Loading...

Skóla- og frístundaráð Akraness lagði fram nýverið til eftirfarandi breytingar á gjaldskrá leikskóla. Bæjarráð samþykkti breytingarnar á fundi sínum þann 26. júní s.l.

Breytingarnar eru gerðar í samstarfi við leikskólastjóra og er markmiðið að móta leiðir til að mæta styttingu vinnuviku starfsfólks án þess að skerða þjónustu við börn og foreldra.

Fram kemur í fundargerð Skóla – og frístundaráðs að KPMG hafi gert mönnunarlíkan um rekstur leikskóla á Akranesi. Niðurstaðan er að opnunartími leikskóla á Akranesi er almennt rýmri en gengur og gerist á landsvísu. Þá kemur jafnframt fram að tækifæri felist í því að endurskoða og stýra betur dvalartíma barna í leikskólum, þar sem í dag greiða margir foreldrar fyrir dvalartíma umfram hefðbundinn dagvinnutíma kl. 8:00 – 16:00, án þess að nýta hann að fullu.

Breytingarnar eru eftirfarandi:

  • Gjald verður kr. 15.000 á klukkustund fyrir vistun utan hefðbundins dagvinnutíma, þ.e. fyrir tíma utan kl. 8:00-16:00.

  • Veittur verði 25% afsláttur af dvalargjaldi ef vistunartími barns er að meðaltali 7 klukkustundir á dag (35 klukkustundir á viku).

  • Veittur verði 30% afsláttur af dvalargjaldi ef vistunartími barns er að meðaltali 6,5 klukkustundir á dag (32,5 klukkustundir á viku).

  • Veittur verði 35% afsláttur af dvalargjaldi ef vistunartími barns er að meðaltali 6 klukkustundir á dag (30 klukkustundir á viku).

  • Veittur verði 25% afsláttur af dvalargjaldi ef vistun lýkur kl. 14:00 á föstudögum (38 klukkustundir á viku).

  • Allir liðir í gjaldskrá sem kveða á um vistun umfram 8 klukkustundir á dag verða felldir brott.
  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?
 

Golfklúbburinn Leynir hefur óskað eftir bættri aðstöðu fyrir innanhúsæfingar. 

Leynir, sem fagnar 60 ára afmæli á þessu ári, hefur sent inn formlegt erindi til Akraneskaupstaðar – en barna – og unglingastarf klúbbsins hefur vaxið mikið á undanförnum misserum. 

Skóla – og frístundaráð Akraneskaupstaðar hefur fjallað um málið og bæjarráð hefur samþykkt að taka erindið fyrir á næsta fundi þann 17. júlí n.k. 

Í bókun skóla – og frístundaráðs kemru fram að ráðin fagnar þeim öra vexti sem orðið hefur í barna- og ungmennastarfi golfklúbbsins og áréttar mikilvægi þess að áfram verði unnið að ásættanlegri lausn fyrir vetrarstarfsemi barna og ungmenna. Markmið Akraneskaupstaðar er að starfsemi aðildarfélaga Íþróttabandalags Akraness geti farið fram í mannvirkjum kaupstaðarins. Sviðsstjóra er falið að vinna málið áfram og er því vísað til umfjöllunar hjá bæjarráði.

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?
 

Einar Margeir Ágústsson, sundmaður úr Sundfélagi Akraness, var einn af sex keppendum sem kepptu fyrir hönd Íslands á Evrópumeistaramótinu í 23 ára og yngri flokki, sem fram fór í Slóvakíu. Mótið var afar sterkt, en keppendur voru alls 360.

Einar Margeir náði glæsilegum árangri og synti sig inn í úrslit í 100 metra bringusundi á tímanum 1:01,27. Hann endaði í 8. sæti í úrslitasundinu, þar sem hann synti á 1:01,63. Þetta er frábær árangur hjá Einari Margeiri, sem er aðeins 20 ára gamall.

Einar var mjög ánægður með sundið sitt og sagði það einstaka upplifun að keppa í úrslitum á móti sterkustu bringusundsmönnum Evrópu. Þetta er mikilvægt skref í ferli hans sem afreksíþróttamaður.

Í 200 metra bringusundi hafnaði hann í 19. sæti og í 50 metra bringusundi í 16. sæti.

Næsta verkefni hjá Einari Margeiri er Heimsmeistaramótið í Singapore sem fer fram í lok júlí. Lagt verður af stað þann 18. júlí og liðið mun dvelja á átta daga æfingabúðum fyrir mótið.

 

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?
 

Akraneskaupstaður og Laugar ehf. skrifuðu í dag undir samning um opnun á líkamsræktarstöð sem staðsett verður í „gamla íþróttahúsinu“ við Jaðarsbakka.

Stefnt er að opnun World Class um mánaðarmótin september – október. 

World Class á Akranesi mun skapa um 20 störf og verður opið allan sólarhringinn.

Stöðvarstjórar nýju stöðvarinnar verða þeir Gerald Brimir og Helgi Arnar, sem margir þekkja úr Ægir Gym en þeir munu leiða umbreytinguna yfir í nýja og kraftmikla World Class stöð.

Opið verður í Ægir Gym þar til breytingin yfir í WorldFit Ægir tekur formlega gildi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað. 

Með tilkomu stöðvarinnar opnast íbúum á Akranesi enn fjölbreyttari möguleikar til heilsueflingar í hágæða aðstöðu sem uppfyllir ströngustu gæðakröfur.

Stöðin býður upp á fjölbreytta aðstöðu fyrir alla sem vilja hlúa að líkama og sál. Þar verður meðal annars:

Fullbúinn tækjasalur með splunkunýjum tækjum frá LifeFitness og HammerStrength
Infrared heitur hóptíma- og jógasalur
WorldFit salur
PilatesClub (Reformer) salur

Í boði verða opnir hóptímar, WorldFit-þjálfun, sérhæfðir pilates-tímar í PilatesClub, auk þess sem meðlimir fá aðgang að Jaðarsbakkalaug á opnunartíma hennar. Líkamsræktarstöðin verður opin allann sólarhringinn og er það meðal annars hugsað til þess að koma til móts við þá fjölmarga íbúa sem vinna í vaktavinnu.

Einnig er til skoðunar að bjóða upp á frekari þjónustu á borð við kírópraktík og rakarastúdíó — kærkomnar viðbætur við þá fjölbreyttu heilsu- og vellíðunarþjónustu sem Akranes hefur upp á að bjóða.

