Loading...


Á Brekkukambi í Hvalfirði eru uppi hugmyndir um að setja upp 8-12 vindmyllur – þar sem að hver mylla er 250 metra há. Brekkukamburinn sjálfur er 647 metra hár sem samsvarar hæstu tindum Akrafjalls.

Nýverið var settur upp undirskriftarlisti til þess að mótmæla þessum áætlunum. Formlegt ferli um að reisa myllurnar er hafið þar sem að Skipulagsstofnun auglýsti nýleg eftir athugasemdum við matsáætlun.

Í tilkynningu frá þeim sem standa að undirskriftarsöfnunni kemur fram að þeir óttist áhrifin af þessum framkvæmdum á náttúru, fuglalíf og íbúa. Þar m.t. á Skagamenn. Á það hefur verið bent að hver vindmylla gefi af sér 62-63 kg af örplastögnum á ári sem gerir þá allt að 750 kg af 12 myllum. Miðað við vindafar þá gætu þessar plastagnir borist í vatnsból á svæðinu og líka vatnsból Skagamanna.

Hér er umfjöllun Arnfinns Jónassonar sem hann birti á facebook síðu sinni, en Arnfinnur hefur verið í forsvari fyrir undirskriftasöfnun:

Smelltu hér til að taka þátt:


Það er ekkert hreint við vindorkuna nema vindurinn. Fólk étur hugsunarlaust upp mýtuna um að vindorkan sé umhverfisvænasti orkugjafinn. Hvað þýðir það? Til að beysla vindinn notum við vindmyllur. Við sjáum þær snúast, þær hafa þrjá spaða og eru yfirleitt hvítar til að undirstrika hreinleikann. Vindmyllurnar sjálfar eru eiturefnasprengja. Á Brekkukambi er áætlað að setja upp 8-12 vindmyllur og hver vindmylla gæti verið frá rúmlega 4 MW til rúmlega 6 MW.

Í seglum hverflanna (túrbína) í vindmyllum er notaður léttmálmurinn Neodymium sem framleiddur er að mestu í iðnaðarborginni Baotou í Innri-Mongólíu í Kína.

Samkvæmt MIT (Massachusetts Institute of Technology) er áætlað að í hverri 4 MW vindmyllu séu rúmlega 720 kg af Neodymium (1.080 kg í 6 MW vindmyllum). Við vinnslu á Neodymium losnar geislavirkur úrgangur. Þessi geislavirki úrgangur er meðal 7.000.000 tonna af eiturefnaúrgangi, sem árlega er dælt út í manngert, risastórt og sístækkandi „stöðuvatn“ við iðnaðarborgina Baotou sem er lítið annað en svört leðja. Eiturefni og þungmálmar smitast yfir í grunnvatnið þannig að hvorki menn, skepnur né plöntur þrífast þar, en Baotou er oft uppnefnd „helvíti á jörðu“. https://news.sky.com/…/clean-energys-dirty-secret-pond…


Samkvæmt IAGS (The Institute for the Analysis of Global Security) er áætlað að fyrir hvert tonn af unnum fágætum málmum er framleitt um eitt tonn af geislavirkum úrgangi. Með háværari kröfum um fleiri vindorkugarða hefur eftirspurnin eftir Neodymium rokið upp. Allur geislavirkur úrgangur sem verður til í heiminum hleðst upp. Það er ekki hægt að eyða honum heldur er hann geymdur á mjög misgóðum stöðum líkt og í „stöðuvatninu“ í Baotou.


Þegar vindmyllur eru hannaðar er gert ráð fyrir að þær endist í minnst 20 ár í erfiðu umhverfi eins og raka, hita, kulda, sandstormum og salti en í raun er meðallíftíminn nær því að vera 13-14 ár. Endurnýja þarf skrúfuna og blöðin á 10 ára fresti. Blöðin safnast upp og eru jörðuð eða eru send til landa í Afríku þar sem umhverfiskröfur eru í algeru lágmarki. Einn vindmylluspaði getur vegið 20 tonn og allt upp í 60 tonn stærstu spaðarnir. Það eru þrír vindmylluspaðar á hverri vindmyllu. Þrátt fyrir að unnið sé að þróun „grænstáls“ og endurvinnslu á spöðum þurfum við þó að horfast í augu við að fyrir árið 2050 munu safnast upp tugir milljóna tonna af gömlum vindmylluspöðum.

4,2 MW vindmylla er um 500 tonn að heildarþyngd (71-79% stál, 11-16% trefjagler, plast eða epoxy, 5-7% járn eða steypujárn, 1% kopar og 0-2% ál).

Til að búa til 1 tonn af stáli þarf u.þ.b. ½ tonn af kolum. 50 tonn í viðbót af kolum þarf til að framleiða sementið í undirstöðurnar. Þetta eru um 300 tonn af kolum per vindmyllu. Vindmylluspaðarnir eru framleiddir úr trefjagleri (ca 60%) sem er styrkt með epoxy (ca 40%) sem nánast útilokað er að endurvinna.. Epoxy er að einum þriðja hluta Bisphenol A (BPA) sem er plast. Á heimasíðu

Umhverfisstofnunar er útskýrt hvað BPA er og hvaða áhrif það getur haft á menn og dýr. Rannsóknir hafa sýnt fram á margvíslegan skaða af völdum BPA en niðurstöður eru mismunandi hvað varðar þann styrkleika sem leiðir til hættu. BPA líkir eftir estrógeni og truflar með því starfsemi í innkirtlum líkamans. Sýnt hefur verið fram á að það geti dregið úr eðlilegum þroska heilans og taugakerfis og einnig valdið ófrjósemi og þroskafrávikum.

