Á vef Akraneskaupstaðar eru þrjú áhugaverð störf auglýst til umsóknar – og þar af er nýtt starf mannauðsstjóra. Hin tvö störfin eru byggingarfulltrúi og skipulagsfulltrúi. Eyjamaðurinn Stefán Þór Steindórsson, sem starfað hefur sem byggingarfulltrúi Akraneskaupstaðar frá árinu 2016, fer í annað starf á höfuðborgarsvæðinu. Mannauðsstjóri Akraneskaupstaðar er nýtt starf – og nánar má lesa um...
Bæjarstjórn Akraness samþykkti á síðasta fundi sínum tillögu starfshóps um framtíðarhúsnæði Fjöliðjunnar við Dalbraut 10. Skiptar skoðanir eru um þessi áform í bæjarstjórninni. Sviðsmynd 1 í lokaskýrslu starfshóps um framtíðarhúsnæði Fjöliðjunnar fékk brautargengi. Atkvæðagreiðslan féll þannig að 5 fulltrúar meirihlutans greiddu atkvæði með þessari tillögu og 4 fulltrúar minnihlutans greiddu atkvæði gegn tillögunni. Sviðsmynd 1...
Alls greindust átta Covid-19 smit á Íslandi í gær. Sex af þeim voru ekki í sóttkví. Ekkert nýtt smit var greint á Vesturlandi, tvö smit greindust á Norðurlandi og sex á höfuðborgarsvæðinu. Á Akranesi eru 14 í einangrun vegna Covid-19, og 20 eru í sóttkví. Alls eru 24 í sóttkví í landshlutanum og alls 16...
Aðsóknin á skagafrettir.is hefur aldrei verið meiri en á síðustu vikum. Frá því að fréttavefurinn fór í loftið 10. nóvember 2016 hafa um 300.000 gestir komið inn á skagafrettir.is. Að meðaltali fær skagafrettir.is um 7000 heimsóknir í hverri viku. Aðsóknarmetið á einum degi er frá 14. febrúar 2020 en á þeim degi komu 5.200 gestir...
Getraunastarf Knattspyrnufélags ÍA hefur verið fastur punktur í tilverunni hjá fjölmörgum Skagamönnum og þá sérstaklega hjá Bryndísi Guðjónsdóttur og Jóni Erni Arnarsyni sem eigast við í getraunaáskorun klúbbsins þriðju vikuna í röð. Tippklúbbur KFÍA hefur brugðist við breyttum aðstæðum vegna Covid-19 lagt áherslu á að nýta tæknina í getraunastarfinu og nýverið var sett af stað...
Í gær kom það fram í fréttum RÚV að Covid-19 smit hafi greinst hjá sex einstaklingum sem tengdust allir fyrirtæki sem er á Akranesi. Það reyndist ekki vera rétt. Samkvæmt heimildum Skagafrétta eru einstaklingarnir sex allir búsettir á Akranesi en þeir tengjast allir fyrirtæki sem er með aðsetur á Höfuðborgarsvæðinu. Þórir Bergmundsson, sóttvarnalæknir á Vesturlandi...
Íbúar við Jaðarsbraut 33 á Akranesi eru með frábært útsýni úr íbúðum sínum – og það verður enn betra eftir áhugaverðar breytingar sem eru framundan. Húsið, sem var byggt árið 1959, stendur við einn fallegasta útsýnisstað Akraness. Nýverið var umsókn um stækkun og breytingar á svölum á þessu húsi samþykkt í bæjarstjórn Akraness. Sjá nánar...
Alls greindust 18 ný Covid-19 smit í gær hér á landi. Þetta kemur fram á upplýsingavefnum covid.is. Alls voru 852 sýni rannsökuð og hlutfall jákvæðra sýna er 2,1 prósent. Nýgengi innanlandssmita heldur áfram að lækka og er nú 106,1. Á Vesturlandi eru alls 18 einstaklingar í einangrun vegna Covid-19 og tvö ný smit greindust í...
Alls hafa sex einstaklingar sem hafa allir tengsl við fyrirtæki á Akranesi verið greindir með Covid-19 smit á undanförnum dögum, fjórir í gær, og tveir fyrir nokkrum dögum. Þetta kemur fram í frétt á RÚV. Þetta segir Þórir Bergmundsson, sóttvarnalæknir á Vesturlandi í viðtali við RÚV. „Það greindust fjögur tilvik í gær og síðan greindust...
„Það eru alltaf áskoranir fyrir fyrirtæki í þessu fagi. Við höfum leyft okkur að vera bjartsýn þrátt fyrir undarlega tíma vegna Covid-19,“ segir Halldór Stefánsson framkvæmdastjóri eins elsta fyrirtækis Akraness við Skagafréttir. Halldór og Stefán Gísli Örlygsson, bróðursonur hans, stýra daglegum rekstri hjá Trésmiðjunni Akri sem var stofnuð þann 20. nóvember árið 1959 en fyrirtækið...