Loading...

Skagamaðurinn Ólafur Adolfsson mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum sem fram fara þann 30. nóvember n.k. 

Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi samþykkti einróma framboðslista flokksins á fundi sem fram fór um helgina.

Efstu fjögur sætin á listanum byggjast á röðun sem fram fór á fundi ráðsins og sæti 5-14 á tillögu kjörnefndar.

  1. sæti Ólafur Adolfsson lyfsali Akranesi
  2. sæti Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggð
  3. sæti Auður Kjartansdóttir fjármálastjóri Snæfellsnesi
  4. sæti Dagný Finnbjörnsdóttir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Hnífsdal
  5. sæti Kristófer Már Maronsson starfsmaður þingflokks Sauðárkróki
  6. sæti Ragnhildur Eva Jónsdóttir lögfræðingur/sauðfjárbóndi Borgarbyggð
  7. sæti Magnús Magnússon sóknarprestur Húnaþingi vestra
  8. sæti Sigurbjörg Ottesen Kúabóndi/stjórnarmaður BÍ Snæfellsnesi
  9. sæti Ragnheiður Helgadóttir hjúkrunarfræðingur Akranesi
  10. sæti Þórður Logi Hauksson nemi Vestfjörðum
  11. sæti Snæbjört Pálsdóttir sérfræðingur hjá VÍS/laganemi Skagafirði
  12. sæti Guðmundur Haukur Jakobsson pípulagningameistari Húnabyggð
  13. sæti Helgi Rafn Bergþórsson nemi Akranesi
  14. sæti Sigríður Finsen hagfræðingur Snæfellsnesi

Hannes Sigubjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, tilkynnti nýverið að hann ætli að bjóða sig fram á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í lok nóvember. Hannes hefur búið á Akranesi um margra ára skeið. Tilkynning Hannesar er í heild sinni hér fyrir neðan. 

„Kæru vinir nær og fjær!

Eftir allmargar áskoranir undanfarið ár hef ég tekið þá ákvörðun að bjóða fram krafta mína fyrir Samfylkinguna. Ég gef kost á mér á framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi í kosningunum 30. nóvember næstkomandi og sækist ég eftir því að vera í öðru af tveimur efstu sætum listans.

Ég veit að sumum kemur á óvart að ég sem einu sinni studdi Sjálfstæðisflokkinn og tók þátt í starfi hans styðji nú Samfylkinguna og bjóði fram krafta mína núna fyrir þann flokk. Það má kannski segja að ég hafi verið landlaus krati í flokki sem ég var á báðum áttum með hvort ég ætti heima í eða ekki. Nú er nokkuð síðan að ég sagði skilið við Sjálfstæðisflokkinn. Og staðreyndin er einfaldlega sú að Sjálfstæðisflokkurinn hefur þrengst á meðan Samfylkingin hefur breikkað og opnað faðminn.

Með nýrri forystu Samfylkingar hefur flokkurinn hrist upp í pólitíkinni og fært jafnaðarflokkinn aftur nær fólkinu í landinu. Ég tel að við sem þjóð þurfum á traustri forystu að halda á þessum tímum sem við lifum. Samfylkingin býður upp á opinská stjórnmál og nýtt upphaf fyrir Ísland.

Ég hef mikla trú á samfélagi okkar og íslenskri þjóð en einnig er mikið sem þarf að laga og bæta. Ég tel að með reynslu minni úr körfuboltanum og íþróttahreyfingunni, þar sem mismunandi skoðanir eru leiddar til lykta með samtali, samvinnu og samstarfi, þá geti ég komið með ferska vinda inn á Alþingi Íslendinga. Stjórnmálafólk þarf að vinna saman og miðla málum til að taka ákvarðanir og velja bestu leiðina áfram fyrir land og þjóð.

Mín helstu áherslumál eru eftirfarandi:
• að vera fulltrúi fólkins – ég lít á þingmennskuna sem þjónustuhlutverk við almenning og alla íbúa Norðvesturkjördæmis,
• íþróttir og æskulýðsmál,
• málefni unga fólkins okkar í dag á víðum grunni,
• heilbrigðismál – ekki síst jafnt aðgengi óháð búsetu,
• samgöngumál
• og að vera traustur fulltrúi Norðvesturkjördæmis, eiga virkt samtal við fólkið í kjördæminu og finna leið til að geta verið í sem mestum samskiptum við sem flesta á svæðinu á hverju tíma.

Ég er stoltur af því að búa í landi þar sem við fáum að skiptast á skoðunum og kjósa þann flokk og einstaklinga sem við teljum best til þess fallna á hverjum tíma að leiða þjóðina áfram.

Við Samfylkingarfólk stefnum á að ná inn tveim þingmönnum að lágmarki hér í Norðvesturkjördæmi og þurfum því á stuðningi þínum að halda til að breytingar verði á stjórn landsins.

Ég er afar þakklátur fjölskyldu minni og nánasta vinahring fyrir ráðgjöf, spjall og pælingar undanfarna mánuði varðandi þessi næstu skref hjá mér á pólitíska sviðinu.

Ég er til þjónustu reiðbúinn fyrir Ísland, fólkið í landinu og hlakka til að vinna að hagsmunum okkar íbúa Norðvesturkjördæmi.


Kór Akraneskirkju flytur Misa Criolla eftir Ariel Ramirez í Bíóhöllinni þann 26.október kl. 16.00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá kórnum. 

Það er löng hefð er fyrir öflugu kórastarfi við Akraneskirkju og er aðalhlutverk kórsins að syngja við guðsþjónustur. Metnaður kórsins er mikill og hann æfir einnig fyrir tónleika sem haldnir eru að minnsta kosti tvisvar á ári, ýmist með kirkjulegu eða veraldlegu efni. Nú síðast voru haldnir nýárstónleikar í fyrsta sinn í Bíóhöllinni og fengu þeir tónleikar frábærar undirtektir Skagamanna.

