Á miðnætti í kvöld hefst vinna við þrif og almennt viðhald í Hvalfjarðargöngum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.Verkefnið mun standa yfir aðfaranótt þriðjudagsins 10. og miðvikudagsins 11. janúar.Vinna stendur yfir frá kl. 0:00 – 6:30 og verður fylgdarakstur í gegnum göngin meðan unnið er.Brýnt er...
Það er óhætt að segja að bæjarfréttamiðillinn skagafrettir.is hafi fengið viðamikið „tæknilegt“ vandamál í fangið í lok ársins 2022. Yfirfærsla á gögnum á milli hýsingaraðila varð til þess að tæknilegar hindranir komu upp. Aðgengi lesenda að vefnum var skert í nokkra daga og framsetning frétta hefur verið...
Kristín Þórhallsdóttir, var í kvöld kjörin Íþróttamaður Akraness fyrir árið 2022. Þetta er þriðja árið í röð sem kraftlyftingakonan er efst í þessu kjöri en hún keppir fyrir Kraftlyfingafélag Akraness. Sundmaður ársins, Einar Margeir Ágústsson var annar í kjörinu og kylfingur ársins, Björn Viktor Viktorsson, varð...
Þrettándabrennan fer fram í dag, föstudaginn 6. janúar, við Þyrlupallinn á Jaðarsbökkum. Blysför hefst kl 17:00 við Þorpið, Þjóðbraut 13.Björgunarfélag Akraness sér um brennuna og flugeldasýningu sem hefst um kl 17:30. Hægt er að fylgjast með sýningunni meðfram strandlengjunni alveg frá Breið og inn að Höfða og...
Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum í lok ársins 2022 drög að samþykkt um hænsnahald á Akranesi. Í drögunum sem voru samþykkt kemur m.a. fram að leyfishafar geti verið með allt að sex hænur á lóðinni en hanar eru ekki leyfilegir. Almenn lausaganga hænsna er bönnuð...
Akraneskaupstaður er að undirbúa að setja upp grenndarstöðvar á þremur stöðum á Akranesi. Hafist verður handa við uppsetningu þann 20. janúar 2023. Á hverri grenndargámastöð verða gámar fyrir málma, gler, pappi/pappír og plast. Einnig verður möguleiki á að bæta við ílátum fyrir fleiri flokka svo sem textíl,...
Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2023 og þriggja ára áætlun 2024 til 2026 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Akraness um miðjan desember s.l. Einnig var fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun samþykkt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness segir að fjárhagsstaða Akraneskaupstaðar sé mjög góð...
Íbúar á Akranesi geta tekið þátt í kosningunni á Íþróttamanni Akraness fyrir árið 2022. Opnað hefur verið fyrir kosningu í þjónustugátt Akraneskaupstaðar og er kosningin opin frá 28. desember til og með 4. janúar. Þátttakendur þurfa að auðkenna sig í innskráningu með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Kosningin...
Þrír leikmenn úr röðum ÍA hafa verið valdir til að taka þátt á úrtaksæfingum hjá U15 ára landsliði KSÍ í karlaflokki. Æfingarnar fara fram 11.-13. janúar og er Skagamaðurinn Lúðvík Gunnarsson þjálfari liðsins. Leikmennirnir úr röðum ÍA eru Birkir Hrafn Samúelsson, Jón Þór Finnbogason og Sævar Hrafn Sævarsson. Æfingarnar...
Salka Hrafns Elvarsdóttir, markvörður úr ÍA, mun æfa með U-17 ára landsliði kvenna í knattspyrnu dagana 8.-11. janúar n.k. Lilja Björk Unnarsdóttir, fyrrum leikmaður ÍA, og núverandi leikmaður Selfoss er einnig í æfingahópnum.Alls eru 24 leikmenn boðaðir í þessa æfingatörn sem Magnús Örn Helgason landsliðsþjálfari...