Í skýrslu sem Norðmennirnir Asbjørn Solberg, Bård-Einar Rimereit og Jan Erik Weinbach gáfu út í júlí 2021 fara þeir yfir hvað vindmylla sem framleiðir 4,2 MW af rafmagni losar frá sér af eiturefnum, örplasti út í náttúruna. Skýrslan er byggð á gögnum sem háskólinn í Strathclyde í Skotlandi gaf út það sama ár. https://docs.wind-watch.org/Leading-Edge-erosion-and… Allar mælingar í rannsókninni miðast við ákveðinn vindstyrk og rigningar en það er tekið fram að meðal annars ísing leiði til enn meiri losunar á örplasti. Það er ekki vitað hve mikið af BPA losnar út í náttúruna en það þarf aðeins eitt kíló af BPA til að menga 10 milljarða lítra af vatni (10.000.000.000 lítrar). Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) mælist til þess að ekki sé meira en 0,1 mikrógramm af BPA í einum lítra af drykkjarvatni. Það þýðir 0,0000001 gramm í lítra.

4,2 MW vindmylla losar 62 kg af örplasti (trefjagler og epoxy) út í náttúruna skv skýrslu þremenninganna. Miðað við sömu forsendur gætu 12 slíkar vindmyllur (50,2 MW) á Brekkukambi því losað 744 kg af örplasti út í náttúruna. Á 10 árum eru þetta 7,44 tonn af örplasti. Örplastið eyðist ekki í náttúrunni heldur safnast upp í henni, í fólki og dýrum. Þetta örplast mun dreifa sér um stórt svæði og menga vatnsból og beitarlönd. Vindmylluiðnaðurinn hefur haldið því fram að það losni aðeins 140 grömm af örplasti frá hverri vindmyllu árlega.

Fyrir íbúa næst fyrirhuguðum vindmyllugarði á Brekkukambi snýst þetta mál um heilsu, búsetu, lífsafkomu og að ævistarf fólks sé ekki lagt í rúst á örfáum árum. Það er hætt við því að landbúnaðarafurðir þar sem bændur og afurðarstöðvar auglýsa með stolti hreinleika vörunnar, lambakjötið og mjólkina, verði óhæfar til manneldis. Verði þessi vindmyllugarður að veruleika er viðbúið að fleiri slíkir rísi í Hvalfjarðarsveit þegar menn sjá skjótfenginn gróða í þessu með hrikalegum afleiðingum fyrir alla.

Hvernig viljum við sjá framtíðina í Hvalfjarðarsveit? Tökum afstöðu með náttúrunni og heilsu komandi kynslóða. Ég sé ekkert sem mælir með vindmyllugarði á toppi Brekkukambs. Skrifum undir mótmæli við vindmyllugarði á toppi Brekkukambs.
Aðsend grein frá Steinunni Ingu Óttarsdóttur, skólameistara FVA:

Í FVA hefst skólaárið með því að endurbætt aðstaða fyrir starfsbraut skólans og náms- og starfsráðgjafa verður tekin í notkun. Framkvæmdir hafa staðið yfir í tæpt ár og er mikil tilhlökkun með nýju rýmin. Starfsbraut er með tvær smekklega innréttaðar kennslustofur með öllum búnaði og glænýtt salerni sniðið að þörfum fólks með fötlun.

Deildarstjóri starfsbrautar er Arndís Halla Guðmundsdóttir. Náms- og starfsráðgjafar skólans, Guðrún S. Guðmundsdóttir og Bryndís Gylfadóttir, og Íris Björg Jónsdóttir skólahjúkrunarfræðingur eru að vonum spenntar að fá skrifstofurnar sínar aftur en bæði hafa þær og starfsbrautarnemendur og -kennarar verið á hrakhólum meðan á endurbótunum stóð. Auk þess bætist nýtt fundarherbergi við sem hefur hlotið nafnið Blaðran en á 2. hæð er stærra fundarherbergi sem heitir Toppurinn. Skrifstofur náms- og starfsráðgjafa fengu síðan heitin Bjarg og Skjól í nafnasamkeppni sem efnt var til í vor og áttu kennarar og nemendur fulltrúa í dómnefndinni.

Kennt verður skv. nýrri námskrá næsta vetur hjá þeim sem hefja nám núna í ágúst. Meðal nýjunga í námskránni er Lífsleikni sem nær yfir fyrstu tvær annirnar í náminu þar sem fjallað er allt það hagnýta sem við þurfum að vita. Kynjafræði er nú kjarnagrein en það er í anda gilda skólans; jafnréttis, virðingar og fjölbreytileika. Þá vinna allir bóknámsnemendur lokaverkefni á þriðja þrepi um viðfangsefni á tilteknu námssviði/sérgrein sem tekið er fræðilegum tökum, kynnt og unnið er með leiðsagnarkennara. Þá hafa skóla- og heimavistarreglur verið uppfærðar. Jónína Halla Víglundsdóttir, áfangastjóri, veitti vinnuhópi kennara um nýja námskrá forstöðu sl vetur. Námskráin var einnig til umfjöllunar með hópi nemenda sem lögðu margt gott til og síðan borin undir skólanefnd. Hana er að finna er á vef skólans.

Í sumar var lagður nýr gólfdúkur á hluta neðri hæðar skólans og stigann upp í B-álmu sem er til mikilla bóta. Þá var lýsing víða bætt og málaðar tvær skrifstofur á 2. hæð. Einnig voru settar upp vatnsvélar, m.a. við aðalinnganginn, svo nemendur hefðu greiðan aðgang að vatni en hver og einn þarf að koma með sitt ílát.

