Loading...

Alls fá 19 verkefni menningarstyrk frá Akraneskaupstað fyrir árið 2025 en alls bárust 25 umsóknir. 

Heildarupphæð styrkja er rétt rúmlega 3,5 milljónir kr. en óskað var eftir tæplega 14 milljónum kr. í styrk frá umsóknaraðilum.  

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Akraneskaupstaðar. 

Við mat styrkumsókna var lagt sérstaka áherslu á að styðja við verkefni og viðburðahald sem eru til þess fallin að efla bæjarandann, hvetja til fjölbreyttrar listsköpunar, styðja við menningarlegt uppeldi og/eða auðga menningarlíf bæjarins.

  • Leiksýning leiklistarklúbbsins Melló, Nemendafélag FVA 300.000 kr.
  • Skonrokk, Saga rokksins, Birgir Þórisson 280.000 kr.
  • Útvarp Akraness, miðlun efnis – Hjörvar Gunnarsson 250.000 kr.
  • Brjótum 1000 trönur – Borghildur Jósúa og Bryndís Siemsen 250.000 kr.
  • Samsýning Listfélags Akraness 250.000 kr.
  • Kórstjórn og æfingar kóra Vesturlands – Hilmar Örn 240.000 kr.
  • Tónleikaröð menningarfélagsins Bohéme, Hanna Þóra Guðbrands 200.000 kr.
  • Skagarokk 2025, Rokkland ehf 200.000 kr.
  • Menningarstrætó, Listfélag Akraness 200.000 kr.
  • Tónleikaröð – Kalman listfélag 200.000 kr.
  • Hvilft, Weathered Remains – Antonía Bergsdóttir 200.000 kr.
  • Lilló Hardcorefest – Ægisbraut Records 180.000 kr.
  • Myndir og ljóð – Guðný Sara og Guðfinna 140.000 kr.
  • Olíubrák myndlistarsýning – Angela Árnadóttir 130.000 kr.
  • Club Cubano tónleikar og tónlistar kynning – Haraldur Ægir 100.000 kr.
  • Fjöltyngd sögustund, Jessica Anne 100.000 kr.
  • Myndlistarsýning – Herdís Arna Hallgrímsdóttir 100.000 kr.
  • Krílatónlist – Úlfhildur Þorsteinsdóttir 100.000 kr.
  • Langisandur myndlistarsýning – Vilborg Bjarkadóttir 100.000 kr.

 

 



Skagamaðurinn Einar Margeir Ágústsson náði flottum árangri á Heimsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem fram fór í Búdapest í Ungverjalandi.

Íþróttamaður Akraness 2023 varð í 20. sæti í100 metra fjórsundi þar sem hann synti á 54,36 sekúndum.

Hann keppti einnig í 200 metra bringusundi þar sem hann endaði í 27. sæti. Í því sundi bætti hann árangurinn sinn en hann kom í mark á 2.09,97 mín. Er hann yngsti sundmaðurinn frá Íslandi sem nær því að synda þessa vegalengd undir 2 mínútum og 10 sekúndum.

Í boðsundi tók Einar Margeir þátt í 4×100 metra fjórsundi í blandaðri sveit sem setti Íslandsmet og endaði í 19. sæti. Einar Margeir synti bringusundið á 57,95 sek, sem er næst besti tími sem Íslendingur hefur náð í bringusundi í boðsundi.

Heimsmeistaramótið var að sjálfsögðu með keppendur frá flestum heimsálfum og alls voru sett 30 heimsmet. Keppnislaugin er talin vera á meðal þeirra bestu í heiminum og öll umgjörð mótsins var eins og best var á kosið.


Bæjarráð Akraness leggur áherslu á að greining verði gerð á tengslum veikinda og starfsaðstæðna.

Þetta kemur fram í fundargerð ráðsins þar sem að fjallað var um úthlutun úr veikindapotti vegna síðari hluta ársins 2024. 

Markmiðið með þeirri greiningu er að hægt verði að vinna betur í forvörnum sem stuðlað geti að bættri velferð mannauðs Akraneskaupstaðar. 

Á árinu 2024 verður kostnaður Akraneskaupstaðar vegna afleysinga sem tengjast langtímaveikinda starfsmanna tæplega 78 milljónum kr. eða 6,5 milljónir kr. á mánuði. 

Á tímabilinu 1. júlí -31. desember verður úthlutað 26,3 milljónum kr. vegna afleysinga sem tengjast langtímaveikindum starfsmanna. Á fyrri hluta ársins var úthlutað tæplega 52 milljónum kr. 

 


Fjárfestinga og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar 2025-2028 var samþykkt í bæjarstjórn Akraness s.l. þriðjudag. Dregið verður verulega úr fjárfestingum og framkvæmdum á næsta ári eftir miklar fjárfestingar og uppbyggingu undanfarinna ára.

Ekki er gert ráð fyrir framkvæmdum á nýju ráðhúsi á þessu tímabili eða næstu þrjú ár.

Í júlí á þessu ári var skrifað undir viljayfirlýsingu um viðamikla uppbyggingu á Mánabraut 20 á Akranesi.

Nánar hér:

Þar er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir ráðhús Akraneskaupstaðar, leiguhúsnæði fyrir stofnanir ríkisins á Akranesi og aðstöðu fyrir nýja heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar vesturlands á Akranesi (HVE).

