Jörundur Óli Arnarsson og Maron Rafn Bjarkason stóðu upp sem sigurvegarar í sínum riðli á tvíliðaleiksmóti BH sem fram fór í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði nýverið. Skagamennirnir, sem keppa fyrir Badmintonfélag Akraness, sigruðu í U13 ára flokki í riðli sem nefndur var eftir Jonatan Christie. Andri Viðar Arnarsson og Birgir Viktor Kristinsson, sem keppa einnig...
Knattspyrnufélag ÍA hélt aðalfund þann 20. febrúar s.l. þar sem að Eggert Hjelm Herbertsson var endurkjörinn sem formaður félagsins. Töluverðar breytingar verða á stjórn félagsins en alls eru 9 í stjórn, fimm karlar og fjórar konur. Fimm nýir aðilar voru kjörnir í stjórn félagsins á aðalfundinum – en fjölmenni mætti á fundinn. Þetta kemur fram í tilkynningu...
Okkar Akranes er nýr samráðsvefur sem eykur möguleika íbúa á lýðræðislegri þátttöku í ákvarðanatöku ýmissa verkefna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað. Í fyrsta „Okkar Akranes“ verkefninu er efnt til hugmyndasöfnunar sem snýr að grænum og opnum svæðum.Verkefnið í heild sinni er þríþætt; hugmyndasöfnun, rafræn kosning og framkvæmd. Markmið verkefnisins er að hvetja íbúa til að...
Blikksmiðja Guðmundar hefur á undanförnum árum verið einn vinsælasti og heitasti staðurinn hjá yngri kynslóðinni á Akranesi á Öskudaginn.Þar á bæ hafa starfsmenn tekið vel á móti börnum á þessum hátíðisdegi og í ár verður engin breyting þar á. Öskudagurinn er á morgun, miðvikudaginn 22. febrúar 2023Emil Sævarsson framkvæmdastjóri Blikksmiðju Guðmundar segir í samtali við Skagafréttir...
Hanna Dóra Sturludóttir messósópransöngkona og Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari koma fram á næstu tónleikum Kalman listafélags í Vinaminni á Akranesi fimmtudaginn 23. febrúar kl. 20. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.Á efnisskrá tónleika Hönnu og Snorra eru lög og aríur úr ýmsum áttum. Efnistökin eru lífið; ástir, draumar og söknuður í lífi hvers manns....
Árnahús við Sólmundarhöfða var til umræðu í bæjarráði Akraness enn og aftur þar sem fjallað var um álit stjórnar Höfða á endurbótum á Árnahúsi við Sólmundarhöfða 2. Eins og áður hefur komið fram á skagafrettir.is lýsti bæjarráð yfir áhuga á að endurgera Árnahús við Sólmundarhöfða. Í bókun ráðsins frá því í janúar kemur fram að verkefnið gæti orðið...
Karlalið ÍA fékk lið Vals í heimsókn í dag í Lengjubikarkeppni KSÍ. Leikurinn fór fram við fínar aðstæður í Akraneshöllinni. Gestirnir komust yfir á 28. mínútu Sigurður Egill Lárusson skoraði eftir mistök í vörn ÍA. Það gekk á ýmsu það sem eftir lifði leiks og bæði lið fengu góð færi. Aron Jóhannsson, leikmaður Vals, fékk rautt spjald...
Karlalið ÍA gerði sér lítið fyrir og sigraði topplið Hamars í gær í 1. deild Íslandsmótsins, 97-91. Leikurinn fór fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Með sigrinum færðist lið ÍA nær næstu liðum í töflunni en ÍA er samt sem áður í næst neðsta sæti deildarinnar. Sigur ÍA kom án efa flestum á óvart þar sem að Hvergerðingar...
Oliver Stefánsson mun leika með Íslandsmeistaraliði Breiðabliks á næstu leiktíð – en Skagmaðurinn hefur gert samning við félagið út árið 2025. Oliver er fæddur þann 3. ágúst árið 2002 og verður því 21 árs á þessu ári. Hann lék með ÍA á síðustu leiktíð þar sem hann var í láni frá sænska liðinu Norrköping. Oliver gerði starfslokasamning...
Í nýjustu upplýsingum um mannfjölda á Íslandi sem birtur er á vef Hagstofu Íslands kemur fram að íbúar á Akranesi voru alls 8.035 í þann 1. febrúar 2023. Frá því í desember 2021 hefur íbúum á Akranesi fjölgað úr 7.838 í 8.035 eða um 197 einstaklinga. Til samanburðar þá voru rétt rúmlega 900 íbúar á Akranesi fyrir...