
Haraldur Magnús Magnússon varð annar á stigamótaröðinni Ungdart hjá Pílusambandi Íslands sem fram fór í Reykjavík nýverið.
Mótið var 2. í röðinni á tímabilinu en úrslitin ráðast fyrir áramót 2025.
Haraldur Magnús er 13 ára og hefur æft hjá Pílufélagi Akraness frá því að félagið hóf að bjóða upp á æfingar fyrir yngri leikmenn s.l. haust.
Á stigamótaröð Dartung er keppt í tveimur aldursflokkum og eru 5-6 mót á hverju tímabili. Keppendur safna stigum yfir tímabilið og í lok tímabilsins eru stigameistarar krýndir í flokki 9-13 ára og 14-18 ára.
- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?