Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að veita samtals að hámarki 25,0 mkr. til átaksverkefnis til fjölgunar sumarstarfa fyrir námsmenn en fjárheimildin miðast við ráðningu í alls 50 störf í tvo mánuði. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs. Samþykktin er einnig gerð með fyrirvara um samþykki Alþingis á fjáraukalögum. Akraneskaupstaður þarf að sækja um ráðningarheimild...
Ærslabelgurinn við Akraneshöll er nú stútfullur af lofti og klár í gleðina með yngri kynslóðinni á Akranesi. Þetta vinsæla leiktæki er opinn frá 8.00 – 23.00 á tímabilinu maí – september. Í tilkynningu frá Akraneskaupstað eru foreldrar hvattir til þess að fara yfir helstu reglur varðandi umgengi á þessu svæði – og er markmiðið að...
Matvælastofnun varar við tínslu á kræklingi úr Hvalfirði. DSP þörungaeitur greindist yfir viðmiðunarmörkum í honum. Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar. Fulltrúi Matvælastofnunar safnaði kræklingi 4. maí s.l. við Fossá í Hvalfirði. Tilgangurinn var að kanna hvort almenningi sé óhætt að tína krækling í Hvalfirði. Niðurstöður mælinga leiddu í ljós að DSP þörungaeitur var 260...
Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar var við störf s.l. fimmtudag á Byggðasafninu á Görðum þar sem að sprengja úr skipinu El Grillo fannst í geymslu safnsins. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem að sprengjudeild Landhelgisgæslunnar er kölluð út í verkefni í safninu eins og sjá má í frétt Skagafrétta hér fyrir neðan. Jón Allansson, forstöðumaður...
Félags- og barnamálaráðuneytið, hefur ákveðið, í samræmi við tillögu ríkisstjórnar Íslands, að verja um 2.200 milljónum króna í átaksverkefni til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar. Markmiðið er að með átakinu verði til 3.400 tímabundin störf fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, á milli anna sem skiptast á milli opinberra stofnana og sveitarfélaga....
Grásleppuvertíðinni á Íslandi lauk með „hvelli“ þegar bann var sett á slíkar veiðar frá og með 3. maí s.l. Eins og áður hefur komið fram eru sjómenn sem stunda slíkar veiðar á Akranesi langt frá því að vera sáttir með stöðvunina. Sjávarútvegsráðherra tók þá ákvörðun að stöðva veiðarnar þar sem að heildarafli í lok apríl...
Ísak Bergmann Jóhannesson fær mikið hrós frá liðsfélaga sínum hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Norrköping. Skagamaðurinn sem er 17 ára gamall gekk í raðir Norrköping s.l. vetur og hefur hann fengið tækifæri með aðalliði sænska úrvalsdeildarliðsins. Jonathan Levi heitir leikmaðurinn sem hrósar Ísak mikið í viðtali við Norrköpings Tidningar. Levi er nýr leikmaður hjá Norrköping en hann...
Árlega útnefnir Akraneskaupstaður bæjarlistamann til eins árs í senn. Menningar- og safnanefnd Akraneskaupstaðar óskar eftir tillögum frá almenningi um bæjarlistamann Akraness árið 2020. Menningar- og safnanefnd mun fara yfir allar tillögur sem berast og verða niðurstöður kynntar á Þjóðhátíðardaginn, þann 17. júní. Fólk er hvatt til að kynna sér vel þær reglur sem í gildi...
Vegagerðin tók við rekstri Hvalfjarðarganga 1. október 2018. Gísli Eiríksson forstöðumaður jarðgangadeildar Vegagerðarinnar skrifaði áhugaverðan pistil nýverið yfir það helsta sem gert hefur verið síðasta eina og hálfa árið. Hér er brot úr pistlinum þar sem að kastljósinu er beint af rykinu sem myndast í göngunum. Sjá nánar á vef Vegagerðarinnar. Ryk í Hvalfjarðargöngunum er...
Á Starfatorgi á vef Stjórnarráðs Íslands eru fjölmörg störf við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi auglýst laus til umsóknar. Alls eru sjö kennararstöður auglýstar. Má þar nefna kennara í sálfræði, dönsku, íslensku stærðfræði, rafiðngreinum og málmiðgreinum. Alls eru um 70 starfsmenn hjá FVA og þar af um 50 kennarar samkvæmt upplýsingum á heimasíðu FVA. Nánar hér: