Í ljósi nýjustu upplýsinga um COVID-19 og smit á Akranesi hefur Akraneskaupstaður ákveðið að bregðast við þeirri stöðu með eftirfarandi aðgerðum til að tryggja sem best öryggi í þjónustu og starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað. Staðan verður metin þriðjudaginn 22. september...
Velferðar- og mannréttindaráð Akraness samþykkti á síðasta fundi sínum fyrirliggjandi drög og vinnulag vegna úthlutunar á íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn á tekjulágum heimilum. Alþingi samþykkti nýverið fjáraukalög fyrir árið 2020 þar sem að gert er ráð fyrir 600 milljóna kr. framlagi til sveitarfélaga í því skyni að gera þeim kleift að veita styrki til...
ÍA og Grótta úr Reykjavík eigast við í PepsiMax deild karla í dag. Leikurinn hefst kl. 16:30 og fer fram á Akranesvelli. Liðin eru í 10. og 11. sæti deildarinnar eins og sjá má á stöðutöflunni hér fyrir neðan. Eftir frekara samráð við sóttvarnaryfirvöld hefur KSÍ ákveðið að leyfa áhorfendur á leikjum í öllum flokkum...
Fjórir leikmenn úr röðum ÍA hafa verið valdar til að taka þátt í Hæfileikamóti KSÍ og N1 í stúlknaflokki. Alls eru 66 leikmann valdir og koma þeir frá 19 félögum víðsvegar af landinu. Flestir leikmenn eru frá Breiðabliki eða 9 alls en FH og Víkingur úr Reykjavík eru bæði með 6 leikmenn í hópnum. Skagamaðurinn...
Skagamaðurinn Björn Viktor Viktorsson sigraði á Titleist Unglingaeinvíginu sem fór fram á Hlíðavelli í gær. Björn Viktor tryggði sér sigurinn með glæsilegum fugli á lokaholunni í úrslitum mótsins. „Ég sló af um 90 metra færi á 9. holunni í úrslitum og boltinn endaði um eins metra fjarlægð. Það var ljúft að sjá boltann fara ofaní...
Heimsóknir á Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili eru leyfðar samkvæmt hættustigi almannavarna vegna Covid-19. Í tilkynningu frá stofnunni kemur fram að ef smit á Akranesi reynist útbreitt getur komið til lokunar á Höfða. Staðan er metin daglega og útfrá upplýsingum frá sóttvarnalækni og almannavörnum. Allt er gert til að vernda viðkvæmasta hópinn gegn hugsanlegu kórónuveirusmiti. Heimsóknir...
Líkamsræktarsalurinn á Jaðarsbökkum verður lokaður frá og með deginum í dag, 18. september, vegna COVID-19 smits sem greindist hjá iðkenda salsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað og ÍA. Sú staða er komin upp á Akranesi að einstaklingur sem greindist með COVID-19 smit hafði stundað líkamsrækt í líkamsræktarsalnum á Jaðarsbökkum sl. þriðjudag þann 15. september....
ÍA og Valur eigast við í PepsiMax deild karla í knattspyrnu í dag á Akranesvelli. Leikurinn hefst kl. 16:30 og eru áhorfendur leyfðir. Í tilkynningu frá ÍA kemur fram að áhorfendasvæðum verði skipt upp í þrjú hólf og komast alls 600 áhorfendur á leikinn – 200 í hvert hólf. Aðeins eru seldir miðar í gegnum...
Nítján kórónuveirusmit greindust hér á landi síðasta sólarhringinn. Þetta segir Thor Aspelund prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2. Frá 9. apríl á þessu ári hafa ekki fleiri greinst með veiruna á einum sólarhring en þann 9. apríl greindust 27 með Covid-19 veiruna. Tölurnar verða uppfærðar á covid.is kl....
Knattspyrnumaðurinn Valdimar Þór Ingumundarson er nýjasti atvinnumaður Íslands. Valdimar Þór hefur samið við norska liðið Strömsgodset. Fylkismaðurinn hóf knattspyrnuferilinn með yngri flokkum ÍA en hann er fæddur árið 1999 og er því 21 árs gamall. Faðir Valdimars Þórs er Skagamaðurinn Ingimundur Barðason og er ættbogi Valdimars Þórs á Akranesi fjölmennur. Valdimar Þór hefur verið einn...