Einar Margeir Ágústsson, sundmaður úr röðum Sundfélags Akraness, náði flottum árangri á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug – sem lauk um liðna helgi í Rúmeníu. Þátttaka Einars Margeirs er söguleg en hann er fyrsti karlsundmaðurinn úr ÍA sem keppir á Evrópumóti í fullorðinsflokki frá því að...
Gjöfin er fjórða lagið sem flutt er í fjórða glugganum í „Skaginn syngur inn jólin“. Þetta er í fjórða sinn sem þetta verkefni er haldið. Í ár er dagatalið aðventudagatal þar sem að gluggar verða opnaðir alla laugardaga og sunnudaga fram að jólum.Lagið er frumsamið af...
Endurbætur – og stækkun á húsnæði leikskólans Vallarsels við Skarðsbraut er aðkallandi verkefni að mati skóla – og frístundaráðs Akraness. Ennfremur telur ráðið að huga þyrfi að nýju leikskólahúsnæði eldri hluta Akraneskaupstaðar. Þetta kemur fram í fundargerð ráðsins.Starfshópur um framtíðarþörf leikskólaplássa á Akranesi kynnti skýrslu hópsins...
Árlegt jólakótelettukvöld pilta-hluta Club71 fór fram nýverið en félagsskapurinn er fólk sem fæddist árið 1971 á Akranesi. Markmiðið Club 71 er að sameina það að gleðjast og láta gott af sér leiða í leiðinni. Í tilkynningu frá félginu kemur fram að jólakótelettukvöldið hafi tekist ljómandi vel þó með...
Það var mikil stemning á leik ÍA og KR í næst efstu deild Íslandsmótsins í körfuknattleik karla sem fram fór í kvöld, föstudaginn 8. desember. Fjölmenni var á leiknum sem var jafn og spennandi. ÍA og KR hafa ekki mæst í Íslandsmótsleik í rúmlega 23 ár...
Á fundi Bæjarstjórnar Akraness þann 28. nóvember s.l. var rætt um hvort rétt væri að fjarlægja nafn Sr. Friðriki Friðrikssyni, stofnanda KFUM og KFUK, af lista yfir heiðursborgara á Akranesi.Þann titil veitti bæjarstjórn Akraness honum árið 1947 í tilefni þess að þá voru 35 ár...
Tilnefningar til Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans og Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2023 voru kynntar í dag í Eddu, við Arngrímsgötu 5.Skagakonan Eva Björg Ægisdóttir er tilnefnd til íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans fyrir bók sína Heim fyrir myrkur. Í umsögn um bókina segir: „Vel sögð saga með fjölbreyttu, breysku persónugalleríi og slunginni atburðarás....
Fjórir leikmenn úr röðum ÍA hafa verið valdir í æfingahóp U-20 ára landsliðs karla í körfuknattleik. Liðið mun æfa saman um miðjan desember – en Pétur Már Sigurðsson er þjálfari liðsins. Aron Elvar Dagsson, Júlíus Duranona, Styrmir Jónasson og Þórður Freyr Jónsson fá tækifæri í desember...
Karlalið ÍA í körfuknattleik tekur á móti liði KR á föstudaginn – og er viðureignin hluti af næst efstu deild Íslandsmótsins. KR-ingar eru sigursælasta lið allra tíma á Íslandsmótinu í efstu deild – með 18 Íslandsmeistaratitla. Liðið féll úr efstu deild s.l. vor og er þetta...
Tvær sundkonur úr röðum Sundfélags Akraness, Sunna Arnfinnsdóttir og Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir, tóku þátt á Norðurlandameistaramótinu sem fram fór í Tartu í Finnlandi.Guðbjörg Bjartey synti í úrslitum í 100 metra skriðsundi og þar endaði hún í fjórða sæti – og var aðeins 0,13 sekúndum frá verðlaunasæti. Guðbjörg...