„Markmiðið með barna – og unglingastarfi Akraneskirkju er að fá sem flesta til að hittast og eiga skemmtilega samverustund,“ segir Þóra Björg Sigurðardóttir prestur við Akraneskirkju. Þóra Björg hefur umsjón með barna – og unglingstarfinu en henni til aðstoðar eru Ástráður og Fannar. „Við erum með aðstöðu í Gamla Iðnskólanum við Skólabraut – á bak...
Aðsend grein frá landshlutasamtökum sveitarfélaga: „Taktu þátt og hafðu áhrif“. Það getur þú gert með því að taka þátt í íbúakönnun landshlutanna sem er nú í gangi um allt land. Þetta er sagt vegna þess að hún hefur hingað til nýst okkur hjá landshlutasamtökunum í að meta og hafa yfirlit yfir raunverulega stöðu okkar á...
Í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi er starfandi heilsueflingarteymi sem vinnur að því að bæta heilsuhegðun nemenda og starfsfólks. FVA er heilsueflandi framhaldsskóli og í skólanum er unnið markvisst að því að gera holla valið varðandi næringu að auðvelda valinu. Margrét Þóra Jónsdóttir, kennari við FVA og næringarfræðingur, sem er betur þekkt sem Gréta Jónsdóttir segir...
Akranesmeistaramótið í sundi á sér langa sögu. Keppt var um Akranesmeistaratitlana föstudaginn 11. september s.l. Keppnin fór fram í Jaðarsbakkalaug en alls tóku 26 keppendur þátt en keppt var í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum. Keppendur voru 11 ára og eldri og tókst mótshaldið mjög vel. Að venju voru veitt verðlaun fyrir stigahæstu sundin. Sindri...
Tveir leikmenn úr röðum ÍA eru í hópi 66 drengja sem valdir hafa verið í Hæfileikamótunarhóp KSÍ og N1. Skagamaðurinn Lúðvík Gunnarsson er yfirmaður Hæfileikamótunar hjá KSÍ. Hópurinn mun æfa saman helgina 19.-20. september í Egilshöll. Leikmennirnir koma frá 26 félögum víðsvegar af landinu. Hópurinn Enes Þór Cogic – AftureldingHrafn Guðmundsson – AftureldingSindri Sigurjónsson –...
Á Íslandi gilda barnaverndarlög sem gera ráð fyrir því að börn fái þá vernd og umönnun sem þau þurfa. Öll börn eiga rétt á að vera örugg og líða vel. Ást og umhyggja er börnum nauðsynleg og tilfinningaleg tengsl hafa bein áhrif á þroska barna. Öll börn eiga rétt til náms og eiga rétt á...
Helgi Jóhannesson, landsliðsþjálfari í badminton, hefur valið landsliðshópa 13 ára og yngri og 15 ára og yngri. Fjórir leikmenn úr röðum ÍA eru í landsliðshópnum, þrír drengir og ein stúlka Arnar Freyr Fannarsson, Arnór Valur Ágústsson, Máni Berg Ellertsson og Sóley Birta Grímsdóttir. Landsliðshópur U13-U15 Birgitta Valý Ragnarsdóttir TBR Óðinn Magnússon TBR Emma Katrín Helgadóttir...
Félagar úr Björgunarfélagi Akraness komu áhöfn á skútu til bjargar á Faxaflóa í gær. Skútan var á siglingu um Faxaflóann en lenti í miklum mótbyr á leiðinni til hafnar. Samkvæmt frétt á mbl.is var skútan ekki í bráðri hættu en áhöfnin óskaði eftir aðstoð frá Landhelgisgæslunni um kl. hálfníu í gærkvöld. Björgunarskipið Jón Gunnlaugsson var...
Á sameiginlegum fundi skóla- og frístundaráðs og bæjarráðs Akraness sem fram fór s.l. föstudag var samþykkt að hætta við ráðningu í stöðu forstöðumanns íþróttamannvirkja á Akranesi. Ástæðan eru fyrirhugaðar skipulagsbreytingar hjá Akraneskaupstað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað. Staðan var auglýst um miðjan júlí s.l. og sóttu 15 aðilar um starfið en umsóknarfrestur rann...
Rekstrarniðurstaða samstæðu Akraneskaupstaðar, þ.e. A- og B- hluta, var neikvæð um samtals -28,2 m.kr. fyrir fyrstu sex mánuði ársins en áætlun tímabilsins gerði ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð -92,5 m.kr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað. Framlegð tímabilsins, eða EBITDA, nam samtals 89,4 m.kr. og nemur framlegðarhlutfallið því 2,2% á fyrstu sem mánuðum...