Þann 26.október kl. 16.00 ætlar Kór Akraneskirkju, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar, að flytja hina léttu og líflegu suður-amerísku messu, Misa Criolla, eftir Ariel Ramirez. Misa Criolla (eða kreóla messa) er epískt verk, eða messa, flutt á spænsku og sett á hefðbundna hljóma og takta suður-ameriskrar tónlistar. 

Jarðneskur söngur Andesfjallanna er guðdómlegur þegar hljómsveit, kór og einsöngvarar sameinast um flutning sem verður að sannfærandi heild. 

Ariel Ramirez var innblásin af gauchos (kúrekum) og kreólum í Suður-Ameríku. Misa Criolla samanstendur af fimm sálmum: „Kyrie“, „Gloria“, „Credo“, „Sanctus“ og „Agnus dei“. Ramirez lýsir henni sem virðingarvotti til mannlegrar reisnar, hugrekkis og frelsis.

Hljómsveitin er skipuð suður-amerískum og íslenskum tónlistarmönnum.

Einsöngvarar og hljómsveit:
Edgar Enirque Albitres Gonzales – einsöngur og panflauta
Hector Meriles – klassískur gítar, Pedro Antonio Toto – sítar,
Salvador Machaca – flautur, Gunnar Gunnarsson – píanó,
Birgir Bragason – kontrabassi, Pétur Grétarsson – slagverk
Steef van Oosterhout – slagverk.
Stjórnandi – Hilmar Örn Agnarsson

Miðasala tónleikanna er í Bjargi og á á tix.is – smelltu hér:

Miðaverð kr. 5.000

Armbönd á HEIMA-SKAGA veita 30% afslátt ef keypt er við innganginn.

 


Kosið verður til Alþingis í lok nóvember á þessu ári. Í Norðvesturkjördæmi er ljóst að töluverðar breytingar verða á framboðslista Sjálfstæðisflokksins – miðað við listann sem boðinn var fram í síðustu kosningum árið 2021. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem leiddi listann í NV-kjördæmi í síðustu kosningum hefur ákveðið að bjóða sig fram á lista flokksins í Reykjavík.

Ólafur Adolfsson, fyrrum bæjarstjórnarmaður Sjálfstæðisflokksins á Akransei og eigandi Apóteks Vesturlands, tilkynnti í gær að hann hafi áhuga á að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi í komandi kosningum. Ólafur greindi frá ákvörðun sinni á samfélagsmiðlum í gær með eftirfarandi tilkynningu. 

„Kæru vinir og félagar
Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í hinu víðfeðma Norðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum.
Ég hlakka til að takast á við þær áskoranir sem framundan eru með öflugum hópi Sjálfstæðisfólks.“

 

 


Samkomulag hefur náðst um kaup á Skaganum 3X á Akranesi. Stefnt er að því að hefja starfsemi að nýju strax í næsta mánuði.

Frá því að Skaginn 3X lýsti gjaldþroti í byrjun júlí hefur verið stefnt að því að selja eigur þrotabúsins í heilu lagi svo hægt yrði að halda starfsemi fyrirtækisins áfram í bæjarfélaginu.

Í dag var greint frá því að hópur fjárfesta hafi skrifað undir samkomulag um kaup á öllum búnaði og lausafé þrotabús Skagans 3X. Fyrirtækið sem tekur við heitir KAPP Skaginn efh. og er markmiðið að hefja rekstur sem allra fyrst og byggja upp starfsemi á Akranesi – og mun fyrirtækið leigja stóran hluta af húsnæðinu sem á athafnasvæðinu við Krókalón.

Í frétt á vef RÚV kemur fram að nýja félagið sé í meirihlutaeigu KAPP ehf,. Eignarhaldsfélagið VGJ, TECTRA S/A, auk lykilstarfsmanna nýja félagsins og ýmsir fjárfestar. Þar kemur einnig fram að stefnt sé að starfsemi hefjist á ný 1. nóvember – ef Samkeppniseftirlitið gefur grænt ljós á kaupin.

Nánar í þessari frétt á vef RÚV:

 


Verkalýðsfélag Akraness fagnar 100 ára afmæli í dag en það var stofnað þann 14. október 1924. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef félagsins – sem er í heild sinni hér fyrir neðan.

„Á þeirri öld sem liðin er hafa orðið gríðarlegar breytingar á atvinnulífinu, margir sigrar hafa unnist í verkalýðsbaráttunni og jafnframt hafa verið erfiðari tímar þar sem hert hefur að. Á þessum stóru tímamótum er Verkalýðsfélag Akraness bæði félagslega og fjárhagslega sterkt og heldur áfram að vinna með hag sinna félagsmanna fyrir brjósti enda eru alltaf næg verkefni til staðar þegar kemur að því að verja kaup og kjör verkafólks.

Í tilefni af 100 ára afmælinu hélt félagið opið hús á skrifstofunni að Þjóðbraut 1 föstudaginn 11. október á milli kl. 13 og 17. Boðið var upp á léttar veitingar og ýmsar gamlar myndir og munir voru til sýnis. Gríðarlega góð mæting var á opna húsið en gestir voru nokkur hundruð talsins og naut fólk þess að koma saman og samgleðjast félaginu.

Að kvöldi 11. október voru haldnir afmælistónleikar í Bíóhöllinni þar sem Helgi Björns og Reiðmenn vindanna skemmtu fyrir fullu húsi og voru þeir tónleikar mjög vel heppnaðir á allan hátt.

