[sam_zone id=1]
Loading...

Akraneskaupstaður hefur ráðið Karl Jóhann Haagensen byggingafræðing, tímabundið í stöðu byggingafulltrúa.

Hann hefur gegnt stöðu verkefnastjóra á skipulags- og umhverfissviði hjá Akraneskaupstað. Karl mun formlega taka við starfinu 1. febrúar n.k. en þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað.

Staðan var auglýst í nóvember s.l. eftir að Stefán Þór Steindórsson ákvað að segja upp störfum. Í tilkynningu frá Akraneskaupstað er Stefáni Þór þökkuð góð störf og óskað velfarnaðar í nýju starfi.
Halla Marta Árnadóttir var nýverið ráðin í stöðu skipulagsfulltrúa hjá Akraneskaupstað.

Staðan var auglýst í nóvember s.l. og tekur Halla Marta við stöðunni í byrjun febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað.

Halla Marta lauk BA námi í arkitektúr frá Machintosh school of Architecture við Glasgow School of Art árið 2017 og framhaldsnámi í arkitektúr frá sama skóla árið 2020.

Halla Marta hefur starfað hjá Bj.Snæ arkitektum og Plús arkitektum. BA ritgerð hennar fjallar um skipulag og hönnun sjávarbæja á Íslandi og þar skoðaði hún sérstaklega myndun byggða á tímum sjávarútvegs og núverandi stöðu bæja með ferðaþjónustu í huga.

Tveir einstaklingar greindust með Covid-19 smit á landinu í gær og voru þeir báðir í sóttkví. Staðan á landsvísu er þannig að færri eru í sóttkví en eru í einangrun vegna Covid-19.

Alls voru tæplega 1.500 sýni tekin á landinu í gær sem er með mesta móti en á landamærunum voru 233 sýni tekin. Ekkert virkt smit greindist á landamærunum.

Á höfuðborg­ar­svæðinu er 41 í ein­angr­un, sjö á Suður­landi og sami fjöldi á Suður­nesj­um. Á Vest­ur­landi eru fjór­ir með Covid-19.

Ekk­ert virkt smit er á Aust­ur­landi, Norður­landi eystra, Norður­landi vestra og Vest­fjörðum.

„Þetta kvöld fór fram úr okkar björtustu vonum og við höfum fengið mjög góð viðbrögð frá þeim sem fylgdust með streyminu í útsendingunni. Við renndum blint í sjóinn með þetta allt saman – enda hefur þetta aldrei verið gert áður. Sem betur fer tókst þetta – og þar eiga svo sannarlega margir hrós skilið fyrir þeirra framlag,“ segir Karen Lind Ólafsdóttir en hún var ein af fjölmörgum Skagamönnum sem komu að undirbúningi og framkvæmd Þorrablóts Skagamanna 2021.

Sjötíu og níu Menningarfélag hélt um stjórnartaumana á Þorrablóti Skagamanna en þetta er í fyrsta sinn sem árgangur 1979 er í aðalhlutverki á þessum menningarviðburði.

Karen segir að frábærar viðtökur á streyminu skilji eftir margar skemmtilegar spurningar varðandi framhaldið á næsta ári.

„Það er alveg ljóst að áhuginn er til staðar hjá Skagamönnum nær og fjær að taka þátt með þessum hætti. Við höfum velt fyrir okkur allskonar sviðsmyndum hvað framhaldið varðar. Við teljum að það hafi á bilinu 3000-4000 manns horft á streymið - sem er metþáttaka á Þorrablóti Skagamanna. Það hafa verið á bilinu 650-700 manns í íþróttahúsinu við Vesturgötu á „venjulegu blóti“.

Karen segir að þorrablótsnefndin hafi nú þegar viðrað margar skemmtilegar hugmyndir með útfærsluna á blótinu á næsta ári.

„Það eina sem er öruggt er að við ætlum að skoða alla fleti á þessu í framhaldinu. Kannski verður niðurstaðan að við getum blandað þessu öllu saman – beinu streymi og fjörugri samkomu í íþróttahúsinu. Á þessum tíma eru margar hugmyndir á lofti og við munum finna einhverja skemmtilega nálgun á næsta ári.“

Skipulegsnefndin var himinlifandi með viðtökur fyrirtækja og stofnana í aðdraganda Þorrablótsins.