Tiltekt fer jafnan fram á vorin í FVA og skilja kennarar alltaf vel við hver á sínu vinnusvæði áður en haldið er í sumarleyfi. Allmiklu gömlu og ónotuðu dóti sem hafði safnast upp í áratugi hér og þar hefur nú verið fargað. Þótt framkvæmdum sé lokið í bili af hálfu Ríkiseigna er sitthvað sem þarfnast umhyggju í húsnæðinu og er komið á dagskrá á næstu árum, ss. að skipta um gólfefni í sal skólans og mála allar kennslustofur. 

Við erum spennt að byrja, segir skólameistari, nýnemar mæta 17. ágúst kl 10 og kennsla hefst þann 18. skv. stundaskrá.
Maðurinn sem lést við sjósund við Langasand hét Elías Jón Sveinsson. Hann var fæddur árið 1966.

Elías Jón bjó um margra ára skeið Akranesi sem barn. Foreldrar hans voru þau Sveinn Elías Elíasson og Sveinbjörg Zóphaníasdóttir. Sveinn Elías var bankastjóri Landsbankans á Akranesi. Hann lést árið 2016 og Sveinbjörg lést árið 2014.

Elías var við sjósund ásamt öðrum við Langasand þann að kvöldi 9. ágúst. Ítarleg leit hófst rétt eftir kl. hálf níu eftir að hann skilaði sér ekki í land.

Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í leitinni ásamt fjölmennum hópi úr Björgunarfélagi Akraness.

Skagafréttir fengu góðfúslegt leyfi frá fjölskyldu hans til að birta nafn hans í þessari frétt.

Skagafréttir sendir samúðarkveðjur til fjölskyldu og ættingja Elíasar Jóns.

Maðurinn sem lést við sjósund við Langasand hét Elías Jón Sveinsson. Hann var fæddur árið 1966.Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson hefur byrjað tímabilið vel í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með Silkeborg.

Lið hans lék sinn fjórða leik á tímabilinu um liðna helgi og þar sigraði Silkeborg 3-1 gegn Álaborg.

Stefán Teitur lagði upp eitt marka liðsins og var lykilmaður í leik liðsins á miðsvæðinu.

Stefán Teitur var valinn í lið umferðarinnar eins og sjá má hér fyrir neðan.

Silkeborg er með tíu stig eftir fjórar umferðir, tveimur stigum eftir toppliði Nordsjælland sem er með fullt hús stiga.

Stefán Teitur, er fæddur árið 1998, og er því á 24. ári. Hann lék 28 leiki með Silkeborg á síðustu leiktíð, skoraði 2 mörk og lagði upp 2 mörk. Hann hefur fest sig í sessi í íslenska A-landsliðshópnum á undanförnum misserum.
Dýralækningastofa hefur ekki verið starfrækt á Akranesi frá því að Dagmar Vala Hjörleifsdóttir opnaði stofu á haustmánuðum árið 1987.

Hún var sú fyrsta sem opnaði dýralækningstofu á Akranesi, samkvæmt heimildum sem gefnar eru upp í Skagablaðinu árið 1987. Dagmar starfaði við fag sitt á Akranesi um nokkurra ára skeið. Nánar í viðtali við Dagmar hér.

Gæludýrum af ýmsum tegundum hefur fjölgað gríðarlega á Akranesi og á landinu öllu á undanförnum árum – og er mikil eftirspurn eftir þjónustu dýralækna á Íslandi.

Í fundargerð Skipulags og umhverfisráðs Akraness fyrr á þessu ári kemur fram að lögð hafi verið fram fyrirspurn um að setja upp dýralækningastofu í hesthúsahverfinu við Æðarodda, nánar tiltekið í húsi nr. 46. Í fundargerð ráðsins kemur fram að tekið sé jákvætt í erindið.

Ekki liggur fyrir hvaða aðili hefur óskað eftir því að setja upp dýralækningsstofu á Æðarodda.
Unnur Ýr Haraldsdóttir stimplaði sig inn í 200 leikja klúbbinn hjá Knattspyrnufélagi ÍA í gær. Þá lék hin 28 ára gamla Unnur Ýr sinn 200. leik í 3-1 sigri ÍA gegn Knattspyrnufélaginu Hlíðarenda á Íslandsmótinu í 2. deild.

Framherjinn hefur skoraði 78 mörk í þessum 200 leikjum – og þá eru aðeins taldir KSÍ leikir. Allir æfingaleikir og aðrir óskráðir leikir eru ekki taldir með.

Unnur Ýr lék sinn fyrsta meistaraflokks leik árið 2009 með ÍA gegn Völsungi frá Húsavík en hún hefur alla tíð leikið með ÍA.

Faðir hennar, Haraldur Ingólfsson, lék yfir 400 meistaraflokks leiki með ÍA og Jónína Víglundsdóttir, móðir Unnar lék yfir 150 leiki með ÍA á sínum tíma.
Keppendur verða með mörg járn í eldinum á Norðurlandameistaramótinu í eldsmíði sem fram fer á Akranesi við Byggðasafnið í Görðum dagana 11.-14. ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Keppendur og dómarar koma frá Íslandi, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku í öllum keppnisgreinum.

Helstu markmið mótsins er að viðhalda áhuga og þekkingu á hinu forna handverki á Norðurlöndunum. Kappkostað er að viðhalda gæðum við kennslu og vinnslu. Mótið er einnig haldið til að styrkja samstarf eldsmiða.

Dagskrá mótsins er eftirfarandi:

Fimmtudagur 11. ágúst

Móttökuathöfn

Föstudagur 12. ágúst

13-17 Bjartasta vonin, frjáls efnistök

Kvöldtónleikar, hljómsveitin Kveinstafir

Laugardagur 13. ágúst

11- 15 Sveinar, skarpt horn og slegið gat

16-18 Liðakeppni

Markaðstjöld

Hátíðarkvöldverður

Sunnudagur 14. ágúst

        11-15 Meistarar, skörp horn, slegið gat, samsuða og teikning

        15-16 Verðlaunaafhending og keppnis slit.