Opnun World Class á Akranesi skapar um 20 ný störf til að byrja með — meðal annars í stöðum stöðvarstjóra, hóptímakennara, WorldFit- og pilates-þjálfara, ræstinga og mögulegs stuðnings í heilsutengdri þjónustu eins og kírópraktík og rakstri. Lögð verður áhersla á að byggja upp öflugan og fjölbreyttan vinnustað þar sem þjálfun, vellíðan og jákvæð starfsmenning eru í forgrunni.

Aðgangur að 20 stöðvum um land allt

Meðlimir World Class á Akranesi fá, líkt og aðrir meðlimir, sjálfkrafa aðgang að öllum stöðvum World Class á landinu — sem verða alls 20 með tilkomu Akraness. Einnig fylgir aðgangur að 10 sundlaugum víðs vegar um landið, meðal annars í Reykjavík, á Selfossi, Hellu, í Vestmannaeyjum og á Akureyri.

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?
 

Aðsend grein frá Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra:

Ný ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum með skýrt leiðarstef; að rjúfa kyrrstöðu og hefja sókn við uppbyggingu innviða. Við stöndum frammi fyrir mikilli áskorun, enda blasir við vegakerfi sem hefur setið á hakanum um árabil.

Vegakerfið er ein stærsta eign íslenska ríkisins og nauðsynlegt að halda því við. Nýleg dæmi eru um að slitlag hafi hreinlega gefið sig og Vegagerðin neyðst til að grípa til þess örþrifaráðs að fræsa upp klæðningu sem orðin
var hættuleg ökumönnum.

Viðbótarframlag — strax

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita þriggja milljarða króna viðbótarframlag til viðhalds á vegakerfinu á þessu ári. Þannig bregðumst við strax við brýnustu þörfinni. Það jafngildir um
25% aukningu miðað við meðalframlög síðustu ára. Þetta er yfirlýsing um breytta forgangsröðun stjórnvalda.

Þessi fjárveiting skiptist í tvo meginflokka; annars vegar í styrkingu burðarlaga vega og hins vegar í endurnýjun slitlaga. Auk þess verður sérstaklega farið í malbikun á þekktum blæðingarköflum. Öll verkefni sem Vegagerðin ræðst í strax í sumar voru tilbúin til útboðs
en hefðu ekki farið af stað á þessu ári nema með ákvörðun um aukafjárveitingu.

Hvert fer viðbótarframlagið?
Verkefnin dreifast um allt land. Á Vesturlandi og Vestfjörðum munum við ráðast í fjölmörg verkefni. Þar má nefna viðgerðir á Vestfjarðarvegi, Barðastrandarvegi, Útnesvegi og Bíldudalsvegi, þar sem íbúar hafa lengi kallað eftir úrbótum. Á Suðurlandi verður farið í endurbætur á Laugarvatnsvegi og á Norðurlandi verða teknir fyrir kaflar á Hringveginum, til dæmis í Ljósavatnsskarði, auk þess sem ráðist verður í endurbætur á Hólavegi í Hjaltadal. Þar er umferðarþungi mikill og slysatíðni há. Landsmót hestamanna verður haldið á Hólum í Hjaltadal sumarið 2026 og því mikilvægt að vegurinn sé vel undirbúinn. Á Austurlandi verður einnig ráðist í mikilvægar endurbætur á Hringveginum. Loks verður farið í malbikun á nokkrum þekktum blæðingarköflum, svo sem í Bakkaselsbrekku í Öxnadal.

Sókn til framtíðar

Vegfarendur munu strax taka eftir sýnilegum umbótum á vegakerfinu. Miðað við gildandi fjármálaáætlun fyrir árin 2026-2030 er gert ráð fyrir enn frekari sóknarleik. Aukið fjármagn er meðal annars tilkomið vegna breytinga á útreikningi veiðigjalda sem nú eru til umræðu á Alþingi. Áætlað er að árleg hækkun framlaga eingöngu til viðhalds muni nema allt að 5,5 milljörðum króna. Þetta jafngildir um 45% aukningu frá því sem verið hefur. Ég vonast til þess að landsmenn upplifi þegar í stað jákvæða breytingu og finni að nú er sleginn nýr tónn í málefnum innviða á Íslandi. Við ætlum okkur að gera betur. Við eigum að gera betur.

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?
 

Íslandsmeistaramót aldursflokka í sundi fór fram nýverið á Akureyri.

Sundmótið var fyrir 15 ára og yngri og alls tóku um 210 keppendur frá 10 félögum um land allt þátt í mótinu.

Til að öðlast keppnisrétt þurftu sundmenn að ná fyrirfram skilgreindum lágmarkstímum.

Sundfélag Akraness sendi 8 keppendur á mótið, sem stóðu sig allir afar vel. Félagið endaði í 7. sæti í stigakeppni félaga, og mörg af sundfólkinu náðu markmiðum sínum og bættu sína tíma.

Karen Anna Orlita átti einstaklega gott mót. Hún varð stigahæsta stelpan í aldursflokknum 12–13 ára og varð Íslandsmeistari í bæði 200 m skriðsundi og 100m fjórsundi. Hún bætti einnig við bronsverðlaunum í 200 m fjórsundi. Frábær árangur hjá efnilegri sundkonu!

Einnig náðu fleiri keppendur úr hópnum inn á verðlaunapall:

Eymar Ágúst Eymarsson varð í 6. sæti í 200 m baksundi og 6. sæti í 400 m skriðsundi í flokki 14–15 ára.

Rúna Björk Ingvarsdóttir varð í 6. sæti í 50 m baksundi í flokki 11 ára og yngri.

Afrek Sundfélags Akraness fólu ekki eingöngu í sér góðan árangur í lauginni því félagið var einnig heiðrað með verðlaunum fyrir að vera prúðasta liðið á mótinu!

Hegðun, framkoma og góður andi skipta miklu máli í íþróttum og við erum afar stolt af okkar keppendum sem sýndu þetta í verki:

Eymar Ágúst Eymarsson, Sigmar Orri Halldórsson, Gunnar Logi Guðmundsson, Elín Sara Skarphéðinsdóttir, Karen Anna Orlita, Helga Lind Viðarsdóttir, Þóra Birna Jónsdóttir og Rúna Björk Ingvarsdóttir.

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?
 

Aldurstakmark gesta á tjaldsvæðinu á Akranesi verður 20 ár þegar bæjarhátíðin Írskir dagar fara fram dagana 4.-6. júlí. 

Bæjarráð hefur samþykkt tillögu þess efnis að breyting verði gerð hvað aldurstakmarkið – en það hefur verið 23 ár á undanförnum árum.  

