Í dag hófst uppbygging að nýju á Sementsreitnum þar sem að Fastefli ehf. er með byggingarétt á allt að 115 íbúðum á 6 lóðum.Um er að ræða fyrsta áfanga í uppbyggingu á svæðinu en á næstu misserum verða 300 íbúðir reistar til viðbótar á svæðinu.Skagamaðurinn Óli Valur Steindórsson stjórnarformaður Fasteflis og Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri...
Framboðslisti Samfylkingarinnar fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 2022 verður birtur í lok marsmánaðar. Uppstillingarnefnd flokksins er að störfum og ætlar að komast að niðurstöðu á næstu dögum. Samfylkingin fékk alls 31,2 % atkvæða í síðustu kosningum og þrjá bæjarfulltrúa. Samfylkingin myndaði meirihluta með Framsókn og frjálsum. Valgarður Lyngdal Jónsson, sem var í 1. sæti listans í kosningunum 2018,...
Einn fyrrum leikmaður ÍA er í U-21 árs karlalandsliði Íslands í knattspyrnu sem leikur gegn Portúgal og Kýpur í undankeppni EM 2023 Davíð Snorri Jónasson, er þjálfari liðsins, en leikið verður gegn Portúgal og Kýpur í lok mars. Leikirnir fara báðir fram ytra, sá fyrri á Estadio Municipal de Portimao í Portúgal þann 25. mars...
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, keppir í lok mars í milliriðlum í undankeppni EM 2022. Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari liðsins, hefur valið hópinn fyrir leikina sem eru framundan og er einn leikmaður úr röðum ÍA í hópnum. Guðmundur Tyrfingsson, sem er fæddur árið 2003, er í hópnum en hann gekk...
Þrír fyrrum leikmenn úr röðum ÍA voru í dag valdir í 23 manna A-landsliðshóp karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu. Arnar Þór Viðarsson er þjálfari liðsins og aðstoðarþjálfarinn er Skagamaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson. Ísland mætir Finnlandi þann 26. mars í Murcia á Spáni og þann 29. mars gegn Spáni í La Coruna. Leikmennirni þrír sem hafa verið...
Kraftmikill hópur úr Badmintonfélagi ÍA á Akranesi tók þátt í Deildarkeppni Badmintonsambands Íslands sem fram fór um síðustu helgi. ÍA keppti í 2. deild og endaði liðið í 3. sæti. Í riðlakeppninni fóru leikar þannig hjá ÍA: 3-5 tap fyrir BH/TBS.4-4 jafntefli við TBR Jóakúlurnar – sem stóðu síðan uppi sem sigurvegarar í riðlinum. 6-2...
Skóla- og frístundaráð Akraness leggur til við bæjarráð að starfsmenn velferðar- og mannréttindasviðs og skóla- og frístundasviðs verði falið að undirbúa móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur óskað eftir að sveitarfélög landsins taki þátt í því krefjandi verkefni sem er framundan vegna ástandsins í Úkraínu. Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hefur lýst yfir vilja til að...
Vetrardagar Akraneskaupstaðar hófust í dag, fimmtudaginn 17. mars 2022. Fjölmargir viðburðir eru á dagskrá næstu daga en lokadagur hátíðarinnar er á sunnudaginn, 20. mars. Hér fyrir neðan er dagskrá Vetrardaga 2022. Fimmtudagurinn – 17. mars Nánar á Skagalíf. Sýningin „Hafið“ – Brynja Brynjars10:00 – 18:00 Bókasafn AkranessOpnun sýningarinnar „Allskonar“ – Aldís Petra11:00 – 22:00 Verslunin...
Tinna Björg Jónsdóttir úr Grundaskóla og Lilja Dís Lárusdóttir úr Brekkubæjarskóla stóðu uppi sem sigurvegarar í Upplestrarkeppni grunnskólanna á Akranesi 2022. Lokakeppnin fór fram í gær í Tónbergi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Nemendur lásu tvö ljóð að eigin vali og einnig brot úr Akam, ég og Annika en bókin hlaut íslensku barnabókaverðlaunin á þessu...
Tvö fyrirtæki lögðu fram tilboð í stórt verkefni á vegum Akraneskaupstaðar við nýtt íþróttamannvirki við Jaðarsbakka. Kostnaðaráætlun Akraneskaupstaðar í uppsteypu og ytri frágang í íþróttahúsinu hljóðaði upp á tæplega 1.090 milljónir kr. eða tæplega 1,1 milljarð kr. Tilboðin voru opnuð þann 7. mars á fundi Skipulags – og umhverfisráðs Akraneskaupstaðar. Bæði tilboðin sem bárust eru...