Allir keppendur munu fá sama verkefnið, sem er að smíða Akkeri.

Mótið er haldið fyrir opnum dyrum á útisvæði Byggðasafnsins og þar verður hægt að fræðast um eldsmíði.

Keppnin er haldin á vegum félags Íslenskra eldsmiða og styrkt af Sóknaráætlun Vesturlands og Byggðasafninu að Görðum, Akranesi.
Skagamaðurinn Daníel Ingi Jóhannesson er í U-15 ára landsliðshóp Íslands sem leikur æfingaleiki gegn Færeyjum dagana 15.-19. ágúst. Alls verða leiknir tveir leikir en Skagamaðurinn Lúðvík Gunnarsson er þjálfari liðsins

Daníel Ingi er fæddur árið 2007 og lék hann sinn fyrsta meistaraflokksleik á Íslandsmótinu á dögunum með ÍA – og er þar með yngsti leikmaðurinn í sögu karlaliðs ÍA. Daníel Ingi kemur af miklum knattspyrnuættum. Faðir hans er Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrrum leikmaður og þjálfari ÍA. Ísak Bergmann Jóahannesson er bróðir Daníels Inga en Ísak Bergmann er atvinnumaður hjá FCK í Kaupmannahöfn.

Hópurinn:

Gabríel Snær Hallsson Breiðablik
Hilmar Óli Viggósson Breiðablik
Gils Gíslason FH
Ísak Atli Atlason FH
Daniel Ingi Jóhannesson ÍA
Benedikt Þórir Jóhannesson ÍR
Róbert Elís Hlynsson ÍR
Mikael Breki Þórðarson KA
Magnús Valur Valþórsson KR
Viktor Orri Guðmundsson KR
Freysteinn Ingi Guðnason Njarðvík
Eysteinn Ernir Sverrisson Selfoss
Thomas Ari Arnarsson Valur
Víðir Jökull Valdimarsson Valur
Guðjón Ármann Jónsson Víkingur R.
Haraldur Ágúst Brynjarsson Víkingur R.
Jochum Magnússon Víkingur R.
Þorri Heiðar Bergmann Víkingur R.
Pétur Orri Arnarson Þór Ak.
Kolbeinn Nói Guðbergsson Þróttur R.
Skagamaðurinn Stefán Gísli Örlygsson var í landsliði Íslands sem náði silfurverðlaunum á Norðurlandamótinu í haglabyssugreininni Skeet.

Stefán Gísli er ríkjandi Íslandsmeistari í greininni.

Liðið skipa þeir Hákon Þ. Svavarsson, sem varð á mótinu fyrsti Íslendingurinn til að hampa Norðurlandameistaratitli í skotfimi í einstaklingskeppninni í Skeet, Stefán Gísli Örlygsson, sem er ríkjandi Íslandsmeistari í greininni, og Jakob Þór Leifsson.

Frá þessu er greint á vef Skotíþróttasambands Íslands.
Fyrirtækið Löður hefur sótt um að setja upp sjálfvirka bílaþvottastöð við bensínafgreiðslu Orkunnar við Skagabraut 43.

Umsóknin var samþykkt í bæjarráði Akraness á fundi ráðsins þann 27. júlí s.l.

Fyrirhuguð breyting er fólgin í að bætt verður við lóðina tveimur byggingareitum, annars vegar fyrir geymsluskúr sem fyrir er á lóðinni og hins vegar fyrir bílaþvottastöð.

Byggingarreitur fyrir þjónustuhús og skyggni yfir dælum er einnig aðlagaður að fyrirliggjandi mannvirkjum

Hér fyrir neðan eru helstu gögn varðandi umsóknina sem birt er á vef Akraneskaupstaðar.


Ágústa Rósa Andrésdóttir er nýr forstöðumaður íþróttamannvirkja á Akranesi.

Ágústa Rósa er frá Akranesi og hefur m.a. verið formaður karatefélags Akraness, setið í stjórn badmintfélags Akraness og í framkvæmdastjórn Íþróttabandalags Akraness. Ágústa hefur starfað sem æskulýðsfulltrúi í Hvalfjarðarsveit, og nú síðast sem  Forstöðumaður Frístundasels Lágafellsskóla í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Akraness samþykkti ráðningu Ágústu á síðasta bæjarstjórnarfundi. Alls sóttu 17 manns um starfið. Hörður Kári Jóhannesson hefur verið forstöðumaður íþróttamannvirkja á Akranes og var honum þökkuð góð störf á bæjarstjórnarfundinu.

Ágústa er fædd árið 1971 og hún er gift Herði Svavarssyni rafvirkja og þau eiga þrjú börn, Andrés Má,  Aðalheiði Rósu og
Ólaf Elías.

Ágústa Rósa Andrésdóttir.

 

Eftirtaldir sóttu um starfið:

Ágústa Rósa Andrésdóttir
Baldvin Bjarki Baldvinsson
Daisy Heimisdóttir
Ellert Baldur Magnússon
Eyrún Ída Guðjónsdóttir
Finnbogi Rafn Gudmundsson
Guðbjartur Máni Gíslason
Helena Rúnarsdóttir
Helgi Magnússon
Indriði Jósafatsson
Ingimar Elí Hlynsson
Magnús Gísli Sveinsson
Óli Þór Júlíusson
Pétur V. Georgsson
Ragnheiður Smáradóttir
Sturlaugur Sturlaugsson
Valdimar Leó Friðriksson


Skagafrettir.is hefur frá upphafi verið opinn fréttavefur og markmiðið er að halda áfram á þeirri vegferð.  

Áhugi á efninu er til staðar. Mörg þúsund heimsóknir á hverjum degi á skagafrettir.is staðfestir að lesendur hafa áhuga á jákvæðum fréttum úr nærsamfélaginu.

