Loading...

Starfsfólk Grundaskóla stóð sig vel í landskeppni fyrirtækja – og stofnana í átakinu „Hjólað í vinnuna“ sem Íþrótta- og Ólympíusamband Ísland stendur fyrir. 

Grundaskóli hefur í fjölmörg ár tekið þátt með virkum hætti og sýnt í verki stuðning við umhverfisvernd og stefnu um heiluseflandi samfélag. 

Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ og Margrét Þorvaldsdóttir, kennari við Grundaskóla. 

Alls tóku 75 starfsmenn þátt í ár og nýttu virkan og umhverfisvænan ferðamáta til og frá vinnu á tímabilinu 3.-23. maí s.l. 

Úrslit í keppninni voru tilkynnt í lok síðustu viku og þar tók Margrét Þorvaldsdóttir kennari við verðlaunum fyrir hönd skólans. Grundaskóli var með bestan árangur í flokki stofnana – og vinnustaða sem eru með starfsmannafjölda frá 79-129.


Kvennalið ÍA í knattspyrnu heldur áfram að gera góða hluti í 2. deild Íslandsmótsins 2023. Í gær tók ÍA á móti ÍR en liðin voru fyrir leikinn í efri hluta deildarinnar. 

Unnur Ýr Haraldsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 27. mínútu með sannkölluðum þrumufleyg. Staðan var 1-0 í hálfleik. 

Marey Edda Helgadóttir kom ÍA í 2-0 með marki á 82. mínútu. 

ÍR náði að minnka muninn rétt fyrir leikslok þegar Lovísa Guðrún Einarsdóttir skoraði fyrir gestina. 

ÍA er í efsta sæti deildarinnar með 13 stig eftir 5 umferðir en þar fyrir neðan eru Haukar og ÍR. 

Næsti leikur ÍA er á Húsavík laugardaginn 10. júní þar sem að Skagakonur leika gegn liði Völsungs.  


Karlalið ÍA í knattspyrnu landaði sínum fyrsta sigri á tímabilinu í kvöld með 3-2 sigri gegn Leikni Reykjavík. 

Leikurinn fór fram á gervigrasvellinum í Breiðholti, heimavelli Leiknis, en liðin sem áttust við í kvöld léku bæði í Bestu deildinni á síðustu leiktíð.

Gísli Laxdal Unnarsson kom ÍA yfir strax á 4. mínútu og þannig var staðan allt þar til að Omar Sowe jafnaði metin fyrir heimamenn rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. 

Viktor Jónsson kom Skagamönnum í 2-1 með góðum skalla á 54. mínútu. Varnarmaðurinn Johannes Vall kom ÍA í 3-1 með marki eftir hornspyrnu á 79. mínútu.  

Omar Sowe lagaði stöðuna fyrir heimamenn í uppbótartíma en lokatölur leiksins 3-2. 

Með sigrinum komst ÍA upp í 7. sæti næst efstu deildar Íslandsmótsins. ÍA er með 5 stig eftir 4 umferðir. Einn sigur, tvö jafntefli og eitt tap. 

Næsti leikur ÍA er gegn Fjölni á heimavelli 1. júní. 

 

Lið Kára frá Akranesi landaði sínum fyrsta sigri á Íslandsmótinu í kvöld með 3-1 sigri á útivelli gegn Elliða. 

Leikurinn fór fram á Wurth vellinum í Árbænum, heimavelli Fylkis, en Elliði er í nánu samstarfi við Fylki sem leikur í Bestu deildinni. 

Marteinn Theódórsson var á skotskónum í liði Kára í kvöld. Vinstrifótarleikmaðurinn kom Kára yfir á 4. mínútu og hann bætti við öðru marki rétt um korteri síðar. Fylkir Jóhannsson kom Kára í 3-0 á 54. mínútu.

Sverrir Mar Smárason fékk rautt spjald á 70. mínútu og Káramenn voru því einum færri það sem eftir lifði leiks. Það nýttu heimamenn  sé og náðu að minnka muninn á 77. mínútu. 

Kári var þriðja neðsta sæti deildarinnar eftir þrjár umferðir með 1 stig er í dag með fjögur stig í 8. sæti en alls eru 12 lið í deildinni. 


Breið nýsköpunarsetur verður með opið hús fimmtudaginn 25. maí í tengslum við Iceland Innovation week

Breiddin á Breiðinni er nafnið á deginum en húsið opnar kl. 10 og verður fjölbreytt dagskrá allt til kl. 18. 

Dagskráin er í heild sinni hér fyrir neðan.  

Fjölmörg fyrirtæki og einstaklingar eru með starfsstöð í húsnæðinu – sem var áður einn fjölmennasti vinnustaður Akraness þegar fiskverkun var í húsinu. 

Í dag eru eins og áður segir fjölbreytt starfsemi á Breiðinni og er nýsköpunarsetrið að verða einn af fjölmennari vinnustöðum Akraness.

 


Varnarmaðurinn Hlynur Sævar Jónsson tryggði karlaliði ÍA jafntefli gegn Aftureldingu í kvöld í Lengjudeild Íslandsmótsins í knattspyrnu, næst efstu deild. 

Borgnesingurinn knái, sem hefur leikið með ÍA í mörg ár, skoraði jöfnarmarkið í uppbótartíma á lokasekúndum leiksins. 

Myndasyrpa frá leiknum er hér á ljósmyndavef Skagafrétta. 

Markið skoraði Hlynur með „hælspyrnu“ þegar hann breytti stefnu boltans sem var á leið að marki Mosfellinga. 

Arnór Gauti Ragnarsson kom Aftureldingu yfir á 29. mínútu og þar notaði hann einnig hælinn á knattspyrnuskó sínum til að ýta boltanum yfir marklínuna eftir hornspyrnu gestaliðsins. 

 

Afturelding lék einum manni færri síðustu 15 mínútur leiksins – þar sem að Sævar Atli Hugason fékk rautt spjald eftir að hafa brotið á hinum leikreynda fyrirliða Skagamanna, Arnóri Smárasyni. 

 

Skagamenn skoruðu mark undir lok fyrri hálfleiks – sem leikmenn fögnuðu ákaft en dómari leiksins dæmdi markið af vegna brots á leikmanni Aftureldingar í aðdraganda marksins. 

