[sam_zone id=1]
Loading...

Í næstu alþingiskosningum færist eitt þingsæti úr Norðvesturkjördæmi yfir í Suðvesturkjördæmi, í samræmi við íbúaþróun. Þingsætin verða sjö í norðvestri og fjórtán í suðvestri.

Stefán Ingi Valdimarsson, ráðgjafi Landskjörstjórnar, segir í samtali við RÚV að litlu hafi munað að þessi breyting yrði gerð fyrir nýafstaðnar kosningar.


„Eftir hverjar kosningar þarf samkvæmt lögum að reikna út hversu mikið misræmi er milli atkvæða, það er hversu margir kjósendur eru á bakvið hvert þingsæti í kjördæminu. Ef það fer yfir tvo þá er gerð leiðrétting sem tekur þá gildi í næstu kosningum á eftir,“ útskýrir Stefán.

Síðustu tvennar kosningar hafa verið átta þingsæti í Norðvesturkjördæmi og þrettán í Suðvesturkjördæmi.

„Þá var hægt að reikna að misvægið var 1,99, undir tveimur þannig að því var ekki breytt. Íbúaþróunin hefur verið þannig að fjölgunin hefur verið langmest í Suðvesturkjördæmi og það er bara þróun sem hefur verið i gangi og hefur haldið áfram og eftir þessar kosningar er misvægið orðið meira en tveir. Og nú þarf að breyta, til þess að leiðrétta þetta, þá verða sjö þingmenn í Norðvesturkjördæmi og fjórtán í Suðvesturkjördæmi. En það tekur þá gildi í næstu kosningum,“ segir Stefán.


Ný starfsstöð Veitna við Lækjarflóa á Akranesi var opnuð með formlegum hætti þann 23. september s.l.

Nýja byggingin er um 1000 fm að stærð og gjörbyltir allri vinnuaðstöðu starfsfólks á Vesturlandi en það hefur undanfarin fjögur ár unnið í skrifstofurými í gámum eftir að mygla kom upp í húsnæði þess. Frá þessu er greint á vef Veitna.

Húsið skiptist í skrifstofuhluta og verkstæðishluta. Í skrifstofuhlutanum eru skrifstofur, vinnuherbergi og fundaraðstaða auk kaffiaðstöðu fyrir starfsmenn og búningsherbergja. Verkstæðishlutinn skiptist í lager og almennt verkstæði annars vegar, með snyrtingu, hleðslurými fyrir lyftara og inntaksrýmum. Hins vegar er aðstaða fyrir fráveitu til þrifs og viðgerða á búnaði, með tilheyrandi búnings-og þvottaaðstöðu. Þá er einnig tækjageymsla sem er aðgengileg utanfrá. Innangengt er á milli skrifstofuhluta og lager-og verkstæðishluta. Fráveituhluti og tækjageymsla eru einungis aðgengileg utanfrá.

Húsið er byggt úr smellin forsteyptum einingar lausnum frá BM Vallá á Akranesi og Límtrés burðarvirki ásamt yleiningum fyrir iðnaðarhluta koma frá Límtré Vírnet.

Í tilefni opnunarinnar var opið hús þar sem starfsfólki OR samstæðunnar og bæjaryfirvöldum á Akranesi gafst kostur á að skoða nýju bygginguna.


Fjölmennur hópur keppenda úr ÍA tók þátt á Íslandsmeistaramóti #3 í klifri sem fram fór um liðna helgi. Um var að ræða keppendur sem tóku þátt í B – og C-flokki. Mótið fór fram hjá Klifurfélagi Reykjavíkur í Klifurhúsinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Klifurfélagi ÍA.

B-flokkurinn fékk að vinna fyrir kaupinu. Leiðir mótsins voru í erfiðari kantinum og fengu þar af leiðandi of fáa toppa.

Í kvennaflokki var einungis ein leið toppuð og því réðu tilraunir í bónusa úrslitum og þar náði Sylvía Þórðardóttir góðu bronsi fyrir ÍA.