„Við erum mjög þakklát fyrir stuðninginn sem fyrirtæki og stofnanir sýndu þessu verkefni. Happdrættið var vinsælt og það væri ekki hægt að gera slíkt án öflugra fyrirtækja sem lögðu okkur lið. Einnig viljum við þakka veitingahúsunum, Gamla Kaupfélaginu og Galito – fyrir þeirra aðkomu með frábærum matarbökkum. Og að sjálfsögðu fá íþróttafélögin og aðrir sjálfboðaliðar miklar þakkir fyrir aðstoðina við að koma þessu öllu til skila.“

Eins og áður segir komu margir að skipulagningu á útsendingunni og segir Karen að „mennirnir á bak við tjöldin“ hafi sýnt snilldartakta.

„Það var krefjandi verkefni að koma þessu öllu saman. Og við eigum gríðarlega öflugt teymi sem græjaði þetta með sóma. Það var t.d. bein útsending frá söngnum á Bárugötunni þar sem að „Pungarnir“ sungu upphafslagið. Það voru margir sem héldu að það væri búið að taka það atriði upp – en það var í „þráðbeinni“ og skilað sér vel heim í stofu til þeirra sem fylgdust með.

Auglýsingarnar frá fyrirtækjunum í umsjón Idda Bidda bjó til skemmtilega stemningu og eftirvæntingu. Söngatriðin voru einnig stórskemmtileg og Hannibal Hauksson var t.d. textasmiðurinn í lögunum sem Halli Melló flutti og einnig hjá prestunum þremur,“ sagði Karen Lind Ólafsdóttir við Skagafréttir.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá Þorrblótsnefndinni og ÍATV frá Báran Brugghús þar sem að útsendingin fór fram.

„Kærar þakkir til SSV fyrir styrkinn, svona styrkir skipta gríðarlegu máli fyrir menningarlífið,“ skrifar tónlistarkonan Valgerður Jónsdóttir á fésbókarsíðu sína.

Uppbyggingarsjóður Vesturlands – sem Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi standa að veitti verkefni Valgerðar, „Tónar og ljóð“ styrk nýverið sem hún ætlar að nýta sumarið 2021.

Valgerður var með slíka tónleika í Vinaminni s.l. haust sem vöktu mikla lukku. Sveinn Rúnar Grímarsson, Sveinn Arnar Sæmundsson, Arnar Óðinn Arnþórsson, Þórður Sævarsson og Sylvía Þórðardóttir komu þar fram ásamt Valgerði.

Verkefnið „Tónar og ljóð“ mun fara í ferðalag um Vesturland í sumar þar sem að þessi hópur mun heimsækja tvær kirkjur á halda þar tónleika. „Þar verða flutt ýmis lög sem Valgerður hef samið á síðustu árum í bland við íslensk þjóðlög.
Einn einstaklingur var greindur með Covid-19 smit innanlands í gær og var sá einstaklingur í sóttkkví. Alls voru tekin 515 sýni innanlands í gær og 432 við landamærin – og greindist ekkert smit hjá farþegum sem komu til landsins í gær.

Á landinu öllu eru nú 64 einstaklingar í einangrun vegna Covid-19 og þar af eru 4 á Vesturlandi.

Covid-19 smit eru til staðar í fjórum landshlutum, á Höfuðborgarsvæðinu eru 44 smit, 7 á Suðurnesjum, 6 á Suðurlandi og 4 á Vesturlandi – samkvæmt tölfræði af vefnum covid.is

Frá upphafi Covid-19 faraldursins hafa 5.990 greinst með COVID-19 hér á landi.

Alls eru 128 einstaklingar á landinu öllu í sóttkví og er Vesturland í öðru sæti á þessum lista með 12 einstaklingar í sóttkví – en flestir eru í sóttkví í Reykjavík eða 104 alls.

x

Fyrirtækið GrasTec ehf – sem er í eigu Brynjars Sæmundssonar hefur sagt upp samningi sínum við Golfklúbbinn Leyni. Fyrirtækið hefur frá árinu 2013 verið með samning við Leyni og hefur Brynjar sinnt starfi vallarstjóra sem verktaki samhliða öðrum störfum sínum hjá GrasTec.