ÍA er enn án sigurs í deildinni þegar þremur leikjum er lokið. Liðið er í næst neðsta sæti næst efstu deildar Íslandsmótsins með tvö stig, tvö jafntefli og eitt tap er uppskeran eftir þrjár umferðir. Liðinu var spáð efsta sæti deildarinnar af fyrirliðum og forsvarsmönnum Lengjudeildarliðanna. 

Afturelding er á toppi deildarinnar. 

Næsti leikur ÍA er á útivelli gegn Leikni úr Reykjavík föstudaginn 26. maí. Liðin léku bæði í Bestu deild Íslandsmótsins á síðustu leiktíð. 


Steinunn Inga Óttarsdóttir, skólameistari FVA flutti ávarp við brautskráningu nemenda – sem fram fór föstudaginn 19. maí s.l.

Steinunn Inga fékk aðstoð frá gervigreindar spjallmenninu ChatGPT þegar hún skrifaði útskriftarræðuna – sem er áhugaverð nálgun og afraksturinn má sjá hér fyrir neðan. 

Kæru útskriftarnemar, mitt frábæra starfsfólk og góðir gestir. Til hamingju með daginn!

Það er komið að síðasta deginum ykkar hér í Fjölbraut. Þó er svo ósköp stutt síðan þið voruð alveg glæný að byrja í skólanum. Þið eruð svolítið eftirminnilegur hópur í mínum huga því ég var líka glæný þegar þið flest genguð inn í skólann haustið 2020. Sum ykkar eru sérlega eftirminnileg, t.d. eftir samstarf í nemendafélaginu og í hinni frábæru leiksýningu sem sett var upp í vor af miklum metnaði, aðrir eftir sambúð á heimavistinni, alls konar þras og bras um útivistartíma og umgengni s.l. þrjú ár, En öll eruð þið eftirminnileg í mínum huga, m.a. vegna þess að stór hluti af ykkar námi hér fyrstu tvö árin einkenndist af eins konar neyðarstigi vegna hins bráðsmitandi veirusjúkdóms úr leðurblökuvæng í Kína sem breiddist
út við minnstu snertingu, minnsta andardrátt.

Engan óraði fyrir því sem dundi hér yfir. Eins og allir aðrir í heiminum þurftu kennarar og nemendur á öllum skólastigum að bregðast bæði snarlega og margvíslega við þessum faraldri sem geisaði svona hratt og lengi. Við í Fjölbraut gerðum það eins vel og mögulegt var við þessar aðstæður. Það reyndi sannarlega á okkur öll og breytti í raun sýn okkar á tilveruna. Margt sem við höfum talið sjálfgefið, er það ekki. Að mæta í skólann, mæta í
vinnuna, hitta vini sína og fjölskyldu, taka þátt í íþróttum og félagslífi. Allt bannað!

Margvísleg erindi komu frá nemendum inn á borð til skólameistara á þessum tíma sem voru því miður fljótafgreidd:

Megum við halda ball? Nei, það er samkomubann…

Megum við frumsýna Dýrin í Hálsaskógi sem við erum búin að æfa vikum saman? Nei það
mega bara 30 koma saman

Megum við sitja saman í mötuneytinu? Nei

En megum við … Nei

En nú er þetta allt að baki, félagslíf og skólabragur hefur verið hressilega rifið upp og þið hafið sko sýnt hvað í ykkur býr.

En áhrif sóttvarnaráðstafana sem þurfti að grípa til á þessum tíma sjást nú í skólastarfi, bæði í FVA og á landsvísu. Fleiri en áður missa móðinn í náminu og nær það nú líka til nemenda sem áður hefðu tæplega talist í áhættuhópi. Það hefur dregið úr félagslegri þátttöku – ábyrgð og skuldbinding gagnvart námi fer líka minnkandi. Hér er sannarlega áskorun fyrir alla sem að skólastarfi koma.

Það er sameiginlegt verkefni kennara og nemenda að horfast í augu við þetta, halda áfram að rífa upp vinnugleðina, áhugann og glæða námið lífi, fjöri og tilgangi. Og efla metnað og ábyrgð. Það ætti ekki að vera fyrsta val nemanda, sem er sett fyrir verkefni að vinna, að nappa einhverju af netinu, nota það óbreytt og gagnrýnislaust og skila til kennara sem eigin
höfundarverki. Það eru ekki ásættanleg vinnubrögð, það er ekki nám, það er ekki menntun.
Lágmarkskrafa er að vinna úr efninu, vega það og meta, tengja og yfirfæra og skila síðan eigin afurð eða niðurstöðu byggða á gögnunum og geta heimilda. Að nappa efni eftir aðra er ekkert nýtt, ritstuldur hefur verið stundaður frá því áður en höfundarréttur var fundinn upp en nú er þetta orðið enn auðveldara en nokkru sinni áður. Gervigreind getur græjað allt á
örskotsstundu.

Skiptar skoðanir eru um hvort gervigreind á borð við spjallmennið ChatGPT sé undratæki sem létti okkur lífið eða ógni tilvist og afkomu mannkyns. Flestir eru hins vegar sammála um að allt sé að breytast hratt, svo hratt að það er núna verið að vinna í því að hægja á þróuninni. Því er spáð að gervigreind komi til með að leysa af hólmi 300 milljón störf á
heimsvísu á næstu árum. Annað hvort verður vinnuvikan stytt hressilega eða ákveðin störf verða ekki lengur til.

Ég hafði varla heyrt minnst á gervigreind fyrr en í lok síðasta árs þótt hún eigi sögulega séð rætur að rekja til a.m.k. 1950 og nú er hún alls staðar í umræðunni. Hvaða fyrirbæri er þetta? Og hver erum við andspænis einhverri vitund í stafrænu formi sem getur orðið þúsund sinnum „greindari“ en við? Er allt mögulegt fyrir þessa ofurvitund? Það örlar á ótta
um framtíð mannkynsins, því bæði er um vitund að ræða sem okkur er framandi og svo gæti það gerst að hagsmunir hennar, eins og hún skilgreinir þá sjálf, fari ekki endilega saman við hagsmuni mannkynsins í öllum tilvikum. Þá erum við að tala um td stríð og fríð, frelsi og
lýðræði.