Viljayfirlýsingin fól í sér að Akraneskaupstaður hyggst endurbyggja Mánabraut 20 þar sem stefnt er að því að ný bygging muni hýsa ráðhús Akraneskaupstaðar og mögulega fleiri stofnanir sveitarfélagsins. Ríkið lýsir yfir áhuga á að leigja aðstöðu í nýju húsnæðinu fyrir starfsemi ríkisstofnana á Akranesi

Gamla skrifstofubygging Sementsverksmiðjunnar við Mánabraut 20, hefur til þessa dags verið í sameign Ríkis og Akraneskaupstaðar. Nú hefur Akraneskaupstaður eignast alla bygginguna.


Fjárfestinga og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar 2025-2028 var samþykkt í bæjarstjórn Akraness s.l. þriðjudag. Dregið verður verulega úr fjárfestingum og framkvæmdum á næsta ári eftir miklar fjárfestingar og uppbyggingu undanfarinna ára. 

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar, sem eru í meirihluta, greiddu alls 6 atkvæði en 3 fulltrúar Framsóknar og frjálsra greiddu ekki atkvæði og sátu því hjá. 

Í fjárhagsáætlun ársins 2025 er gert ráð fyrir að rekstrarafkoma A- hluta bæjarsjóðs verði jákvæð um tæplega 226 milljónir króna og að rekstrarafkoma A- og B- hluta verði jákvæð um samtals rúmar 253 milljónir króna. 

Á sama tíma gerir fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun ráð fyrir fjárfestingum upp á tæplega 2,4 milljarða króna, en að teknu tilliti til tekna af gatnagerðargjöldum verða nettó fjárfestingar kaupstaðarins tæplega 330 milljónir króna, sem er aðeins um einn tíundi þess sem varið var til fjárfestinga í áætlun ársins 2024. 

Gjaldskrár kaupstaðarins hækka almennt um 5,6% nema annað sé sérstaklega tilgreint í viðkomandi gjaldskrám. T.d. eru gjaldskrár sem tengjast börnum og barnafjölskyldum ekki hækkaðar um meira en 3,5 %.

Lokafrágangur við nýtt íþróttahús við Jaðarsbakka sem er í byggingu er stærsta verkefnið á árinu 2025 – en alls verða um 740 milljónir settar í þá framkvæmd. Í Brekkubæjarskóla er gert ráð fyrir tæplega 250 milljónum kr. í fjárfestingar og 62 milljónum kr. í framkvæmdir. 

Ný samfélagsmiðstöð við Dalbraut fær um 1,2 milljarða kr. í áætlun ársins 2028. Samfélagsmiðstöðin er framtíðarhúsnæði fyrir Fjöliðjuna, Hver og Þorpið og er gert ráð fyrir að bjóða út verkefnið árið 2025. Akraneskaupstaður ætlar kaupa neðstu hæðina í þeirri byggingu sem mun rísa á byggingareitnum við Dalbrautina. 

Ekki er gert ráð fyrir framkvæmdum á nýju ráðhúsi á þessu tímabili eða næstu þrjú ár. Það sama gildir um nýja innilaug á Jaðarsbakkasvæðinu – sem er ekki á fjárfestinga – eða framkvæmdaáætlun næstu þrjú árin. 

Framkvæmdum við útivistar – og leiksvæði á Merkurtúni er frestað samkvæmt áætluninni – en gert var ráð fyrir 30 milljónum kr. í verkefnið í fyrri umræðu bæjarstjórnar. 

Gert er ráð fyrir að bygging á nýjum leikskóla í eldri bæjarhluta Akraness hefjist árið 2027 og er gert ráð fyrir 770 milljónum kr. í það verkefni árið 2027 og einnig er gert ráð fyrir 770 milljónum kr. í þá fjárfestingu árið 2028

Uppbygging valla og stúku á Jaðarsbökkum fær 50 milljónir kr. árið 2026 í fjárfestingaáætluninni Árið 2027 er gert ráð fyrir 450 milljóna kr. fjárfestingu á Jaðarsbökkum – og 356 milljónum árið 2028. Samtals 856 milljónir kr. Ekki kom fram á bæjarstjórnarfundinum í hvaða verkefni á að ráðast á Jaðarsbökkum sem tengjast stúku og völlum. 

Í fyrri umræðu um fjárfestingar -og framkvæmdir næstu þrjú árin var gert ráð fyrir viðamiklum framkvæmdum á Akraneshöllinni. Þessi framkvæmd er ekki skilgreind sérstaklega í lokaútgáfunni sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundinum þann 10. desember s.l. 

Nánar í skjölum fundargerðar bæjarstjórnar hér fyrir neðan:

 


Skagamaðurinn Einar Margeir Ágústsson náði flottum árangri í fyrstu keppnisgrein sinni á Heimsmeistaramótinu í 25 metra laug í dag. 

HM í 25 metra laug fer fram í Búdapest í Ungverjalandi. 

Einar Margeir synti 100 metra fjórsund í morgun – og endaði hann í 20. sæti. Einar Margeir kom í mark á 54,36 sek – og er það jöfnun á hans besta árangri en hann synti á nákvæmlega sama tíma á ÍM25. 

„Ég hefði viljað komast hraðar en ég bara sáttur að hafa jafnað mitt best á mínu fyrsta alvöru stórmóti. Ég var stressaður fyrir sundið en að er eitthvað sem ég get lagað sjálfur. Ég var of spenntur í sundinu og eyddi orku í ekki neitt,“ sagði Einar Margeir m.a í viðtalinu sem er í heild sinni hér fyrir neðan.   

