• Það styttist í að nýtt fimleikahús verði tekið í notkun á Akranesi. Ný aðstaða mun gjörbylta aðstöðumálum hjá Fimleikafélagi Akraness og ljóst að ný aðstaða gerir það eftirsóknarvert að þjálfa hjá félaginu. Hörður Bent Víðisson mun bætast í öflugt þjálfarateymi Fimleikafélags Akraness en hann skrifaði nýverið undir samning þess efnis. Hörður Bent mun hefja störf...

  • Það stendur til að gera leiksvæði nemenda við Brekkubæjarskóla á Akranesi áhugaverðara til útiveru og leiks. Bæjarráð samþykkti nýverið að setja 10 milljónir kr. til viðbótar því sem áður hafði verið samþykkt í gerð fjárhagsáætlunar. Fyrir liggur tillaga frá starfshópi um endurhönnun grunnskólalóða. Í þeim áfanga felast framkvæmdir við aparólu, nýja boltavelli s.s. körfuboltavöll og...

  • Skipulags- og umhverfisráð Akraness samþykkti á dögunum að settar verði upp öryggismyndavélar í Garðalundi. Þetta kemur fram í fundargerð nefndarinnar. Töluvert hefur borið á skemmdarverkum í Garðalundi og er það mat nefndarinnar að öryggismyndavélar lágmarki líkur á frekari skemmdaverkum. Samkvæmt persónuverndarlögum verður sett upp skilti á svæðinu sem greinir frá því að upptaka sé í...

  • Markvörðurinn Dino Hodzic fór á kostum í liði Kára um liðna helgi í 1-0 sigri liðsins gegn ÍR í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu karla. Leikurinn fór fram í Akraneshöllinni, laugardaginn 11. júlí, en fyrir leikinn hafði Kári ekki landað sigri á Íslandsmótinu. Eins og áður segir fór hinn hávaxni Dino Hodzic á kostum þegar...

  • Kvennalið ÍA og Augnabliks áttust við s.l. laugardag í 16-liða úrslitum í Mjólkurbikarkeppni Knattspyrnusambands Íslands. Leikurinn var æsispennandi og úrslitin réðust í síðustu sókn leiksins. Erla Karitas Jóhannesdóttir kom ÍA yfir með marki á 27. mínútu, en Björk Bjarnadóttir jafnaði metin fyrir Augnablik á 74. mínútu. Það stefndi allt í sigur Augnabliks þegar dæmd var...

  • Karlalið ÍA tyllti sér í annað sætið í Pepsi-Max deildinni í knattspyrnu í gær með 4-0 sigri á nýliðum Gróttu á Seltjarnarnesi. Þetta var í fyrsta sinn sem liðin eigast við í efstu deild karla. Skagamenn gerðu út um leikinn á fyrstu 34. mínútunum með fjórum frábærum mörkum. Viktor Jónsson skoraði strax á 4. mínútu,...

  • „Ég sló með 4-járni og við héldum að boltinn hefði farið framhjá holunni. Þegar við gengum inn á flötina sáum við ekki boltann og það var ánægjulegt að sjá boltann ofaní holunni. Þar með lauk 54 ára bið eftir þessu draumahöggi,“ segir Jón Smári Svavarsson sem gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi...

  • Hannes Marinó Ellertsson og Valdís Þóra Jónsdóttir eru Akranesmeistarar í golfi 2020. Meistaramóti Leynis lauk í gær en metfjöldi tók þátt eða rétt rúmlega 140 kylfingar og þar af 38 konur sem er metþátttaka. Hér fyrir neðan eru helstu úrslit og myndir af verðlaunahöfum frá lokahófinu sem fram fór á Garðavöllum í gær. Nánari úrslit...

  • Meistaramót Leynis 2020 eða Akranesmeistaramótið stendur nú sem hæst en úrslit ráðast á laugardag þegar lokaumferðin fer fram. Metfjöldi keppenda tekur þátt en rúmlega 140 keppendur eru skráðir til leiks. Keppt er í fjölmörgum flokkum og er hægt að fylgjast með gangi mála með því að smella hér. Hér eru myndir frá 1. keppnisdegi en...

  • Hreyfistöðvar í Garðalundi voru opnaðar með formlegum hætti þann 7. júlí s.l. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fékk þann heiður að opna verkefnið. Um er að ræða ellefu upplýsingaskilti með leiðbeiningum um æfingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað. Hreyfistöðvarnar er hluti af verkefninu heilsueflandi samfélagi á Akranesi sem er samstarfsverkefni Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness....

Loading...