En það er sagt að gervigreindin viti allt og þekki alla. Ég gaf mig á tal við hana, sló inn spurningu: Who is Steinunn Inga Óttarsdóttir? Ekki stóð á svarinu, það liðu innan við 3 sekúndur: I don’t have any information on Steinunn Inga, she has no social presence.

No social presence! Er ég ekki til? Ég er ósýnileg, algjört nóboddí. Er líf mitt einskis virði? Svaka skellur. Eða hvað, er það kannski bara ágætt? Er ekki bara fínt að upplýsingar um mig séu ekki aðgengilegar fyrir hvern sem er hvenær sem er? Og ég geti lifað mínu einkalífi í friði og spekt. Þetta er stór spurning og fer algjörlega eftir viðhorfi hvers og eins hvert svarið er.

Allt gerist nú mjög hratt í þróun þessa fyrirbæris (sem greinilega veit ekki allt og getur skjöplast eins og öðrum). Sem ég sat með autt blað í tölvunni á dögunum, komin í stellingar með að semja útskriftarræðu sem mundi slá í gegn laust hugmynd niður í hausinn á mér.

Getur gervigreind kannski skrifað útskriftarræðuna fyrir mig?

Það getur hún og hljómar svo:

Það er með mikilli ánægju sem ég stend hér í dag til að fagna með ykkur. Þetta er minnisverð stund sem markar endalok skólagöngu hér, og þið lögðuð hart að ykkur. Það er heiður að fá að vera með ykkur í dag og ég óska hverju og einu ykkar til hamingju. Brautskráning er tími ígrundunar, að horfa um öxl en líka til framtíðar. Þið eruð að stíga inn í næsta kafla lífsins og ég hvet ykkur til að taka ykkur tíma til að ígrunda ferðalag ykkar hingað til. Hugsið um áskoranir og hindranir sem þið hafið mætt, árangurinn sem þið hafið náð. Munið lexíur sem þið hafið lært, vináttubönd sem hafa myndast, og reynsluna sem hefur gert ykkur að þeim manneskjum, sem þið nú eruð. En um leið og þið ígrundið fortíðina minni ég ykkur á að horfa
til framtíðar með von og bjartsýni að leiðarljósi. Þið útskrifist héðan með þekkingu og hæfni og fróðleiksfýsn sem mun nýtast í hverju því sem þið takið ykkur fyrir hendur. Þið getið haft áhrif, skapað ykkar eigin örlög og lagt ykkar af mörkum til samfélagsins. Og sem þið haldið áfram ykkar ferðalagi, hvet ég ykkur til að vera áfram forvitin, aldrei hætta að læra og vera alltaf opin fyrir nýrri reynslu. Lífið er fullt af óvæntum atburðum og þið vitið aldrei hvert það leiðir. Ef þið fylgið ástríðu ykkar og lífsgildum og leggið hart að ykkur, efast ég ekki um að þið munir áorka því sem þið viljið. Loks vil ég segja að við erum öll mjög stolt af ykkur. Þið hafið náð árangri og getið borið höfuðið hátt. Ég óska ykkur enn og aftur til hamingju, þið
eruð að uppskera og þetta er ykkar dagur. Óska ykkur alls hins besta í hverju því sem þið takið ykkur fyrir hendur og hlakka til að fá fregnir af afrekum ykkar framvegis. Takk.

Þetta er útskriftarræða gervigreindarinnar. Ekki sem verst og ekki lengi gert. En hún er ekki mitt sköpunarverk, hún er augljóslega samsett úr þúsund öðrum ræðum. Það er ljóst að brautskráningarræður framtíðarinnar verða annaðhvort lagðar af, eða þær verða allar eins –
nema við reynum að hanga á þeim snefil af sköpunarkrafti og persónuleika sem við þó höfum. Þar skilur enn á milli okkar og gervigreindarinnar, hvað sem síðar verður.

Kæru útskriftarnemar, í júní n.k. eru fjörutíu ár síðan ég lauk framhaldsskóla á Akureyri, þeim fagra bæ. Netið var þá ekki til, einhver sagði að það væri bara bóla! Kannski sama týpan sem sagði að Oprah Winfrey hefði ekki útlit fyrir sjónvarp, að Disney litli hefði ekkert
hugmyndaflug og Michael Jordan gæti aldrei orðið körfuboltamaður. Ekki vissi ég baun hvað mig langaði að taka mér fyrir hendur þar sem ég stóð þarna með stúdentshúfuna hans pabba á hausnum og Lennon-gleraugun á nefinu í hvítum heimasaumuðum jakka árið 1983.

Ég hefði alveg þegið einhver heilræði.

Þið fáið þau í staðinn:

Eina sem er öruggt er að allt breytist. Það er líka víst að það verða afleiðingar. Nám og kennsluhættir breyttust td í faraldrinum og ekki útséð með afleiðingarnar. Störf breytast og hverfa og ný verða til. Þið eruð hluti af þessari þróun, þið hafið gengið í gegnum breytingar og glímt við afleiðingar og þroskast svona líka fallega!

Tileinkið ykkur nýjungar en látið þær ekki yfirtaka hugsun ykkar. Gervigreindin er ekki bóla en hún veit heldur ekki allt þótt hún geti púslað ýmsu saman. Notið hana til að létta ykkur nám og störf en ekki til að láta hana koma í staðinn fyrir sjálfstæða hugsun og persónuleika,
frumleika, eigin pælingar og uppgötvun.

Að lokum: Mótlæti tekur enda, erfiðleikar styrkja okkur, litlir sigrar efla sjálfstraust og þor til að takast á við hlutina. Eins og þið hafið svo sannarlega sýnt.

Ég óska ykkur öllum til hamingju með daginn!


Kalman, lista- og menningarfélag á Akranesi, hefur á undanförnum árum staðið fyrir fjölbreyttu menningarlífi á Akranesi. Viðburðir félagsins eru af ýmsu tagi.

Í þessari viku fer fram danssýning með þjóðdansafélaginu Sporinu í Tónbergi, sal Tónlistarskólans á Akranesi, miðvikudaginn 24. maí kl. 20.

