Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði s.l. fimmtudag reglugerð þess efnis að grásleppuveiðar verði stöðvaðar frá og með deginum í dag – 3. maí. Grásleppusjómenn á Akranesi eru langt frá því að vera sáttir við ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins að stöðva veiðarnar með svona skömmum fyrirvara. Fréttastofa Stöðvar 2 var á Akranesi í gær og þar...
Lögreglan á Vesturlandi var rétt í þessu að birta nýjustu upplýsingar varðandi Covid-19 smit á Vesturlandi. Engar breytingar eru varðandi smit og hefur ekkert nýtt smit verið greint á Vesturlandi frá því á þriðjudaginn í síðustu viku. Alls hafa 41 Covid-19 smit verið greind á Vesturlandi Aðeins 9 eru í sóttkví á Vesturlandi og 2...
„Ég syng svona af og til við sérstök tilefni, brúðkaup, jarðafarir í kirkjunni, og þetta hefur smátt og smátt spurst út. En á heildina litið eru þetta ekki margir viðburðir hjá mér í söngnum,“ segir Skagamaðurinn Jón Valur Ólafsson sem hefur vakið athygli í Noregi fyrir söng sinn. „Lagið sem ég syng að þessu sinni...
Lögreglan á Vesturlandi var rétt í þessu að birta nýjustu upplýsingar varðandi Covid-19 smit á Vesturlandi. Engar breytingar eru varðandi smit og hefur ekkert nýtt smit verið greint á Vesturlandi frá því á þriðjudaginn í síðustu viku. Alls hafa 41 Covid-19 smit verið greind á Vesturlandi Aðeins 7 eru í sóttkví á Vesturlandi og 2...
Ekkert verður af hátíðardagskrá verkalýðshreyfingarinnar í dag 1. maí vegna Covid-19 faraldursins og samkomubanns sem er í gildi. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness sendir því félagsmönnum sínum rafrænar baráttukveðjur í pistli sem birtur var á vefsvæði VLFA og er hér fyrir neðan. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1923 þar sem launafólk safnast ekki...
Áhöfnin á Bjarna Ólafssyni AK 70 eru á kolmunnaveiðum suður af Færeyjum. Aflabrögð eru góð hjá þeim eins og sjá má á þessu myndbandi sem tekið var einni hífingu. Þar má sjá áhöfnina „reima“ pokann af trollinu en pokinn er síðan tekinn inn að síðu togarans. Pokinn er síðan tekinn í gegnum „triplex“ eins og...
Eva Laufey Kjaran hefur á undanförnum misserum dregið Akranes inn í sviðsljósið með skemmtilegum hætti í sjónvarpsþáttum sínum sem bera nafnið „Matarboð með Evu Laufeyju.“ Í ljósi aðstæðna vegna Covid-19 hefur ekki verið mikið um matarboð í þessum þáttum en Eva deyr ekki ráðalaus eins og sést í þessu skemmtilega innslagi. Hún eldar einfaldlega fyrir...
Samvinnuverkefni Brekkubæjarskóla, Þorpsins og Menntavísindasvið Háskóla Íslands fékk á dögunum styrk úr Sprotasjóði. Styrkurinn er 1,3 milljónir kr. og verkefnið er „Þátttaka er samvinna- valdefling barna.“ Sprotasjóður er sameiginlegur sjóður fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og er hlutverk sjóðsins að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi. Hér má sjá yfirlit yfir þau verkefni sem hlutu...
Karlalið ÍA í knattspyrnu mun líklega leika sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu í PepsiMax deildinni 2020 sunnudaginn 14. júní. Þetta kom fram í útvarpsþættinum fotbolti.net sem má nálgast hér. Knattspyrnusambandið hefur lagt til að 1. umferð PepsiMax-deildar karla hefjist laugardaginn 13. júní með leik Vals og Íslandsmeistaraliðs KR. Fyrsta umferðin mun fara fram á þremur...
Starfsfólkið á leikskólanum Teigaseli á Akranesi kann svo sannarlega að finna barnið í sér eins og sjá má á þessu skemmtilega myndbandi. Teigasel fékk áskorun um að vera með í skemmtilegu verkefni sem kallast „Finnum barnið í okkur sjálfum“ og var áskorunin frá leikskóla á Seltjarnarnesi. Starfsfólkið á Teigaseli var ekki lengi að henda í...