Einar Margeir keppir í 200 metra bringusundi á föstudaginn og verður sýnt frá því sundi á RÚV kl. 8:52. 

Skagamaðurinn Eyleifur Ísak Jóhannesson er landsliðsþjálfari Sundsambands Íslands og Kjell Wormdal yfirþjálfari ÍA er í þjálfarateymi Sundsambandsins á HM. 

Sundsamband Íslands sendir að þessu sinni 8 keppendur og hafa þeir ekki verið fleiri á Heimsmeistaramóti í sundi síðan árið 2016.

Keppendur á mótinu eru:

Birnir Freyr Hálfdánarson SH
Einar Margeir Ágústsson ÍA
Guðmundur Leó Rafnsson ÍRB
Jóhanna Elín Guðmundsdóttir SH
Símon Elías Statkevicius SH
Snorri Dagur Einarsson SH
Snæfríður Sól Jórunnardóttir Alaborg
Vala Dís Cicero SH

Á Heimsmeistaramóti í 25m laug er keppt í undanrásum að morgni í öllum greinum. Sextán bestu sundmennirnir komast í undanúrslit í 50m og 100m greinum en aðeins 8 sundmenn komast í úrslit í lengri greinum þ.e. 200m, 400m, 800m og 1500 metra sundgreinum.

RÚV sýnir frá mótinu alla morgna.


Fjárfestinga og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar 2025-2028 var samþykkt í bæjarstjórn Akraness s.l. þriðjudag. Dregið verður verulega úr fjárfestingum og framkvæmdum á næsta ári eftir miklar fjárfestingar og uppbyggingu undanfarinna ára.

Ný innilaug á Jaðarsbakkasvæðinu er ekki á fjárfestinga – eða framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar næstu þrjú árin.

Sundfélag Akraness lýsti nýverið yfir áhyggjum sínum af því að áformum um nýja sundlaug á Akranesi hafi ítrekað slegið á frest allt frá árinu 1990 – og er ljóst að biðin eftir nýrri innilaug verður enn lengri.

Nánar í þessari frétt:


Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson skoraði sigurmark franska liðsins Lille í kvöld í 3-2 sigri gegn Sturm Graz í Meistaradeild Evrópu.

Hákon var aðeins búinn að vera inni á vellinum í eina mínútu þegar hann þrumaði boltanum í netið hjá liðinu frá Austurríki. 

Þetta er í annað sinn sem Hákon Arnar skorar í Meistaradeild Evrópu en hann skoraði fyrir FCK frá Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni árið 2022 gegn þýska liðinu Dortmund. 

Sigur Lille var mikilvægur en liðið er í 6. sæti Meistaradeildarinnar með 13 stig. 

 

 


Akraneskaupstaður óskaði nýverið eftir tilboðum í langtímafjármögnun bæjarfélagsins.

Alls bárust 3 tilboð frá Arion Banka, Íslandsbanka og Landsbanka Íslands.

Um er að ræða 3.500 milljóna kr. lán og var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í gær að ganga til samninga við Íslandsbanka.

Lánstíminn er til ársins 2055. 

Einnig var samþykkt að taka langtímalán frá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 1.000 milljónir kr. 


Íþróttamaður Akraness 2023,  Einar Margeir Ágústsson er á meðal keppenda á Heimsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem fram fer í Búdapest í Ungverjalandi. 

Skagamaðurinn Eyleifur Ísak Jóhannesson er landsliðsþjálfari Íslands í sundi og Kjell Wormdal þjálfari ÍA er á meðal þjálfara hópsins. 

Þær greinar sem Einar Margeir keppir í eru 100 m fjórsund á og er bein útsending á RÚV frá því sundi fimmtudaginn klukkan 09.24. Hann keppir einnig í 200 m bringusund og er sýnt frá því sundi á föstudaginn klukkan 08.53.

Sundsamband Íslands sendir að þessu sinni 8 keppendur og hafa þeir ekki verið fleiri á Heimsmeistaramóti í sundi síðan árið 2016.

Að þessu sinni sendum við ungan og efnilegan hóp ásamt þeim Snæfríði Sól og Jóhönnu Elínu sem eru reynslumiklar sundkonur.

Keppendur á mótinu eru:
Birnir Freyr Hálfdánarson SH
Einar Margeir Ágústsson ÍA
Guðmundur Leó Rafnsson ÍRB
Jóhanna Elín Guðmundsdóttir SH
Símon Elías Statkevicius SH
Snorri Dagur Einarsson SH
Snæfríður Sól Jórunnardóttir Alaborg
Vala Dís Cicero SH
Með þeim eru

Eyleifur Jóhannesson yfirmaður landsliðsmála hjá SSÍ
Dadó Fennrir Jasmínuson þjálfari hjá SH
Kjell Wormdal þjálfari ÍA

Á Heimsmeistaramóti í 25m laug er keppt í undanrásum að morgni í öllum greinum. Sextán bestu sundmennirnir komast í undanúrslit í 50m og 100m greinum en aðeins 8 sundmenn komast í úrslit í lengri greinum þ.e. 200m, 400m, 800m og 1500 metra sundgreinum.

RÚV mun sýna frá mótinu alla morgna

Úrslit hér :


Ágústa Rósa Andrésdóttir er nýr forstöðumaður íþróttamannvirkja á Akranesi.

