Haukur Andri Haraldsson var hetja Skagamanna í dag þegar hann tryggði liðinu 2-1 sigur gegn ÍBV í Bestu deild karla í knattspyrnu. Haukur Andri, sem er fæddur árið 2005, skoraði sigurmarkið á 88. mínútu. Áður hafði Kristian Lindberg komið ÍA yfir á 32. mínútu og...
Íslandsmót golfklúbba 2022 í kvennaflokki 50 ára og eldri fór fram á Hólmsvelli í Leiru 18.-20. ágúst. Leyniskonur gerðu sér lítið fyrir og náðu þriðja sætinu eftir sigur gegn Golfklúbbi Kópavogs – og Garðabæjar. Golfklúbbur Reykjavíkur sigraði Golfklúbbinn Keili í úrslitaleiknum. Árangur Leyniskvenna er áhugaverður...
Ívar Orri Kristjánsson hefur á undanförnum árum skipað sér í fremstu röð knattspyrnudómara á Íslandi. Ívar Orri dæmir undir merkjum ÍA og í kvöld fær hann stórt verkefni í riðlakeppni Sambandsdeildar UEFA. Ívar Orri er deildarstjóri æskulýðs- og forvarnarmála í Þorpinu hér á Akranesi. Leikurinn...
Kvennalið ÍA vann stórsigur í kvöld, 11-0, gegn liði Hamars úr Hveragerði á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Með sigrinum bætti ÍA stöðu sína í þriðju efstu deild, 2. deild, töluvert. ÍA er í 5. sæti eftir 10 umferðir og á góða möguleika á að komast í...
Íslandsmeistaramótið í haglabyssugreininni Skeet fór fram á skotvelli Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi um s.l. helgi. Í karlaflokki varð Stefán Gísli Örlygsson úr Skotfélagi Akraness Íslandsmeistari eftir spennandi viðureign við Hákon Þ. Svavarsson nýkrýndan Norurlandameistara. Þeir enduðu á bráðabana þar sem Stefán skaut einni dúfu meira...
Norðurlandameistaramótið í eldsmíði fór fram um liðna helgi á Byggðasafninu á Akranesi. Mikill áhugi var á keppninni og komu á annað þúsund manns að fylgjast með spennuþrunginni smíðinni og þegar tímavörður taldi niður í lok keppni meistara, brutust út fagnaðarlæti með lófataki. Þetta kemur fram...
Á Brekkukambi í Hvalfirði eru uppi hugmyndir um að setja upp 8-12 vindmyllur – þar sem að hver mylla er 250 metra há. Brekkukamburinn sjálfur er 647 metra hár sem samsvarar hæstu tindum Akrafjalls. Nýverið var settur upp undirskriftarlisti til þess að mótmæla þessum áætlunum....
Aðsend grein frá Steinunni Ingu Óttarsdóttur, skólameistara FVA: Í FVA hefst skólaárið með því að endurbætt aðstaða fyrir starfsbraut skólans og náms- og starfsráðgjafa verður tekin í notkun. Framkvæmdir hafa staðið yfir í tæpt ár og er mikil tilhlökkun með nýju rýmin. Starfsbraut er með...
Maðurinn sem lést við sjósund við Langasand hét Elías Jón Sveinsson. Hann var fæddur árið 1966. Elías Jón bjó um margra ára skeið Akranesi sem barn. Foreldrar hans voru þau Sveinn Elías Elíasson og Sveinbjörg Zóphaníasdóttir. Sveinn Elías var bankastjóri Landsbankans á Akranesi. Hann lést...
Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson hefur byrjað tímabilið vel í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með Silkeborg. Lið hans lék sinn fjórða leik á tímabilinu um liðna helgi og þar sigraði Silkeborg 3-1 gegn Álaborg. Stefán Teitur lagði upp eitt marka liðsins og var lykilmaður í leik...