„Í bókun ráðsins kemur fram að ráðið væntir þess að skipulag og umgjörð rekstraraðila tjaldsvæðisins taki mið af því að vænta má miklum gestafjölda þessa tilteknu helgi.“

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?
 

Bæjarráð hefur samþykkt að rekstraraðilar „Stúkuhúsið Kaffi“ fái leyfi til að selja léttvín og bjór.

Stúkuhúsið Kaffi var opnað í desember á síðasta ári – en húsið er staðsett við Byggðasafnið á Görðum.

Bæjarráð setur þann fyrirvara að jákvæðar umsagnir berist frá slökkviliðsstjóra, byggingarfulltrúa, Heilbrigðiseftirliti og lögreglu.

Stúkuhúsið var upphaflega byggt sem hlaða og fjós um 1916 og stóð við Háteig 11.

Húsið var flutt á Þorláksmessu árið 2004 – nánar hér á vef Skagafrétta.

Stúkan Akurblóm nr. 3, sem starfaði á Akranesi 1887-2000, eignaðist húsið og endurgerði það fyrir starfsemi sína árið 1950.

Barnastúkan Stjarnan nr. 103 starfaði þar jafnframt og ýmsar skemmtanir fóru þar fram. Um nokkurra ára skeið voru fundir bæjarstjórnar Akraness haldnir í húsinu.

Byggðasafnið í Görðum eignaðist húsið árið 2004 og lauk endurgerð þess árið 2007.

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?
 

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um öryggi barna í sundi. Átakið er unnið í samstarfi við Reykjavíkurborg og Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi (SFSÍ) og er því beint að öllu landinu.

Árlega drukkna yfir 300 þúsund manns í heiminum eða um 30 manneskjur á hverjum einasta klukkutíma. Á Íslandi drukknuðu 68 manns á tíu ára tímabili frá 2013-2023.

„Drukknun er algengari en flestir halda og stundum er því talað um hinn þögla faraldur,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum.

Drukknun getur átt sér stað nánast hvar sem vatn er að finna: Í sundlaugum, náttúrulaugum, heitum pottum, í stöðuvötnum, ám og lækjum, fjörum, við bryggjur, í baðkörum eða jafnvel pollum. „Allir geta drukknað. Enginn ætti að þurfa þess,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í inngangi fyrstu stöðuskýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um forvarnir gegn drukknun sem var kynnt í lok síðasta árs.

Engin sérstök rannsóknarnefnd fjallar um drukknunarslys á Íslandi líkt og samgönguslys og er mikilvægt að slík nefnd verði stofnuð.
Flestar drukknanir verða á stöðum þar sem engir aðilar sinna eftirliti.

Laugaverðir sinna eftirliti í sundlaugum á Íslandi.

Rauði krossinn hefur um nokkurt skeið kennt öryggi og björgun í vatni, námskeið sem eru sérstaklega sniðin að starfsfólki sund- og baðstaða. Rauði krossinn ber einnig ábyrgð á hæfnismati laugavarða sem þeir þurfa að standast árlega til að halda réttindum sínum.

Laugaverðir eru viðbragðsaðilar. Það þýðir að þeir bregðast við um leið og eitthvað gerist. Erlendar rannsóknir sýna að í 9 af hverjum 10 tilvikum þar sem fólk er í vandræðum í vatni eru það gestir sundlauga sem fyrstir bregðast við. Það skýrist af því að þeir eru þá í návígi við þann sem er í hættu staddur.

Ung börn í mestri hættu

Börn á aldrinum 1-4 ára eru líklegust til að lenda í vandræðum í sundi eða drukkna. Þar á eftir koma börn á aldrinum 5-9 ára. Er sjónum Rauða krossins því sérstaklega beint að þessum aldurshópum – eða réttara sagt: Að foreldrum og öðrum forráðamönnum barna á þessum aldri. Því það eru þessir fullorðnu einstaklingar sem fyrst og fremst bera ábyrgð á öryggi barna í og við vatn.

„Foreldrum hættir til að ofmeta getu sína til að fylgjast með börnum sínum í vatni og sömuleiðis að ofmeta sundgetu barna sinna,“ segir Hildur um hvers vegna ung börn séu í mestri hættu á að drukkna.

Erlendar rannsóknir sýna að einhver fullorðinn er yfirleitt nálægur er barn drukknar.

„En barn getur drukknað á aðeins þrjátíu sekúndum eða á sama tíma og það tekur að senda ein stutt skilaboð í símanum,“ segir Hildur.

„Við megum einfaldlega aldrei missa sjónar á þeim í vatni.“

Sumarið er sá árstími sem flestir njóta þess að fara í sund og baða sig í vatni. Svo allir geti notið þeirra stunda sem best ætti ávallt að hafa öryggismál í hávegum.

Foreldrar eru hvattir til að hafa þessi fimm ráð í huga:

1. Hafðu augun ekki af barninu allan tímann
Foreldri eða forráðamaður ber ábyrgð á barni í vatni. Það þýðir að hann skal fylgjast stöðugt með því og sjá til þess að það noti viðeigandi öryggisbúnað (kúta) og að hann sé settur á barnið áður en farið er ofan í vatnið.

2. Gefðu barninu að borða og drekka
Passaðu að barnið sé vel nært og hafi fengið að drekka áður en það fer í vatnið. Að leika sér í vatni er orkufrek iðja. Þyrst og svangt barn getur misst orkuna hratt og þar með eykst hætta á drukknun.

3. Viðhaltu sundfærni barnsins yfir sumartímann

Þegar skólasundinu sleppir á vorin er komið að forráðamönnum að halda færninni við.
Tryggjum að allir í fjölskyldunni sem eru synd hafi hæfnina til að bjarga sér úr vandræðum í vatni.

4. Settu öryggisreglur í kringum vatn og fræddu barnið um öryggi í vatni

Settu einfaldar og skýrar reglur um öryggi í vatni og útskýrðu fyrir barninu. Til dæmis: „Farðu aldrei í vatn án eftirlits“.

5. Lærðu endurlífgun og skyndihjálp
Vertu viðbúin að bregðast við neyðartilfellum í og kringum vatn. Rauði krossinn býður upp á skyndihjálparnámskeið. Skráðu þig á skyndihjalp.is

„Fullorðnir bera ábyrgð á sjálfum sér í sundi sem og börnum sínum,“ minnir Hildur á.