Brynjar var fyrsti framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Leyni en hann gegndi því starfi samhliða því að vera vallarstjóri á árinu 1997-2007. Á þessum árum var gríðarleg uppbygging á golfvallarsvæðinu og völlurinn var stækkaður úr 11 holum í 18 sumarið 2000.

Hann kom síðan aftur að rekstri golfvallarins í gegnum fyrirtækið GrasTec árið 2013. Brynjar hefur því komið við sögu í fjölmörgum nýframkvæmdum og viðhaldsvinnu á Garðavelli allt frá árinu 1997. Í tilkynningu frá Golfklúbbnum Leyni er Brynjari þakkað fyrir gott samstarf á liðnum árum.

Þó leiðir okkar skilji á þessum vettvangi mun Leynir eflaust eiga áfram góð viðskipti við GrasTec í framtíðinni. 

Fjallað var um málið á fundi stjórnar þann 18. janúar s.l. og er stjórn Leynis að meta hvaða skref verða tekin varðandi stöðu vallarstjóra á Garðavelli.

Heiðrún Jónsdóttir þjónustufulltrúi á bæjarskrifstofu Akraness hefur á undanförnum árum ort skemmtilegar vísur í tilefni á kjörinu á Skagamanni ársins.

Eins og fram hefur komið var heilbrigðisstarfsfólk á Akranesi útnefnt sem Skagamenn ársins 2020. Sigurður Már Sigmarsson og Hulda Gestsdóttir tóku við viðurkenningunni fyrir hönd hópsins – og var það málverkið „Undir verndarvæng“ eftir Bjarna Þór Bjarnason listamann.

Hér er vísan frá Heiðrúnu sem Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri flutti þegar kjörinu var lýst á Þorrablóti Skagamanna.

Skagamenn ársins 2020

Liðið ár var lítið gaman,
leika ekkert máttum saman.
Ekki hitta ömmu og afa,
aldrei partý geggjuð hafa.
Ekki faðmast, knúsa, kyssa
og kjarkinn vorum bara að missa.

Mörgu varð nú samt að sinna
og sumir alltaf þurftu að vinna.
Kúrt ei gátu á kodda að dreyma
og Covid beðið af sér heima.
Þau á vaktir meðan mættu
í minni aðrir voru hættu.

Covid setti á kerfin snúning,
kjarnafólk í grímubúning
önnuðust og vörðu veika
vörnum hvergi mátti skeika.
Veirufjanda dugleg drápu,
daglega með spritti og sápu.

Heilbrigðis- á starfsfólk stjörnum
stráum nú og færum kjörnum
fulltrúum úr flokki vænum
af fagmennsku sem vinna í bænum
heiður þann sem hetjum sönnum
hæfir, ársins Skagamönnum!

Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Vesturladnds á Akranesi var í kvöld útnefnt sem Skagamaður ársins 2020.

Greint var frá kjörinu í kvöld í netútsendingu frá Þorrablóti Skagamanna 2021.

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, greindi frá valinu.

Hulda Gestsdóttir hjúkrunarfræðingur og Sigurður Már Sigmarsson sjúkraflutingamaður tóku við viðurkenningunni frá bæjarstjóranum í kvöld.

Þórður Guðnason var sá fyrsti sem var útnefndur Skagamaður ársins árið 2010. Kjörið í kvöld er því það 12. frá upphafi.

Eftittaldir hafa verið kjörni Skagamenn ársins.

2020: Heilbrigðisstarfsfólk HVE
2019: Andrea Þ. Björnsdóttir
2018: Bjarni Þór Bjarnason
2017: Sigurður Elvar Þórólfsson
2016: Dýrfinna Torfadóttir
2015: Erna Guðnadóttir og Einar J. Ólafsson
2014: Steinunn Sigurðardóttir
2013: Ísólfur Haraldsson
2012: Hilmar Sigvaldason
2011: Haraldur Sturlaugsson
2010: Þórður Guðnason

Eitt Covid-19 smit greindist á Íslandi í gær og var sá einstaklingur í sóttkví. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hversu mörg sýni voru tekin á landinu eða landamærum.

