• Fiskverslunin Skagafiskur hefur fengið góðar viðtökur hjá Skagamönnum nær og fjær eins og fram hefur komið á skagafrettir.is. Skagafiskur er sannkallað fjölskyldufyrirtæki en hjónin Pétur Ingason og Jónheiður Gunnbjörnsdóttir standa í brúnni ásamt syni sínum Björgvini Inga . Á næstu vikum verður breyttur opnunartími í fiskversluninni. Opið er frá kl. 11-18 frá mánudegi til fimmtudags....

  • Íþróttabandalag Akraness hélt á dögunum ársþing og fór það fram í Tónbergi. Marella Steinsdóttir, formaður Íþróttabandalags Akraness, flutti skýrslu stjórnar sem má lesa í heild sinni með því að smella hér eða á myndina hér fyrir neðan. Rekstrar- og vaxtatekjur námu ríflega 45,5 milljónum króna og rekstrargjöld tæplega 46,9 milljónum og var tap af rekstri...

  • Föstudaginn 19. júní mun varðskipið Óðinn sigla frá Reykjavík til Akraness. Um borð í Óðni verða félagar í Hollvinasamtökum Óðins, sem af áræðni hafa lagt kraft í varðveislu skipsins, viðhald þess og umhirðu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gísla Gíslasyni hafnarstjóra fyrir hönd Faxaflóahafna. Skipið er hluti af Sjóminjasafninu í Reykjavík, en varðveitt í...

  • Það var mikið um að vera í Jaðarsbakkalaug um síðustu helgi þegar Sumarleikar Akraness fóru fram. Mótið hefur á undanförum árum skipað sér í sess sem stór viðburður í keppnidagatali yngri sundmanna á landsvísu. Vegna breyttra aðstæðna í samfélaginu vegna Covid-19 var mótið haldið með aðeins öðrum hætti en gert á „Akranesleikunum“ sem fara yfirleitt...

  • Sigurður Þór Elísson hefur verið ráðinn eldvarnareftirlitsfulltrúi hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar, Akraneskaupstað. Alls bárust fjórar umsóknir um starfið. Þetta kemur fram á heimasíðu Akraneskaupstaðar. Sigurður hefur starfað í slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar (SAH) frá árinu 2002. Hann hlaut löggildingu sem slökkviliðsmaður árið 2008 og hefur undanfarin ár starfað sem annar af tveimur þjálfunarstjórum liðsins....

  • Karlalið ÍA byrjaði með látum í 1. umferð PepsiMax-deildar karla í knattspyrnu í dag þegar lið KA frá Akureyri kom í heimsókn á Norðurálsvöll. Góð mæting var á leikinn sem fór fram við nokkuð krefjandi aðstæður. Töluverður vindur þvert á völlinn sem hafði áhrif á gæði leiksins. KA komst yfir í fyrri hálfleik en Stefán...

  • ÍA fær áhugaverða viðureign í 32-liða úrslitum Mjólkubikarkeppninnar í knattspyrnu karla. Kórdrengir, sem leikur í 2. deild, fá þriðja sigursælasta lið allra tíma í bikarkeppninni í heimsókn. Með Kórdrengjum spila m.a. fyrrum leikmenn úr ÍA og Kára, bræðurnir Hákon Ingi og Páll Sindri Einarssynir, og Arnleifur Hjörleifsson sem varð m.a. Íslandsmeistari með 2. flokki ÍA....

  • ÍA vann stórsigur í gær gegn ÍR á útivelli í Mjólkurbikarkeppni KSÍ. Leikurinn fór fram á heimavelli ÍR í Breiðholtinu. Lið ÍA lofar góðu fyrir komandi tímabil í næst efstu deild kvenna – en liðið sigraði með 7 mörkum gegn engu. Jaclyn Ashley Poucel, Erla Karitas Jóhannesdóttir og Fríða Halldórsdóttir skoruðu allar tvívegis í leiknum...

  • Keppni í Pepsi-Max deild karla í knattspyrnu hefst í kvöld en ÍA leikur sinn fyrsta leik gegn liði KA sunnudaginn 14. júní á Norðurálsvelli á Akranesi. Leikurinn hefst kl. 15:45. Í tilkynningu frá Knattspyrnufélaginu kemur fram að nóg pláss verði fyrir stuðningsmenn beggja liða á frábærum áhorfendastæðum beggja vegna við völlinn. „Hólf verða afmörkuð og...

  • Formenn, þjálfarar og fyrirliðar þeirra 12 liða sem eru í Pepsi-Max deild karla í knattspyrnu sumarið 2020 eru á þeirri skoðun að Valur verði Íslandsmeistari á þessu tímabili. Árleg spá þess efnis var birt í dag og er liði ÍA spáð ágætu gengi. Fjölnir og Grótta falla niður um deild ef spáin gengur eftir. Lið...

Loading...