Ágústa Rósa er frá Akranesi og hefur m.a. verið formaður karatefélags Akraness, setið í stjórn badmintfélags Akraness og í framkvæmdastjórn Íþróttabandalags Akraness. Ágústa hefur starfað sem æskulýðsfulltrúi í Hvalfjarðarsveit, og nú síðast sem  Forstöðumaður Frístundasels Lágafellsskóla í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Akraness samþykkti ráðningu Ágústu á síðasta bæjarstjórnarfundi. Alls sóttu 17 manns um starfið. Hörður Kári Jóhannesson hefur verið forstöðumaður íþróttamannvirkja á Akranes og var honum þökkuð góð störf á bæjarstjórnarfundinu.

Ágústa er fædd árið 1971 og hún er gift Herði Svavarssyni rafvirkja og þau eiga þrjú börn, Andrés Má,  Aðalheiði Rósu og
Ólaf Elías.

Ágústa Rósa Andrésdóttir.

 

Eftirtaldir sóttu um starfið:

Ágústa Rósa Andrésdóttir
Baldvin Bjarki Baldvinsson
Daisy Heimisdóttir
Ellert Baldur Magnússon
Eyrún Ída Guðjónsdóttir
Finnbogi Rafn Gudmundsson
Guðbjartur Máni Gíslason
Helena Rúnarsdóttir
Helgi Magnússon
Indriði Jósafatsson
Ingimar Elí Hlynsson
Magnús Gísli Sveinsson
Óli Þór Júlíusson
Pétur V. Georgsson
Ragnheiður Smáradóttir
Sturlaugur Sturlaugsson
Valdimar Leó Friðriksson


Eva Björg Ægis­dóttir frá Akranesi fékk í dag afhent spennu­sagna­verð­launin Svart­fuglinn fyrir bókina Marrið í stiganum.

Eliza Reid, forsetafrú, af­henti verðlaunin.

 

Yrsa Sigurðar­dóttir og Ragnar Jónas­son eru hug­mynda­fræðingarnir að baki verð­laununum sem ætluð eru höfundum sem ekki hafa áður sent frá sér glæpa­sögu. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Eva er eins og áður segir frá Akranesi en foreldrar hennar eru Ægir Jóhannsson og Sigríður Björk Kristinsdóttir.




Í áliti dómnefndar um bókina segir meðal annars: „Sagan er grípandi og spennandi samhliða því að veita innsýn í myrkan og sáran veruleika. Fléttan er fagmannlega unnin, söguþráðurinn sterkur og sögulokin koma lesandanum á óvart.“

Verðlaunin nema 500.000 krónum auk hefðbundinna höfundarlauna. Sigurvegaranum býðst einnig samningur við umboðsmanninn David H. Headley en tímaritið Bookseller útnefndi hann sem einn af 100 áhrifamestu mönnum breskrar bókaútgáfu árið 2015.

Eva er með MSc gráðu í alþjóðamálum frá Tækniháskólanum í Þrándheimi og BA gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands. Hún starfar hjá fyrirtækinu Maskína en hún hefur einnig starfað á þróunarsviði VÍS tryggingafélags, verið aðstoðamaður við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og sem starfsmaður á alþjóðasviði hjá utanríkisráðuneytinu í Noregi. Þá hefur hún starfað sem fyrsta flugfreyja hjá flugfélaginu Wow Air.




Skagafrettir.is hefur frá upphafi verið opinn fréttavefur og markmiðið er að halda áfram á þeirri vegferð.  

Áhugi á efninu er til staðar. Mörg þúsund heimsóknir á hverjum degi á skagafrettir.is staðfestir að lesendur hafa áhuga á jákvæðum fréttum úr nærsamfélaginu.

Þú kæri lesandi getur tekið þátt í að efla fréttavefinn skagafrettir.is með þínu framlagi. Slíkur stuðningur er afar mikilvægur fyrir bæjarfréttamiðla.

Það er hart sótt að bæjar - og staðarfréttamiðlum á Íslandi - og slíkir miðlar eru í raunverulegri útrýmingarhættu. 

Skagafréttir fóru í loftið í nóvember 2016 og frá þeim tíma hafa vel á fjórða þúsund fréttir verið skrifaðar á skagafrettir.is.

Skagafréttir ehf.
552-26-11875
440219-0550

Frjáls framlög frá lesendum eru styrkasta stoðin í rekstri Skagafrétta. Slíkur stuðningur er afar mikilvægur og hvatning til að halda áfram að miðla því öllu því jákvæða sem er í gangi á Akranesi og hjá Skagamönnum nær og fjær.

Frjáls framlög gefa jákvæða strauma og kraftmeiri fréttaflutning.


Skagafréttir ehf.
552-26-11875
440219-0550

Kærar þakkir fyrir allar heimsóknirnar á skagafrettir.is og stuðninginn.


Skagafréttir ehf.
552-26-11875
440219-0550

http://localhost:8888/skagafrettir/2021/03/18/baejarmidlarnir-eru-i-raunverulegri-utrymingarhaettu/


Ungir og efnilegir leikarar með sterka tengingu á Akranes leika stórt hlutverk í nýrri kvikmynd sem frumsýnd verður þann 23. mars 2018. Myndin heitir Víti í Vestmannaeyjum og er fjölskyldumynd með vísun í sannsögulega atburði. Viktor Benóný Benediktsson, 12 ára, og Theodór Ingi Óskarsson, 11 ára, fengu að upplifa það að leika í þessari mynd og skagafrettir.is fékk þá félaga til þess að segja aðeins frá þeirra upplifun. Stiklu úr myndinni má sjá hér neðst í fréttinni.