Upplýsingar um smit og sýnatöku eru ekki lengur birtar á upplýsingasíðunni covid.is um helgar.

Á Vesturlandi er staðan óbreytt hvað Covid-19 smit varðar en 3 einstaklingar eru í einangrun vegna smits. Hinsvegar er töluverð fjölgun í fjölda einstaklinga í sóttkví. Alls eru 13 í sóttkví á Vesturlandi, þar af 9 í Borgarnesi og 4 á Akranesi. Það hafa því 10 aðilar bæst í hópinn í Borgarnesi og 2 á Akranesi.
Ágústa Rósa Andrésdóttir er nýr forstöðumaður íþróttamannvirkja á Akranesi.

Ágústa Rósa er frá Akranesi og hefur m.a. verið formaður karatefélags Akraness, setið í stjórn badmintfélags Akraness og í framkvæmdastjórn Íþróttabandalags Akraness. Ágústa hefur starfað sem æskulýðsfulltrúi í Hvalfjarðarsveit, og nú síðast sem  Forstöðumaður Frístundasels Lágafellsskóla í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Akraness samþykkti ráðningu Ágústu á síðasta bæjarstjórnarfundi. Alls sóttu 17 manns um starfið. Hörður Kári Jóhannesson hefur verið forstöðumaður íþróttamannvirkja á Akranes og var honum þökkuð góð störf á bæjarstjórnarfundinu.

Ágústa er fædd árið 1971 og hún er gift Herði Svavarssyni rafvirkja og þau eiga þrjú börn, Andrés Má,  Aðalheiði Rósu og
Ólaf Elías.

Ágústa Rósa Andrésdóttir.

 

Eftirtaldir sóttu um starfið:

Ágústa Rósa Andrésdóttir
Baldvin Bjarki Baldvinsson
Daisy Heimisdóttir
Ellert Baldur Magnússon
Eyrún Ída Guðjónsdóttir
Finnbogi Rafn Gudmundsson
Guðbjartur Máni Gíslason
Helena Rúnarsdóttir
Helgi Magnússon
Indriði Jósafatsson
Ingimar Elí Hlynsson
Magnús Gísli Sveinsson
Óli Þór Júlíusson
Pétur V. Georgsson
Ragnheiður Smáradóttir
Sturlaugur Sturlaugsson
Valdimar Leó Friðriksson


Í dag hófst formleg söfnun í minningarsjóð Arnars Dórs Hlynssonar. „Hjá okkur hjá Sansa verður þannig háttur á að í þessari pöntunarviku, sem stendur fram til miðnættis 10. janúar munu 750 kr. af hverjum matarpakka fara í minningarsjóð Arnars Dórs.

„Arnar Dór Hlynsson var topp náungi en ótrúlega óheppinn með veikindi. Hann kvartaði samt aldrei. Minningarsjóður Arnars Dórs er stofnaður af Sansa, Team ´79 og ÍA. Sjóðurinn mun í framtíðinni styðja við bakið á góðum málum sem tengjast uppáhaldsíþróttum Arnars Dórs,“ segir Þórður Már Gylfason eigandi Sansa við skagafrettir.is.

ÍA mun hafa umsjón með minningarsjóðnum og verður úthlutað úr sjóðnum einu sinni á ári.

„Arnar Dór vinur minn lést þann 14. september 2017, langt fyrir aldur fram. Á þeim tíma var ég að setja fyrirtækið á laggirnar og það gafst enginn tími til þess að gera það sem mig langaði að gera til að heiðra minningu hans. Með hjálp margra þá er þessi minningarsjóðurinn nú til. Árgangur 79 sem Arnar Dór tilheyrði á stóran þátt í þessu ásamt ÍA og foreldrum Arnars Dórs.

Niðurstaðan er sú að minningarsjóður Arnars Dórs mun styrkja þau aðildarfélög ÍA sem hann tengdist. Það eru golf, fótbolti og kraftlyftingar. Arnar Dór var mikill stuðningsmaður knattspyrnunnar, hann var á golfvellinum flesta daga og lyfti lóðum af krafti þess á milli.“

Fyrirtækið Sansa sem Þórður Már setti á laggirnar á Akranesi í fyrra sérhæfir sig í því að útbúa matarpakka fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Óhætt er að segja að viðtökurnar hafi farið fram úr björtustu vonum Þórðar.

„Síðasta vika var sú besta frá upphafi, metvika, og ég vona að þessi vika verði ekki síðri til þess að efla minningarsjóð Arnars Dórs. Og að sjálfsögðu er einn af réttum vikunnar uppáhaldsfiskisúpa Arnars Dórs,“ bætti Þórður Már við.

Fyrir þá sem vilja leggja inn á minningarsjóð Arnars Dórs þá er þetta númerið á styrktarreikningnum:

552-14-350047

kt. 670169-2199Parhús sem er í byggingu við Seljuskóga á Akranesi hefur vakið athygli. Um er að ræða fyrsta slíka húsið sem reist er á Íslandi. Byggingarefnið er krosslímt timbur og koma einingarnar frá Binderholz fyrirtækinu í Austurríki.

Strúktúr ehf. á Íslandi flutti húsið inn fyrir Bjarna Inga Björnsson og Jón Þór Jónsson sem eru að byggja húsið.

Knattspyrnumaðurinn Ólafur Þórðarson stjórnaði ÞÞÞ krananum í þessu verki af stakri list eins og sjá má í þessu myndbandi sem nýlega var birt á youtube. Og það var Skagamaðurinn Hjalti Sigurbjörnsson sem tók myndbandið.


Eva Björg Ægis­dóttir frá Akranesi fékk í dag afhent spennu­sagna­verð­launin Svart­fuglinn fyrir bókina Marrið í stiganum.

Eliza Reid, forsetafrú, af­henti verðlaunin.

 

Yrsa Sigurðar­dóttir og Ragnar Jónas­son eru hug­mynda­fræðingarnir að baki verð­laununum sem ætluð eru höfundum sem ekki hafa áður sent frá sér glæpa­sögu. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Eva er eins og áður segir frá Akranesi en foreldrar hennar eru Ægir Jóhannsson og Sigríður Björk Kristinsdóttir.
Í áliti dómnefndar um bókina segir meðal annars: „Sagan er grípandi og spennandi samhliða því að veita innsýn í myrkan og sáran veruleika. Fléttan er fagmannlega unnin, söguþráðurinn sterkur og sögulokin koma lesandanum á óvart.“

Verðlaunin nema 500.000 krónum auk hefðbundinna höfundarlauna. Sigurvegaranum býðst einnig samningur við umboðsmanninn David H. Headley en tímaritið Bookseller útnefndi hann sem einn af 100 áhrifamestu mönnum breskrar bókaútgáfu árið 2015.

Eva er með MSc gráðu í alþjóðamálum frá Tækniháskólanum í Þrándheimi og BA gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands. Hún starfar hjá fyrirtækinu Maskína en hún hefur einnig starfað á þróunarsviði VÍS tryggingafélags, verið aðstoðamaður við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og sem starfsmaður á alþjóðasviði hjá utanríkisráðuneytinu í Noregi. Þá hefur hún starfað sem fyrsta flugfreyja hjá flugfélaginu Wow Air.
Ungir og efnilegir leikarar með sterka tengingu á Akranes leika stórt hlutverk í nýrri kvikmynd sem frumsýnd verður þann 23. mars 2018. Myndin heitir Víti í Vestmannaeyjum og er fjölskyldumynd með vísun í sannsögulega atburði. Viktor Benóný Benediktsson, 12 ára, og Theodór Ingi Óskarsson, 11 ára, fengu að upplifa það að leika í þessari mynd og skagafrettir.is fékk þá félaga til þess að segja aðeins frá þeirra upplifun. Stiklu úr myndinni má sjá hér neðst í fréttinni.