Sporið, þjóðdansafélag, sýnir íslenska þjóðdansa og heldur á bilinu 20 – 30 sýningar á ári hverju. Hópurinn samanstendur af 13 – 15 danspörum, harmonikuleikurum, fiðluleikara og söngvurum. Saman hafa þau tekið þátt í margvíslegum verkefnum bæði hér innanlands sem og utanlands.

Aðgangseyrir er kr. 3.500 en kr. 3.000 fyrir Kalmansvini.
Miðasala við innganginn.

 


Í kvöld fara fram vortónleikar sem kvennakórinn Ymur stendur að. 

Nýverið tók Ymur þátt á landsmóti kvennakór sem fram fór í Reykjavík þar sem að tæplega 500 konur víðsvegar af landinu komu saman. Þar kom kórinn fram á sviði Eldborgar í Hörpu og einnig í Háskólabíói. 

Eins og áður segir eru tónleikarnir í kvöld, mánudaginn 22. maí og fara þeir fram í Tónbergi. Tónleikarnir hefjast kl. 19:30. 

Það kostar ekkert á tónleikana en tekið er við frjálsum framlögum. 

Stjórnandi kórsins er Sigríður Elliðadóttir og undirleikari er Birgir Þórisson.
Brautskráning frá Fjölbrautaskóla Vesturlands fór fram föstudaginn 19. maí með hátíðlegri athöfn á sal FVA. Alls brautskráðust 52 nemendur af níu mismunandi námsbrautum. 

Átta nemendur brautskráðust af félagsfræðabraut, þrír af náttúrufræðabraut, átta af opinni stúdentsbraut, einn af starfsbraut, þrír af sjúkraliðabraut, fimm af málm- og véltæknibraut (þar af einn einnig með viðbótarnám við iðngrein til stúdentsprófs), fimm úr vélvirkjun og 14 húsasmiðir. Auk þess luku fimm nemendur viðbótarnámi við iðngrein til stúdentsprófs.

Dröfn Viðarsdóttir, aðstoðarskólameistari, setti athöfnina og Steinunn Inga Óttarsdóttir, skólameistari flutti ávarp.

Í því ávarpi kom m.a. fram að afleiðingar heimsfaraldursins eru að koma fram í minnkandi skuldbindingu og ábyrgð gagnvart náminu og þar eru sannarlega verkefni framundan fyrir kennara og nemendur. 

Kristinn Benedikt Gross Hannesson flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir fyrrverandi nemandi skólans flutti einnig ávarp þar sem hún hvatti nemendur til að hugsa stórt og fylgja hjartanu.

Anna María Sigurðardóttir og Helgi Rafn Bergþórsson úr Leiklistarklúbbnum Melló sungu lagið 

„Í ljósum logum“ eftir Friðrik Dór úr söngleiknum Hlið við Hlið.

Eftirtaldir nemendur fengu verðlaun og viðurkenningar t.a.m. fyrir ágætan námsárangur og störf að félags- og menningarmálum. Nöfn þeirra sem gefa verðlaun eru innan sviga:

 • Andrea Kristín Ármannsdóttir fyrir góðan árangur í ensku (Penninn), íslensku (FVA) og fyrir framlag sitt til félagsstarfa (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar).
 • Aron Freyr Ragnarsson fyrir ágætan árangur í húsasmíði (SF Smiðir).
 • Árný Lind Árnadóttir fyrir góðan árangur í ensku (Elkem), samfélagsgreinum (Sjóvá) og þýsku (FVA).
 • Brynhildur Helga Viktorsdóttir fyrir frábæran árangur í uppeldisfræði (Soroptimistasamband Íslands).
 • Bóas Orri Hannibalsson fékk viðurkenningu fyrir framlag sitt til félagsstarfa  (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar).
 • Elsa María Einarsdóttir fyrir góðan árangur í ensku (Elkem), íslensku (FVA) og samfélagsgreinum (Landsbankinn).
 • Hannes Jóhannsson fyrir ágætan árangur í húsasmíði (Sjammi).
 • Hjalti Sigurjónsson fyrir ágætan árangur í húsasmíði (VLFA).
 • Hrafnkell Jónsson fyrir ágætan árangur í húsasmíði (Íslandsbanki).
 • Írena Dögg Arnarsdóttir fyrir frábæran árangur í alhliða íþróttagreinum (FVA).
 • Ísak Birkir Sævarsson fyrir afburða árangur í keilu á afrekssviði (VS Tölvuþjónustan).
 • Júlíana Stefánsdóttir fyrir góðan árangur í samfélagsgreinum (Skaginn 3X).
 • Marey Edda Helgadóttir fyrir góðan árangur í íslensku (FVA) og fyrir framlag sitt til félagsstarfa (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar).
 • Snædís Lilja Gunnarsdóttir fyrir góðan árangur í þýsku (FVA) og sálfræði (Akraborg).
 • Svanlaugur Atli Jónsson fyrir ágætan árangur í húsasmíði (Íslandsbanki).
 • Daníel Trausti Höskuldsson hlaut viðurkenningu og hvatningu til áframhaldandi náms úr Minningarsjóði Lovísu Hrundar.
 • Andrea Kristín Ármannsdóttir hlaut viðurkenningu úr Minningarsjóði Karls Kristins Kristjánssonar.
 • Elsa María Einarsdóttir og Árný Lind Árnadóttir hlutu námsstyrk frá Akraneskaupstað fyrir góðan námsárangur.
 • Inga Elín Jónsdóttir hlaut Hvatningarverðlaun Zontaklúbbsins.
 • Árný Lind Árnadóttir hlaut Menntaverðlaun Háskóla Íslands fyrir framúrskarandi árangur á stúdentsprófi og eftirtektarverða þrautseigju.
 • Elsa María Einarsdóttir hlaut viðurkenningu skólans fyrir bestan árangur á stúdentsprófi með einkunnina 9,34.
 s

Ágústa Rósa Andrésdóttir er nýr forstöðumaður íþróttamannvirkja á Akranesi.