Í karlaflokki var Elís Gíslason KfR í sérflokki og toppaði allar leiðir en baráttan um 2-3 sæti var grjóthörð. Þar fór að Sverrir Elí Guðnason bjargaði deginum með frábærum toppi í síðustu leið og landaði bronsverðlaunum með tvo toppa í farteskinu.

Í allt mjög erfitt mót og Skagamenn geta verið sátt við niðurstöðuna.

Á síðari helming mótsins kepptu yngri flokkar í C-flokki.

Þar landaði Þórkatla Þyrí flottu gulli fyrir ÍA með frábæru klifri, þar sem hún toppaði sjö af átta leiðum mótsins.

Glæsilegur C-flokkur hjá Klifurfélagi ÍA sem á eftir að gera góða hluti í framtíðinni.Aron Emil Gunnarsson, Golfklúbbi Selfoss, stóð uppi sem sigurvegari á WAGR-mótinu, sem fram fór á Hvaleyrarvelli dagana 24.-26. september.

Skagamaðurinn Björn Viktor Viktorsson, úr Golfklúbbnum Leyni, deildi öðru sætinu á 237 höggum með Heiðari Snæ Bjarnasyni sem er einnig úr Golfklúbbi Selfoss líkt og Aron Emil.

Mótið taldi til stiga á heimslista áhugakylfinga.

Smelltu hér fyrir lokaúrslit mótsins:

Golfklúbburinn Keilir var framkvæmdaraðili mótsins í samvinnu við Prósjoppuna.

Smelltu hér fyrir lokaúrslit mótsins:


Skagamennirnir Arnar Gunnlaugsson og Pétur Pétursson stýrðu liðum sínum til sigurs á Íslandsmótinu í knattspyrnu, Pepsi Max deildinni, 2021. Arnar og Pétur léku með ÍA upp alla yngri flokka félagsins áður og fögnuðu báðir titlum með ÍA áður en þeir héldu ungir í atvinnumennsku.

Arnar og Pétur voru miklir markaskorarar á árum áður og eiga það sameiginlegt að hafa stigið fyrstu skrefin á atvinnumannaferlinum hjá hollenska liðinu Feyenoord.

Arnar, sem er þjálfari Víkinga úr Reykjavík, fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn sem þjálfari en hann varð Íslandsmeistari í tvígang sem leikmaður ÍA (1992 og 1995) og einnig með FH árið 2008. Víkingur hefur fimm sinnum áður sigrað á Íslandsmótinu í efstu deild, 1920, 1924, 1981, 1982 og 1991.

Þetta er annar titill Víkings undir stjórn Arnars en liðið varð bikarmeistari árið 2019.

Pétur Pétursson varð Íslandsmeistari með ÍA árið 1977 og hann varð einnig bikarmeistari með ÍA 1978 og 1986. Þetta er í annað sinn sem Pétur stýrir liði Vals til sigurs á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Hann tók við þjálfun liðsins árið 2017 og árið 2019 varð liðið Íslandsmeistari undir hans stjórn. Valur hefur sigrað alls ellefu sinnum á Íslandsmótinu í knattspyrnu kvenna.Aukaþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram 2. október n.k. Á þinginu verður kosið um formann og stjórn til bráðabirgða fram að næsta knattspyrnuþingi sem haldið verður í febrúar 2022.

Eins og komið hefur fram áður sagði Guðni Bergsson formaður af sér nýverið og öll stjórn KSÍ sagði einnig af sér.

Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrrum leikmaður ÍA, verður sjálfkjörin í embætti formanns KSÍ til bráðabirgða – en hún var sú eina sem bauð sig fram í embætti formanns.