Myndin verður að sjálfsögðu sýnd í Bíóhöllinni á Akranesi, laugardaginn 24.  mars og sunnudaginn 25. mars.

Viktor og Theodór ætla sér að lesa meira en þeir hafa gert áður og leiklistinn hefur svo sannarlega fangað athygli þeirra.

Theodór og Viktor

Nafn: Viktor Benóný Benediktsson.

Aldur: 12 ára.
Skóli: Breiðagerðisskóli.
Bekkur: 7 bekkur.
Besti maturinn: Hamborgarahryggur og Sushi.
Besti drykkurinn: Vatn.
Besta lagið/tónlistin. Michael Jackson – Beat It.
Á hvað ertu að horfa þessa dagana? (sjónvarpsþættir)
Stranger things 2 og Friends.

 

Ættartréð:
Benedikt Steinar Benónýsson er pabbi minn og Íris Dögg H Marteinsdóttir er stjúpmamma mín, og systkini mín eru þau Tindur Marinó (5 ára) og Hafrún Embla (11 ára).
Auður Valdís Grétarsdóttir er mamma mín og stjúppabbi minn er Guðmundur Ingiberg Arnarsson, og systkini mín eru Elmar Benvý (4 ára) og Arnar Levý (6 ára). Og ekki má gleyma ömmu minni sem heitir Hulda Jónína Jónsdóttir

Theodór ásamt systkinum sínum.


Hvernig kom það til að þú fékkst hlutverk í myndinni?

„Ég mætti í nokkrar prufur fyrir myndina, mamma sá auglýsingu fyrir prufurnar á Facebook.“

Hefur þú leikið áður í kvikmynd?
„Já, en oftast bara í aukahlutverkum og í þáttum. T.d. Fyrir framan annað fólk og Loforði.“

Hefur þú áhuga á leiklist?
„Já mjög mikinn áhuga, ég ætlaði að verða lögga þegar ég yrði stór. En svo kynntist ég kvikmyndaheiminum og fann að þetta var ætlað mér.“

Ertu að æfa fótbolta og með hvaða liði þá?
„Nei, ég æfði fótbolta en er í pásu. Æfi í dag Handbolta með Víkingi og er markmaður.“


Framtíðardraumar þínir, hverjir eru þeir?

„Að það komi stjarna með nafninu mínu á Hollywood Boulevard.“

Hvað er það eftirminnilegasta sem gerðist við tökurnar á myndinni?
„Þegar var fyrsti tökudagurinn í Eyjum og það var brjálað veður.“

Hvert er vandræðalegasta atvikið sem gerðist við tökurnar á myndinni?
„Þegar ég fékk hiksta í miðri töku.“

Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan leiklist og fótbolta?
„Vinir mínir og snjóbretti.“

Lestu mikið, bækur og slíkt?
„Nei, en ég er að bæta mig í því.“

Hefur þú lesið aðrar bækur sem eru eftir höfundinn á Víti í Vestmannaeyjum?
„Já, Amma er Best (mæli með henni ;).“

Langar þig að taka þátt í fleiri slíkum kvikmyndaverkefnum?
„Auðvitað, ef þið viljið fá mig í verkefni hringið þá í mig.“

ÍA og Akranes, hvernig er tengingin þín?
„Ég fæddist á Akranesi og kom reglulega til pabba á Akranes. Ég var líka mikið í sveitinni hjá ömmu og afa. Ég var mjög ungur þegar ég átti heima á Akranesi en man mjög vel eftir því þegar eg fór á Langasand hjá Fríðu frænku og man líka þegar ég fór í Jaðarsbakkalaug með afa það var mjög skemmtilegt.“

Nafn: Theodór Ingi Óskarsson.

Aldur: 11 ára.
Skóli: Norðlingaskóli.
Bekkur: 6. bekkur.
Besti maturinn: Fajitas.
Besti drykkurinn: Vit-Hit og Sparkling ICE.
Besta lagið/tónlistin: Perfect með Ed Sheeran.
Á hvað ertu að horfa þessa dagana? (sjónvarpsþættir): Horfi lítið á sjónvarpsþætti en stundum á bíómyndir. Horfði síðast á Home Alone.