Ágústa Rósa er frá Akranesi og hefur m.a. verið formaður karatefélags Akraness, setið í stjórn badmintfélags Akraness og í framkvæmdastjórn Íþróttabandalags Akraness. Ágústa hefur starfað sem æskulýðsfulltrúi í Hvalfjarðarsveit, og nú síðast sem  Forstöðumaður Frístundasels Lágafellsskóla í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Akraness samþykkti ráðningu Ágústu á síðasta bæjarstjórnarfundi. Alls sóttu 17 manns um starfið. Hörður Kári Jóhannesson hefur verið forstöðumaður íþróttamannvirkja á Akranes og var honum þökkuð góð störf á bæjarstjórnarfundinu.

Ágústa er fædd árið 1971 og hún er gift Herði Svavarssyni rafvirkja og þau eiga þrjú börn, Andrés Má,  Aðalheiði Rósu og
Ólaf Elías.

Ágústa Rósa Andrésdóttir.

 

Eftirtaldir sóttu um starfið:

Ágústa Rósa Andrésdóttir
Baldvin Bjarki Baldvinsson
Daisy Heimisdóttir
Ellert Baldur Magnússon
Eyrún Ída Guðjónsdóttir
Finnbogi Rafn Gudmundsson
Guðbjartur Máni Gíslason
Helena Rúnarsdóttir
Helgi Magnússon
Indriði Jósafatsson
Ingimar Elí Hlynsson
Magnús Gísli Sveinsson
Óli Þór Júlíusson
Pétur V. Georgsson
Ragnheiður Smáradóttir
Sturlaugur Sturlaugsson
Valdimar Leó Friðriksson


Eva Björg Ægis­dóttir frá Akranesi fékk í dag afhent spennu­sagna­verð­launin Svart­fuglinn fyrir bókina Marrið í stiganum.

Eliza Reid, forsetafrú, af­henti verðlaunin.

 

Yrsa Sigurðar­dóttir og Ragnar Jónas­son eru hug­mynda­fræðingarnir að baki verð­laununum sem ætluð eru höfundum sem ekki hafa áður sent frá sér glæpa­sögu. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Eva er eins og áður segir frá Akranesi en foreldrar hennar eru Ægir Jóhannsson og Sigríður Björk Kristinsdóttir.
Í áliti dómnefndar um bókina segir meðal annars: „Sagan er grípandi og spennandi samhliða því að veita innsýn í myrkan og sáran veruleika. Fléttan er fagmannlega unnin, söguþráðurinn sterkur og sögulokin koma lesandanum á óvart.“

Verðlaunin nema 500.000 krónum auk hefðbundinna höfundarlauna. Sigurvegaranum býðst einnig samningur við umboðsmanninn David H. Headley en tímaritið Bookseller útnefndi hann sem einn af 100 áhrifamestu mönnum breskrar bókaútgáfu árið 2015.

Eva er með MSc gráðu í alþjóðamálum frá Tækniháskólanum í Þrándheimi og BA gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands. Hún starfar hjá fyrirtækinu Maskína en hún hefur einnig starfað á þróunarsviði VÍS tryggingafélags, verið aðstoðamaður við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og sem starfsmaður á alþjóðasviði hjá utanríkisráðuneytinu í Noregi. Þá hefur hún starfað sem fyrsta flugfreyja hjá flugfélaginu Wow Air.
Skagafrettir.is hefur frá upphafi verið opinn fréttavefur og markmiðið er að halda áfram á þeirri vegferð. 

Áhugi á efninu er til staðar. Mörg þúsund heimsóknir á hverjum degi á skagafrettir.is staðfestir að lesendur hafa áhuga á jákvæðum fréttum úr nærsamfélaginu.

Þú kæri lesandi getur tekið þátt í að efla fréttavefinn skagafrettir.is með þínu framlagi. Slíkur stuðningur er afar mikilvægur fyrir bæjarfréttamiðla.

Það er hart sótt að bæjar - og staðarfréttamiðlum á Íslandi - og slíkir miðlar eru í raunverulegri útrýmingarhættu. 

Skagafréttir fóru í loftið í nóvember 2016 og frá þeim tíma hafa vel á fjórða þúsund fréttir verið skrifaðar á skagafrettir.is.

Skagafréttir ehf.
552-26-11875
440219-0550

Frjáls framlög frá lesendum eru styrkasta stoðin í rekstri Skagafrétta. Slíkur stuðningur er afar mikilvægur og hvatning til að halda áfram að miðla því öllu því jákvæða sem er í gangi á Akranesi og hjá Skagamönnum nær og fjær.

Frjáls framlög gefa jákvæða strauma og kraftmeiri fréttaflutning.


Skagafréttir ehf.
552-26-11875
440219-0550

Kærar þakkir fyrir allar heimsóknirnar á skagafrettir.is og stuðninginn.


Skagafréttir ehf.
552-26-11875
440219-0550

http://localhost:8888/skagafrettir/2021/03/18/baejarmidlarnir-eru-i-raunverulegri-utrymingarhaettu/


Ungir og efnilegir leikarar með sterka tengingu á Akranes leika stórt hlutverk í nýrri kvikmynd sem frumsýnd verður þann 23. mars 2018. Myndin heitir Víti í Vestmannaeyjum og er fjölskyldumynd með vísun í sannsögulega atburði. Viktor Benóný Benediktsson, 12 ára, og Theodór Ingi Óskarsson, 11 ára, fengu að upplifa það að leika í þessari mynd og skagafrettir.is fékk þá félaga til þess að segja aðeins frá þeirra upplifun. Stiklu úr myndinni má sjá hér neðst í fréttinni.

Myndin verður að sjálfsögðu sýnd í Bíóhöllinni á Akranesi, laugardaginn 24.  mars og sunnudaginn 25. mars.

Viktor og Theodór ætla sér að lesa meira en þeir hafa gert áður og leiklistinn hefur svo sannarlega fangað athygli þeirra.

Theodór og Viktor

Nafn: Viktor Benóný Benediktsson.

Aldur: 12 ára.
Skóli: Breiðagerðisskóli.
Bekkur: 7 bekkur.
Besti maturinn: Hamborgarahryggur og Sushi.
Besti drykkurinn: Vatn.
Besta lagið/tónlistin. Michael Jackson – Beat It.
Á hvað ertu að horfa þessa dagana? (sjónvarpsþættir)
Stranger things 2 og Friends.