Eftirtalin hafa boðið sig fram í stjórn KSÍ til bráðabirgða:

 • Ásgrímur Helgi Einarsson (Reykjavík)
 • Borghildur Sigurðardóttir (Kópavogi)
 • Guðlaug Helga Sigurðardóttir (Suðurnesjabæ)
 • Helga Helgadóttir (Hafnarfirði)
 • Ingi Sigurðsson (Vestmannaeyjum)
 • Sigfús Kárason (Reykjavík)
 • Unnar Stefán Sigurðsson (Reykjanesbæ)
 • Valgeir Sigurðsson (Garðabæ)

Eftirtalin hafa boðið sig fram í varastjórn KSÍ til bráðabirgða:

 • Kolbeinn Kristinsson (Reykjavík)
 • Margrét Ákadóttir (Akranesi)
 • Þóroddur Hjaltalín (Akureyri)

Leikmenn Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu völdu Skagamanninn Ívar Orra Kristjánsson sem dómara ársins í efstu deild karla. Frá þessu er greint á vef Knattspyrnusambands Íslands. Verðlaunaafhendingin fór fram í Pepsi Max Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld.

Á sama tíma var einnig tilkynngt um hvaða leikmenn voru efstir í kjörinu á besta – og efnilegasta leikmanni deildarinnar

Leikmaður ársins

Nikolaj Hansen var valinn leikmaður ársins í Pepsi Max deild karla, en hann var jafnframt langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 16 mörk í 21 leik.

Efnilegasti leikmaður deildarinnar

Kristall Máni Ingason var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar. Hann átti frábært tímabil með Íslandsmeisturum Víkings R., lék 21 leik og skoraði í þeim 3 mörk.


Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson nýtti tækifærið vel þegar hann kom inn á sem varamaður hjá danska liðinu FCK um s.l. helgi.

Hann byrjaði á varamannabekknum gegn Norsjælland en hann kom inn á þegar um korter var eftir af leiknum.

Ísak Bergmann skoraði aðeins fjórum mínútum síðar og gulltryggði þar með 5-1 sigur FCK.

Þetta var leikur í 10. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili. FCK er í öðru sæti deildarinnar á eftir Midtjylland.

Stefán Teitur Þórðarson og félagar hans í Silkeborg eru í fimmta sæti deildarinnar.Eins og áður hefur komið fram á skagafrettir.is tryggði karlalið ÍA sér áframhaldandi veru í Pepsi Max deildinni með ævintýralegum 3-2 sigri gegn Keflavík í lokaumferðinni,

ÍA gat aðeins haldið sæti sínu í efstu deild með því að vinna Keflavík og staðan var ansi dökk þegar ÍA var 2-0 undir þegar um hálftími var eftir af leiknum.

Lokakafli ÍA liðsins var ævintýri líkastur eins lesa má um hér.

Hér má sjá hvernig leikmenn og stuðningsmenn ÍA fögnuðu sigrinum og niðurstöðunni. (Myndband/Axel Fannar)

Skagamenn fengu vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Steinar Þorsteinsson náði ekki að koma boltanum í markið. Ástbjörn Þórðarson, sem lék um tíma með ÍA sem lánsmaður úr KR, kom Keflavík yfir með stórkostlegu marki undir lok fyrri hálfleiks.

Staða ÍA varð enn verri þegar Óttar Bjarni Guðmundsson fyrirliði ÍA fékk boltann í sig og skoraði sjálfsmark á 64. mínútu.

Leikmenn ÍA gáfust ekki upp og á 68. mínútu skoraði varnarmaðurinn Alexander Davey mark fyrir ÍA sem kveikti svo sannarlega neista í liðinu. Guðmundur Tyrfingsson, sem kom inná sem varamaður á 57. mínútu, jafnaði metinn fyrir ÍA á 72. mínútu. Sindri Snær bætti svo við þriðja markinu fjórum mínútum síðar og staðan 3-2 fyrir ÍA.

Það urðu lokatölur leiksins og sæti ÍA í efstu deild tryggt.Karlalið ÍA í knattspyrnu tryggði sætið sitt í efstu deild með glæsilegum 3-2 sigri á útivelli í dag á útivelli gegn Keflavík.

ÍA gat aðeins haldið sæti sínu í Pepsi Max deildinni með því að vinna Keflavík og það verkefni tókst með undraverðum hætti.

Skagamenn fengu vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Steinar Þorsteinsson náði ekki að koma boltanum í markið. Ástbjörn Þórðarson, sem lék um tíma með ÍA sem lánsmaður úr KR, kom Keflavík yfir með stórkostlegu marki undir lok fyrri hálfleiks.

