ÍA og Völsungur frá Húsavík áttust við í gær í úrslitum Lengjubikarkeppni kvenna í knattspyrnu – og fór leikurinn fram á gervigrasvellinum á Dalvík. Um var að ræða úrslitaleik í C-deild keppninnar. Ylfa Laxdal Unnarsdóttir kom ÍA yfir strax á 4. mínútu en Krista Eik...
Kvennalið ÍA í knattspyrnu hefur náð flottum árangri nú þegar í fyrstu tveimur umferðunum í Mjólkurbikarkeppni KSÍ. ÍA var í pottinum í dag þegar dregið var í 16-liða úrslit keppninnar í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardag. ÍA fær heimaleik gegn KR sem leikur í Bestu deild...
Tæplega 30 efnilegir sundkrakkar úr ÍA tóku þátt á Landsbankamóti ÍBR sem fram fór í Keflavík um liðna helgi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sundfélagi Akraness. Mikil tilhlökkun var hjá keppendum að fá tækifæri til að keppa og um leið að fá tækifæri til...
Knattspyrnulið Kára sigraði KFS í 3. deild karla á Íslandsmótinu í gær. Liðin áttust við í Akraneshöllinni og var leikurinn í 2. umferð Íslandsmótsins. Lið KFS er úr Vestmannaeyjum en það er sameiginlegt lið Framherja og Smástundar. Fylkir Jóhannsson kom Kára í 1-0 á 18....
Kvennalið ÍA í knattspyrnu tryggði sér í gær sæti í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni KSÍ. ÍA mætti liði Sindra á Akranesvelli í 2. umferð keppninnar en liðin eru bæði í þriðju efstu deild Íslandsmótsins, eða 2. deild. Ylfa Laxdal Unnarsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins fyrir ÍA...
Mikil endurnýjun verður í bæjarstjórn Akraness á næsta kjörtímabili eftir að úrslit kosninganna voru ljós í nótt. Fimm nýir bæjarfulltrúar koma inn og fjórir sitjandi bæjarfulltrúar koma á ný inn í bæjarstjórnina. Hjá Framsóknarflokknum og frjálsir er oddviti framboðsins, Ragnar Baldvin Sæmundsson, sá eini sem...
Lokatölur hafa nú verið birtar í bæjarstjórnarkosningunum á Akranesi 2022. Á kjörskrá voru 5.691 og var kjörsókn 62,5% sem er talsvert minni kjörsókn en fyrir fjórum árum þegar kjörsóknin var um 70%. Alls greiddu 3.564 atkvæði í þessum kosningum á Akranesi. Framsókn og frjálsir bætti...
Framsóknarflokkurinn og frjálsir bætir við sig einum bæjarfulltrúa ef marka má fyrstu tölur í bæjarstjórnarkosningunum 2022 á Akranesi. Framboðin þrjú sem buðu fram fá öll þrjá fulltrúa ef marka má fyrstu tölurnar. Framsókn er með 35,7% atkvæða og 3 bæjarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn er með 35,4 %...
Lilja Björk Unnarsdóttir skoraði glæsilegt mark í dag fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 16 ára og yngri. Lilja Björk, sem er fædd árið 2006, þrumaði boltanum í markið af löngu færi í sínum fyrsta landsleik fyrir Ísland þar sem að liðið mætir Portúgal....
Þrír listar bjóða fram krafta sína þegar í sveitastjórnarkosningarnar fara fram laugardaginn 14. maí 2022. Framsóknarflokkur og frjálsir, Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkur eru með framboðslista að þessu sinni á Akranesi. Þann 29. apríl var þessi skoðanakönnun sett í loftið á skagafrettir.is – og frá þeim tíma...