 

Ættartréð:
Benedikt Steinar Benónýsson er pabbi minn og Íris Dögg H Marteinsdóttir er stjúpmamma mín, og systkini mín eru þau Tindur Marinó (5 ára) og Hafrún Embla (11 ára).
Auður Valdís Grétarsdóttir er mamma mín og stjúppabbi minn er Guðmundur Ingiberg Arnarsson, og systkini mín eru Elmar Benvý (4 ára) og Arnar Levý (6 ára). Og ekki má gleyma ömmu minni sem heitir Hulda Jónína Jónsdóttir

Theodór ásamt systkinum sínum.


Hvernig kom það til að þú fékkst hlutverk í myndinni?

„Ég mætti í nokkrar prufur fyrir myndina, mamma sá auglýsingu fyrir prufurnar á Facebook.“

Hefur þú leikið áður í kvikmynd?
„Já, en oftast bara í aukahlutverkum og í þáttum. T.d. Fyrir framan annað fólk og Loforði.“

Hefur þú áhuga á leiklist?
„Já mjög mikinn áhuga, ég ætlaði að verða lögga þegar ég yrði stór. En svo kynntist ég kvikmyndaheiminum og fann að þetta var ætlað mér.“

Ertu að æfa fótbolta og með hvaða liði þá?
„Nei, ég æfði fótbolta en er í pásu. Æfi í dag Handbolta með Víkingi og er markmaður.“


Framtíðardraumar þínir, hverjir eru þeir?

„Að það komi stjarna með nafninu mínu á Hollywood Boulevard.“

Hvað er það eftirminnilegasta sem gerðist við tökurnar á myndinni?
„Þegar var fyrsti tökudagurinn í Eyjum og það var brjálað veður.“

Hvert er vandræðalegasta atvikið sem gerðist við tökurnar á myndinni?
„Þegar ég fékk hiksta í miðri töku.“

Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan leiklist og fótbolta?
„Vinir mínir og snjóbretti.“

Lestu mikið, bækur og slíkt?
„Nei, en ég er að bæta mig í því.“

Hefur þú lesið aðrar bækur sem eru eftir höfundinn á Víti í Vestmannaeyjum?
„Já, Amma er Best (mæli með henni ;).“

Langar þig að taka þátt í fleiri slíkum kvikmyndaverkefnum?
„Auðvitað, ef þið viljið fá mig í verkefni hringið þá í mig.“

ÍA og Akranes, hvernig er tengingin þín?
„Ég fæddist á Akranesi og kom reglulega til pabba á Akranes. Ég var líka mikið í sveitinni hjá ömmu og afa. Ég var mjög ungur þegar ég átti heima á Akranesi en man mjög vel eftir því þegar eg fór á Langasand hjá Fríðu frænku og man líka þegar ég fór í Jaðarsbakkalaug með afa það var mjög skemmtilegt.“

Nafn: Theodór Ingi Óskarsson.

Aldur: 11 ára.
Skóli: Norðlingaskóli.
Bekkur: 6. bekkur.
Besti maturinn: Fajitas.
Besti drykkurinn: Vit-Hit og Sparkling ICE.
Besta lagið/tónlistin: Perfect með Ed Sheeran.
Á hvað ertu að horfa þessa dagana? (sjónvarpsþættir): Horfi lítið á sjónvarpsþætti en stundum á bíómyndir. Horfði síðast á Home Alone.

 

Ættartréð: Foreldrar mínir eru Óskar Örn Guðbrandsson og Áslaug Ósk Hinriksdóttir. Systkini mín eru Þuríður Arna (15 ára), Oddný Erla (13 ára), Hinrik Örn (9 ára) og Jóhanna Ósk (4 ára).


Hvernig kom það til að þú fékkst hlutverk í myndinni?
„Ég fór í prufur sem voru auglýstar og var svo valinn eftir þær.“

Hefur þú leikið áður í kvikmynd?
„Nei“.

Hefur þú áhuga á leiklist?
„Já og mig langar að leika meira.“

Ertu að æfa fótbolta og með hvaða liði þá?
„Já ég er að æfa með 5. flokki í Fylki.“

Framtíðardraumar þínir, hverjir eru þeir?
„Mig langar að vera fótboltamaður og leikari.“

Hvað er það eftirminnilegasta sem gerðist við tökurnar á myndinni?
„Þegar við vorum útá sjó og loftnet á bátnum rakst upp í kletta og datt af. Þá varð ég soldið hræddur.“

Hvert er vandræðalegasta atvikið sem gerðist við tökurnar á myndinni?
„Í sömu bátsferð átti ég að fara með langan texta en gleymdi honum alveg.“

Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan leiklist og fótbolta?
„Ég er líka að æfa badminton í TBR. Ég fylgist líka mjög vel með enska boltanum.“

Lestu mikið, bækur og slíkt?
„Nei ég er ekki mjög duglegur að lesa.“

Hefur þú lesið aðrar bækur sem eru eftir höfundinn á Víti í Vestmannaeyjum?
„Já ég hef lesið þær allar og þær eru mjög skemmtilegar. Hef líka lesið bækur eftir Þorgrím Þráinsson.“

Langar þig að taka þátt í fleiri slíkum kvikmyndaverkefnum?
„Já það væri gaman. Hef leikið smá eftir sumarið.“

ÍA og Akranes, hvernig er tengingin þín?
„Pabbi minn er frá Akranesi og amma og afi og systur pabba búa þar í dag ásamt fjölskyldum sínum.“

Myndin Víti í Vestmannaeyjum er byggð á fyrstu bókinni í vinsælum barnabókaflokki eftir Gunnar Helgason. Ár hvert er haldið stórt fótboltamót fyrir krakka í Vestmannaeyjum og þetta ár mætir hinn tíu ára Jón Jónsson til þess að keppa með Fálkum. En þegar hann kynnist Ívari, strák úr ÍBV sem á bágt heima fyrir, þarf Jón að vaxa hraðar úr grasi en hann óraði fyrir, bæði innan og utan vallar.

Bragi Þór Hinriksson leikstýrir en handrit skrifa Jóhann Ævar Grímsson, Gunnar Helgason og Ottó Geir Borg. Sagafilm framleiðir
Guli liturinn hefur verið einkennismerki ÍA í langan tíma en Íþróttabandalag Akraness var stofnað árið 1946.