Staða ÍA varð enn verri þegar Óttar Bjarni Guðmundsson fyrirliði ÍA fékk boltann í sig og skoraði sjálfsmark á 64. mínútu.

Leikmenn ÍA gáfust ekki upp og á 68. mínútu skoraði varnarmaðurinn Alexander Davey mark fyrir ÍA sem kveikti svo sannarlega neista í liðinu. Guðmundur Tyrfingsson, sem kom inná sem varamaður á 57. mínútu, jafnaði metinn fyrir ÍA á 72. mínútu. Sindri Snær bætti svo við þriðja markinu fjórum mínútum síðar og staðan 3-2 fyrir ÍA.

Það urðu lokatölur leiksins og sæti ÍA í efstu deild tryggt.


Ágústa Rósa Andrésdóttir er nýr forstöðumaður íþróttamannvirkja á Akranesi.

Ágústa Rósa er frá Akranesi og hefur m.a. verið formaður karatefélags Akraness, setið í stjórn badmintfélags Akraness og í framkvæmdastjórn Íþróttabandalags Akraness. Ágústa hefur starfað sem æskulýðsfulltrúi í Hvalfjarðarsveit, og nú síðast sem  Forstöðumaður Frístundasels Lágafellsskóla í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Akraness samþykkti ráðningu Ágústu á síðasta bæjarstjórnarfundi. Alls sóttu 17 manns um starfið. Hörður Kári Jóhannesson hefur verið forstöðumaður íþróttamannvirkja á Akranes og var honum þökkuð góð störf á bæjarstjórnarfundinu.

Ágústa er fædd árið 1971 og hún er gift Herði Svavarssyni rafvirkja og þau eiga þrjú börn, Andrés Má,  Aðalheiði Rósu og
Ólaf Elías.

Ágústa Rósa Andrésdóttir.

 

Eftirtaldir sóttu um starfið:

Ágústa Rósa Andrésdóttir
Baldvin Bjarki Baldvinsson
Daisy Heimisdóttir
Ellert Baldur Magnússon
Eyrún Ída Guðjónsdóttir
Finnbogi Rafn Gudmundsson
Guðbjartur Máni Gíslason
Helena Rúnarsdóttir
Helgi Magnússon
Indriði Jósafatsson
Ingimar Elí Hlynsson
Magnús Gísli Sveinsson
Óli Þór Júlíusson
Pétur V. Georgsson
Ragnheiður Smáradóttir
Sturlaugur Sturlaugsson
Valdimar Leó Friðriksson


Það er hart sótt að bæjar - og staðarfréttamiðlum á Íslandi - og slíkir miðlar eru í raunverulegri útrýmingarhættu. 

Skagafrettir.is hefur frá upphafi verið opinn fréttavefur og markmiðið er að halda áfram á þeirri vegferð.

Áhugi á efninu er til staðar. Mörg þúsund heimsóknir á hverjum degi á skagafrettir.is staðfestir að lesendur hafa áhuga á jákvæðum fréttum úr nærsamfélaginu.

Þú kæri lesandi getur tekið þátt í að efla fréttavefinn skagafrettir.is með þínu framlagi. Slíkur stuðningur er afar mikilvægur fyrir bæjarfréttamiðla.

Það er hart sótt að bæjar - og staðarfréttamiðlum á Íslandi - og slíkir miðlar eru í raunverulegri útrýmingarhættu. 

Skagafréttir fóru í loftið í nóvember 2016 og frá þeim tíma hafa vel á fjórða þúsund fréttir verið skrifaðar á skagafrettir.is.

Skagafréttir ehf.
552-26-11875
440219-0550

Frjáls framlög frá lesendum eru styrkasta stoðin í rekstri Skagafrétta. Slíkur stuðningur er afar mikilvægur og hvatning til að halda áfram að miðla því öllu því jákvæða sem er í gangi á Akranesi og hjá Skagamönnum nær og fjær.

Frjáls framlög gefa jákvæða strauma og kraftmeiri fréttaflutning.


