthúsið ehf. brauð einnig í reksturinn og hefur fyrirtækið gert þá kröfu um að samningaviðræður við World Class verði stöðvaðar.

Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs – sem er eftirfarandi: 

„Komin er fram krafa frá forsvarsmanni Sporthúsið ehf. um stöðvun samningsgerðar, áskilnað um skaðabætur o.fl. vegna líkamsræktar á Jaðarsbökkum.

Lögð fram greinargerð Landslaga vegna fyrirliggjandi kröfu.

Bæjarráð samþykkir greinargerðina sem svar Akraneskaupstaðar og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.“