En hvers vegna var guli liturinn fyrir valinu?, og kemur Dortmund í Þýskalandi við sögu í valinu á litnum?

Skagafréttir leituðu að sjálfsögðu í sagnabrunninn Jón Gunnlaugsson til þess að fá úr þessu skorið. Jón var leiftursnöggur að svara þegar hann var inntur eftir því hvort hann vissi eitthvað um valið á gula litnum.

„Söguna má rekja til ársins 1950 þegar Karl Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins og leikmaður Fram, var í námi í íþróttafræðum í Köln í Þýskalandi,“ segir Jón en Karl hafði þjálfað lið ÍA árið 1948 samhliða því að hann lék með Fram.

„Þessi tenging Karls við ÍA varð til þess að Guðmundur Sveinbjörnsson þáverandi formaður ÍA hafði samband við Karl í Þýskalandi. Guðmundur óskaði eftir aðstoð við að útvega búninga fyrir ÍA. Áður en þessi búningur kom þá lék liðið í hvítum skyrtum og bláum buxum. Á þessum árum mættu leikmenn til leiks í hvítu spariskyrtunum sínum.“

 

Guðmundur hafði þá ósk að fá búninga sem skáru sig frá þeim litum sem voru notaðir af knattspyrnuliðunum í Reykjavík. Rauði liturinn var Valsbúningurinn, sá blái hjá Fram, og KR var með hvítar og svartar rendur á búningunum.

„Karl keypti búninga eins og óskað var eftir. Hann valdi gulan og svartan búning og þannig var liturinn ákveðinn,“ segir Jón.

Skagamenn klæddust þessum búningi fyrst vorið 1951 og þá var komið nýtt merki og urðu Íslandsmeistarar, fyrstir liða utan Reykjavíkur. Á sama tíma og nýji búningurinn kom var merki félagsins líka breytt í það sem enn er notað í dag.

AuglýsingAuglýsing


Í dag hófst formleg söfnun í minningarsjóð Arnars Dórs Hlynssonar. „Hjá okkur hjá Sansa verður þannig háttur á að í þessari pöntunarviku, sem stendur fram til miðnættis 10. janúar munu 750 kr. af hverjum matarpakka fara í minningarsjóð Arnars Dórs.

„Arnar Dór Hlynsson var topp náungi en ótrúlega óheppinn með veikindi. Hann kvartaði samt aldrei. Minningarsjóður Arnars Dórs er stofnaður af Sansa, Team ´79 og ÍA. Sjóðurinn mun í framtíðinni styðja við bakið á góðum málum sem tengjast uppáhaldsíþróttum Arnars Dórs,“ segir Þórður Már Gylfason eigandi Sansa við skagafrettir.is.

ÍA mun hafa umsjón með minningarsjóðnum og verður úthlutað úr sjóðnum einu sinni á ári.

„Arnar Dór vinur minn lést þann 14. september 2017, langt fyrir aldur fram. Á þeim tíma var ég að setja fyrirtækið á laggirnar og það gafst enginn tími til þess að gera það sem mig langaði að gera til að heiðra minningu hans. Með hjálp margra þá er þessi minningarsjóðurinn nú til. Árgangur 79 sem Arnar Dór tilheyrði á stóran þátt í þessu ásamt ÍA og foreldrum Arnars Dórs.

Niðurstaðan er sú að minningarsjóður Arnars Dórs mun styrkja þau aðildarfélög ÍA sem hann tengdist. Það eru golf, fótbolti og kraftlyftingar. Arnar Dór var mikill stuðningsmaður knattspyrnunnar, hann var á golfvellinum flesta daga og lyfti lóðum af krafti þess á milli.“

Fyrirtækið Sansa sem Þórður Már setti á laggirnar á Akranesi í fyrra sérhæfir sig í því að útbúa matarpakka fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Óhætt er að segja að viðtökurnar hafi farið fram úr björtustu vonum Þórðar.

„Síðasta vika var sú besta frá upphafi, metvika, og ég vona að þessi vika verði ekki síðri til þess að efla minningarsjóð Arnars Dórs. Og að sjálfsögðu er einn af réttum vikunnar uppáhaldsfiskisúpa Arnars Dórs,“ bætti Þórður Már við.

Fyrir þá sem vilja leggja inn á minningarsjóð Arnars Dórs þá er þetta númerið á styrktarreikningnum:

552-14-350047

kt. 670169-2199Parhús sem er í byggingu við Seljuskóga á Akranesi hefur vakið athygli. Um er að ræða fyrsta slíka húsið sem reist er á Íslandi. Byggingarefnið er krosslímt timbur og koma einingarnar frá Binderholz fyrirtækinu í Austurríki.

Strúktúr ehf. á Íslandi flutti húsið inn fyrir Bjarna Inga Björnsson og Jón Þór Jónsson sem eru að byggja húsið.

Knattspyrnumaðurinn Ólafur Þórðarson stjórnaði ÞÞÞ krananum í þessu verki af stakri list eins og sjá má í þessu myndbandi sem nýlega var birt á youtube. Og það var Skagamaðurinn Hjalti Sigurbjörnsson sem tók myndbandið.Bæjarstjóri Akraness ríður á vaðið í nýjum fréttaflokki á skagafrettir.is. Markmiðið er að safna saman bragðgóðum, einföldum og hollum uppskriftum. Með tíð og tíma verður til staðar sarpur af góðum hugmyndum um notkun á hráefnum þar sem að hollusta og bragðgæði eru höfð að leiðarljósi.

„Þetta er mjög vinsæll réttur á heimilinu en ég fletti upp uppskrift að honum sumarið 2018 þegar fótboltastrákunum var bjargað úr hellinum í Taílandi. Í einni fréttinni kem fram að Pad Krapow með kjúklingi var það fyrsta sem þeir báðu um að borða og ákvað ég að elda þennan rétt þeim til heiðurs daginn sem þeim var bjargað. Þessi réttur með salati dugar auðveldlega fyrir fjóra,“ segir Sævar Freyr Þráinsson.

Sævar Freyr skorar á Ástþór Vilmar Jóhannsson að taka við keflinu og koma með næstu uppskrift en verkefnið er hluti af „Heilsueflandi Samfélagi“ á Akranesi.