Skagafréttir ehf.
552-26-11875
440219-0550

Kærar þakkir fyrir allar heimsóknirnar á skagafrettir.is og stuðninginn.


Skagafréttir ehf.
552-26-11875
440219-0550


Eva Björg Ægis­dóttir frá Akranesi fékk í dag afhent spennu­sagna­verð­launin Svart­fuglinn fyrir bókina Marrið í stiganum.

Eliza Reid, forsetafrú, af­henti verðlaunin.

 

Yrsa Sigurðar­dóttir og Ragnar Jónas­son eru hug­mynda­fræðingarnir að baki verð­laununum sem ætluð eru höfundum sem ekki hafa áður sent frá sér glæpa­sögu. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Eva er eins og áður segir frá Akranesi en foreldrar hennar eru Ægir Jóhannsson og Sigríður Björk Kristinsdóttir.
Í áliti dómnefndar um bókina segir meðal annars: „Sagan er grípandi og spennandi samhliða því að veita innsýn í myrkan og sáran veruleika. Fléttan er fagmannlega unnin, söguþráðurinn sterkur og sögulokin koma lesandanum á óvart.“

Verðlaunin nema 500.000 krónum auk hefðbundinna höfundarlauna. Sigurvegaranum býðst einnig samningur við umboðsmanninn David H. Headley en tímaritið Bookseller útnefndi hann sem einn af 100 áhrifamestu mönnum breskrar bókaútgáfu árið 2015.

Eva er með MSc gráðu í alþjóðamálum frá Tækniháskólanum í Þrándheimi og BA gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands. Hún starfar hjá fyrirtækinu Maskína en hún hefur einnig starfað á þróunarsviði VÍS tryggingafélags, verið aðstoðamaður við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og sem starfsmaður á alþjóðasviði hjá utanríkisráðuneytinu í Noregi. Þá hefur hún starfað sem fyrsta flugfreyja hjá flugfélaginu Wow Air.
Í dag hófst formleg söfnun í minningarsjóð Arnars Dórs Hlynssonar. „Hjá okkur hjá Sansa verður þannig háttur á að í þessari pöntunarviku, sem stendur fram til miðnættis 10. janúar munu 750 kr. af hverjum matarpakka fara í minningarsjóð Arnars Dórs.

„Arnar Dór Hlynsson var topp náungi en ótrúlega óheppinn með veikindi. Hann kvartaði samt aldrei. Minningarsjóður Arnars Dórs er stofnaður af Sansa, Team ´79 og ÍA. Sjóðurinn mun í framtíðinni styðja við bakið á góðum málum sem tengjast uppáhaldsíþróttum Arnars Dórs,“ segir Þórður Már Gylfason eigandi Sansa við skagafrettir.is.

ÍA mun hafa umsjón með minningarsjóðnum og verður úthlutað úr sjóðnum einu sinni á ári.

„Arnar Dór vinur minn lést þann 14. september 2017, langt fyrir aldur fram. Á þeim tíma var ég að setja fyrirtækið á laggirnar og það gafst enginn tími til þess að gera það sem mig langaði að gera til að heiðra minningu hans. Með hjálp margra þá er þessi minningarsjóðurinn nú til. Árgangur 79 sem Arnar Dór tilheyrði á stóran þátt í þessu ásamt ÍA og foreldrum Arnars Dórs.

Niðurstaðan er sú að minningarsjóður Arnars Dórs mun styrkja þau aðildarfélög ÍA sem hann tengdist. Það eru golf, fótbolti og kraftlyftingar. Arnar Dór var mikill stuðningsmaður knattspyrnunnar, hann var á golfvellinum flesta daga og lyfti lóðum af krafti þess á milli.“

Fyrirtækið Sansa sem Þórður Már setti á laggirnar á Akranesi í fyrra sérhæfir sig í því að útbúa matarpakka fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Óhætt er að segja að viðtökurnar hafi farið fram úr björtustu vonum Þórðar.

