• Í byrjun apríl sl. kynnti Akraneskaupstaður viðspyrnu sveitarfélagins vegna heimsfaraldursins covid-19. Ein af aðgerðum Akraneskaupstaðar var að auka fjárveitingu til viðhalds og framkvæmda á árinu 2020.  Við fjárhagsáætlunargerð ársins 2020 samþykkti bæjarstjórn Akraness heildarfjárfestingar að fjárhæð 1.506 m.kr. Þann 7. maí sl. samþykkti bæjarráð Akraness flýtiframkvæmdir sem var aukning við áðurnefnda fjárhæð um alls kr....

  • Eitt nýtt Covid-19 smit hefur greinst á Vesturlandi undanfarinn sólarhring, samkvæmt nýjum tölum sem Lögreglan á Vesturlandi birti rétt í þessu. Er þetta fyrsta smitið í landshlutanum síðan á mánudaginn í síðustu viku, 4. maí. Covid-19 smit greindist á Vesturlandi á síðasta sólarhring samkvæmt upplýsingum sem Lögreglan á Vesturlandi birti í dag. Smitið greindist á...

  • Í dag tóku forráðamenn Elkem Ísland þá ákvörðun að slökkva á einum af þremur framleiðsluofnum verksmiðjunnar. Ofn 1 verður ekki í notkun í sumar og hefur stöðvunin þær afleiðingar að allir sumarstarfsmenn fyrirtækisins fá ekki vinnu í sumar samkvæmt heimildum Skagafrétta. Starfsmannafjöldinn sem fær ekki vinnu í sumar er á bilinu 20-30 samkvæmt sömu heimildum....

  • Heiðar Mar Björnsson og Hlédís Sveinsdóttir halda áfram að beina kastljósinu að áhugaverðu fólki og viðburðum á Vesturlandi í þáttunum Að Vestan á sjónvarpsstöðinni N4. Hreinsun á orgelinu í Akraneskirkju var til umfjöllunar í síðasta þætti Að Vestan. Björgvin Tómasson, orgelsmiður, og kona hans Margrét Erlingsdóttir, hafa á undanförnum vikum hreinsað kirkjuorgelið í Akraneskirkju. Verkið...

  • „Í dag stigum við stórt skref í átt að opnun landamæranna. Eigi síðar en 15. júní eiga ferðamenn að geta valið um að fara í COVID-skimun í Leifsstöð við komuna til landsins, eða framvísa jafngildu vottorði, í stað þess að fara í tveggja vikna sóttkví eins og nú er skylt,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir...

  • Fimleikafélag Akraness skrifaði á dögunum undir samning við danska þjálfarann Henrik Pilgaard. Hann mun hefja störf í ágúst og verður í 100% starfi frá og með haustinu. Pilgaard er 29 ára gamall og hefur mikla reynslu frá störfum sínum hér á landi. Hann hefur komið að þjálfun landsliða Íslands í hópfimleikum. Á síðsutu árum hefur...

  • „Eftir að hafa notið þeirra forréttinda að starfa með einstaklega frábæru fólki fyrir Hrafnistu og aldraða í 12 ár, í einhverju skemmtilegasta starfi sem til er, hef ég ákveðið að breyta til og fara í spennandi verkefni með Reykjalundi,“ segir Skagamaðurinn Pétur Magnússon á fésbókarsíðu sinni. Tilkynnt var í dag að Pétur verði nýr forstjóri...

  • Knattspyrnulið Kára á Akranesi, sem leikur í 2. deild karla á Íslandsmótinu, er í þjálfaraleit. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu félagsins. Jón Aðalsteinn Kristjánsson lét af störfum í síðasta mánuði, en hann tók við þjálfun liðsins í byrjun nóvember s.l. Ástæðan fyrir uppsögn Jóns Aðalsteins eru breyttar vinnuaðstæður hjá honum vegna Covid19 ástandsins. Forráðamenn Kára...

  • Það er líf og fjör á Bjarteyjarsandi í Hvalfjarðarsveit þrátt fyrir að ferðamenn séu ekki á svæðinu um þessar mundir. Sauðburður stendur nú sem hæst og hafa litrík lömb fæðst í vor. Þar er á meðal er lambið Sólarhringur sem er með skemmtilega litasamsetningu. Sólarhringur er með hvítan lit í aðallit og hálfsvartan haus. Á...

  • Aðsend grein: Í þjóðfélagi þar sem röð og regla ríkir og félagslegt skipulag er viðurkennt dytti ekki nokkrum ráðherra í hug að sýna heilli starfsstétt viðmót eins og grásleppusjómönnum með fyrirvaralausri stöðvun veiða þann 3. maí s.l.  Til þessa ráðs grípur ráðherra á krísutímum í efnahags- og atvinnulífi þegar verið er að róa lífróður á...

Loading...