Myndin verður að sjálfsögðu sýnd í Bíóhöllinni á Akranesi, laugardaginn 24.  mars og sunnudaginn 25. mars.

Viktor og Theodór ætla sér að lesa meira en þeir hafa gert áður og leiklistinn hefur svo sannarlega fangað athygli þeirra.

Theodór og Viktor

Nafn: Viktor Benóný Benediktsson.

Aldur: 12 ára.
Skóli: Breiðagerðisskóli.
Bekkur: 7 bekkur.
Besti maturinn: Hamborgarahryggur og Sushi.
Besti drykkurinn: Vatn.
Besta lagið/tónlistin. Michael Jackson – Beat It.
Á hvað ertu að horfa þessa dagana? (sjónvarpsþættir)
Stranger things 2 og Friends.

 

Ættartréð:
Benedikt Steinar Benónýsson er pabbi minn og Íris Dögg H Marteinsdóttir er stjúpmamma mín, og systkini mín eru þau Tindur Marinó (5 ára) og Hafrún Embla (11 ára).
Auður Valdís Grétarsdóttir er mamma mín og stjúppabbi minn er Guðmundur Ingiberg Arnarsson, og systkini mín eru Elmar Benvý (4 ára) og Arnar Levý (6 ára). Og ekki má gleyma ömmu minni sem heitir Hulda Jónína Jónsdóttir

Theodór ásamt systkinum sínum.


Hvernig kom það til að þú fékkst hlutverk í myndinni?

„Ég mætti í nokkrar prufur fyrir myndina, mamma sá auglýsingu fyrir prufurnar á Facebook.“

Hefur þú leikið áður í kvikmynd?
„Já, en oftast bara í aukahlutverkum og í þáttum. T.d. Fyrir framan annað fólk og Loforði.“

Hefur þú áhuga á leiklist?
„Já mjög mikinn áhuga, ég ætlaði að verða lögga þegar ég yrði stór. En svo kynntist ég kvikmyndaheiminum og fann að þetta var ætlað mér.“

Ertu að æfa fótbolta og með hvaða liði þá?
„Nei, ég æfði fótbolta en er í pásu. Æfi í dag Handbolta með Víkingi og er markmaður.“


Framtíðardraumar þínir, hverjir eru þeir?

„Að það komi stjarna með nafninu mínu á Hollywood Boulevard.“

Hvað er það eftirminnilegasta sem gerðist við tökurnar á myndinni?
„Þegar var fyrsti tökudagurinn í Eyjum og það var brjálað veður.“

Hvert er vandræðalegasta atvikið sem gerðist við tökurnar á myndinni?
„Þegar ég fékk hiksta í miðri töku.“

Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan leiklist og fótbolta?
„Vinir mínir og snjóbretti.“

Lestu mikið, bækur og slíkt?
„Nei, en ég er að bæta mig í því.“

Hefur þú lesið aðrar bækur sem eru eftir höfundinn á Víti í Vestmannaeyjum?
„Já, Amma er Best (mæli með henni ;).“

Langar þig að taka þátt í fleiri slíkum kvikmyndaverkefnum?
„Auðvitað, ef þið viljið fá mig í verkefni hringið þá í mig.“

ÍA og Akranes, hvernig er tengingin þín?
„Ég fæddist á Akranesi og kom reglulega til pabba á Akranes. Ég var líka mikið í sveitinni hjá ömmu og afa. Ég var mjög ungur þegar ég átti heima á Akranesi en man mjög vel eftir því þegar eg fór á Langasand hjá Fríðu frænku og man líka þegar ég fór í Jaðarsbakkalaug með afa það var mjög skemmtilegt.“

Nafn: Theodór Ingi Óskarsson.

Aldur: 11 ára.
Skóli: Norðlingaskóli.
Bekkur: 6. bekkur.
Besti maturinn: Fajitas.
Besti drykkurinn: Vit-Hit og Sparkling ICE.
Besta lagið/tónlistin: Perfect með Ed Sheeran.
Á hvað ertu að horfa þessa dagana? (sjónvarpsþættir): Horfi lítið á sjónvarpsþætti en stundum á bíómyndir. Horfði síðast á Home Alone.

 

Ættartréð: Foreldrar mínir eru Óskar Örn Guðbrandsson og Áslaug Ósk Hinriksdóttir. Systkini mín eru Þuríður Arna (15 ára), Oddný Erla (13 ára), Hinrik Örn (9 ára) og Jóhanna Ósk (4 ára).


Hvernig kom það til að þú fékkst hlutverk í myndinni?
„Ég fór í prufur sem voru auglýstar og var svo valinn eftir þær.“

Hefur þú leikið áður í kvikmynd?
„Nei“.

