Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, verður ekki með á Íslandsmótinu í golfi 2020 vegna meiðsla. Valdís Þóra hefur glímt við meiðsli í baki undanfarin misseri en hún bíður eftir niðurstöðum frá læknum varðandi framhaldið hjá sér. Valdís Þóra hefur þrívegis fagnað sigri á Íslandsmótinu í golfi, 2009, 2012 og 2017. „Ég á eftir...
Enginn reyndist smitaður af COVID-19 í skimun Íslenskrar erfðagreiningar á slembiúrtaki íbúa Akraness. Þetta kemur fram á vef RÚV. Alls voru 612 íbúar skimaðir í dag. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, greindi frá þessu við fréttastofu RÚV. Íslensk erfðagreining sendir öllum sem tóku þátt í skimuninni skilaboð um niðurstöðuna á morgun.
Fullt er í skimun Íslenskrar erfðagreiningar sem fram fer á Akranesi í dag. Í gær höfðu 448 bókanir átt sér stað í skimunina vegna Covid-19 en Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness gerir ráð fyrir að um 500 skimanir fari fram í dag á Akranesi. Í færslu á fésbókarsíðu sinni þakkar Sævar Freyr Skagamönnum fyrir góð...
Aðsend grein frá Einari Brandssyni Það er ört vaxandi pólitískur ósiður að nýta sumarleyfistíma til óvinsælla og illa ígrundaðra verka. Slík vinnubrögð afhjúpa um leið veikburða pólitíska forystu. Meirihluti bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar hefur nú ákveðið eftir tæplega tveggja ára japl, jaml og fuður að auglýsa breytingar á aðalskipulagi og skipulagi Skógarhverfis, Garðalundar og Lækjabotna. Þeim fjölgar...
Íslensk erfðagreining mun mæta á sunnudaginn á Akranes þar sem skimað verður fyrir Covid-19 veirunni. Send verða út SMS-skilaboð á íbúa á Akranesi og óskað eftir þeir mæti í skimunina á milli 10-14. Um er að ræða slembiúrtak og aðeins þeir sem eru boðaðir eiga að mæta í skimunina. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness greindi...
Skagamaðurinn Gunnlaugur Jónsson var í gær ráðinn þjálfari knattspyrnuliðs Álftaness. Liðið leikur í 3. deild og hefur gengi liðsins ekki verið gott en Álftanes er á botni deildarinnar. Alls hefur liðið leikið 9 leiki, og uppskeran er einn sigur, tvö jafntefli og sex tapleikir. Gunnlaugur var þjálfari karlaliðs ÍA á árunum 2014-2017. Frá árinu 2009...
Umdæmissóttvarnarlæknir Heilbrigðisstofnunar Vesturlands gaf eftirfarandi upplýsingar í morgun varðandi stöðuna á Covid-19 hópsmits sem kom upp á Akranesi nýverið. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akrness birti þessar upplýsingar á fésbókarsíðu sinni. Upplýsingar morgunsins frá umdæmissóttvarnarlækni HVE: Á Akranesi eru 7 í einangrun og líðan þeirra mun vera góð að sögn heilsugæslulæknis. Þeir eru samstarfsmenn og búa...
„Það þarf ekki að fara langt inn á þjóðveginn til að hitta fyrir heilalausa bílstjóra, við vorum rétt komin út fyrir Akranes, þegar við mættum þessum snillingi,“ skrifar Einar Jónsson á fésbókarsíðu sína þar sem hann birti um leið myndband af stórhættulegum framúrakstri á þjóðveginum við Akranes. Eins og sjá má á myndbandinu forðaði Einar...
Ása Margrét Bjartmarz gaf nýverið út lagið „Dive into the Dark“ undir nafninu OWZA. Ása Margrét á ættir að rekja á Akranes en hún hefur að mestu verið búsett í Svíþjóð. Margrét segir að hún njóti þess í hvert sinn þegar hún komi í heimsókn á Akranes. „Móðir mín, Jónína Dröfn Pálsdóttir (Nína), ólst upp...
„Hvar væru Íslendingar staddir í baráttunni við Covid-19 ef Íslensk erfðagreining hefði ekki verið til staðar og hjálpað okkur í baráttunni?, skrifar Sævar Freyr Þráinsson á fésbókarsíðu sína í dag. Sævar Freyr, sem er bæjarstjóri Akraness, hvetur bæjarbúa til þess að taka þátt í fyrirhugaðri skimun vegna Covid-19. Um er að ræða „slembiúrtak“ sem mun...