Íslenska landsliðið í sundi keppti á alþjóðlegu móti, Glasgow International Swim meet, sem fram fór í Glasqow í Skotlandi um liðna helgi. Þrír keppendur úr röðum ÍA voru í liðinu og Kjell Wormdal yfirþjálfari ÍA var einn af þjálfurum landsliðsins í þessu verkefni. Einar Margeir Ágústsson, Kristján Magnússon og Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir tóku þátt á...
Málefnasamningur Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins vegna meirihlutasamstarfs í bæjarstjórn Akraness kjörtímabilið 2022 – 2026 var undirritaður í dag. Sævar Freyr Þráinsson verður áfram bæjarstjóri. Í málefnasamningnum eru 84 atriði og það eru því fjölmörg verkefni sem bíða úrlausnar hjá meirihlutanum. Í málefnasamningnum kemur fram að leitast verði við að eiga gott samstarf við alla flokka í bæjarstjórn og...
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar kjörtímabilið 2022 – 2026. Þetta kemur fram í tilkynningu. Málefnasamningur meirihlutans hefur verið samþykktur en í inngangi hans segir að leitast verði við að eiga gott samstarf við alla flokka í bæjarstjórn og að stjórnsýslan snúist um að veita íbúunum góða...
100 ára afmælisdagur Knattspyrnufélagsins Kára á Akranesi var eftirminnilegur þrátt fyrir 3-0 tap gegn FH á útivelli í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni karla í gær. Leikurinn fór fram við bestu aðstæður á frábærum grasvelli í Kaplakrika – heimavelli FH-inga. Ólafur Jóhannesson þjálfari FH, sem leikur í Bestu deildinni á Íslandsmótinu, gerði margar breytingar á byrjunarliðinu –...
Það var mikil gleði í leikskólanum Akraseli í dag þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands afhenti skólanum viðurkenningu sem Unesco leikskóli – og er Akrasel fyrsti leikskólinn á Íslandi sem fær slíka viðurkenningu. Til þess að hljóta þessa nafnbót þarf leikskóli að vinna að umhverfisvernd (grænfáni) tengja starf sitt við Heimsmarkmið og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna....
Maron Baldursson sem landsmenn þekkja sem Malli í Sítrónudropunum og einnig sem Kúrekinn Maron gaf nýverið út hljómplötuna „Gresjur Akranes“. Maron, sem er af mörgum talin vera óskasonur Akraness mun selja nýju plötuna í Akranesvita í dag á útgáfutónleikum sem hefjast kl. 16:30. Maron gaf út plötu fyrir tveimur áratugum og hafa margir beðið eftir...
Fjórir Skagamenn eru í A-landsliðshóp karla í knattspyrnu sem leikur fjóra leiki í júní. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari A karla, tilkynnti hópinn fyrr í dag, en Ísland leikur þrjá leiki í Þjóðadeild UEFA og einn vináttuleik. Liðið mætir Ísrael heima og að heiman og Albaníu heima í Þjóðadeild UEFA og San Marínó ytra í vináttuleik....
Knattspyrnufélagið Kári á 100 ára afmæli í dag en félagið var stofnað 26. maí árið 1922. Félagið var endurreist árið 2005 og leikur í kvöld í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni KSÍ gegn stórliði FH á Kaplakrikavelli og hefst leikurinn kl. 19:15. Lið Kára hefur á síðustu fimm árum mætt liðum úr Bestu deild karla þrívegis Mjólkurbikarkeppni...
Eins og áður hefur komið fram á vef Skagafrétta komst karlalið ÍA í 16-liða úrslit Mjólkurbikarkeppni KSÍ í gær með 5-3 sigri gegn Sindra á Höfn í Hornafirði. Leikurinn fór fram á heimavelli Sindra sem leikur í fjórðu efstu deild eða 3. deild Íslandsmótsins en ÍA er í Bestu deildinni – þeirri efstu. Þetta var...
Hvalfjarðarsveit og Íþróttabandalag Akraness skrifuðu í gær undir samning sem tryggir að íbúar í Hvalfjarðarsveit eigi kost á að stunda hvers kyns starf sem fram fer innan Íþróttabandalagsins og aðildarfélaga þess, hvort sem um er að ræða íþrótta-, forvarna-, félagsstarf eða annað. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar. Markmið Hvalfjarðarsveitar með samningnum er...