„Síðasta vika var sú besta frá upphafi, metvika, og ég vona að þessi vika verði ekki síðri til þess að efla minningarsjóð Arnars Dórs. Og að sjálfsögðu er einn af réttum vikunnar uppáhaldsfiskisúpa Arnars Dórs,“ bætti Þórður Már við.

Fyrir þá sem vilja leggja inn á minningarsjóð Arnars Dórs þá er þetta númerið á styrktarreikningnum:

552-14-350047

kt. 670169-2199Parhús sem er í byggingu við Seljuskóga á Akranesi hefur vakið athygli. Um er að ræða fyrsta slíka húsið sem reist er á Íslandi. Byggingarefnið er krosslímt timbur og koma einingarnar frá Binderholz fyrirtækinu í Austurríki.

Strúktúr ehf. á Íslandi flutti húsið inn fyrir Bjarna Inga Björnsson og Jón Þór Jónsson sem eru að byggja húsið.

Knattspyrnumaðurinn Ólafur Þórðarson stjórnaði ÞÞÞ krananum í þessu verki af stakri list eins og sjá má í þessu myndbandi sem nýlega var birt á youtube. Og það var Skagamaðurinn Hjalti Sigurbjörnsson sem tók myndbandið.


Ungir og efnilegir leikarar með sterka tengingu á Akranes leika stórt hlutverk í nýrri kvikmynd sem frumsýnd verður þann 23. mars 2018. Myndin heitir Víti í Vestmannaeyjum og er fjölskyldumynd með vísun í sannsögulega atburði. Viktor Benóný Benediktsson, 12 ára, og Theodór Ingi Óskarsson, 11 ára, fengu að upplifa það að leika í þessari mynd og skagafrettir.is fékk þá félaga til þess að segja aðeins frá þeirra upplifun. Stiklu úr myndinni má sjá hér neðst í fréttinni.

Myndin verður að sjálfsögðu sýnd í Bíóhöllinni á Akranesi, laugardaginn 24.  mars og sunnudaginn 25. mars.

Viktor og Theodór ætla sér að lesa meira en þeir hafa gert áður og leiklistinn hefur svo sannarlega fangað athygli þeirra.

Theodór og Viktor

Nafn: Viktor Benóný Benediktsson.

Aldur: 12 ára.
Skóli: Breiðagerðisskóli.
Bekkur: 7 bekkur.
Besti maturinn: Hamborgarahryggur og Sushi.
Besti drykkurinn: Vatn.
Besta lagið/tónlistin. Michael Jackson – Beat It.
Á hvað ertu að horfa þessa dagana? (sjónvarpsþættir)
Stranger things 2 og Friends.

 

Ættartréð:
Benedikt Steinar Benónýsson er pabbi minn og Íris Dögg H Marteinsdóttir er stjúpmamma mín, og systkini mín eru þau Tindur Marinó (5 ára) og Hafrún Embla (11 ára).
Auður Valdís Grétarsdóttir er mamma mín og stjúppabbi minn er Guðmundur Ingiberg Arnarsson, og systkini mín eru Elmar Benvý (4 ára) og Arnar Levý (6 ára). Og ekki má gleyma ömmu minni sem heitir Hulda Jónína Jónsdóttir

Theodór ásamt systkinum sínum.


Hvernig kom það til að þú fékkst hlutverk í myndinni?

„Ég mætti í nokkrar prufur fyrir myndina, mamma sá auglýsingu fyrir prufurnar á Facebook.“

Hefur þú leikið áður í kvikmynd?
„Já, en oftast bara í aukahlutverkum og í þáttum. T.d. Fyrir framan annað fólk og Loforði.“

Hefur þú áhuga á leiklist?
„Já mjög mikinn áhuga, ég ætlaði að verða lögga þegar ég yrði stór. En svo kynntist ég kvikmyndaheiminum og fann að þetta var ætlað mér.“

Ertu að æfa fótbolta og með hvaða liði þá?
„Nei, ég æfði fótbolta en er í pásu. Æfi í dag Handbolta með Víkingi og er markmaður.“


Framtíðardraumar þínir, hverjir eru þeir?