Kjúklinga Pad krapow

Hráefni (mæli með að gera hráefni tilbúið fyrirfram því það tekur bara um 12-15 mín að elda):

3 til 4 msk olía

3 chilli fræ hreinsuð og skorin í sneiðar (ég skar smátt. (hef fræin af einu chilli með til að hafa hann bragð sterkari)

3 skallottulaukar, skornir í þunnar sneiðar (ég skar smátt)

5 hvítlauksrif skorin í þunnar sneiðar

600-700 gr kjúklingalæri beinhreinsuð án skinns (set í matvinnsluvél og tæti kjúkling niður í hakk) Ekki henda kjúklingafitu hún bráðnar og gefur bragð)

1 msk sykur (pálma/kókossykur ef til)

3 msk soyasósa

1 1/2 msk fiskisósa

1/2 bolli kjúklingasoð (ég hitaði vatn í örbylgju og leysti upp 1/2 tening)

1 búnt Thai basil lauf (má sleppa og hefur ekki mikil áhrif á réttinn eða nota ferskt venjulegt. Thai basil er til í asísku búðunum í Rvk).

Leiðbeiningar:

Sjóðið hrísgrjón á meðan. Hæfilegur skammtur fyrir fjóra ættu að vera 3 bollar af grjónum. Þarf töluvert með þessum rétt.

Setja stóra pönnu á hæsta hita, bætið við olíu, chilli, skallottulauk og hvítlauk, og steikið í 1-2 mínútur þar til búið að mýkjast og jafnvel farið að brúnast lítillega í endum. Bætið við kjúklinga ”hakkinu” og steikið í um 5 mín þar til farið að brúnast lítillega. Tryggið að kjúklingurinn loði ekki saman og reynið að brjóta niður stærri bita.

Bætið við sykur, soyasósu, og fiskisósu. Steikið í aðra mínútu og jafnvel lengur þar til soð hefur að mestu horfið. Bætið þá út í kjúklingasoði og eldið áfram þar til mest af soðinu er horfið og farið að hjúpa kjúklinginn. Þetta á ekki að taka langan tíma 5-7 mín því pannan er á hæsta hita. Bætið við basil laufum og steikið í stutta stund þar til þau hafa visnað og blandast réttinum.

Berið fram með ríflegu magni af hrísgrjónum í skál þar sem hver og einn bætir ofan á réttinum og soyasósu að smekk hvers og eins.

Pad krapow með hrísgrjónum án salats stendur vel undir væntingum. Ef eldað er fyrir fleiri þá er auðvelt að tvöfalda allt í réttinum en gera þarf ráð fyrir lengri tíma í að sjóða niður vökva.

Asískt salat

70 gr jöklasalat skorið smátt.
70 gr rauðkál skorið í þunnar ræmur.
1/2 appelsínugul papríka (eða rauð eða gul) skorin í þunnar sneiðar.
50 gr gulrætur rifnar eða sneiddar þunnt.
1 vorlaukur skorin í þunnar sneiðar.
1 msk steinselja skorin smátt.
80 gr edamame baunir (fást frosnar belg hreinsaðar í flestum búðum nú orðið).
1 /2 tsk ferskt engifer saxað smátt.
1 hvítlauksrif saxað smátt.
1/2 msk soya sósa.
1 msk hlynsíróp (eða hunang).
1 msk hrísgrjóna edik (eða sítrónusafi).
1 msk extra virgin olívu olía.
1/2 msk ristuð sesam olía.
1 msk sesam fræ (má sleppa).

Leiðbeiningar:

Allt skorna hráefnið sett í skál og blandað vel saman. Fljótandi hráefnum blandað saman og svo sett út í salatskálina og öllu velt saman.

Kær kveðja, Sævar Freyr Þráinsson.AuglýsingHeimsmeistaramóti í handbolta karla hefst í dag. Ísland leikur gegn Króatíu í fyrsta leiknum og að sjálfsögðu er vel fylgst með gangi mála hér á Skagafréttum.

Það er að mikil Skagatenging við einn leikmann landsliðsins og þar að auki þykir okkur nafnið mjög flott.

Elvar Örn Jónsson, leikmaður Selfoss, hefur mikla tengingu á Akranes og í nærsveitir. Afi hans í móðurætt er Sigurður Guðmundsson, fyrrum skólastjóri og íþróttakennari á Leirá.

Móðir Elvars er Ragnhildur Sigurðardóttir, margfaldur Íslandsmeistari í borðtennis, og afrekskona í ýmsum öðrum íþróttum.

Ragnhildur og Erna Sigurðardóttir, íþróttakennari við Grundaskóla, eru tvíburasystur. Jón Birgir Guðmundsson faðir Elvars er sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins á HM.

Við höfum því ákveðið að Elvar Örn Jónsson er nýr uppáhalds landsliðsmaður okkar hér á skagafrettir.is.

Sigurður Guðmundsson, íþróttakennari og fyrrum skólastjóri í Heiðarskóla í Leirársveit.

AuglýsingAuglýsing
AuglýsingÞað er ekkert leyndarmál að Skagamaðurinn Ólafur Þórðarson segir það sem hann meinar – og hann liggur ekki á skoðunum sínum. 

Ummæli Ólafs á ýmsum málum hafa verið til umfjöllunar í fréttamiðlum á landsvísu og vakið mikla athygli.

Á Þorrablóti Skagamanna lék Ólafur stórt hlutverk í skemmtiatriði 1978 árgangsins – og má sjá það hér fyrir neðan.

Ólafur Þórðarson er einn þekktasti knattspyrnumaður Skagamanna fyrr og síðar. Landsliðsmaður til margra ára og lykilmaður í hinu sigursæla liði ÍA sem mokaði inn titlum seint á síðustu öld.

Ólafur snéri sér að þjálfun eftir að ferlinum lauk og undir hans stjórn varð karlalið ÍA m.a. Íslandsmeistari árið 2001.

ÍA hefur ekki náð að landa Íslandsmeistaratitli í mfl. karla frá árinu 2001.

AuglýsingAuglýsingAuglýsingAuglýsingAuglýsingAuglýsing