 

Ættartréð: Foreldrar mínir eru Óskar Örn Guðbrandsson og Áslaug Ósk Hinriksdóttir. Systkini mín eru Þuríður Arna (15 ára), Oddný Erla (13 ára), Hinrik Örn (9 ára) og Jóhanna Ósk (4 ára).


Hvernig kom það til að þú fékkst hlutverk í myndinni?
„Ég fór í prufur sem voru auglýstar og var svo valinn eftir þær.“

Hefur þú leikið áður í kvikmynd?
„Nei“.

Hefur þú áhuga á leiklist?
„Já og mig langar að leika meira.“

Ertu að æfa fótbolta og með hvaða liði þá?
„Já ég er að æfa með 5. flokki í Fylki.“

Framtíðardraumar þínir, hverjir eru þeir?
„Mig langar að vera fótboltamaður og leikari.“

Hvað er það eftirminnilegasta sem gerðist við tökurnar á myndinni?
„Þegar við vorum útá sjó og loftnet á bátnum rakst upp í kletta og datt af. Þá varð ég soldið hræddur.“

Hvert er vandræðalegasta atvikið sem gerðist við tökurnar á myndinni?
„Í sömu bátsferð átti ég að fara með langan texta en gleymdi honum alveg.“

Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan leiklist og fótbolta?
„Ég er líka að æfa badminton í TBR. Ég fylgist líka mjög vel með enska boltanum.“

Lestu mikið, bækur og slíkt?
„Nei ég er ekki mjög duglegur að lesa.“

Hefur þú lesið aðrar bækur sem eru eftir höfundinn á Víti í Vestmannaeyjum?
„Já ég hef lesið þær allar og þær eru mjög skemmtilegar. Hef líka lesið bækur eftir Þorgrím Þráinsson.“

Langar þig að taka þátt í fleiri slíkum kvikmyndaverkefnum?
„Já það væri gaman. Hef leikið smá eftir sumarið.“

ÍA og Akranes, hvernig er tengingin þín?
„Pabbi minn er frá Akranesi og amma og afi og systur pabba búa þar í dag ásamt fjölskyldum sínum.“

Myndin Víti í Vestmannaeyjum er byggð á fyrstu bókinni í vinsælum barnabókaflokki eftir Gunnar Helgason. Ár hvert er haldið stórt fótboltamót fyrir krakka í Vestmannaeyjum og þetta ár mætir hinn tíu ára Jón Jónsson til þess að keppa með Fálkum. En þegar hann kynnist Ívari, strák úr ÍBV sem á bágt heima fyrir, þarf Jón að vaxa hraðar úr grasi en hann óraði fyrir, bæði innan og utan vallar.

Bragi Þór Hinriksson leikstýrir en handrit skrifa Jóhann Ævar Grímsson, Gunnar Helgason og Ottó Geir Borg. Sagafilm framleiðir


AuglýsingÞað er ekkert leyndarmál að Skagamaðurinn Ólafur Þórðarson segir það sem hann meinar – og hann liggur ekki á skoðunum sínum. 

Ummæli Ólafs á ýmsum málum hafa verið til umfjöllunar í fréttamiðlum á landsvísu og vakið mikla athygli.

Á Þorrablóti Skagamanna lék Ólafur stórt hlutverk í skemmtiatriði 1978 árgangsins – og má sjá það hér fyrir neðan.

Ólafur Þórðarson er einn þekktasti knattspyrnumaður Skagamanna fyrr og síðar. Landsliðsmaður til margra ára og lykilmaður í hinu sigursæla liði ÍA sem mokaði inn titlum seint á síðustu öld.

Ólafur snéri sér að þjálfun eftir að ferlinum lauk og undir hans stjórn varð karlalið ÍA m.a. Íslandsmeistari árið 2001.

ÍA hefur ekki náð að landa Íslandsmeistaratitli í mfl. karla frá árinu 2001.

