• Íþróttabandalag Akraness, ÍA, hélt árlegt þing bandalagsins þann 18. apríl og var þetta í 80. sinn sem ársþing ÍA fer fram. Helstu tíðindi af þinginu voru þau að Gyða Björk Bergþórsdóttir var kjörin nýr formaður ÍA og tekur hún við embættinu af Hrönn Ríkharðsdóttur. Gyða Björk hefur setið í stjórn ÍA frá árinu 2022.  Þingið var ágætlega...

  • Karlalið ÍA hefur skorað flest mörk allra liða í fyrstu þremur umferðum Bestu deildarinnar í knattspyrnu. ÍA lagði Fylki 5-1 á heimavelli s.l. sunnudag – þar sem að Hinrik Harðarson skoraði sitt fyrsta mark fyrir ÍA, Steinar Þorsteinsson, Jón Gísli Eyland Gíslason, Viktor Jónsson og Albert Hafsteinsson bættu síðan við mörkum fyrir ÍA í kjölfarið. Theodór...

  • Rúnar Már Sigurjónsson hefur samið við Knattspyrnufélag ÍA og er samningurinn til loka tímabilsins 2026.Rúnar Már er fæddur árið 1990. Hann hefur leikið alls 32 – landsleiki fyrir Ísland og skorað 2 mörk. Rúnar Már hefur leikið sem atvinnumaður í Svíþjóð, Sviss, Rúmeníu og Kasakstan.Hann hefur tvívegis fagnað meistaratitli í Rúmeníu og einu sinni í...

  • Í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi er boðið upp á áfanga fyrir nemendur sem hafa annað móðurmál en íslensku. Áfanginn kallast ÍSAN og sjá Sandra Y. Castillo Calle og Vilborg Bjarkadóttir um kennsluna. Í tilkynningu frá FVA kemur fram að í áfanganum sé  m.a. áhersla á orðaforða dagslegs lífs, talað mál og að auka sjálfstraust í að...

  • Það er kraftur í starfi Pílufélags Akraness þrátt fyrir að félagsmenn æfi í bráðabirgðaaðstöðu við Mánabraut á meðan íþróttahúsið við Vesturgötu er lokað. Alls eru þrjú lið frá Pílufélagi Akraness sem taka þátt í deildarkeppni Pílufélags Íslands – og nýverið tóku öll þrjú lið PFA þátt á sama tíma í aðstöðu Pílufélags Reykjavíkur á Tangarhöfða.  Flórídaskaginn (PFA)...

  • Sundfólk úr röðum ÍA náði frábærum árangri á Íslands – og unglingameistaramótinu sem fram fór í Laugardalslaug um s.l. helgi. Keppt var í 50 metra laug og voru alls 183 keppendur frá 16 félögum. ÍA var með 10 keppendur, og uppskeran var góð. Íslandsmeistaratitill, fjögur silfur og 15 bronsverðlaun.Einar Margeir Ágústsson, Íþróttamaður Akraness 2023, landaði...

  • Karlalið ÍA landaði góðum sigri gegn HK í gær í Bestu deildinni, Íslandsmótsins í knattspyrnu. Liðin áttust við í Kórnum í Kópavogi og var þetta annar leikur liðanna á tímabilinu. Staðan var jöfn í hálfleik, 0-0, en í síðari hálfleik fóru Skagamenn á kostum og skoruðu fjögur mörk. Arnór Smárason kom ÍA yfir á 52. mínútu...

  • Aðsend grein frá miðbæjarsamtökunum Akratorg: Miðbæjarsamtökin þakka fyrir góðar viðtökur vegna átaksins “Fyrsta hjálp fyrir miðbæinn” og bjóða bæjarbúum til íbúafundar í Tónbergi mánudaginn 15. apríl klukkan 20.00. (húsið opnar kl. 19.00 og við bjóðum upp á kaffi og kleinur.Bæjarstjóri og bæjarstjórn hafa sagt: Gamla Landsbakahúsið við Akratorg hentar ekki sem ráðhús. Við spyrjum; Hvers vegna...

  • Líf Lárusdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Akraness, verður í leyfi frá störfum sínum frá og með 22. apríl 2024 til 25. febrúar á næsta ári.Þetta kemur fram í fundargerð bæjarstjórnar frá 9. apríl. Líf á von á barni og kemur hún til starfa á ný eftir orlofið.Þórður Guðjónsson, sem skipaði fimmta sætið á framboðslistanum í...

  • Forvarnadagur fyrir nemendur í Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi, FVA, fór fram þann 9. apríl.Að deginum stóðu Framhaldsskóli Vesturlands (FVA), Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar, Neyðarlínan 112, Lögreglan á Vesturlandi, Heilbrigðisstofnun Vesturlands og Samgöngustofa.Þar fluttu fulltrúar frá Samgöngustofu og lögreglunni á Vesturlandi erindi fyrir nemendur um þá áhættuþætti sem snúa að ungum ökumönnum.Að þeim loknum fengu nemendur að...

Loading...