„Að það komi stjarna með nafninu mínu á Hollywood Boulevard.“

Hvað er það eftirminnilegasta sem gerðist við tökurnar á myndinni?
„Þegar var fyrsti tökudagurinn í Eyjum og það var brjálað veður.“

Hvert er vandræðalegasta atvikið sem gerðist við tökurnar á myndinni?
„Þegar ég fékk hiksta í miðri töku.“

Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan leiklist og fótbolta?
„Vinir mínir og snjóbretti.“

Lestu mikið, bækur og slíkt?
„Nei, en ég er að bæta mig í því.“

Hefur þú lesið aðrar bækur sem eru eftir höfundinn á Víti í Vestmannaeyjum?
„Já, Amma er Best (mæli með henni ;).“

Langar þig að taka þátt í fleiri slíkum kvikmyndaverkefnum?
„Auðvitað, ef þið viljið fá mig í verkefni hringið þá í mig.“

ÍA og Akranes, hvernig er tengingin þín?
„Ég fæddist á Akranesi og kom reglulega til pabba á Akranes. Ég var líka mikið í sveitinni hjá ömmu og afa. Ég var mjög ungur þegar ég átti heima á Akranesi en man mjög vel eftir því þegar eg fór á Langasand hjá Fríðu frænku og man líka þegar ég fór í Jaðarsbakkalaug með afa það var mjög skemmtilegt.“

Nafn: Theodór Ingi Óskarsson.

Aldur: 11 ára.
Skóli: Norðlingaskóli.
Bekkur: 6. bekkur.
Besti maturinn: Fajitas.
Besti drykkurinn: Vit-Hit og Sparkling ICE.
Besta lagið/tónlistin: Perfect með Ed Sheeran.
Á hvað ertu að horfa þessa dagana? (sjónvarpsþættir): Horfi lítið á sjónvarpsþætti en stundum á bíómyndir. Horfði síðast á Home Alone.

 

Ættartréð: Foreldrar mínir eru Óskar Örn Guðbrandsson og Áslaug Ósk Hinriksdóttir. Systkini mín eru Þuríður Arna (15 ára), Oddný Erla (13 ára), Hinrik Örn (9 ára) og Jóhanna Ósk (4 ára).


Hvernig kom það til að þú fékkst hlutverk í myndinni?
„Ég fór í prufur sem voru auglýstar og var svo valinn eftir þær.“

Hefur þú leikið áður í kvikmynd?
„Nei“.

Hefur þú áhuga á leiklist?
„Já og mig langar að leika meira.“

Ertu að æfa fótbolta og með hvaða liði þá?
„Já ég er að æfa með 5. flokki í Fylki.“

Framtíðardraumar þínir, hverjir eru þeir?
„Mig langar að vera fótboltamaður og leikari.“

Hvað er það eftirminnilegasta sem gerðist við tökurnar á myndinni?
„Þegar við vorum útá sjó og loftnet á bátnum rakst upp í kletta og datt af. Þá varð ég soldið hræddur.“

Hvert er vandræðalegasta atvikið sem gerðist við tökurnar á myndinni?
„Í sömu bátsferð átti ég að fara með langan texta en gleymdi honum alveg.“

Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan leiklist og fótbolta?
„Ég er líka að æfa badminton í TBR. Ég fylgist líka mjög vel með enska boltanum.“

Lestu mikið, bækur og slíkt?
„Nei ég er ekki mjög duglegur að lesa.“

Hefur þú lesið aðrar bækur sem eru eftir höfundinn á Víti í Vestmannaeyjum?
„Já ég hef lesið þær allar og þær eru mjög skemmtilegar. Hef líka lesið bækur eftir Þorgrím Þráinsson.“

Langar þig að taka þátt í fleiri slíkum kvikmyndaverkefnum?
„Já það væri gaman. Hef leikið smá eftir sumarið.“

ÍA og Akranes, hvernig er tengingin þín?
„Pabbi minn er frá Akranesi og amma og afi og systur pabba búa þar í dag ásamt fjölskyldum sínum.“

Myndin Víti í Vestmannaeyjum er byggð á fyrstu bókinni í vinsælum barnabókaflokki eftir Gunnar Helgason. Ár hvert er haldið stórt fótboltamót fyrir krakka í Vestmannaeyjum og þetta ár mætir hinn tíu ára Jón Jónsson til þess að keppa með Fálkum. En þegar hann kynnist Ívari, strák úr ÍBV sem á bágt heima fyrir, þarf Jón að vaxa hraðar úr grasi en hann óraði fyrir, bæði innan og utan vallar.

