Það var boðið upp á sannkallaða markasúpu í gærkvöld þegar Kári og Fjarðabyggð áttust við í 2. deild karla í knattspyrnu. Jón Vilhelm Ákason gerði sér lítið fyrir og skoraði tvívegis beint úr hornspyrnu. Afrek sem verður seint leikið eftir. Mörkin úr leiknum er hægt að sjá hér fyrir neðan úr samantekt frá ÍATV. Leikurinn...
Máni Berg Ellertsson úr ÍA náði þeim frábæra árangri að landa þremur titlum á Íslandsmóti unglinga í badminton. Alls tóku rúmlega 130 keppendur þátt og komu þeir frá sjö félögum. Keppnin fór fram í íþróttahúsinu við Varmá í Mosfellsbæ. Keppendur úr röðum ÍA náðum góðum árangri á mótinu. Eftirtaldir keppendur úr ÍA unnu til verðlauna;...
Það er nóg framboð af fótboltaleikjum á Akranesi í dag. ÍA tekur á móti Víkingum úr Reykjavík á Akranesvelli í PepsiMax deild karla. Sá leikur hefst kl. 14.00. ÍA er með 20 stig í 7. sæti deildarinnar en leikurinn í dag verður sá 17. á tímabilinu hjá Skagamönnum en alls eru 22 umferðir í deildinni....
Aðsóknin á skagafrettir.is var í hæstu hæðum í gær, laugardaginn 26. september 2020. Alls komu 4.215 gestir í heimsókn á fréttavefinn skagafrettir.is og er það næst stærsti dagur Skagafrétta frá því að vefurinn fór í loftið í nóvember 2016. Lesendur gærdagsins flettu mörgum fréttum en rúmlega 10.000 flettingar voru á fréttavefnum í gær. Þetta er...
Fimm ný Covid-19 smit voru greind á Vesturlandi í gær samkvæmt tölfræði á vefnum covid.is. Á landsvísu greindust 38 ný Covid-19 smit. Alls eru 18 smit á Vesturlandi og eru þeir einstaklingar í einangrun, alls eru 80 í sóttkví á Vesturlandi. Á landinu öllu eru rúmlega 1400 í sóttkví og 382 í einangrun. Nýgengi smita...
Það er óhætt að segja að samtakamáttur íbúa á Akranesi hafi sýnt sig í verki þegar fréttist að Krónan á Akranesi hefði sagt upp einum af sínum dyggustu starfsmönnum. Anton Kristjánsson hefur á undanförnum árum verið einn vinsælasti starfsmaður Krónunar á Akranesi. Einstakur starfsmaður að mati flestra, ávallt glaður og kurteis. Á dögunum bárust fréttir...
Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram annað kvöld og verður í beinni útsendingu á RÚV kl. 19:45. Fulltrúi FVA í ár er Björgvin Þór Þórarinsson er fulltrúi Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í Söngkeppni framhaldsskólanna 2020. Keppnin fer fram laugardaginn 26. september og verður keppnin í beinni útsendingu á RÚV – og hefst útsendingin kl. 19:45. Björgvin Þór...
Ekkert nýtt Covid-19 smit greindist á Akranesi í gær samkvæmt upplýsingum sem Lögreglan á Vesturlandi birti í dag. Á miðvikudaginn voru fjórir í einangrun en aðeins einn er í einangrun á Akranesi samkvæmt nýjustu upplýsingum. Alls eru 13 í einangrun á Vesturlandi og hefur þeim fjölgað um tvo einstaklinga. Eitt smit hefur verið greint í...
Það er nóg um að vera hjá tónlistarkonunni Valgerði Jónsdóttur um þessar mundir. Framundan eru tónleikar í Vinaminni á vegum Kalman-listafélagsins og tónlistin af barnadiski sem Valgerður gaf út árið 2010 er nú aðgengileg á tónlistarveitunni Spotify. „Yfirskrift tónleikanna sem verða í Vinaminni er „Tónar og ljóð“ og þar verða flutt ýmis lög sem ég...
Karlalið ÍA í knattspyrnu sigraði Fjölni í gær 3-1 á útivelli í PepsiMax deildinni. Með sigrinum komst ÍA upp í 7. sæti deildarinnar en falldraugurinn heldur áfram að hrella lið Fjölnis sem er í neðsta sæti deildarinnar. Stefán Teitur Þórðarson skoraði fyrsta mark ÍA en Tryggvi Haraldsson bætti við tveimur mörkum fyrir ÍA . Þetta...