Hefur þú áhuga á leiklist?
„Já og mig langar að leika meira.“

Ertu að æfa fótbolta og með hvaða liði þá?
„Já ég er að æfa með 5. flokki í Fylki.“

Framtíðardraumar þínir, hverjir eru þeir?
„Mig langar að vera fótboltamaður og leikari.“

Hvað er það eftirminnilegasta sem gerðist við tökurnar á myndinni?
„Þegar við vorum útá sjó og loftnet á bátnum rakst upp í kletta og datt af. Þá varð ég soldið hræddur.“

Hvert er vandræðalegasta atvikið sem gerðist við tökurnar á myndinni?
„Í sömu bátsferð átti ég að fara með langan texta en gleymdi honum alveg.“

Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan leiklist og fótbolta?
„Ég er líka að æfa badminton í TBR. Ég fylgist líka mjög vel með enska boltanum.“

Lestu mikið, bækur og slíkt?
„Nei ég er ekki mjög duglegur að lesa.“

Hefur þú lesið aðrar bækur sem eru eftir höfundinn á Víti í Vestmannaeyjum?
„Já ég hef lesið þær allar og þær eru mjög skemmtilegar. Hef líka lesið bækur eftir Þorgrím Þráinsson.“

Langar þig að taka þátt í fleiri slíkum kvikmyndaverkefnum?
„Já það væri gaman. Hef leikið smá eftir sumarið.“

ÍA og Akranes, hvernig er tengingin þín?
„Pabbi minn er frá Akranesi og amma og afi og systur pabba búa þar í dag ásamt fjölskyldum sínum.“

Myndin Víti í Vestmannaeyjum er byggð á fyrstu bókinni í vinsælum barnabókaflokki eftir Gunnar Helgason. Ár hvert er haldið stórt fótboltamót fyrir krakka í Vestmannaeyjum og þetta ár mætir hinn tíu ára Jón Jónsson til þess að keppa með Fálkum. En þegar hann kynnist Ívari, strák úr ÍBV sem á bágt heima fyrir, þarf Jón að vaxa hraðar úr grasi en hann óraði fyrir, bæði innan og utan vallar.

Bragi Þór Hinriksson leikstýrir en handrit skrifa Jóhann Ævar Grímsson, Gunnar Helgason og Ottó Geir Borg. Sagafilm framleiðir




Guli liturinn hefur verið einkennismerki ÍA í langan tíma en Íþróttabandalag Akraness var stofnað árið 1946.

En hvers vegna var guli liturinn fyrir valinu?, og kemur Dortmund í Þýskalandi við sögu í valinu á litnum?

Skagafréttir leituðu að sjálfsögðu í sagnabrunninn Jón Gunnlaugsson til þess að fá úr þessu skorið. Jón var leiftursnöggur að svara þegar hann var inntur eftir því hvort hann vissi eitthvað um valið á gula litnum.

„Söguna má rekja til ársins 1950 þegar Karl Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins og leikmaður Fram, var í námi í íþróttafræðum í Köln í Þýskalandi,“ segir Jón en Karl hafði þjálfað lið ÍA árið 1948 samhliða því að hann lék með Fram.

„Þessi tenging Karls við ÍA varð til þess að Guðmundur Sveinbjörnsson þáverandi formaður ÍA hafði samband við Karl í Þýskalandi. Guðmundur óskaði eftir aðstoð við að útvega búninga fyrir ÍA. Áður en þessi búningur kom þá lék liðið í hvítum skyrtum og bláum buxum. Á þessum árum mættu leikmenn til leiks í hvítu spariskyrtunum sínum.“

 

Guðmundur hafði þá ósk að fá búninga sem skáru sig frá þeim litum sem voru notaðir af knattspyrnuliðunum í Reykjavík. Rauði liturinn var Valsbúningurinn, sá blái hjá Fram, og KR var með hvítar og svartar rendur á búningunum.

„Karl keypti búninga eins og óskað var eftir. Hann valdi gulan og svartan búning og þannig var liturinn ákveðinn,“ segir Jón.

Skagamenn klæddust þessum búningi fyrst vorið 1951 og þá var komið nýtt merki og urðu Íslandsmeistarar, fyrstir liða utan Reykjavíkur. Á sama tíma og nýji búningurinn kom var merki félagsins líka breytt í það sem enn er notað í dag.

Auglýsing



Auglýsing










Í dag hófst formleg söfnun í minningarsjóð Arnars Dórs Hlynssonar. „Hjá okkur hjá Sansa verður þannig háttur á að í þessari pöntunarviku, sem stendur fram til miðnættis 10. janúar munu 750 kr. af hverjum matarpakka fara í minningarsjóð Arnars Dórs.

„Arnar Dór Hlynsson var topp náungi en ótrúlega óheppinn með veikindi. Hann kvartaði samt aldrei. Minningarsjóður Arnars Dórs er stofnaður af Sansa, Team ´79 og ÍA. Sjóðurinn mun í framtíðinni styðja við bakið á góðum málum sem tengjast uppáhaldsíþróttum Arnars Dórs,“ segir Þórður Már Gylfason eigandi Sansa við skagafrettir.is.

ÍA mun hafa umsjón með minningarsjóðnum og verður úthlutað úr sjóðnum einu sinni á ári.

„Arnar Dór vinur minn lést þann 14. september 2017, langt fyrir aldur fram. Á þeim tíma var ég að setja fyrirtækið á laggirnar og það gafst enginn tími til þess að gera það sem mig langaði að gera til að heiðra minningu hans. Með hjálp margra þá er þessi minningarsjóðurinn nú til. Árgangur 79 sem Arnar Dór tilheyrði á stóran þátt í þessu ásamt ÍA og foreldrum Arnars Dórs.

Niðurstaðan er sú að minningarsjóður Arnars Dórs mun styrkja þau aðildarfélög ÍA sem hann tengdist. Það eru golf, fótbolti og kraftlyftingar. Arnar Dór var mikill stuðningsmaður knattspyrnunnar, hann var á golfvellinum flesta daga og lyfti lóðum af krafti þess á milli.“

Fyrirtækið Sansa sem Þórður Már setti á laggirnar á Akranesi í fyrra sérhæfir sig í því að útbúa matarpakka fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Óhætt er að segja að viðtökurnar hafi farið fram úr björtustu vonum Þórðar.