Bragi Þór Hinriksson leikstýrir en handrit skrifa Jóhann Ævar Grímsson, Gunnar Helgason og Ottó Geir Borg. Sagafilm framleiðir


AuglýsingÞað er ekkert leyndarmál að Skagamaðurinn Ólafur Þórðarson segir það sem hann meinar – og hann liggur ekki á skoðunum sínum. 

Ummæli Ólafs á ýmsum málum hafa verið til umfjöllunar í fréttamiðlum á landsvísu og vakið mikla athygli.

Á Þorrablóti Skagamanna lék Ólafur stórt hlutverk í skemmtiatriði 1978 árgangsins – og má sjá það hér fyrir neðan.

Ólafur Þórðarson er einn þekktasti knattspyrnumaður Skagamanna fyrr og síðar. Landsliðsmaður til margra ára og lykilmaður í hinu sigursæla liði ÍA sem mokaði inn titlum seint á síðustu öld.

Ólafur snéri sér að þjálfun eftir að ferlinum lauk og undir hans stjórn varð karlalið ÍA m.a. Íslandsmeistari árið 2001.

ÍA hefur ekki náð að landa Íslandsmeistaratitli í mfl. karla frá árinu 2001.

AuglýsingAuglýsingAuglýsingAuglýsingAuglýsingAuglýsing
Gestir á Þorrablóti Skagamanna brostu breitt í gær þegar ljósmyndarinn Gunnhildur Lind Hansdóttir mætti á svæðið með myndavélina. Gunnhildur er ljósmyndanemi úr Borgarnesi og hún tók myndirnar sem eru hér fyrir neðan.

Átta fyrirtæki frá Akranesi tóku þátt í að styðja við bakið á þessu verkefni og þökkum við þeim kærlega fyrir.

Myndirnar verða einnig aðgengilegar á fésbókarsíðu skagafrettir.is.

 


AuglýsingVeröld sem var – áhugaverð myndbönd um sögu Akraness. Þarnar kemur m.a. fram að Sementsstrompurinn átti upphaflega að vera 75 metra hár en var lækkaður í 68 metra. Ástæðan fyrir því kemur fram í myndböndunum hér fyrir neðan. Mjög skemmtilegar sögur rifjaðar upp frá bænum okkar.

AuglýsingAuglýsing
AuglýsingHeimsmeistaramóti í handbolta karla hefst í dag. Ísland leikur gegn Króatíu í fyrsta leiknum og að sjálfsögðu er vel fylgst með gangi mála hér á Skagafréttum.

Það er að mikil Skagatenging við einn leikmann landsliðsins og þar að auki þykir okkur nafnið mjög flott.

Elvar Örn Jónsson, leikmaður Selfoss, hefur mikla tengingu á Akranes og í nærsveitir. Afi hans í móðurætt er Sigurður Guðmundsson, fyrrum skólastjóri og íþróttakennari á Leirá.

Móðir Elvars er Ragnhildur Sigurðardóttir, margfaldur Íslandsmeistari í borðtennis, og afrekskona í ýmsum öðrum íþróttum.

Ragnhildur og Erna Sigurðardóttir, íþróttakennari við Grundaskóla, eru tvíburasystur. Jón Birgir Guðmundsson faðir Elvars er sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins á HM.

Við höfum því ákveðið að Elvar Örn Jónsson er nýr uppáhalds landsliðsmaður okkar hér á skagafrettir.is.

Sigurður Guðmundsson, íþróttakennari og fyrrum skólastjóri í Heiðarskóla í Leirársveit.

AuglýsingAuglýsing