AuglýsingAuglýsingAuglýsingAuglýsingAuglýsingAuglýsing
AuglýsingVeröld sem var – áhugaverð myndbönd um sögu Akraness. Þarnar kemur m.a. fram að Sementsstrompurinn átti upphaflega að vera 75 metra hár en var lækkaður í 68 metra. Ástæðan fyrir því kemur fram í myndböndunum hér fyrir neðan. Mjög skemmtilegar sögur rifjaðar upp frá bænum okkar.

AuglýsingAuglýsing
Gestir á Þorrablóti Skagamanna brostu breitt í gær þegar ljósmyndarinn Gunnhildur Lind Hansdóttir mætti á svæðið með myndavélina. Gunnhildur er ljósmyndanemi úr Borgarnesi og hún tók myndirnar sem eru hér fyrir neðan.

Átta fyrirtæki frá Akranesi tóku þátt í að styðja við bakið á þessu verkefni og þökkum við þeim kærlega fyrir.

Myndirnar verða einnig aðgengilegar á fésbókarsíðu skagafrettir.is.

 


„Smiðjuloftið verður afþreyingarsetur fyrir Skagamenn og gesti þeirra segir Skagamaðurinn Þórður Sævarsson sem hefur sett á laggirnar fyrirtækið Smiðjuloftið ásamt Valgerði Jónsdóttur eiginkonu sinni. Þórður er frumkvöðull í klifuríþróttinni á Akranesi og mun Klifurfélagið nýta aðstöðuna í Smiðjuloftinu til æfinga og keppni. Eins og nafnið gefur til kynna er Smiðjuloftið að finna við götuna Smiðjuvelli nr. 17 á Akranesi.

„Stærsti hluti Smiðjuloftsins verður klifursalur þar með leysum við aðstöðumál Klifurfélagsins. Fjöldinn er það mikill á æfingum að aðstaðan í kjallar íþróttahússins við Vesturgötu var fyrir löngu of lítil fyrir félagið. Samhliða starfi Klifurfélagsins verður hæg tað taka á móti hópum í hreyfingu og aðra viðburði. Við verðum með opna tíma fyrir almenning í klifur, fjölskyldutíma og einnig verður hægt að leigja aðstöðuna fyrir ýmsa viðburði, afmælisveislur og slíkt.“

Þórður og Valgerður hafa á undanförnum árum verið áberandi í tónlistarlífi Skagamanna. Smiðjuloftið verður með aðstöðu fyrir slíkt á efri hæð hússins. „Þar verðum við með aðstöðu fyrir tónlistarflutning og aðra viðburði. Við stöndum sjálf í þessu öllu saman og Klifurfélagið leigir aðstöðuna af okkur á neðri hæðinni,“ segir Þórður Sævarsson við skagafrettir.is.

Framundan er mikil vinna við að koma Smiðjuloftinu í það horf sem stefnt er að. Klifurveggirnir eru í vinnslu hjá verkfræðistofu og spennandi tímar framundan.


AuglýsingHeimsmeistaramóti í handbolta karla hefst í dag. Ísland leikur gegn Króatíu í fyrsta leiknum og að sjálfsögðu er vel fylgst með gangi mála hér á Skagafréttum.

Það er að mikil Skagatenging við einn leikmann landsliðsins og þar að auki þykir okkur nafnið mjög flott.

Elvar Örn Jónsson, leikmaður Selfoss, hefur mikla tengingu á Akranes og í nærsveitir. Afi hans í móðurætt er Sigurður Guðmundsson, fyrrum skólastjóri og íþróttakennari á Leirá.

Móðir Elvars er Ragnhildur Sigurðardóttir, margfaldur Íslandsmeistari í borðtennis, og afrekskona í ýmsum öðrum íþróttum.

Ragnhildur og Erna Sigurðardóttir, íþróttakennari við Grundaskóla, eru tvíburasystur. Jón Birgir Guðmundsson faðir Elvars er sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins á HM.

Við höfum því ákveðið að Elvar Örn Jónsson er nýr uppáhalds landsliðsmaður okkar hér á skagafrettir.is.

Sigurður Guðmundsson, íþróttakennari og fyrrum skólastjóri í Heiðarskóla í Leirársveit.

AuglýsingAuglýsing