„Síðasta vika var sú besta frá upphafi, metvika, og ég vona að þessi vika verði ekki síðri til þess að efla minningarsjóð Arnars Dórs. Og að sjálfsögðu er einn af réttum vikunnar uppáhaldsfiskisúpa Arnars Dórs,“ bætti Þórður Már við.

Fyrir þá sem vilja leggja inn á minningarsjóð Arnars Dórs þá er þetta númerið á styrktarreikningnum:

552-14-350047

kt. 670169-2199





„Það er hægt að nota ýsu eða þorsk í réttinn sem nýtur vinsælda á okkar heimili. Þetta er einfaldur réttur og sósan gerir fiskréttinn að sælkerarétti,“ segir Ástþór Vilmar Jóhannsson sem tók áskorun frá Sævari Frey Þráinssyni bæjarstjóra fagnandi. Bæjarstjóri Akraness reið á vaðið í nýjum fréttaflokki á skagafrettir.is. með uppskrift að áhugaverðum kjúklingarétti.

Markmiðið með þessum fréttaflokki er að safna saman bragðgóðum, einföldum og hollum uppskriftum. Með tíð og tíma verður til staðar sarpur af góðum hugmyndum um notkun á hráefnum þar sem að hollusta og bragðgæði eru höfð að leiðarljósi.

Fiskur hefur verið mikilvæg fæða á Íslandi frá upphafi byggðar og fáar þjóðir borða jafnmikinn fisk og við Íslendingar. Neysla Íslendinga á fiski hefur samt sem áður minnkað á undanförnum árum. Ástþór Vilmar Jóhannsson vill stuðla að breytingum á því sviði með þessari frábæru uppskrift af steiktum fiski með súrsætri sósu.

Fiskur er ákjósanleg fæða fyrir margra hluta sakir. Má þar nefna að í fiski er gæðaprótein, neysla á fiski getur dregið úr offitu, fiskur er næringarrík fæða og tvímælalaust ein sú hollasta matvara sem völ er á. Fisk ættum við ekki að borða sjaldnar en 3 sinnum í viku.

Ástþór Vilmar skorar á Ingu Dóru Jóhannsdóttur, systur sína, að taka við keflinu og koma með næstu uppskrift áður en langt um líður.

Pönnusteikt ýsa/þorskur með súrsætri sósu

Hráefni:

600 gr. Ýsa eða þorskur
Hveiti
1-2 egg
Salt
Pipar
Matarolía eða smjör til steikingar

Sósa:

½ l vatn
100gr.sykur
9 msk vínedik
1 msk tómatkraftur
3 msk sojasósa
Maizena-sósu jafnari
100gr sveppir
1 græn paprika
1 rauð paprika
100 gr Laukur
100 gr blaðlaukur
100 gr ananasbitar

  1. Skerið fiskinn í bita og setjið til hliðar
  2. Setjið vatn,sykur,edik,tómatkraft og soyasósu í pott. Hleypið upp suðu og þykkið með maizena-sósujafnara.
  3. Skerið sveppi,lauk,blaðlauk í sneiðar og papriku í strimla(ekki of fínt)
  4. Brúnið sveppi,lauk, blaðlauk,papriku,og ananasbita í matarolíu og bætið út í sósuna. Sósan þarf ekki að sjóða mikið.
  5. Hrærið eggin saman og kryddið hveitið með salti og pipar. Veltið fiskinum fyrst upp úr hveitinu og síðan egginu.
  6. Steikið fiskinn í olíu eða smjöri og rétturinn er tilbúinn.

Meðlæti:

Berið réttinn fram með hrísgrjónum eða kartöflum.
Þessi sósa er einnig sérlega ljúffeng með steiktu kjöti.

http://localhost:8888/skagafrettir/2020/09/04/kjuklinga-pad-krapow-er-vinsaell-rettur-a-heimili-saevars-freys/





Bæjarstjóri Akraness ríður á vaðið í nýjum fréttaflokki á skagafrettir.is. Markmiðið er að safna saman bragðgóðum, einföldum og hollum uppskriftum. Með tíð og tíma verður til staðar sarpur af góðum hugmyndum um notkun á hráefnum þar sem að hollusta og bragðgæði eru höfð að leiðarljósi.

„Þetta er mjög vinsæll réttur á heimilinu en ég fletti upp uppskrift að honum sumarið 2018 þegar fótboltastrákunum var bjargað úr hellinum í Taílandi. Í einni fréttinni kem fram að Pad Krapow með kjúklingi var það fyrsta sem þeir báðu um að borða og ákvað ég að elda þennan rétt þeim til heiðurs daginn sem þeim var bjargað. Þessi réttur með salati dugar auðveldlega fyrir fjóra,“ segir Sævar Freyr Þráinsson.

Sævar Freyr skorar á Ástþór Vilmar Jóhannsson að taka við keflinu og koma með næstu uppskrift en verkefnið er hluti af „Heilsueflandi Samfélagi“ á Akranesi.