Þú kæri lesandi getur tekið þátt í að efla fréttavefinn skagafrettir.is með þínu framlagi. Slíkur stuðningur er afar mikilvægur fyrir bæjarfréttamiðla.

Það er hart sótt að bæjar - og staðarfréttamiðlum á Íslandi - og slíkir miðlar eru í raunverulegri útrýmingarhættu. 

Skagafréttir fóru í loftið í nóvember 2016 og frá þeim tíma hafa vel á fjórða þúsund fréttir verið skrifaðar á skagafrettir.is.

Skagafréttir ehf.
552-26-11875
440219-0550

Frjáls framlög frá lesendum eru styrkasta stoðin í rekstri Skagafrétta. Slíkur stuðningur er afar mikilvægur og hvatning til að halda áfram að miðla því öllu því jákvæða sem er í gangi á Akranesi og hjá Skagamönnum nær og fjær.

Frjáls framlög gefa jákvæða strauma og kraftmeiri fréttaflutning.


Skagafréttir ehf.
552-26-11875
440219-0550

Kærar þakkir fyrir allar heimsóknirnar á skagafrettir.is og stuðninginn.


Skagafréttir ehf.
552-26-11875
440219-0550


Eva Björg Ægis­dóttir frá Akranesi fékk í dag afhent spennu­sagna­verð­launin Svart­fuglinn fyrir bókina Marrið í stiganum.

Eliza Reid, forsetafrú, af­henti verðlaunin.

 

Yrsa Sigurðar­dóttir og Ragnar Jónas­son eru hug­mynda­fræðingarnir að baki verð­laununum sem ætluð eru höfundum sem ekki hafa áður sent frá sér glæpa­sögu. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Eva er eins og áður segir frá Akranesi en foreldrar hennar eru Ægir Jóhannsson og Sigríður Björk Kristinsdóttir.
Í áliti dómnefndar um bókina segir meðal annars: „Sagan er grípandi og spennandi samhliða því að veita innsýn í myrkan og sáran veruleika. Fléttan er fagmannlega unnin, söguþráðurinn sterkur og sögulokin koma lesandanum á óvart.“

Verðlaunin nema 500.000 krónum auk hefðbundinna höfundarlauna. Sigurvegaranum býðst einnig samningur við umboðsmanninn David H. Headley en tímaritið Bookseller útnefndi hann sem einn af 100 áhrifamestu mönnum breskrar bókaútgáfu árið 2015.

Eva er með MSc gráðu í alþjóðamálum frá Tækniháskólanum í Þrándheimi og BA gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands. Hún starfar hjá fyrirtækinu Maskína en hún hefur einnig starfað á þróunarsviði VÍS tryggingafélags, verið aðstoðamaður við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og sem starfsmaður á alþjóðasviði hjá utanríkisráðuneytinu í Noregi. Þá hefur hún starfað sem fyrsta flugfreyja hjá flugfélaginu Wow Air.
Ungir og efnilegir leikarar með sterka tengingu á Akranes leika stórt hlutverk í nýrri kvikmynd sem frumsýnd verður þann 23. mars 2018. Myndin heitir Víti í Vestmannaeyjum og er fjölskyldumynd með vísun í sannsögulega atburði. Viktor Benóný Benediktsson, 12 ára, og Theodór Ingi Óskarsson, 11 ára, fengu að upplifa það að leika í þessari mynd og skagafrettir.is fékk þá félaga til þess að segja aðeins frá þeirra upplifun. Stiklu úr myndinni má sjá hér neðst í fréttinni.

Myndin verður að sjálfsögðu sýnd í Bíóhöllinni á Akranesi, laugardaginn 24.  mars og sunnudaginn 25. mars.

Viktor og Theodór ætla sér að lesa meira en þeir hafa gert áður og leiklistinn hefur svo sannarlega fangað athygli þeirra.

Theodór og Viktor

Nafn: Viktor Benóný Benediktsson.

Aldur: 12 ára.
Skóli: Breiðagerðisskóli.
Bekkur: 7 bekkur.
Besti maturinn: Hamborgarahryggur og Sushi.
Besti drykkurinn: Vatn.
Besta lagið/tónlistin. Michael Jackson – Beat It.
Á hvað ertu að horfa þessa dagana? (sjónvarpsþættir)
Stranger things 2 og Friends.

 

Ættartréð:
Benedikt Steinar Benónýsson er pabbi minn og Íris Dögg H Marteinsdóttir er stjúpmamma mín, og systkini mín eru þau Tindur Marinó (5 ára) og Hafrún Embla (11 ára).
Auður Valdís Grétarsdóttir er mamma mín og stjúppabbi minn er Guðmundur Ingiberg Arnarsson, og systkini mín eru Elmar Benvý (4 ára) og Arnar Levý (6 ára). Og ekki má gleyma ömmu minni sem heitir Hulda Jónína Jónsdóttir

Theodór ásamt systkinum sínum.


Hvernig kom það til að þú fékkst hlutverk í myndinni?

„Ég mætti í nokkrar prufur fyrir myndina, mamma sá auglýsingu fyrir prufurnar á Facebook.“

Hefur þú leikið áður í kvikmynd?
„Já, en oftast bara í aukahlutverkum og í þáttum. T.d. Fyrir framan annað fólk og Loforði.“

Hefur þú áhuga á leiklist?
„Já mjög mikinn áhuga, ég ætlaði að verða lögga þegar ég yrði stór. En svo kynntist ég kvikmyndaheiminum og fann að þetta var ætlað mér.“

Ertu að æfa fótbolta og með hvaða liði þá?
„Nei, ég æfði fótbolta en er í pásu. Æfi í dag Handbolta með Víkingi og er markmaður.“


Framtíðardraumar þínir, hverjir eru þeir?