„Það er foreldra að passa börn sín í vatni og fræða þau og kenna þeim að umgangast vatn þegar þau eldast.“
Hún minnir einnig á samfélagslega skyldu allra:

„Ef við sjáum eitthvað í sundi sem gæti verið hættulegt skulum við bregðast við. Látum okkur velferð allra barna varða. Það er betra að segja eitthvað og gera eitthvað en að sitja þögul hjá.“

Öryggi í sundi er á ábyrgð okkar allra – ertu ekki örugglega að fylgjast með?

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?
 

Lárus Orri Sigurðsson mun þjálfa meistaraflokk karla hjá Knattspyrnufélagi ÍA út leiktíðina 2025. Frá þessu er greint í tilkynningu frá félaginu en Jón Þór Hauksson var leystur undan samningi sínum sem þjálfari eftir 4-1 tap ÍA gegn Aftureldingu í 10. umferð. 

Lárus Orri tekur formlega við starfinu eftir leik ÍA gegn Stjörnunni sem fram fer á morgun, sunnudag. Þjálfarateymi liðsins verður að öðru leyti óbreytt og mun Dean Martin aðstoðarþjálfari liðsins stýra liðinu í þeim leik. 

ÍA er á botni Bestu deildarinnar eftir 11 umferðir með þrjá sigra og átta tapleiki. 

„Lárus Orri Sigurðsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari meistaraflokks karla hjá Knattspyrnufélagi ÍA. Lárus Orri mun taka formlega við þjálfun ÍA eftir leik liðsins gegn Stjörnunni sem fram fer á morgun og mun hann stýra liðinu út keppnistímabilið.

Þjálfarateymi liðsins verður að öðru leyti óbreytt.

Lárus Orri ólst upp á Akranesi og lék með yngri flokkum ÍA við góðan orðstír allt þar til hann flutti til Akureyrar á unglingsaldri. Þar lék hann með meistaraflokki Þórs í nokkur ár.

Hann átti magnaðan atvinnumannaferil í Englandi sem spannaði 10 ár þar sem hann lék með Stoke og WBA, bæði í Championship deildinni og Premier League.

Hann á að baki 42 A landsleiki og spilaði auk þess með öllum yngri landsliðum Íslands.

Lárus Orri á farsælan 10 ára feril að baki í þjálfun meistaraflokka Þórs á Akureyri og KF.

Við fögnum því mjög að fá Lárus Orra aftur til baka á æskuslóðirnar á Skaganum og hlökkum til að starfa með honum. Hann býr yfir mikilli reynslu og þekkingu sem leikmenn okkar og aðrir sem starfa í kringum félagið munu njóta góðs af.

Við bjóðum Lárus Orra innilega velkominn á Skagann! 💛🖤

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?
 

Ágústa Rósa Andrésdóttir er nýr forstöðumaður íþróttamannvirkja á Akranesi.

Ágústa Rósa er frá Akranesi og hefur m.a. verið formaður karatefélags Akraness, setið í stjórn badmintfélags Akraness og í framkvæmdastjórn Íþróttabandalags Akraness. Ágústa hefur starfað sem æskulýðsfulltrúi í Hvalfjarðarsveit, og nú síðast sem  Forstöðumaður Frístundasels Lágafellsskóla í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Akraness samþykkti ráðningu Ágústu á síðasta bæjarstjórnarfundi. Alls sóttu 17 manns um starfið. Hörður Kári Jóhannesson hefur verið forstöðumaður íþróttamannvirkja á Akranes og var honum þökkuð góð störf á bæjarstjórnarfundinu.

Ágústa er fædd árið 1971 og hún er gift Herði Svavarssyni rafvirkja og þau eiga þrjú börn, Andrés Má,  Aðalheiði Rósu og
Ólaf Elías.

Ágústa Rósa Andrésdóttir.

 

Eftirtaldir sóttu um starfið:

Ágústa Rósa Andrésdóttir
Baldvin Bjarki Baldvinsson
Daisy Heimisdóttir
Ellert Baldur Magnússon
Eyrún Ída Guðjónsdóttir
Finnbogi Rafn Gudmundsson
Guðbjartur Máni Gíslason
Helena Rúnarsdóttir
Helgi Magnússon
Indriði Jósafatsson
Ingimar Elí Hlynsson
Magnús Gísli Sveinsson
Óli Þór Júlíusson
Pétur V. Georgsson
Ragnheiður Smáradóttir
Sturlaugur Sturlaugsson
Valdimar Leó Friðriksson


Eva Björg Ægis­dóttir frá Akranesi fékk í dag afhent spennu­sagna­verð­launin Svart­fuglinn fyrir bókina Marrið í stiganum.

Eliza Reid, forsetafrú, af­henti verðlaunin.

 

Yrsa Sigurðar­dóttir og Ragnar Jónas­son eru hug­mynda­fræðingarnir að baki verð­laununum sem ætluð eru höfundum sem ekki hafa áður sent frá sér glæpa­sögu. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Eva er eins og áður segir frá Akranesi en foreldrar hennar eru Ægir Jóhannsson og Sigríður Björk Kristinsdóttir.




Í áliti dómnefndar um bókina segir meðal annars: „Sagan er grípandi og spennandi samhliða því að veita innsýn í myrkan og sáran veruleika. Fléttan er fagmannlega unnin, söguþráðurinn sterkur og sögulokin koma lesandanum á óvart.“

Verðlaunin nema 500.000 krónum auk hefðbundinna höfundarlauna. Sigurvegaranum býðst einnig samningur við umboðsmanninn David H. Headley en tímaritið Bookseller útnefndi hann sem einn af 100 áhrifamestu mönnum breskrar bókaútgáfu árið 2015.

Eva er með MSc gráðu í alþjóðamálum frá Tækniháskólanum í Þrándheimi og BA gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands. Hún starfar hjá fyrirtækinu Maskína en hún hefur einnig starfað á þróunarsviði VÍS tryggingafélags, verið aðstoðamaður við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og sem starfsmaður á alþjóðasviði hjá utanríkisráðuneytinu í Noregi. Þá hefur hún starfað sem fyrsta flugfreyja hjá flugfélaginu Wow Air.




Skagafrettir.is hefur frá upphafi verið opinn fréttavefur og markmiðið er að halda áfram á þeirri vegferð.  

Áhugi á efninu er til staðar. Mörg þúsund heimsóknir á hverjum degi á skagafrettir.is staðfestir að lesendur hafa áhuga á jákvæðum fréttum úr nærsamfélaginu.

Þú kæri lesandi getur tekið þátt í að efla fréttavefinn skagafrettir.is með þínu framlagi. Slíkur stuðningur er afar mikilvægur fyrir bæjarfréttamiðla.