Um leið og félagið þakkar öllum þeim sem sáu sér fært að koma og fagna afmælinu síðastliðinn föstudag óskar það félagsmönnum sínum innilega til hamingju með daginn.

Í tilefni afmælisins gaf félagið út afmælisrit þar sem farið er yfir sögu Verkalýðsfélags Akraness. Hægt er að nálgast ritið á skrifstofu félagsins en það verður einnig fljótlega aðgengilegt í rafrænni útgáfu.“


Í tilefni af Alþjóðlegum degi barnamissis verður minningarstund í Akraneskirkju – þriðjudaginn 15. október. 

Minningarstundin hefst kl. 20 og er opin öllum. 

Séra Þráinn Haraldsson leiðir stundina og Guðrún Árný syngur. 
Þetta kemur fram í tilkynningu sem er hér fyrir neðan. 


Jón Þór Hauksson skrifaði í gær undir nýjan samning við Knattspyrnufélag ÍA – en hann hefur verið þjálfari meistaraflokks karla undanfarin ár. 

Nýi samningurinn er til þriggja ára – en Jón Þór tók við þjálfun liðsins í janúar 2022 þegar Jóhannes Karl Guðjónsson fór til KSÍ sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá KFÍA. 

Karlalið ÍA er í baráttu um þriðja sætið í Bestu deildinni þegar tvær umferðir eru eftir af Íslandsmótinu. ÍA vann góðan 4-1 sigur gegn FH á heimavelli í síðustu umferð – en næsti leikur ÍA er á heimavelli gegn Íslandsmistaraliði Víkings úr Reykjavík. Sá leikur fer fram 19. október en lokaumferðin fer fram 26. október. 

„Ég er stoltur og ánægður með að framlengja minn samning og vera treyst fyrir því mikilvæga starfi sem framundan er hjá ÍA. Ég hlakka til að vinna áfram með öflugu teymi þjálfara, leikmanna, stjórnar og starfsmanna. Ég vil einnig nota tækifærið og þakka kærlega þann stuðning sem liðið hefur fengið í sumar frá frábærum stuðningsmönnum ÍA sem geta sannarlega skipt sköpum. Það eru spennandi tímar framundan hjá félaginu og mikilvægt að tryggja áframhaldandi uppbyggingu til næstu ára“ segir Jón Þór Hauksson. 

„Við í stjórn Knattspyrnufélagsins erum mjög ánægð með að framlengja samninginn við Jón Þór. Við erum mjög ánægð með hvernig þróun liðsins hefur verið síðustu tímabil og erum mjög bjartsýn fyrir komandi misseri. Félagið hefur nú gengið frá ráðningu á öllum þjálfurum og erum mjög stolt af þeim frábæra hópi sem starfar fyrir félagið. Það er full ástæða fyrir stuðningsmenn félagsins að vera bjartsýn fyrir komandi tíma,” segir Eggert Herbertsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA: 


Þrjú verkefni sem unnið er að í nýsköpunarsetrinu Breið á Akranesi fengu á dögunum styrk úr uppbyggingarsjóði Vesturlands – alls 10 milljónir kr. 

Gramatek, sem er Anna Nikulásdóttir og Daniel Schnell, hafa byggt upp á undanförnum árum fékk 7 milljónir kr. í öndvegisstyrk til að vinna að talsetningu námsefnis.  

Gunnar Ólafsson frá ALGÓ fékk tvær milljónir í þróun sæmetis úr þara. 

Sara Hauksdóttir fékk eina milljón í þróun apps við upplýsingar um staðhætti í ferðamennsku.

Samtals var úthlutað tæpum þrjátíu og fjórum milljónum. Tuttugu milljónum í öndvegisstyrki og tæpum fjórtán milljónum í atvinnuvega og nýsköpunarstyrki.


Kalman listafélag býður til tónlistarveislu í Vinaminni, í samvinnu við TonSagaNor (tonsaganor.com), fimmtudaginn 10. október kl. 20. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Þar verður sannkölluð tónlistarupplifun í tali, tónum og myndum undir yfirskriftinni ,,Eyjar í norðri“ með þeim Kolbeini Jóni Ketilssyni tenór, Helgu Bryndísi Magnúsdóttur píanóleikara, Guðna Franzsyni klarinettuleikara og Bergsveini Birgissyni rithöfundi.

Kolbeinn Jón Ketilsson, hefur sungið mörg stærstu tenórhlutverk óperubókmenntanna og komið fram í óperum á öllum Norðurlöndum, í Norður Ameríku og víðsvegar um Evrópu, m.a. í Staatsoper í München, Parísaróperunni, San Carlo í Napoli og óperuhúsunum í Genf, Dresden, Marseille, Valencia og Lissabon sem og á Tónlistarhátíðinni í Salzburg. Hann hefur starfað með mörgum þekktustu hljómsveitarstjórum heims, m.a. Antonio Pappano, Lorin Maazel og Zubin Metha og leikstjórum eins og Jonathan Miller, Pier Luigi Pizzi og Carlos Saura. Kolbeinn er listrænn stjórnandi TonSagaNor.

Helga Bryndís Magnúsdóttir lauk námi við Tónlistarskólann í Reykjavík árið 1987 sem einleikari og kennari og var Jónas Ingimundarson aðalkennari hennarþar. Framhaldsnám stundaði hún í Vínarborg og Helsinki. Eftir að námi lauk hefur hún tekið virkan þátt í tónlistarlífinu á Íslandi bæði sem einleikari og kammermúsik ýmiskonar og þá ekki hvað minnst með söngvurum.