„Að það komi stjarna með nafninu mínu á Hollywood Boulevard.“

Hvað er það eftirminnilegasta sem gerðist við tökurnar á myndinni?
„Þegar var fyrsti tökudagurinn í Eyjum og það var brjálað veður.“

Hvert er vandræðalegasta atvikið sem gerðist við tökurnar á myndinni?
„Þegar ég fékk hiksta í miðri töku.“

Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan leiklist og fótbolta?
„Vinir mínir og snjóbretti.“

Lestu mikið, bækur og slíkt?
„Nei, en ég er að bæta mig í því.“

Hefur þú lesið aðrar bækur sem eru eftir höfundinn á Víti í Vestmannaeyjum?
„Já, Amma er Best (mæli með henni ;).“

Langar þig að taka þátt í fleiri slíkum kvikmyndaverkefnum?
„Auðvitað, ef þið viljið fá mig í verkefni hringið þá í mig.“

ÍA og Akranes, hvernig er tengingin þín?
„Ég fæddist á Akranesi og kom reglulega til pabba á Akranes. Ég var líka mikið í sveitinni hjá ömmu og afa. Ég var mjög ungur þegar ég átti heima á Akranesi en man mjög vel eftir því þegar eg fór á Langasand hjá Fríðu frænku og man líka þegar ég fór í Jaðarsbakkalaug með afa það var mjög skemmtilegt.“

Nafn: Theodór Ingi Óskarsson.

Aldur: 11 ára.
Skóli: Norðlingaskóli.
Bekkur: 6. bekkur.
Besti maturinn: Fajitas.
Besti drykkurinn: Vit-Hit og Sparkling ICE.
Besta lagið/tónlistin: Perfect með Ed Sheeran.
Á hvað ertu að horfa þessa dagana? (sjónvarpsþættir): Horfi lítið á sjónvarpsþætti en stundum á bíómyndir. Horfði síðast á Home Alone.

 

Ættartréð: Foreldrar mínir eru Óskar Örn Guðbrandsson og Áslaug Ósk Hinriksdóttir. Systkini mín eru Þuríður Arna (15 ára), Oddný Erla (13 ára), Hinrik Örn (9 ára) og Jóhanna Ósk (4 ára).


Hvernig kom það til að þú fékkst hlutverk í myndinni?
„Ég fór í prufur sem voru auglýstar og var svo valinn eftir þær.“

Hefur þú leikið áður í kvikmynd?
„Nei“.

Hefur þú áhuga á leiklist?
„Já og mig langar að leika meira.“

Ertu að æfa fótbolta og með hvaða liði þá?
„Já ég er að æfa með 5. flokki í Fylki.“

Framtíðardraumar þínir, hverjir eru þeir?
„Mig langar að vera fótboltamaður og leikari.“

Hvað er það eftirminnilegasta sem gerðist við tökurnar á myndinni?
„Þegar við vorum útá sjó og loftnet á bátnum rakst upp í kletta og datt af. Þá varð ég soldið hræddur.“

Hvert er vandræðalegasta atvikið sem gerðist við tökurnar á myndinni?
„Í sömu bátsferð átti ég að fara með langan texta en gleymdi honum alveg.“

Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan leiklist og fótbolta?
„Ég er líka að æfa badminton í TBR. Ég fylgist líka mjög vel með enska boltanum.“

Lestu mikið, bækur og slíkt?
„Nei ég er ekki mjög duglegur að lesa.“

Hefur þú lesið aðrar bækur sem eru eftir höfundinn á Víti í Vestmannaeyjum?
„Já ég hef lesið þær allar og þær eru mjög skemmtilegar. Hef líka lesið bækur eftir Þorgrím Þráinsson.“

Langar þig að taka þátt í fleiri slíkum kvikmyndaverkefnum?
„Já það væri gaman. Hef leikið smá eftir sumarið.“

ÍA og Akranes, hvernig er tengingin þín?
„Pabbi minn er frá Akranesi og amma og afi og systur pabba búa þar í dag ásamt fjölskyldum sínum.“

Myndin Víti í Vestmannaeyjum er byggð á fyrstu bókinni í vinsælum barnabókaflokki eftir Gunnar Helgason. Ár hvert er haldið stórt fótboltamót fyrir krakka í Vestmannaeyjum og þetta ár mætir hinn tíu ára Jón Jónsson til þess að keppa með Fálkum. En þegar hann kynnist Ívari, strák úr ÍBV sem á bágt heima fyrir, þarf Jón að vaxa hraðar úr grasi en hann óraði fyrir, bæði innan og utan vallar.

Bragi Þór Hinriksson leikstýrir en handrit skrifa Jóhann Ævar Grímsson, Gunnar Helgason og Ottó Geir Borg. Sagafilm framleiðir


Parhús sem er í byggingu við Seljuskóga á Akranesi hefur vakið athygli. Um er að ræða fyrsta slíka húsið sem reist er á Íslandi. Byggingarefnið er krosslímt timbur og koma einingarnar frá Binderholz fyrirtækinu í Austurríki.

Strúktúr ehf. á Íslandi flutti húsið inn fyrir Bjarna Inga Björnsson og Jón Þór Jónsson sem eru að byggja húsið.

Knattspyrnumaðurinn Ólafur Þórðarson stjórnaði ÞÞÞ krananum í þessu verki af stakri list eins og sjá má í þessu myndbandi sem nýlega var birt á youtube. Og það var Skagamaðurinn Hjalti Sigurbjörnsson sem tók myndbandið.


Í dag hófst formleg söfnun í minningarsjóð Arnars Dórs Hlynssonar. „Hjá okkur hjá Sansa verður þannig háttur á að í þessari pöntunarviku, sem stendur fram til miðnættis 10. janúar munu 750 kr. af hverjum matarpakka fara í minningarsjóð Arnars Dórs.

