Monika Joanna Górska hóf störf í upphafi skólaársins 2022-2023 sem móðurmálskennari við Brekkubæjarskóla á Akranesi. Um 30 nemendur í Brekkubæjarskóla eru með pólsku að móðurmáli og mun Górska sinna móðurmálskennslu fyrir pólskumælandi nemendur skólans. Gerard Pokruszynski, sendiherra Póllands á Íslandi, kom nýverið í heimsókn í...
Skagamaðurinn Daníel Ingi Jóhannesson er í íslenska U17 ára landsliði karla sem tekur þátt í undankeppni Evrópumótsins 2023. Mótið fer fram dagana 22. okt. – 1. nóvember í Norður-Makedóníu. Jörundur Áki Sveinsson er þjálfari liðsins. Alls eru 20 leikmenn í landsliðshópnum og koma þeir frá...
Sunna Rún Sigurðardóttir lék með U15 ára landsliði Íslands í knattspyrnu á æfingamóti sem fram fór í Póllandi nýverið. Alls lék Ísland þrjá leiki og var Sunna Rún fyrirliði í fyrsta leik liðsins í 5-2 sigri gegn Tyrklandi. Í öðrum leik liðsins gegn Pólverjum gat...
Skagamaðurinn Jón Þór Finnbogason tók þátt í þremur landsleikjum með íslenska U15 ára landsliði Íslands á æfingamóti sem fram fór í Slóveníu dagana 10.-16. október. Jón Þór var í byrjunarliðinu í tveimur fyrstu leikjunum og kom inná sem varamaður í lokaleiknum. Jón Þór er lengst...
Jón Þór Hauksson, þjálfari karlaliðs ÍA í knattspyrnu, sagði í samtali við fotbolti.net eftir leik ÍA og Leiknis í gær að hann yrði áfram þjálfari liðsins á næstu leiktíð. ÍA er í neðsta sæti Bestu deildar karla þegar tveir leikir eru eftir. Það er ljóst...
Frá og með miðri næstu viku hefst ný þjónusta á Akranesi fyrir börn – og unglinga. Um er að ræða frístundastrætisvagn – en tilgangur verkefnisins er að auðvelda börnum – og ungmennum að komast á íþróttaæfingar og annað frístundastarf eftir að skóla lýkur. Þessi þjónusta...
Schaumberger ungmennakórinn frá Bückeburg í Sachsen í Þýskalandi, kemur í heimsókn til Akraness fimmtudaginn 20. október og býður til tónleika í Vinaminni. Stjórnandi kórsins er Stephanie Feindt og undirleikari er Artur Pacewicz. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og er aðgangur ókeypis. Þetta kemur fram í tilkynningu....
Karlalið ÍA á enn tölfræðilega möguleika á að halda sæti sínu í Bestu deild Íslandsmótsins 2022. En möguleikinn er mjög fjarlægur þar sem að markatala liðsins er miklu verri en FH-inga sem eru í þriðja neðsta sæti þegar tvær umferðir eru eftir. ÍA sótti Leikni...
Á næstunni hefjast framkvæmdir við lengingu á aðalhafnargarðinum í Akraneshöfn. Á vef Faxaflóahafna kemur fram að með framkvæmdinni verði aðgengi fyrir fiskiskip, farþegaskip og önnur þau skip sem höfnin á Akranesi þjónustar betra. Ytri hluti Aðalhafnargarðsins verður lengdur um 120 metra og verður heildarlengd þess...
Skagamaðurinn Jóhann Ársæll Atlason úr ÍA var í íslenska landsliðinu sem tók þátt í boðsmóti í keilu sem fram fór nýverið á Möltu. Jóhann endaði í áttunda sæti í einstaklingskeppninni, hann var í sigurliði í tvímenningskeppni – og liðakeppninni. Auk Jóhanns Ársæls tóku Arnar Davíð...