Guðni Franzson, lauk einleikara- og tónfræðaprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1984 hélt til framhaldsnám í Hollandi, hlaut til þess danskan Léonie Sonning styrk. Guðni hefur víða komið fram sem klarínettuleikari, hljóðritað fjölda geisladiska og leikið tónlist með Rússíbönum. Guðni var einn af stofnendum CAPUT árið 1988 fyrst sem klarínettuleikari svo sem stjórnandi. Hann hefur m.a. stýrt Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Guðni vinnur sem tónsmiður mest fyrir leikhús og dans en Tóney er vettvangur fyrir tónlistarkennslu sem hann stofnaði árið 2007.

Bergsveinn Birgisson (f. 1971) er rithöfundur og fræðimaður með doktorsgráðu í norrænum dróttkvæðum. Hann hefur gefið úr skáld-sögur eins og Svar við bréfi helgu (2010) og Lifandilífslækur (2018), sem báðar voru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, en einnig skapað nýjar víddir innan skáldsögunnar með verkum eins og Handbók um hugarfar kúa (2009) og Kolbeinsey (2021). Þá hefur hann í anda húmanisma skrifað sagnfræðibækur um mikilvægar persónur sögunnar sem „opinbera sagnfræðin“ hefur valið að gleyma s.s. Leitin að svarta víkingnum (2013) og Þormóður Torfason (2022).

Aðgangseyrir er kr. 4.000 en kr. 3.500 fyrir Kalmansvini.

Boðið verður upp á kaffi og konfekt í hléi.

Miðasala er við innganginn.

Missið ekki af einstökum listviðburði!


Ágústa Rósa Andrésdóttir er nýr forstöðumaður íþróttamannvirkja á Akranesi.

Ágústa Rósa er frá Akranesi og hefur m.a. verið formaður karatefélags Akraness, setið í stjórn badmintfélags Akraness og í framkvæmdastjórn Íþróttabandalags Akraness. Ágústa hefur starfað sem æskulýðsfulltrúi í Hvalfjarðarsveit, og nú síðast sem  Forstöðumaður Frístundasels Lágafellsskóla í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Akraness samþykkti ráðningu Ágústu á síðasta bæjarstjórnarfundi. Alls sóttu 17 manns um starfið. Hörður Kári Jóhannesson hefur verið forstöðumaður íþróttamannvirkja á Akranes og var honum þökkuð góð störf á bæjarstjórnarfundinu.

Ágústa er fædd árið 1971 og hún er gift Herði Svavarssyni rafvirkja og þau eiga þrjú börn, Andrés Má,  Aðalheiði Rósu og
Ólaf Elías.

Ágústa Rósa Andrésdóttir.

 

Eftirtaldir sóttu um starfið:

Ágústa Rósa Andrésdóttir
Baldvin Bjarki Baldvinsson
Daisy Heimisdóttir
Ellert Baldur Magnússon
Eyrún Ída Guðjónsdóttir
Finnbogi Rafn Gudmundsson
Guðbjartur Máni Gíslason
Helena Rúnarsdóttir
Helgi Magnússon
Indriði Jósafatsson
Ingimar Elí Hlynsson
Magnús Gísli Sveinsson
Óli Þór Júlíusson
Pétur V. Georgsson
Ragnheiður Smáradóttir
Sturlaugur Sturlaugsson
Valdimar Leó Friðriksson


Eva Björg Ægis­dóttir frá Akranesi fékk í dag afhent spennu­sagna­verð­launin Svart­fuglinn fyrir bókina Marrið í stiganum.

Eliza Reid, forsetafrú, af­henti verðlaunin.

 

Yrsa Sigurðar­dóttir og Ragnar Jónas­son eru hug­mynda­fræðingarnir að baki verð­laununum sem ætluð eru höfundum sem ekki hafa áður sent frá sér glæpa­sögu. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Eva er eins og áður segir frá Akranesi en foreldrar hennar eru Ægir Jóhannsson og Sigríður Björk Kristinsdóttir.




Í áliti dómnefndar um bókina segir meðal annars: „Sagan er grípandi og spennandi samhliða því að veita innsýn í myrkan og sáran veruleika. Fléttan er fagmannlega unnin, söguþráðurinn sterkur og sögulokin koma lesandanum á óvart.“

Verðlaunin nema 500.000 krónum auk hefðbundinna höfundarlauna. Sigurvegaranum býðst einnig samningur við umboðsmanninn David H. Headley en tímaritið Bookseller útnefndi hann sem einn af 100 áhrifamestu mönnum breskrar bókaútgáfu árið 2015.

Eva er með MSc gráðu í alþjóðamálum frá Tækniháskólanum í Þrándheimi og BA gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands. Hún starfar hjá fyrirtækinu Maskína en hún hefur einnig starfað á þróunarsviði VÍS tryggingafélags, verið aðstoðamaður við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og sem starfsmaður á alþjóðasviði hjá utanríkisráðuneytinu í Noregi. Þá hefur hún starfað sem fyrsta flugfreyja hjá flugfélaginu Wow Air.




Skagafrettir.is hefur frá upphafi verið opinn fréttavefur og markmiðið er að halda áfram á þeirri vegferð.  

Áhugi á efninu er til staðar. Mörg þúsund heimsóknir á hverjum degi á skagafrettir.is staðfestir að lesendur hafa áhuga á jákvæðum fréttum úr nærsamfélaginu.

Þú kæri lesandi getur tekið þátt í að efla fréttavefinn skagafrettir.is með þínu framlagi. Slíkur stuðningur er afar mikilvægur fyrir bæjarfréttamiðla.

Það er hart sótt að bæjar - og staðarfréttamiðlum á Íslandi - og slíkir miðlar eru í raunverulegri útrýmingarhættu. 

Skagafréttir fóru í loftið í nóvember 2016 og frá þeim tíma hafa vel á fjórða þúsund fréttir verið skrifaðar á skagafrettir.is.