„Arnar Dór Hlynsson var topp náungi en ótrúlega óheppinn með veikindi. Hann kvartaði samt aldrei. Minningarsjóður Arnars Dórs er stofnaður af Sansa, Team ´79 og ÍA. Sjóðurinn mun í framtíðinni styðja við bakið á góðum málum sem tengjast uppáhaldsíþróttum Arnars Dórs,“ segir Þórður Már Gylfason eigandi Sansa við skagafrettir.is.

ÍA mun hafa umsjón með minningarsjóðnum og verður úthlutað úr sjóðnum einu sinni á ári.

„Arnar Dór vinur minn lést þann 14. september 2017, langt fyrir aldur fram. Á þeim tíma var ég að setja fyrirtækið á laggirnar og það gafst enginn tími til þess að gera það sem mig langaði að gera til að heiðra minningu hans. Með hjálp margra þá er þessi minningarsjóðurinn nú til. Árgangur 79 sem Arnar Dór tilheyrði á stóran þátt í þessu ásamt ÍA og foreldrum Arnars Dórs.

Niðurstaðan er sú að minningarsjóður Arnars Dórs mun styrkja þau aðildarfélög ÍA sem hann tengdist. Það eru golf, fótbolti og kraftlyftingar. Arnar Dór var mikill stuðningsmaður knattspyrnunnar, hann var á golfvellinum flesta daga og lyfti lóðum af krafti þess á milli.“

Fyrirtækið Sansa sem Þórður Már setti á laggirnar á Akranesi í fyrra sérhæfir sig í því að útbúa matarpakka fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Óhætt er að segja að viðtökurnar hafi farið fram úr björtustu vonum Þórðar.

„Síðasta vika var sú besta frá upphafi, metvika, og ég vona að þessi vika verði ekki síðri til þess að efla minningarsjóð Arnars Dórs. Og að sjálfsögðu er einn af réttum vikunnar uppáhaldsfiskisúpa Arnars Dórs,“ bætti Þórður Már við.

Fyrir þá sem vilja leggja inn á minningarsjóð Arnars Dórs þá er þetta númerið á styrktarreikningnum:

552-14-350047

kt. 670169-2199

Guli liturinn hefur verið einkennismerki ÍA í langan tíma en Íþróttabandalag Akraness var stofnað árið 1946.

En hvers vegna var guli liturinn fyrir valinu?, og kemur Dortmund í Þýskalandi við sögu í valinu á litnum?

Skagafréttir leituðu að sjálfsögðu í sagnabrunninn Jón Gunnlaugsson til þess að fá úr þessu skorið. Jón var leiftursnöggur að svara þegar hann var inntur eftir því hvort hann vissi eitthvað um valið á gula litnum.

„Söguna má rekja til ársins 1950 þegar Karl Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins og leikmaður Fram, var í námi í íþróttafræðum í Köln í Þýskalandi,“ segir Jón en Karl hafði þjálfað lið ÍA árið 1948 samhliða því að hann lék með Fram.

„Þessi tenging Karls við ÍA varð til þess að Guðmundur Sveinbjörnsson þáverandi formaður ÍA hafði samband við Karl í Þýskalandi. Guðmundur óskaði eftir aðstoð við að útvega búninga fyrir ÍA. Áður en þessi búningur kom þá lék liðið í hvítum skyrtum og bláum buxum. Á þessum árum mættu leikmenn til leiks í hvítu spariskyrtunum sínum.“

 

Guðmundur hafði þá ósk að fá búninga sem skáru sig frá þeim litum sem voru notaðir af knattspyrnuliðunum í Reykjavík. Rauði liturinn var Valsbúningurinn, sá blái hjá Fram, og KR var með hvítar og svartar rendur á búningunum.

„Karl keypti búninga eins og óskað var eftir. Hann valdi gulan og svartan búning og þannig var liturinn ákveðinn,“ segir Jón.

Skagamenn klæddust þessum búningi fyrst vorið 1951 og þá var komið nýtt merki og urðu Íslandsmeistarar, fyrstir liða utan Reykjavíkur. Á sama tíma og nýji búningurinn kom var merki félagsins líka breytt í það sem enn er notað í dag.

AuglýsingAuglýsing


AuglýsingHeimsmeistaramóti í handbolta karla hefst í dag. Ísland leikur gegn Króatíu í fyrsta leiknum og að sjálfsögðu er vel fylgst með gangi mála hér á Skagafréttum.

Það er að mikil Skagatenging við einn leikmann landsliðsins og þar að auki þykir okkur nafnið mjög flott.

Elvar Örn Jónsson, leikmaður Selfoss, hefur mikla tengingu á Akranes og í nærsveitir. Afi hans í móðurætt er Sigurður Guðmundsson, fyrrum skólastjóri og íþróttakennari á Leirá.

Móðir Elvars er Ragnhildur Sigurðardóttir, margfaldur Íslandsmeistari í borðtennis, og afrekskona í ýmsum öðrum íþróttum.

Ragnhildur og Erna Sigurðardóttir, íþróttakennari við Grundaskóla, eru tvíburasystur. Jón Birgir Guðmundsson faðir Elvars er sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins á HM.

Við höfum því ákveðið að Elvar Örn Jónsson er nýr uppáhalds landsliðsmaður okkar hér á skagafrettir.is.

Sigurður Guðmundsson, íþróttakennari og fyrrum skólastjóri í Heiðarskóla í Leirársveit.

AuglýsingAuglýsing
AuglýsingÞað er ekkert leyndarmál að Skagamaðurinn Ólafur Þórðarson segir það sem hann meinar – og hann liggur ekki á skoðunum sínum. 