Það er hart sótt að bæjar - og staðarfréttamiðlum á Íslandi - og slíkir miðlar eru í raunverulegri útrýmingarhættu. 

Skagafréttir fóru í loftið í nóvember 2016 og frá þeim tíma hafa vel á fjórða þúsund fréttir verið skrifaðar á skagafrettir.is.

Skagafréttir ehf.
552-26-11875
440219-0550

Frjáls framlög frá lesendum eru styrkasta stoðin í rekstri Skagafrétta. Slíkur stuðningur er afar mikilvægur og hvatning til að halda áfram að miðla því öllu því jákvæða sem er í gangi á Akranesi og hjá Skagamönnum nær og fjær.

Frjáls framlög gefa jákvæða strauma og kraftmeiri fréttaflutning.


Skagafréttir ehf.
552-26-11875
440219-0550

Kærar þakkir fyrir allar heimsóknirnar á skagafrettir.is og stuðninginn.


Skagafréttir ehf.
552-26-11875
440219-0550

http://localhost:8888/skagafrettir/2021/03/18/baejarmidlarnir-eru-i-raunverulegri-utrymingarhaettu/


Ungir og efnilegir leikarar með sterka tengingu á Akranes leika stórt hlutverk í nýrri kvikmynd sem frumsýnd verður þann 23. mars 2018. Myndin heitir Víti í Vestmannaeyjum og er fjölskyldumynd með vísun í sannsögulega atburði. Viktor Benóný Benediktsson, 12 ára, og Theodór Ingi Óskarsson, 11 ára, fengu að upplifa það að leika í þessari mynd og skagafrettir.is fékk þá félaga til þess að segja aðeins frá þeirra upplifun. Stiklu úr myndinni má sjá hér neðst í fréttinni.

Myndin verður að sjálfsögðu sýnd í Bíóhöllinni á Akranesi, laugardaginn 24.  mars og sunnudaginn 25. mars.

Viktor og Theodór ætla sér að lesa meira en þeir hafa gert áður og leiklistinn hefur svo sannarlega fangað athygli þeirra.

Theodór og Viktor

Nafn: Viktor Benóný Benediktsson.

Aldur: 12 ára.
Skóli: Breiðagerðisskóli.
Bekkur: 7 bekkur.
Besti maturinn: Hamborgarahryggur og Sushi.
Besti drykkurinn: Vatn.
Besta lagið/tónlistin. Michael Jackson – Beat It.
Á hvað ertu að horfa þessa dagana? (sjónvarpsþættir)
Stranger things 2 og Friends.

 

Ættartréð:
Benedikt Steinar Benónýsson er pabbi minn og Íris Dögg H Marteinsdóttir er stjúpmamma mín, og systkini mín eru þau Tindur Marinó (5 ára) og Hafrún Embla (11 ára).
Auður Valdís Grétarsdóttir er mamma mín og stjúppabbi minn er Guðmundur Ingiberg Arnarsson, og systkini mín eru Elmar Benvý (4 ára) og Arnar Levý (6 ára). Og ekki má gleyma ömmu minni sem heitir Hulda Jónína Jónsdóttir

Theodór ásamt systkinum sínum.


Hvernig kom það til að þú fékkst hlutverk í myndinni?

„Ég mætti í nokkrar prufur fyrir myndina, mamma sá auglýsingu fyrir prufurnar á Facebook.“

Hefur þú leikið áður í kvikmynd?
„Já, en oftast bara í aukahlutverkum og í þáttum. T.d. Fyrir framan annað fólk og Loforði.“

Hefur þú áhuga á leiklist?
„Já mjög mikinn áhuga, ég ætlaði að verða lögga þegar ég yrði stór. En svo kynntist ég kvikmyndaheiminum og fann að þetta var ætlað mér.“

Ertu að æfa fótbolta og með hvaða liði þá?
„Nei, ég æfði fótbolta en er í pásu. Æfi í dag Handbolta með Víkingi og er markmaður.“


Framtíðardraumar þínir, hverjir eru þeir?

„Að það komi stjarna með nafninu mínu á Hollywood Boulevard.“

Hvað er það eftirminnilegasta sem gerðist við tökurnar á myndinni?
„Þegar var fyrsti tökudagurinn í Eyjum og það var brjálað veður.“

Hvert er vandræðalegasta atvikið sem gerðist við tökurnar á myndinni?
„Þegar ég fékk hiksta í miðri töku.“

Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan leiklist og fótbolta?
„Vinir mínir og snjóbretti.“

Lestu mikið, bækur og slíkt?
„Nei, en ég er að bæta mig í því.“

Hefur þú lesið aðrar bækur sem eru eftir höfundinn á Víti í Vestmannaeyjum?
„Já, Amma er Best (mæli með henni ;).“

Langar þig að taka þátt í fleiri slíkum kvikmyndaverkefnum?
„Auðvitað, ef þið viljið fá mig í verkefni hringið þá í mig.“

ÍA og Akranes, hvernig er tengingin þín?
„Ég fæddist á Akranesi og kom reglulega til pabba á Akranes. Ég var líka mikið í sveitinni hjá ömmu og afa. Ég var mjög ungur þegar ég átti heima á Akranesi en man mjög vel eftir því þegar eg fór á Langasand hjá Fríðu frænku og man líka þegar ég fór í Jaðarsbakkalaug með afa það var mjög skemmtilegt.“

Nafn: Theodór Ingi Óskarsson.

Aldur: 11 ára.
Skóli: Norðlingaskóli.
Bekkur: 6. bekkur.
Besti maturinn: Fajitas.
Besti drykkurinn: Vit-Hit og Sparkling ICE.
Besta lagið/tónlistin: Perfect með Ed Sheeran.
Á hvað ertu að horfa þessa dagana? (sjónvarpsþættir): Horfi lítið á sjónvarpsþætti en stundum á bíómyndir. Horfði síðast á Home Alone.

 

Ættartréð: Foreldrar mínir eru Óskar Örn Guðbrandsson og Áslaug Ósk Hinriksdóttir. Systkini mín eru Þuríður Arna (15 ára), Oddný Erla (13 ára), Hinrik Örn (9 ára) og Jóhanna Ósk (4 ára).


Hvernig kom það til að þú fékkst hlutverk í myndinni?
„Ég fór í prufur sem voru auglýstar og var svo valinn eftir þær.“

Hefur þú leikið áður í kvikmynd?
„Nei“.