Skagafréttir ehf.
552-26-11875
440219-0550

Frjáls framlög frá lesendum eru styrkasta stoðin í rekstri Skagafrétta. Slíkur stuðningur er afar mikilvægur og hvatning til að halda áfram að miðla því öllu því jákvæða sem er í gangi á Akranesi og hjá Skagamönnum nær og fjær.

Frjáls framlög gefa jákvæða strauma og kraftmeiri fréttaflutning.


Skagafréttir ehf.
552-26-11875
440219-0550

Kærar þakkir fyrir allar heimsóknirnar á skagafrettir.is og stuðninginn.


Skagafréttir ehf.
552-26-11875
440219-0550

http://localhost:8888/skagafrettir/2021/03/18/baejarmidlarnir-eru-i-raunverulegri-utrymingarhaettu/


Ungir og efnilegir leikarar með sterka tengingu á Akranes leika stórt hlutverk í nýrri kvikmynd sem frumsýnd verður þann 23. mars 2018. Myndin heitir Víti í Vestmannaeyjum og er fjölskyldumynd með vísun í sannsögulega atburði. Viktor Benóný Benediktsson, 12 ára, og Theodór Ingi Óskarsson, 11 ára, fengu að upplifa það að leika í þessari mynd og skagafrettir.is fékk þá félaga til þess að segja aðeins frá þeirra upplifun. Stiklu úr myndinni má sjá hér neðst í fréttinni.

Myndin verður að sjálfsögðu sýnd í Bíóhöllinni á Akranesi, laugardaginn 24.  mars og sunnudaginn 25. mars.

Viktor og Theodór ætla sér að lesa meira en þeir hafa gert áður og leiklistinn hefur svo sannarlega fangað athygli þeirra.

Theodór og Viktor

Nafn: Viktor Benóný Benediktsson.

Aldur: 12 ára.
Skóli: Breiðagerðisskóli.
Bekkur: 7 bekkur.
Besti maturinn: Hamborgarahryggur og Sushi.
Besti drykkurinn: Vatn.
Besta lagið/tónlistin. Michael Jackson – Beat It.
Á hvað ertu að horfa þessa dagana? (sjónvarpsþættir)
Stranger things 2 og Friends.

 

Ættartréð:
Benedikt Steinar Benónýsson er pabbi minn og Íris Dögg H Marteinsdóttir er stjúpmamma mín, og systkini mín eru þau Tindur Marinó (5 ára) og Hafrún Embla (11 ára).
Auður Valdís Grétarsdóttir er mamma mín og stjúppabbi minn er Guðmundur Ingiberg Arnarsson, og systkini mín eru Elmar Benvý (4 ára) og Arnar Levý (6 ára). Og ekki má gleyma ömmu minni sem heitir Hulda Jónína Jónsdóttir

Theodór ásamt systkinum sínum.


Hvernig kom það til að þú fékkst hlutverk í myndinni?

„Ég mætti í nokkrar prufur fyrir myndina, mamma sá auglýsingu fyrir prufurnar á Facebook.“

Hefur þú leikið áður í kvikmynd?
„Já, en oftast bara í aukahlutverkum og í þáttum. T.d. Fyrir framan annað fólk og Loforði.“

Hefur þú áhuga á leiklist?
„Já mjög mikinn áhuga, ég ætlaði að verða lögga þegar ég yrði stór. En svo kynntist ég kvikmyndaheiminum og fann að þetta var ætlað mér.“

Ertu að æfa fótbolta og með hvaða liði þá?
„Nei, ég æfði fótbolta en er í pásu. Æfi í dag Handbolta með Víkingi og er markmaður.“


Framtíðardraumar þínir, hverjir eru þeir?

„Að það komi stjarna með nafninu mínu á Hollywood Boulevard.“

Hvað er það eftirminnilegasta sem gerðist við tökurnar á myndinni?
„Þegar var fyrsti tökudagurinn í Eyjum og það var brjálað veður.“

Hvert er vandræðalegasta atvikið sem gerðist við tökurnar á myndinni?
„Þegar ég fékk hiksta í miðri töku.“

Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan leiklist og fótbolta?
„Vinir mínir og snjóbretti.“

Lestu mikið, bækur og slíkt?
„Nei, en ég er að bæta mig í því.“

Hefur þú lesið aðrar bækur sem eru eftir höfundinn á Víti í Vestmannaeyjum?
„Já, Amma er Best (mæli með henni ;).“

Langar þig að taka þátt í fleiri slíkum kvikmyndaverkefnum?
„Auðvitað, ef þið viljið fá mig í verkefni hringið þá í mig.“

ÍA og Akranes, hvernig er tengingin þín?
„Ég fæddist á Akranesi og kom reglulega til pabba á Akranes. Ég var líka mikið í sveitinni hjá ömmu og afa. Ég var mjög ungur þegar ég átti heima á Akranesi en man mjög vel eftir því þegar eg fór á Langasand hjá Fríðu frænku og man líka þegar ég fór í Jaðarsbakkalaug með afa það var mjög skemmtilegt.“

Nafn: Theodór Ingi Óskarsson.

Aldur: 11 ára.
Skóli: Norðlingaskóli.
Bekkur: 6. bekkur.
Besti maturinn: Fajitas.
Besti drykkurinn: Vit-Hit og Sparkling ICE.
Besta lagið/tónlistin: Perfect með Ed Sheeran.
Á hvað ertu að horfa þessa dagana? (sjónvarpsþættir): Horfi lítið á sjónvarpsþætti en stundum á bíómyndir. Horfði síðast á Home Alone.

 

Ættartréð: Foreldrar mínir eru Óskar Örn Guðbrandsson og Áslaug Ósk Hinriksdóttir. Systkini mín eru Þuríður Arna (15 ára), Oddný Erla (13 ára), Hinrik Örn (9 ára) og Jóhanna Ósk (4 ára).


