• Nemendafélag Fjölbrautaskóla Vesturlands stendur fyrir skemmtilegum viðburði í dag við Bifreiðastöð ÞÞÞ. Um er að ræða Bílabíó en slíkir viðburðir eru ekki oft í boði á Akranesi. Sýningar verða í dag kl. 12:30, 15:00 og 17:00. Gylfi Karlsson formaður NFFA segir að leiklistaklúbburinn Melló muni sýna upptöku frá Dýrunum í Hálsaskógi – en erfiðlega hefur...

  • Alls greindust 25 ný Covid-19 smit í gær og aðeins fimm af þeim voru ekki í sóttkví. Þetta kemur fram á vefnum covid.is. Nýgengi smita á hverja hundrað þúsund íbúa er nú komið niður í 164,2. Tæplega þúsund einstaklingar eru í sóttkví á Íslandi. Á Vesturlandi greindist eitt nýtt Covid-19 smit í gær en alls...

  • Fjórir leikmenn sem hafa komið við sögu í gegnum tíðina hjá ÍA eru í U-21 árs landsliðshópnum í knattspyrnu sem tilkynntur var fimmtudaginn 6. nóvember. Arnar Þór Viðarsson er þjálfari liðsins sem er í hörkubaráttu um að komast í lokakeppni EM 2021. Ísland mætir Ítalíu á Víkingsvelli 12. nóvember, Írlandi ytra 15. nóvember og Armeníu...

  • Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson, leikmaður rússneska liðsins CSKA í Moskvu, er í A-landsliðshóp Íslands fyrir leikina sem eru framundan hjá karlalandsliðinu í knattspyrnu. Erik Hamrén, landsliðsþjálfari A karla, tilkynnt hópinn í dag en framundan eru þrír leikir hjá liðinu. Stærstur þeirra er úrslitaleikur gegn Ungverjum næsta fimmtudag um laust sæti í lokakeppni EM 2021. Leikurinn fer...

  • Alls greindust 19 ný Covid-19 smit í gær á Íslandi og þar af voru 12 í sóttkví. Tæplega 1300 sýni voru greind á landinu. Nýgengi smita heldur áfram að lækka og er sút tala 177,8 en þessi tala fór vel yfir 200 í upphafi þriðju bylgju faraldursins. Alls eru 78 einstaklingar á sjúkrahúsi vegna Covid-19...

  • Velferðar- og mannréttindaráð Akraness lýsti yfir áhyggjum af þróun barnaverndarmála á Akranesi á fundi ráðsins sem fram fór í gær. Í ályktun ráðsins er lagt til að starfsmaður verði ráðinn í fullt starf í þessum málaflokki og einnig verði skoðað að hefja verkefni um snemmtæka íhlutun í barnavernd. Kristinn Hallur Sveinsson, formaður ráðsins, segir í...

  • Getraunastarf Knattspyrnufélags ÍA hefur verið fastur punktur í tilverunni hjá fjölmörgum Skagamönnum. Tippklúbbur KFÍA hefur brugðist við breyttum aðstæðum vegna Covid-19 lagt áherslu á að nýta tæknina í getraunastarfinu og nýverið var sett af stað getraunaáskorun sem mun verða vikulegur viðburður á keppnistímabilinu. Jón Örn Arnarson og Bryndís Guðjónsdóttir eigast við á ný í þessari...

  • Edda Ósk Einarsdóttir, deildarstjóri frístundar Grundaskóla skrifar:  Það er leikur að læra – er fræg setning sem flestum er kunnug, þessi setning á virkilega vel við í frístundastarfi þar sem lögð er áhersla á að efla félags- og samskiptafærni í gegnum leik og starf, sem og virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Leikur...

  • Umhverfisviðurkenningar Akraneskaupstaðar fyrir árið 2020 voru afhentar nýverið en slíkar viðurkenningar eru árlegur viðburður. Þetta kemur fram á vef Akraneskaupstaðar. Hjónin Maria Antonia de Da Rodrigues og Jón Elías Jónsson fengu viðurkenningu fyrir einbýlishúsalóð sína við Vesturgötu140. Falin perla á Skaganum segir m.a. í umsögn um lóðina sem fékk fjölda tilnefninga. „Það var eitt tré...

  • Alls greindust 25 ný Covid-19 smit á Íslandi í gær og voru alls 20 af þeim í sóttkví. Þetta kemur fram á vefnum covid.is. Alls voru 2.084 sýni greind í gær. 762 eru í einangrun, 71 á sjúkrahúsi og þrír á gjörgæslu vegna veikinnar. Á Vesturlandi eru alls 21 í einangrun vegna Covid-19 og fer...

Loading...