Kjúklinga Pad krapow

Hráefni (mæli með að gera hráefni tilbúið fyrirfram því það tekur bara um 12-15 mín að elda):

3 til 4 msk olía

3 chilli fræ hreinsuð og skorin í sneiðar (ég skar smátt. (hef fræin af einu chilli með til að hafa hann bragð sterkari)

3 skallottulaukar, skornir í þunnar sneiðar (ég skar smátt)

5 hvítlauksrif skorin í þunnar sneiðar

600-700 gr kjúklingalæri beinhreinsuð án skinns (set í matvinnsluvél og tæti kjúkling niður í hakk) Ekki henda kjúklingafitu hún bráðnar og gefur bragð)

1 msk sykur (pálma/kókossykur ef til)

3 msk soyasósa

1 1/2 msk fiskisósa

1/2 bolli kjúklingasoð (ég hitaði vatn í örbylgju og leysti upp 1/2 tening)

1 búnt Thai basil lauf (má sleppa og hefur ekki mikil áhrif á réttinn eða nota ferskt venjulegt. Thai basil er til í asísku búðunum í Rvk).

Leiðbeiningar:

Sjóðið hrísgrjón á meðan. Hæfilegur skammtur fyrir fjóra ættu að vera 3 bollar af grjónum. Þarf töluvert með þessum rétt.

Setja stóra pönnu á hæsta hita, bætið við olíu, chilli, skallottulauk og hvítlauk, og steikið í 1-2 mínútur þar til búið að mýkjast og jafnvel farið að brúnast lítillega í endum. Bætið við kjúklinga ”hakkinu” og steikið í um 5 mín þar til farið að brúnast lítillega. Tryggið að kjúklingurinn loði ekki saman og reynið að brjóta niður stærri bita.

Bætið við sykur, soyasósu, og fiskisósu. Steikið í aðra mínútu og jafnvel lengur þar til soð hefur að mestu horfið. Bætið þá út í kjúklingasoði og eldið áfram þar til mest af soðinu er horfið og farið að hjúpa kjúklinginn. Þetta á ekki að taka langan tíma 5-7 mín því pannan er á hæsta hita. Bætið við basil laufum og steikið í stutta stund þar til þau hafa visnað og blandast réttinum.

Berið fram með ríflegu magni af hrísgrjónum í skál þar sem hver og einn bætir ofan á réttinum og soyasósu að smekk hvers og eins.

Pad krapow með hrísgrjónum án salats stendur vel undir væntingum. Ef eldað er fyrir fleiri þá er auðvelt að tvöfalda allt í réttinum en gera þarf ráð fyrir lengri tíma í að sjóða niður vökva.

Asískt salat

70 gr jöklasalat skorið smátt.
70 gr rauðkál skorið í þunnar ræmur.
1/2 appelsínugul papríka (eða rauð eða gul) skorin í þunnar sneiðar.
50 gr gulrætur rifnar eða sneiddar þunnt.
1 vorlaukur skorin í þunnar sneiðar.
1 msk steinselja skorin smátt.
80 gr edamame baunir (fást frosnar belg hreinsaðar í flestum búðum nú orðið).
1 /2 tsk ferskt engifer saxað smátt.
1 hvítlauksrif saxað smátt.
1/2 msk soya sósa.
1 msk hlynsíróp (eða hunang).
1 msk hrísgrjóna edik (eða sítrónusafi).
1 msk extra virgin olívu olía.
1/2 msk ristuð sesam olía.
1 msk sesam fræ (má sleppa).

Leiðbeiningar:

Allt skorna hráefnið sett í skál og blandað vel saman. Fljótandi hráefnum blandað saman og svo sett út í salatskálina og öllu velt saman.

Kær kveðja, Sævar Freyr Þráinsson.



Auglýsing



Það er ekkert leyndarmál að Skagamaðurinn Ólafur Þórðarson segir það sem hann meinar – og hann liggur ekki á skoðunum sínum. 

Ummæli Ólafs á ýmsum málum hafa verið til umfjöllunar í fréttamiðlum á landsvísu og vakið mikla athygli.

Á Þorrablóti Skagamanna lék Ólafur stórt hlutverk í skemmtiatriði 1978 árgangsins – og má sjá það hér fyrir neðan.

Ólafur Þórðarson er einn þekktasti knattspyrnumaður Skagamanna fyrr og síðar. Landsliðsmaður til margra ára og lykilmaður í hinu sigursæla liði ÍA sem mokaði inn titlum seint á síðustu öld.

Ólafur snéri sér að þjálfun eftir að ferlinum lauk og undir hans stjórn varð karlalið ÍA m.a. Íslandsmeistari árið 2001.

ÍA hefur ekki náð að landa Íslandsmeistaratitli í mfl. karla frá árinu 2001.

Auglýsing



Auglýsing



Auglýsing



Auglýsing



Auglýsing



Auglýsing




Parhús sem er í byggingu við Seljuskóga á Akranesi hefur vakið athygli. Um er að ræða fyrsta slíka húsið sem reist er á Íslandi. Byggingarefnið er krosslímt timbur og koma einingarnar frá Binderholz fyrirtækinu í Austurríki.

Strúktúr ehf. á Íslandi flutti húsið inn fyrir Bjarna Inga Björnsson og Jón Þór Jónsson sem eru að byggja húsið.

Knattspyrnumaðurinn Ólafur Þórðarson stjórnaði ÞÞÞ krananum í þessu verki af stakri list eins og sjá má í þessu myndbandi sem nýlega var birt á youtube. Og það var Skagamaðurinn Hjalti Sigurbjörnsson sem tók myndbandið.