Snæbjörn Gíslason fagnar 104 ára afmæli sínu í dag en hann fagnar deginum með afmælisköku og kaffi á Dvalarheimilinu Höfða þar sem hann er búsettur. Snæbjörn er elstur núlifandi íslenskra karla. Snæbjörn er fæddur á Litla-Lambhaga í Skilmannahreppi 22. febrúar 1918, sonur Gísla Gíslasonar bónda og kennara og Þóru Sigurðardóttur. Hann átti sjö systkini sem...
Starfsstöðvum Fjöliðjunnar hefur fjölgað á undanförnum misserum. Þær sérútbúnu bifreiðar sem nýttar eru til þess að flytja þjónustuþega á milli starfsstöðva ná ekki að anna þeim verkefnum sem þarf að leysa á hverjum degi. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs. Bæjarráð hefur samþykkt þá ósk frá velferðar- og mannréttindasviði Akraneskaupstaðra og forstöðumanns Fjöliðjunnar að leigður...
Íþróttaálfurinn og Solla Stirða eru enn vel þekktar stærðir hjá yngri kynslóðinni og njóta vinsælda. Krakkarnir á leikskólanum Garðaseli fengu skemmtilega heimsókn á dögunum þar sem að Íþróttaálfurinn og Solla sungu og dönsuðu með nemendum og starfsfólki skólans. Þar gerðu nemendur ýmsar æfingar með gestunum og var einnig mikið spjallað og spurt um allt á...
Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U15 kvenna í knattspyrnu, hefur 30 leikmenn í æfingahóp sem mun æfa helgina 28. febrúar – 1. mars. Æfingarnar fara fram í Skessunni í Hafnarfirði. Einn leikmaður úr röðum ÍA er í hópnum, Sunna Rún Sigurðardóttir. Leikmennirnir koma frá 13 félögum víðsvegar af landinu. Flestir eru frá Stjörnunni og Val. Stjarnan...
Torgið er nafnið á nýrri hárgreiðslustofu sem opnar á næstunni í húsi við Akratorg sem heitir Akurholt. Þetta kemur fram í pistli á fésbókarsíðu Miðbæjarsamtaka Akraness og þar á bæ er þessum tíðindum fagnað ákaflega. Ína Dóra Ástríðardóttir og Ólöf Una Ólafsdóttir eru í þessu verkefni saman en þær eru báðar þaulreyndar í faginu og...
Í gær greindust tæplega 2.400 einstaklingar með Covid-19 smit á landinu og um 50% af sýnum sem tekin voru reyndust jákvæð. Um 13 þúsund einstaklingar á landinu öllu eru í einangrun samkvæmt upplýsingum á covid.is Á Vesturlandi eru tæplega 620 í einangrun vegna Covid-19 og þar af eru 353 á Akranesi. Þetta er mesti fjöldi...
Þýska fyrirtæki Baader hefur eignast allt hlutafé í Skaginn 3X, en samningur þess efnis var undirritaður í dag. Þetta kemur fram á vef Skessuhorns. Í lok ársins keypti 60% hlutafjár í Skaginn 3X í lok ársins 2020. Baader hefur nú keypt eftirstandandi 40% hlut af IÁ-hönnun, fyrirtækis í eigu Ingólfs Árnasonar frumkvöðuls og fjölskyldu hans....
Aðalfundur Knattspyrnufélags ÍA fór fram fimmtudaginn 17. febrúar 2022. Rekstur félagsins gekk vel á síðasta ári, tæplega 250 milljóna kr. velta og rekstrarafgangur tæplega 19 milljóna kr. Leikmenn úr röðum ÍA skapa töluverðar tekjur í rekstri félagsins en tekjur af sölu leikmanna námu um 42 milljónum kr. á síðasta ári og gert er ráð fyrir...
Miðbæjarsamtökin Akratorg, sem stofnuð voru á dögunum, sendu nýverið fyrirspurn á bæjarstjóra varðandi verlaunalýsinguna á Akratorginu sem hefur verið slökkt undanfarna mánuði. Bæjarstjórinn, Sævar Freyr Þráinsson, brást hratt við og Ólafur Páll Gunnarsson formaður miðbæjarsamtakanna var í framhaldinu beðinn um að taka að sér stýringu ljósanna. En þess má geta að Ólafur Páll býr rétt...
Kraftlyftingafélag Akraness og Hnefaleikafélag Akraness hafa á undanförnum mánuðum verið „heimilislaus“ hvað varðar æfingaaðstöðu. Félögin hafa verið með aðstöðu í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu en aðstæður í því rými eru með þeim hætti að ekki er hægt að nota þá aðstöðu að svo stöddu. Raki og mygla eru í kjallara íþróttahússins og loftgæðisvandamál eru því...