Hvernig kom það til að þú fékkst hlutverk í myndinni?
„Ég fór í prufur sem voru auglýstar og var svo valinn eftir þær.“

Hefur þú leikið áður í kvikmynd?
„Nei“.

Hefur þú áhuga á leiklist?
„Já og mig langar að leika meira.“

Ertu að æfa fótbolta og með hvaða liði þá?
„Já ég er að æfa með 5. flokki í Fylki.“

Framtíðardraumar þínir, hverjir eru þeir?
„Mig langar að vera fótboltamaður og leikari.“

Hvað er það eftirminnilegasta sem gerðist við tökurnar á myndinni?
„Þegar við vorum útá sjó og loftnet á bátnum rakst upp í kletta og datt af. Þá varð ég soldið hræddur.“

Hvert er vandræðalegasta atvikið sem gerðist við tökurnar á myndinni?
„Í sömu bátsferð átti ég að fara með langan texta en gleymdi honum alveg.“

Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan leiklist og fótbolta?
„Ég er líka að æfa badminton í TBR. Ég fylgist líka mjög vel með enska boltanum.“

Lestu mikið, bækur og slíkt?
„Nei ég er ekki mjög duglegur að lesa.“

Hefur þú lesið aðrar bækur sem eru eftir höfundinn á Víti í Vestmannaeyjum?
„Já ég hef lesið þær allar og þær eru mjög skemmtilegar. Hef líka lesið bækur eftir Þorgrím Þráinsson.“

Langar þig að taka þátt í fleiri slíkum kvikmyndaverkefnum?
„Já það væri gaman. Hef leikið smá eftir sumarið.“

ÍA og Akranes, hvernig er tengingin þín?
„Pabbi minn er frá Akranesi og amma og afi og systur pabba búa þar í dag ásamt fjölskyldum sínum.“

Myndin Víti í Vestmannaeyjum er byggð á fyrstu bókinni í vinsælum barnabókaflokki eftir Gunnar Helgason. Ár hvert er haldið stórt fótboltamót fyrir krakka í Vestmannaeyjum og þetta ár mætir hinn tíu ára Jón Jónsson til þess að keppa með Fálkum. En þegar hann kynnist Ívari, strák úr ÍBV sem á bágt heima fyrir, þarf Jón að vaxa hraðar úr grasi en hann óraði fyrir, bæði innan og utan vallar.

Bragi Þór Hinriksson leikstýrir en handrit skrifa Jóhann Ævar Grímsson, Gunnar Helgason og Ottó Geir Borg. Sagafilm framleiðir




Guli liturinn hefur verið einkennismerki ÍA í langan tíma en Íþróttabandalag Akraness var stofnað árið 1946.

En hvers vegna var guli liturinn fyrir valinu?, og kemur Dortmund í Þýskalandi við sögu í valinu á litnum?

Skagafréttir leituðu að sjálfsögðu í sagnabrunninn Jón Gunnlaugsson til þess að fá úr þessu skorið. Jón var leiftursnöggur að svara þegar hann var inntur eftir því hvort hann vissi eitthvað um valið á gula litnum.

„Söguna má rekja til ársins 1950 þegar Karl Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins og leikmaður Fram, var í námi í íþróttafræðum í Köln í Þýskalandi,“ segir Jón en Karl hafði þjálfað lið ÍA árið 1948 samhliða því að hann lék með Fram.

„Þessi tenging Karls við ÍA varð til þess að Guðmundur Sveinbjörnsson þáverandi formaður ÍA hafði samband við Karl í Þýskalandi. Guðmundur óskaði eftir aðstoð við að útvega búninga fyrir ÍA. Áður en þessi búningur kom þá lék liðið í hvítum skyrtum og bláum buxum. Á þessum árum mættu leikmenn til leiks í hvítu spariskyrtunum sínum.“

 

Guðmundur hafði þá ósk að fá búninga sem skáru sig frá þeim litum sem voru notaðir af knattspyrnuliðunum í Reykjavík. Rauði liturinn var Valsbúningurinn, sá blái hjá Fram, og KR var með hvítar og svartar rendur á búningunum.

„Karl keypti búninga eins og óskað var eftir. Hann valdi gulan og svartan búning og þannig var liturinn ákveðinn,“ segir Jón.

Skagamenn klæddust þessum búningi fyrst vorið 1951 og þá var komið nýtt merki og urðu Íslandsmeistarar, fyrstir liða utan Reykjavíkur. Á sama tíma og nýji búningurinn kom var merki félagsins líka breytt í það sem enn er notað í dag.

Auglýsing



Auglýsing










Í dag hófst formleg söfnun í minningarsjóð Arnars Dórs Hlynssonar. „Hjá okkur hjá Sansa verður þannig háttur á að í þessari pöntunarviku, sem stendur fram til miðnættis 10. janúar munu 750 kr. af hverjum matarpakka fara í minningarsjóð Arnars Dórs.

„Arnar Dór Hlynsson var topp náungi en ótrúlega óheppinn með veikindi. Hann kvartaði samt aldrei. Minningarsjóður Arnars Dórs er stofnaður af Sansa, Team ´79 og ÍA. Sjóðurinn mun í framtíðinni styðja við bakið á góðum málum sem tengjast uppáhaldsíþróttum Arnars Dórs,“ segir Þórður Már Gylfason eigandi Sansa við skagafrettir.is.

ÍA mun hafa umsjón með minningarsjóðnum og verður úthlutað úr sjóðnum einu sinni á ári.