Hefur þú áhuga á leiklist?
„Já og mig langar að leika meira.“

Ertu að æfa fótbolta og með hvaða liði þá?
„Já ég er að æfa með 5. flokki í Fylki.“

Framtíðardraumar þínir, hverjir eru þeir?
„Mig langar að vera fótboltamaður og leikari.“

Hvað er það eftirminnilegasta sem gerðist við tökurnar á myndinni?
„Þegar við vorum útá sjó og loftnet á bátnum rakst upp í kletta og datt af. Þá varð ég soldið hræddur.“

Hvert er vandræðalegasta atvikið sem gerðist við tökurnar á myndinni?
„Í sömu bátsferð átti ég að fara með langan texta en gleymdi honum alveg.“

Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan leiklist og fótbolta?
„Ég er líka að æfa badminton í TBR. Ég fylgist líka mjög vel með enska boltanum.“

Lestu mikið, bækur og slíkt?
„Nei ég er ekki mjög duglegur að lesa.“

Hefur þú lesið aðrar bækur sem eru eftir höfundinn á Víti í Vestmannaeyjum?
„Já ég hef lesið þær allar og þær eru mjög skemmtilegar. Hef líka lesið bækur eftir Þorgrím Þráinsson.“

Langar þig að taka þátt í fleiri slíkum kvikmyndaverkefnum?
„Já það væri gaman. Hef leikið smá eftir sumarið.“

ÍA og Akranes, hvernig er tengingin þín?
„Pabbi minn er frá Akranesi og amma og afi og systur pabba búa þar í dag ásamt fjölskyldum sínum.“

Myndin Víti í Vestmannaeyjum er byggð á fyrstu bókinni í vinsælum barnabókaflokki eftir Gunnar Helgason. Ár hvert er haldið stórt fótboltamót fyrir krakka í Vestmannaeyjum og þetta ár mætir hinn tíu ára Jón Jónsson til þess að keppa með Fálkum. En þegar hann kynnist Ívari, strák úr ÍBV sem á bágt heima fyrir, þarf Jón að vaxa hraðar úr grasi en hann óraði fyrir, bæði innan og utan vallar.

Bragi Þór Hinriksson leikstýrir en handrit skrifa Jóhann Ævar Grímsson, Gunnar Helgason og Ottó Geir Borg. Sagafilm framleiðir




Guli liturinn hefur verið einkennismerki ÍA í langan tíma en Íþróttabandalag Akraness var stofnað árið 1946.

En hvers vegna var guli liturinn fyrir valinu?, og kemur Dortmund í Þýskalandi við sögu í valinu á litnum?

Skagafréttir leituðu að sjálfsögðu í sagnabrunninn Jón Gunnlaugsson til þess að fá úr þessu skorið. Jón var leiftursnöggur að svara þegar hann var inntur eftir því hvort hann vissi eitthvað um valið á gula litnum.

„Söguna má rekja til ársins 1950 þegar Karl Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins og leikmaður Fram, var í námi í íþróttafræðum í Köln í Þýskalandi,“ segir Jón en Karl hafði þjálfað lið ÍA árið 1948 samhliða því að hann lék með Fram.

„Þessi tenging Karls við ÍA varð til þess að Guðmundur Sveinbjörnsson þáverandi formaður ÍA hafði samband við Karl í Þýskalandi. Guðmundur óskaði eftir aðstoð við að útvega búninga fyrir ÍA. Áður en þessi búningur kom þá lék liðið í hvítum skyrtum og bláum buxum. Á þessum árum mættu leikmenn til leiks í hvítu spariskyrtunum sínum.“

 

Guðmundur hafði þá ósk að fá búninga sem skáru sig frá þeim litum sem voru notaðir af knattspyrnuliðunum í Reykjavík. Rauði liturinn var Valsbúningurinn, sá blái hjá Fram, og KR var með hvítar og svartar rendur á búningunum.

„Karl keypti búninga eins og óskað var eftir. Hann valdi gulan og svartan búning og þannig var liturinn ákveðinn,“ segir Jón.

Skagamenn klæddust þessum búningi fyrst vorið 1951 og þá var komið nýtt merki og urðu Íslandsmeistarar, fyrstir liða utan Reykjavíkur. Á sama tíma og nýji búningurinn kom var merki félagsins líka breytt í það sem enn er notað í dag.

Auglýsing



Auglýsing












„Það er hægt að nota ýsu eða þorsk í réttinn sem nýtur vinsælda á okkar heimili. Þetta er einfaldur réttur og sósan gerir fiskréttinn að sælkerarétti,“ segir Ástþór Vilmar Jóhannsson sem tók áskorun frá Sævari Frey Þráinssyni bæjarstjóra fagnandi. Bæjarstjóri Akraness reið á vaðið í nýjum fréttaflokki á skagafrettir.is. með uppskrift að áhugaverðum kjúklingarétti.

Markmiðið með þessum fréttaflokki er að safna saman bragðgóðum, einföldum og hollum uppskriftum. Með tíð og tíma verður til staðar sarpur af góðum hugmyndum um notkun á hráefnum þar sem að hollusta og bragðgæði eru höfð að leiðarljósi.

Fiskur hefur verið mikilvæg fæða á Íslandi frá upphafi byggðar og fáar þjóðir borða jafnmikinn fisk og við Íslendingar. Neysla Íslendinga á fiski hefur samt sem áður minnkað á undanförnum árum. Ástþór Vilmar Jóhannsson vill stuðla að breytingum á því sviði með þessari frábæru uppskrift af steiktum fiski með súrsætri sósu.

Fiskur er ákjósanleg fæða fyrir margra hluta sakir. Má þar nefna að í fiski er gæðaprótein, neysla á fiski getur dregið úr offitu, fiskur er næringarrík fæða og tvímælalaust ein sú hollasta matvara sem völ er á. Fisk ættum við ekki að borða sjaldnar en 3 sinnum í viku.

Ástþór Vilmar skorar á Ingu Dóru Jóhannsdóttur, systur sína, að taka við keflinu og koma með næstu uppskrift áður en langt um líður.