Ummæli Ólafs á ýmsum málum hafa verið til umfjöllunar í fréttamiðlum á landsvísu og vakið mikla athygli.

Á Þorrablóti Skagamanna lék Ólafur stórt hlutverk í skemmtiatriði 1978 árgangsins – og má sjá það hér fyrir neðan.

Ólafur Þórðarson er einn þekktasti knattspyrnumaður Skagamanna fyrr og síðar. Landsliðsmaður til margra ára og lykilmaður í hinu sigursæla liði ÍA sem mokaði inn titlum seint á síðustu öld.

Ólafur snéri sér að þjálfun eftir að ferlinum lauk og undir hans stjórn varð karlalið ÍA m.a. Íslandsmeistari árið 2001.

ÍA hefur ekki náð að landa Íslandsmeistaratitli í mfl. karla frá árinu 2001.

AuglýsingAuglýsingAuglýsingAuglýsingAuglýsingAuglýsing

Bæjarstjóri Akraness ríður á vaðið í nýjum fréttaflokki á skagafrettir.is. Markmiðið er að safna saman bragðgóðum, einföldum og hollum uppskriftum. Með tíð og tíma verður til staðar sarpur af góðum hugmyndum um notkun á hráefnum þar sem að hollusta og bragðgæði eru höfð að leiðarljósi.

„Þetta er mjög vinsæll réttur á heimilinu en ég fletti upp uppskrift að honum sumarið 2018 þegar fótboltastrákunum var bjargað úr hellinum í Taílandi. Í einni fréttinni kem fram að Pad Krapow með kjúklingi var það fyrsta sem þeir báðu um að borða og ákvað ég að elda þennan rétt þeim til heiðurs daginn sem þeim var bjargað. Þessi réttur með salati dugar auðveldlega fyrir fjóra,“ segir Sævar Freyr Þráinsson.

Sævar Freyr skorar á Ástþór Vilmar Jóhannsson að taka við keflinu og koma með næstu uppskrift en verkefnið er hluti af „Heilsueflandi Samfélagi“ á Akranesi.

Kjúklinga Pad krapow

Hráefni (mæli með að gera hráefni tilbúið fyrirfram því það tekur bara um 12-15 mín að elda):

3 til 4 msk olía

3 chilli fræ hreinsuð og skorin í sneiðar (ég skar smátt. (hef fræin af einu chilli með til að hafa hann bragð sterkari)

3 skallottulaukar, skornir í þunnar sneiðar (ég skar smátt)

5 hvítlauksrif skorin í þunnar sneiðar

600-700 gr kjúklingalæri beinhreinsuð án skinns (set í matvinnsluvél og tæti kjúkling niður í hakk) Ekki henda kjúklingafitu hún bráðnar og gefur bragð)

1 msk sykur (pálma/kókossykur ef til)

3 msk soyasósa

1 1/2 msk fiskisósa

1/2 bolli kjúklingasoð (ég hitaði vatn í örbylgju og leysti upp 1/2 tening)

1 búnt Thai basil lauf (má sleppa og hefur ekki mikil áhrif á réttinn eða nota ferskt venjulegt. Thai basil er til í asísku búðunum í Rvk).

Leiðbeiningar:

Sjóðið hrísgrjón á meðan. Hæfilegur skammtur fyrir fjóra ættu að vera 3 bollar af grjónum. Þarf töluvert með þessum rétt.

Setja stóra pönnu á hæsta hita, bætið við olíu, chilli, skallottulauk og hvítlauk, og steikið í 1-2 mínútur þar til búið að mýkjast og jafnvel farið að brúnast lítillega í endum. Bætið við kjúklinga ”hakkinu” og steikið í um 5 mín þar til farið að brúnast lítillega. Tryggið að kjúklingurinn loði ekki saman og reynið að brjóta niður stærri bita.

Bætið við sykur, soyasósu, og fiskisósu. Steikið í aðra mínútu og jafnvel lengur þar til soð hefur að mestu horfið. Bætið þá út í kjúklingasoði og eldið áfram þar til mest af soðinu er horfið og farið að hjúpa kjúklinginn. Þetta á ekki að taka langan tíma 5-7 mín því pannan er á hæsta hita. Bætið við basil laufum og steikið í stutta stund þar til þau hafa visnað og blandast réttinum.

Berið fram með ríflegu magni af hrísgrjónum í skál þar sem hver og einn bætir ofan á réttinum og soyasósu að smekk hvers og eins.

Pad krapow með hrísgrjónum án salats stendur vel undir væntingum. Ef eldað er fyrir fleiri þá er auðvelt að tvöfalda allt í réttinum en gera þarf ráð fyrir lengri tíma í að sjóða niður vökva.

Asískt salat

70 gr jöklasalat skorið smátt.
70 gr rauðkál skorið í þunnar ræmur.
1/2 appelsínugul papríka (eða rauð eða gul) skorin í þunnar sneiðar.
50 gr gulrætur rifnar eða sneiddar þunnt.
1 vorlaukur skorin í þunnar sneiðar.
1 msk steinselja skorin smátt.
80 gr edamame baunir (fást frosnar belg hreinsaðar í flestum búðum nú orðið).
1 /2 tsk ferskt engifer saxað smátt.
1 hvítlauksrif saxað smátt.
1/2 msk soya sósa.
1 msk hlynsíróp (eða hunang).
1 msk hrísgrjóna edik (eða sítrónusafi).
1 msk extra virgin olívu olía.
1/2 msk ristuð sesam olía.
1 msk sesam fræ (má sleppa).

Leiðbeiningar:

Allt skorna hráefnið sett í skál og blandað vel saman. Fljótandi hráefnum blandað saman og svo sett út í salatskálina og öllu velt saman.

Kær kveðja, Sævar Freyr Þráinsson.