„Arnar Dór vinur minn lést þann 14. september 2017, langt fyrir aldur fram. Á þeim tíma var ég að setja fyrirtækið á laggirnar og það gafst enginn tími til þess að gera það sem mig langaði að gera til að heiðra minningu hans. Með hjálp margra þá er þessi minningarsjóðurinn nú til. Árgangur 79 sem Arnar Dór tilheyrði á stóran þátt í þessu ásamt ÍA og foreldrum Arnars Dórs.

Niðurstaðan er sú að minningarsjóður Arnars Dórs mun styrkja þau aðildarfélög ÍA sem hann tengdist. Það eru golf, fótbolti og kraftlyftingar. Arnar Dór var mikill stuðningsmaður knattspyrnunnar, hann var á golfvellinum flesta daga og lyfti lóðum af krafti þess á milli.“

Fyrirtækið Sansa sem Þórður Már setti á laggirnar á Akranesi í fyrra sérhæfir sig í því að útbúa matarpakka fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Óhætt er að segja að viðtökurnar hafi farið fram úr björtustu vonum Þórðar.

„Síðasta vika var sú besta frá upphafi, metvika, og ég vona að þessi vika verði ekki síðri til þess að efla minningarsjóð Arnars Dórs. Og að sjálfsögðu er einn af réttum vikunnar uppáhaldsfiskisúpa Arnars Dórs,“ bætti Þórður Már við.

Fyrir þá sem vilja leggja inn á minningarsjóð Arnars Dórs þá er þetta númerið á styrktarreikningnum:

552-14-350047

kt. 670169-2199





„Það er hægt að nota ýsu eða þorsk í réttinn sem nýtur vinsælda á okkar heimili. Þetta er einfaldur réttur og sósan gerir fiskréttinn að sælkerarétti,“ segir Ástþór Vilmar Jóhannsson sem tók áskorun frá Sævari Frey Þráinssyni bæjarstjóra fagnandi. Bæjarstjóri Akraness reið á vaðið í nýjum fréttaflokki á skagafrettir.is. með uppskrift að áhugaverðum kjúklingarétti.

Markmiðið með þessum fréttaflokki er að safna saman bragðgóðum, einföldum og hollum uppskriftum. Með tíð og tíma verður til staðar sarpur af góðum hugmyndum um notkun á hráefnum þar sem að hollusta og bragðgæði eru höfð að leiðarljósi.

Fiskur hefur verið mikilvæg fæða á Íslandi frá upphafi byggðar og fáar þjóðir borða jafnmikinn fisk og við Íslendingar. Neysla Íslendinga á fiski hefur samt sem áður minnkað á undanförnum árum. Ástþór Vilmar Jóhannsson vill stuðla að breytingum á því sviði með þessari frábæru uppskrift af steiktum fiski með súrsætri sósu.

Fiskur er ákjósanleg fæða fyrir margra hluta sakir. Má þar nefna að í fiski er gæðaprótein, neysla á fiski getur dregið úr offitu, fiskur er næringarrík fæða og tvímælalaust ein sú hollasta matvara sem völ er á. Fisk ættum við ekki að borða sjaldnar en 3 sinnum í viku.

Ástþór Vilmar skorar á Ingu Dóru Jóhannsdóttur, systur sína, að taka við keflinu og koma með næstu uppskrift áður en langt um líður.

Pönnusteikt ýsa/þorskur með súrsætri sósu

Hráefni:

600 gr. Ýsa eða þorskur
Hveiti
1-2 egg
Salt
Pipar
Matarolía eða smjör til steikingar

Sósa:

½ l vatn
100gr.sykur
9 msk vínedik
1 msk tómatkraftur
3 msk sojasósa
Maizena-sósu jafnari
100gr sveppir
1 græn paprika
1 rauð paprika
100 gr Laukur
100 gr blaðlaukur
100 gr ananasbitar

  1. Skerið fiskinn í bita og setjið til hliðar
  2. Setjið vatn,sykur,edik,tómatkraft og soyasósu í pott. Hleypið upp suðu og þykkið með maizena-sósujafnara.
  3. Skerið sveppi,lauk,blaðlauk í sneiðar og papriku í strimla(ekki of fínt)
  4. Brúnið sveppi,lauk, blaðlauk,papriku,og ananasbita í matarolíu og bætið út í sósuna. Sósan þarf ekki að sjóða mikið.
  5. Hrærið eggin saman og kryddið hveitið með salti og pipar. Veltið fiskinum fyrst upp úr hveitinu og síðan egginu.
  6. Steikið fiskinn í olíu eða smjöri og rétturinn er tilbúinn.

Meðlæti:

Berið réttinn fram með hrísgrjónum eða kartöflum.
Þessi sósa er einnig sérlega ljúffeng með steiktu kjöti.

http://localhost:8888/skagafrettir/2020/09/04/kjuklinga-pad-krapow-er-vinsaell-rettur-a-heimili-saevars-freys/





Bæjarstjóri Akraness ríður á vaðið í nýjum fréttaflokki á skagafrettir.is. Markmiðið er að safna saman bragðgóðum, einföldum og hollum uppskriftum. Með tíð og tíma verður til staðar sarpur af góðum hugmyndum um notkun á hráefnum þar sem að hollusta og bragðgæði eru höfð að leiðarljósi.

„Þetta er mjög vinsæll réttur á heimilinu en ég fletti upp uppskrift að honum sumarið 2018 þegar fótboltastrákunum var bjargað úr hellinum í Taílandi. Í einni fréttinni kem fram að Pad Krapow með kjúklingi var það fyrsta sem þeir báðu um að borða og ákvað ég að elda þennan rétt þeim til heiðurs daginn sem þeim var bjargað. Þessi réttur með salati dugar auðveldlega fyrir fjóra,“ segir Sævar Freyr Þráinsson.