Pönnusteikt ýsa/þorskur með súrsætri sósu

Hráefni:

600 gr. Ýsa eða þorskur
Hveiti
1-2 egg
Salt
Pipar
Matarolía eða smjör til steikingar

Sósa:

½ l vatn
100gr.sykur
9 msk vínedik
1 msk tómatkraftur
3 msk sojasósa
Maizena-sósu jafnari
100gr sveppir
1 græn paprika
1 rauð paprika
100 gr Laukur
100 gr blaðlaukur
100 gr ananasbitar

  1. Skerið fiskinn í bita og setjið til hliðar
  2. Setjið vatn,sykur,edik,tómatkraft og soyasósu í pott. Hleypið upp suðu og þykkið með maizena-sósujafnara.
  3. Skerið sveppi,lauk,blaðlauk í sneiðar og papriku í strimla(ekki of fínt)
  4. Brúnið sveppi,lauk, blaðlauk,papriku,og ananasbita í matarolíu og bætið út í sósuna. Sósan þarf ekki að sjóða mikið.
  5. Hrærið eggin saman og kryddið hveitið með salti og pipar. Veltið fiskinum fyrst upp úr hveitinu og síðan egginu.
  6. Steikið fiskinn í olíu eða smjöri og rétturinn er tilbúinn.

Meðlæti:

Berið réttinn fram með hrísgrjónum eða kartöflum.
Þessi sósa er einnig sérlega ljúffeng með steiktu kjöti.

http://localhost:8888/skagafrettir/2020/09/04/kjuklinga-pad-krapow-er-vinsaell-rettur-a-heimili-saevars-freys/





Bæjarstjóri Akraness ríður á vaðið í nýjum fréttaflokki á skagafrettir.is. Markmiðið er að safna saman bragðgóðum, einföldum og hollum uppskriftum. Með tíð og tíma verður til staðar sarpur af góðum hugmyndum um notkun á hráefnum þar sem að hollusta og bragðgæði eru höfð að leiðarljósi.

„Þetta er mjög vinsæll réttur á heimilinu en ég fletti upp uppskrift að honum sumarið 2018 þegar fótboltastrákunum var bjargað úr hellinum í Taílandi. Í einni fréttinni kem fram að Pad Krapow með kjúklingi var það fyrsta sem þeir báðu um að borða og ákvað ég að elda þennan rétt þeim til heiðurs daginn sem þeim var bjargað. Þessi réttur með salati dugar auðveldlega fyrir fjóra,“ segir Sævar Freyr Þráinsson.

Sævar Freyr skorar á Ástþór Vilmar Jóhannsson að taka við keflinu og koma með næstu uppskrift en verkefnið er hluti af „Heilsueflandi Samfélagi“ á Akranesi.

Kjúklinga Pad krapow

Hráefni (mæli með að gera hráefni tilbúið fyrirfram því það tekur bara um 12-15 mín að elda):

3 til 4 msk olía

3 chilli fræ hreinsuð og skorin í sneiðar (ég skar smátt. (hef fræin af einu chilli með til að hafa hann bragð sterkari)

3 skallottulaukar, skornir í þunnar sneiðar (ég skar smátt)

5 hvítlauksrif skorin í þunnar sneiðar

600-700 gr kjúklingalæri beinhreinsuð án skinns (set í matvinnsluvél og tæti kjúkling niður í hakk) Ekki henda kjúklingafitu hún bráðnar og gefur bragð)

1 msk sykur (pálma/kókossykur ef til)

3 msk soyasósa

1 1/2 msk fiskisósa

1/2 bolli kjúklingasoð (ég hitaði vatn í örbylgju og leysti upp 1/2 tening)

1 búnt Thai basil lauf (má sleppa og hefur ekki mikil áhrif á réttinn eða nota ferskt venjulegt. Thai basil er til í asísku búðunum í Rvk).

Leiðbeiningar:

Sjóðið hrísgrjón á meðan. Hæfilegur skammtur fyrir fjóra ættu að vera 3 bollar af grjónum. Þarf töluvert með þessum rétt.

Setja stóra pönnu á hæsta hita, bætið við olíu, chilli, skallottulauk og hvítlauk, og steikið í 1-2 mínútur þar til búið að mýkjast og jafnvel farið að brúnast lítillega í endum. Bætið við kjúklinga ”hakkinu” og steikið í um 5 mín þar til farið að brúnast lítillega. Tryggið að kjúklingurinn loði ekki saman og reynið að brjóta niður stærri bita.

Bætið við sykur, soyasósu, og fiskisósu. Steikið í aðra mínútu og jafnvel lengur þar til soð hefur að mestu horfið. Bætið þá út í kjúklingasoði og eldið áfram þar til mest af soðinu er horfið og farið að hjúpa kjúklinginn. Þetta á ekki að taka langan tíma 5-7 mín því pannan er á hæsta hita. Bætið við basil laufum og steikið í stutta stund þar til þau hafa visnað og blandast réttinum.

Berið fram með ríflegu magni af hrísgrjónum í skál þar sem hver og einn bætir ofan á réttinum og soyasósu að smekk hvers og eins.

Pad krapow með hrísgrjónum án salats stendur vel undir væntingum. Ef eldað er fyrir fleiri þá er auðvelt að tvöfalda allt í réttinum en gera þarf ráð fyrir lengri tíma í að sjóða niður vökva.

Asískt salat

70 gr jöklasalat skorið smátt.
70 gr rauðkál skorið í þunnar ræmur.
1/2 appelsínugul papríka (eða rauð eða gul) skorin í þunnar sneiðar.
50 gr gulrætur rifnar eða sneiddar þunnt.
1 vorlaukur skorin í þunnar sneiðar.
1 msk steinselja skorin smátt.
80 gr edamame baunir (fást frosnar belg hreinsaðar í flestum búðum nú orðið).
1 /2 tsk ferskt engifer saxað smátt.
1 hvítlauksrif saxað smátt.
1/2 msk soya sósa.
1 msk hlynsíróp (eða hunang).
1 msk hrísgrjóna edik (eða sítrónusafi).
1 msk extra virgin olívu olía.
1/2 msk ristuð sesam olía.
1 msk sesam fræ (má sleppa).

Leiðbeiningar:

Allt skorna hráefnið sett í skál og blandað vel saman. Fljótandi hráefnum blandað saman og svo sett út í salatskálina og öllu velt saman.

Kær kveðja, Sævar Freyr Þráinsson.



Í dag hófst formleg söfnun í minningarsjóð Arnars Dórs Hlynssonar. „Hjá okkur hjá Sansa verður þannig háttur á að í þessari pöntunarviku, sem stendur fram til miðnættis 10. janúar munu 750 kr. af hverjum matarpakka fara í minningarsjóð Arnars Dórs.

„Arnar Dór Hlynsson var topp náungi en ótrúlega óheppinn með veikindi. Hann kvartaði samt aldrei. Minningarsjóður Arnars Dórs er stofnaður af Sansa, Team ´79 og ÍA. Sjóðurinn mun í framtíðinni styðja við bakið á góðum málum sem tengjast uppáhaldsíþróttum Arnars Dórs,“ segir Þórður Már Gylfason eigandi Sansa við skagafrettir.is.

