Fiskverslunin Skagafiskur hefur fengið góðar viðtökur hjá Skagamönnum nær og fjær eins og fram hefur komið á skagafrettir.is. Skagafiskur er sannkallað fjölskyldufyrirtæki en hjónin Pétur Ingason og Jónheiður Gunnbjörnsdóttir standa í brúnni ásamt syni sínum Björgvini Inga . Á næstu vikum verður breyttur opnunartími í fiskversluninni. Opið er frá kl. 11-18 frá mánudegi til fimmtudags....
Íþróttabandalag Akraness hélt á dögunum ársþing og fór það fram í Tónbergi. Marella Steinsdóttir, formaður Íþróttabandalags Akraness, flutti skýrslu stjórnar sem má lesa í heild sinni með því að smella hér eða á myndina hér fyrir neðan. Rekstrar- og vaxtatekjur námu ríflega 45,5 milljónum króna og rekstrargjöld tæplega 46,9 milljónum og var tap af rekstri...
Föstudaginn 19. júní mun varðskipið Óðinn sigla frá Reykjavík til Akraness. Um borð í Óðni verða félagar í Hollvinasamtökum Óðins, sem af áræðni hafa lagt kraft í varðveislu skipsins, viðhald þess og umhirðu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gísla Gíslasyni hafnarstjóra fyrir hönd Faxaflóahafna. Skipið er hluti af Sjóminjasafninu í Reykjavík, en varðveitt í...
Það var mikið um að vera í Jaðarsbakkalaug um síðustu helgi þegar Sumarleikar Akraness fóru fram. Mótið hefur á undanförum árum skipað sér í sess sem stór viðburður í keppnidagatali yngri sundmanna á landsvísu. Vegna breyttra aðstæðna í samfélaginu vegna Covid-19 var mótið haldið með aðeins öðrum hætti en gert á „Akranesleikunum“ sem fara yfirleitt...
Sigurður Þór Elísson hefur verið ráðinn eldvarnareftirlitsfulltrúi hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar, Akraneskaupstað. Alls bárust fjórar umsóknir um starfið. Þetta kemur fram á heimasíðu Akraneskaupstaðar. Sigurður hefur starfað í slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar (SAH) frá árinu 2002. Hann hlaut löggildingu sem slökkviliðsmaður árið 2008 og hefur undanfarin ár starfað sem annar af tveimur þjálfunarstjórum liðsins....
Karlalið ÍA byrjaði með látum í 1. umferð PepsiMax-deildar karla í knattspyrnu í dag þegar lið KA frá Akureyri kom í heimsókn á Norðurálsvöll. Góð mæting var á leikinn sem fór fram við nokkuð krefjandi aðstæður. Töluverður vindur þvert á völlinn sem hafði áhrif á gæði leiksins. KA komst yfir í fyrri hálfleik en Stefán...
ÍA fær áhugaverða viðureign í 32-liða úrslitum Mjólkubikarkeppninnar í knattspyrnu karla. Kórdrengir, sem leikur í 2. deild, fá þriðja sigursælasta lið allra tíma í bikarkeppninni í heimsókn. Með Kórdrengjum spila m.a. fyrrum leikmenn úr ÍA og Kára, bræðurnir Hákon Ingi og Páll Sindri Einarssynir, og Arnleifur Hjörleifsson sem varð m.a. Íslandsmeistari með 2. flokki ÍA....
ÍA vann stórsigur í gær gegn ÍR á útivelli í Mjólkurbikarkeppni KSÍ. Leikurinn fór fram á heimavelli ÍR í Breiðholtinu. Lið ÍA lofar góðu fyrir komandi tímabil í næst efstu deild kvenna – en liðið sigraði með 7 mörkum gegn engu. Jaclyn Ashley Poucel, Erla Karitas Jóhannesdóttir og Fríða Halldórsdóttir skoruðu allar tvívegis í leiknum...
Keppni í Pepsi-Max deild karla í knattspyrnu hefst í kvöld en ÍA leikur sinn fyrsta leik gegn liði KA sunnudaginn 14. júní á Norðurálsvelli á Akranesi. Leikurinn hefst kl. 15:45. Í tilkynningu frá Knattspyrnufélaginu kemur fram að nóg pláss verði fyrir stuðningsmenn beggja liða á frábærum áhorfendastæðum beggja vegna við völlinn. „Hólf verða afmörkuð og...
Formenn, þjálfarar og fyrirliðar þeirra 12 liða sem eru í Pepsi-Max deild karla í knattspyrnu sumarið 2020 eru á þeirri skoðun að Valur verði Íslandsmeistari á þessu tímabili. Árleg spá þess efnis var birt í dag og er liði ÍA spáð ágætu gengi. Fjölnir og Grótta falla niður um deild ef spáin gengur eftir. Lið...