Sævar Freyr skorar á Ástþór Vilmar Jóhannsson að taka við keflinu og koma með næstu uppskrift en verkefnið er hluti af „Heilsueflandi Samfélagi“ á Akranesi.

Kjúklinga Pad krapow

Hráefni (mæli með að gera hráefni tilbúið fyrirfram því það tekur bara um 12-15 mín að elda):

3 til 4 msk olía

3 chilli fræ hreinsuð og skorin í sneiðar (ég skar smátt. (hef fræin af einu chilli með til að hafa hann bragð sterkari)

3 skallottulaukar, skornir í þunnar sneiðar (ég skar smátt)

5 hvítlauksrif skorin í þunnar sneiðar

600-700 gr kjúklingalæri beinhreinsuð án skinns (set í matvinnsluvél og tæti kjúkling niður í hakk) Ekki henda kjúklingafitu hún bráðnar og gefur bragð)

1 msk sykur (pálma/kókossykur ef til)

3 msk soyasósa

1 1/2 msk fiskisósa

1/2 bolli kjúklingasoð (ég hitaði vatn í örbylgju og leysti upp 1/2 tening)

1 búnt Thai basil lauf (má sleppa og hefur ekki mikil áhrif á réttinn eða nota ferskt venjulegt. Thai basil er til í asísku búðunum í Rvk).

Leiðbeiningar:

Sjóðið hrísgrjón á meðan. Hæfilegur skammtur fyrir fjóra ættu að vera 3 bollar af grjónum. Þarf töluvert með þessum rétt.

Setja stóra pönnu á hæsta hita, bætið við olíu, chilli, skallottulauk og hvítlauk, og steikið í 1-2 mínútur þar til búið að mýkjast og jafnvel farið að brúnast lítillega í endum. Bætið við kjúklinga ”hakkinu” og steikið í um 5 mín þar til farið að brúnast lítillega. Tryggið að kjúklingurinn loði ekki saman og reynið að brjóta niður stærri bita.

Bætið við sykur, soyasósu, og fiskisósu. Steikið í aðra mínútu og jafnvel lengur þar til soð hefur að mestu horfið. Bætið þá út í kjúklingasoði og eldið áfram þar til mest af soðinu er horfið og farið að hjúpa kjúklinginn. Þetta á ekki að taka langan tíma 5-7 mín því pannan er á hæsta hita. Bætið við basil laufum og steikið í stutta stund þar til þau hafa visnað og blandast réttinum.

Berið fram með ríflegu magni af hrísgrjónum í skál þar sem hver og einn bætir ofan á réttinum og soyasósu að smekk hvers og eins.

Pad krapow með hrísgrjónum án salats stendur vel undir væntingum. Ef eldað er fyrir fleiri þá er auðvelt að tvöfalda allt í réttinum en gera þarf ráð fyrir lengri tíma í að sjóða niður vökva.

Asískt salat

70 gr jöklasalat skorið smátt.
70 gr rauðkál skorið í þunnar ræmur.
1/2 appelsínugul papríka (eða rauð eða gul) skorin í þunnar sneiðar.
50 gr gulrætur rifnar eða sneiddar þunnt.
1 vorlaukur skorin í þunnar sneiðar.
1 msk steinselja skorin smátt.
80 gr edamame baunir (fást frosnar belg hreinsaðar í flestum búðum nú orðið).
1 /2 tsk ferskt engifer saxað smátt.
1 hvítlauksrif saxað smátt.
1/2 msk soya sósa.
1 msk hlynsíróp (eða hunang).
1 msk hrísgrjóna edik (eða sítrónusafi).
1 msk extra virgin olívu olía.
1/2 msk ristuð sesam olía.
1 msk sesam fræ (má sleppa).

Leiðbeiningar:

Allt skorna hráefnið sett í skál og blandað vel saman. Fljótandi hráefnum blandað saman og svo sett út í salatskálina og öllu velt saman.

Kær kveðja, Sævar Freyr Þráinsson.



Auglýsing



Það er ekkert leyndarmál að Skagamaðurinn Ólafur Þórðarson segir það sem hann meinar – og hann liggur ekki á skoðunum sínum. 

Ummæli Ólafs á ýmsum málum hafa verið til umfjöllunar í fréttamiðlum á landsvísu og vakið mikla athygli.

Á Þorrablóti Skagamanna lék Ólafur stórt hlutverk í skemmtiatriði 1978 árgangsins – og má sjá það hér fyrir neðan.

Ólafur Þórðarson er einn þekktasti knattspyrnumaður Skagamanna fyrr og síðar. Landsliðsmaður til margra ára og lykilmaður í hinu sigursæla liði ÍA sem mokaði inn titlum seint á síðustu öld.

Ólafur snéri sér að þjálfun eftir að ferlinum lauk og undir hans stjórn varð karlalið ÍA m.a. Íslandsmeistari árið 2001.

ÍA hefur ekki náð að landa Íslandsmeistaratitli í mfl. karla frá árinu 2001.

Auglýsing



Auglýsing



Auglýsing



Auglýsing



Auglýsing



Auglýsing




Parhús sem er í byggingu við Seljuskóga á Akranesi hefur vakið athygli. Um er að ræða fyrsta slíka húsið sem reist er á Íslandi. Byggingarefnið er krosslímt timbur og koma einingarnar frá Binderholz fyrirtækinu í Austurríki.

Strúktúr ehf. á Íslandi flutti húsið inn fyrir Bjarna Inga Björnsson og Jón Þór Jónsson sem eru að byggja húsið.

Knattspyrnumaðurinn Ólafur Þórðarson stjórnaði ÞÞÞ krananum í þessu verki af stakri list eins og sjá má í þessu myndbandi sem nýlega var birt á youtube. Og það var Skagamaðurinn Hjalti Sigurbjörnsson sem tók myndbandið.