ÍA mun hafa umsjón með minningarsjóðnum og verður úthlutað úr sjóðnum einu sinni á ári.

„Arnar Dór vinur minn lést þann 14. september 2017, langt fyrir aldur fram. Á þeim tíma var ég að setja fyrirtækið á laggirnar og það gafst enginn tími til þess að gera það sem mig langaði að gera til að heiðra minningu hans. Með hjálp margra þá er þessi minningarsjóðurinn nú til. Árgangur 79 sem Arnar Dór tilheyrði á stóran þátt í þessu ásamt ÍA og foreldrum Arnars Dórs.

Niðurstaðan er sú að minningarsjóður Arnars Dórs mun styrkja þau aðildarfélög ÍA sem hann tengdist. Það eru golf, fótbolti og kraftlyftingar. Arnar Dór var mikill stuðningsmaður knattspyrnunnar, hann var á golfvellinum flesta daga og lyfti lóðum af krafti þess á milli.“

Fyrirtækið Sansa sem Þórður Már setti á laggirnar á Akranesi í fyrra sérhæfir sig í því að útbúa matarpakka fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Óhætt er að segja að viðtökurnar hafi farið fram úr björtustu vonum Þórðar.

„Síðasta vika var sú besta frá upphafi, metvika, og ég vona að þessi vika verði ekki síðri til þess að efla minningarsjóð Arnars Dórs. Og að sjálfsögðu er einn af réttum vikunnar uppáhaldsfiskisúpa Arnars Dórs,“ bætti Þórður Már við.

Fyrir þá sem vilja leggja inn á minningarsjóð Arnars Dórs þá er þetta númerið á styrktarreikningnum:

552-14-350047

kt. 670169-2199



Auglýsing



Það er ekkert leyndarmál að Skagamaðurinn Ólafur Þórðarson segir það sem hann meinar – og hann liggur ekki á skoðunum sínum. 

Ummæli Ólafs á ýmsum málum hafa verið til umfjöllunar í fréttamiðlum á landsvísu og vakið mikla athygli.

Á Þorrablóti Skagamanna lék Ólafur stórt hlutverk í skemmtiatriði 1978 árgangsins – og má sjá það hér fyrir neðan.

Ólafur Þórðarson er einn þekktasti knattspyrnumaður Skagamanna fyrr og síðar. Landsliðsmaður til margra ára og lykilmaður í hinu sigursæla liði ÍA sem mokaði inn titlum seint á síðustu öld.

Ólafur snéri sér að þjálfun eftir að ferlinum lauk og undir hans stjórn varð karlalið ÍA m.a. Íslandsmeistari árið 2001.

ÍA hefur ekki náð að landa Íslandsmeistaratitli í mfl. karla frá árinu 2001.

Auglýsing



Auglýsing



Auglýsing



Auglýsing



Auglýsing



Auglýsing





Séra Jónína Ólafsdóttir og Þóra Björg Sigurðardóttir eru nýkjörnir prestar við Garða- og Saurbæjarprestakall í Vesturlandsprófastsdæmi sem biskup Íslands auglýsti til umsóknar í desember s.l.

Kjörið fór fram mánudagskvöldið 17. febrúar s.l. á Akranesi.

Framvegis munu því þrír prestar þjóna í Garða- og Saurbæjarprestakalli og munu þeir allir þjóna þeim sóknum er tilheyra prestakallinu sem eru Akranes, Saurbæjar, Leirár og Innra-Hólmssókn.

Sr. Jónína Ólafsdóttir var kjörin í almennt preststarf en Þóra Björg Sigurðardóttir í preststarf með áherslur á barna- og æskulýðsstarf.

Alls bárust sjö umóknir um störfin en 17 manna kjörnefnd úr héraði valdi þær Jónínu og Þóru Björg úr hópi 4 umsækjenda eftir forval matsnefndar um hæfi umsækjenda sem skipuð var af Biskupi Íslands.

Þess má geta að tveir af sjö umsækendum drógu umsóknir sínar til baka.


Sr. Jónína Ólafsdóttir

Sr. Jónína Ólafsdóttir er fædd 14. ágúst 1984. Hún lauk prófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 2017 og BA próf í íslensku með félagsfræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands árið 2008.

Á liðnu ári lauk Jónína diplómanámi á meistarastigi í sálgæslu frá Endurmenntunarstofnun HÍ sem og 90 einingum af 120 til MA prófs í guðfræði.

Jónína hefur gengt ýmsum störfum innan kirkjunna frá árinu 2007 en hefur starfað sem settur prestur í Dalvíkurprestakalli frá 1 okt. 2019. Eiginmaður hennar er Eggert Þröstur Þórarinsson og eiga þau tvo syni.


Þóra Björg Sigurðardóttir

Þóra Björg Sigurðardóttir er fædd 25. janúar 1989. Hún lauk prófi í guðfræði frá Háskóla Íslands árið 2019 og BS próf í sálfræði frá Háskóla Íslands 2016. Þóra Björg hefur starfað sem ritari og æskulýðsfullrúi við Grafarvogskirkju frá árinu 2011 en komið að kristilegum störfum frá árinu 2008 m.a. á vegum KFUM&K í sumarbúðunum í Vatnaskógi og Ölver. Þess má geta að Þóra Björg hefur enn sem komið er ekki hlotið vígslu sem prestur. Eiginmaður hennar er Geirlaugur Ingi Sigurbjörnsson. Eiga þau tvö lítil börn og eru búsett á Akranesi.

Eins og áður segir munu þrír prestar þjóna í Garða- og Saurbæjarprestakalli og munu þeir allir þjóna þeim sóknum er tilheyra prestakallinu sem eru Akranes, Saurbæjar, Leirár og Innra-Hólmssókn.

Fyrir er séra Þráinn Haraldsson en hann var kjörin sem sóknarprestur á liðnu ári. Þetta er í fyrsta skiptið sem konur eru kjörnar til prestembæta í Garða – og Saurbæjarprestakalli. Eru því um mikil tímamót að ræða.

Einnig er mjög áberandi hve verðandi prestateymi eru ung að aldri en þau eru öll vel undir fertugu. Það er engu líkarar en að kjörnefnd Garða- og Saurbæjarprestakalls séu að leggja áherslu að yngja verulega upp í sóknarstarfinu á komandi árum.