Á Akranesi er öflugur hópur sem stundar sjóböð nánast í hvaða veðri sem er. Félagar í Sjóbaðsfélagi Akraness leyndu ekki gleði sinni um s.l. helgi þegar Langisandur og hin eina sanna Guðlaug vöknuðu til lífsins á ný eftir erfiðar vikur vegna „Covid-ástandsins.“ Langisandur er að margra mati eitt besta svæðið á Íslandi til þess að...
Í þessari viku verður boðið upp á fjölbreytta viðburði í tengslum við Hreyfivikuna sem UMFÍ stendur að. Íþróttabandalag Akraness tekur þátt í þessu verkefni með ýmsum viðburðum. Í tilkynningu frá ÍA eru Skagamenn hvattir til þess að taka þátt í þeim viðburðum sem verða í boði Hreyfivikunni 2020. Verkefnið er einnig í gangi í öðrum...
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Axel Bóasson úr Keili stóðu uppi sem sigurvegarar á B59 Hotel mótinu sem lauk í kvöld á Garðavelli á Akranesi. Skagakonan Valdís Þóra Jónsdóttir endaði í öðru sæti í kvennaflokk en hún var hársbreidd frá sigrinum. Golfklúbburinn Leynir sá um framkvæmd mótsins. Keppendur voru afar ánægðir með ástand Garðavallar...
Nýr og endurhugsaður Kvennahlaupsbolur var afhjúpaður með viðhöfn nýverið. Bolurinn er tákn nýrra tíma, hugsaður frá grunni og slær tóninn fyrir nýja hugsun. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍSÍ. Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2020 fer fram 13. júní, 30 árum eftir að fyrsta kvennahlaupið var haldið. Árið 1990 var markmiðið að hvetja konur til hreyfingar...
Ninja Sigmundsdóttir tekur þátt í Söngkeppni Samfés fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Arnardals á Akranesi. Keppnin fer fram með óvenjulegum hætti að þessu sinni. Öll atriði keppninnar eru sýnd á vef RÚV og fer kosningin einnig fram á netinu. Ninja syngur lagið I’d Rather Go Blind sem var upprunalega flutt af Ettu James. Flutningur Ninju hefur vakið...
Skiptar skoðanir eru um framtíð fasteignar við Suðurgötu 108 í bæjarráði Akraness. Meirihluti bæjarráðs samþykkti á síðasta fundi ráðsins að fasteignin verði sett í söluferli en bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er á móti þeirri ákvörðun. Vísar fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nýtt deiliskipulag frá árinu 2017 þar sem að heimild er fyrir því að rífa húsið við Suðurgötu 108....
Allir bestu kylfingar landsins eru á meðal keppenda á B59 Hotel mótinu sem hófst föstudaginn 22. maí á Garðavelli á Akranesi en Golfklúbburinn Leynir sér um framkvæmd mótsins. Leiknar verða 54 holur eða þrír keppnishringir á þremur keppnisdögum. Mótið er fyrsta mótið af alls fimm sem eru á stigamótaröð GSÍ tímabilið 2020. Bestu kylfingar landsins...
Útiguðsþjónusta fór fram í Garðalundi í dag og heppnaðist helgistundin vel. Þetta kemur fram í frétt á vefnum kirkjan.is Helgistundin fór fram á kirkjulegum degi eldri borgara í hinum einstaklega fallega trjálundi – Garðalundi. Og sólin skein, fólkið kom og boðið var upp á heitt kakó. Hljómur, kór eldri borgara söng. Organisti kirkjunnar, Sveinn Arnar...
Eins og áður hefur komið fram eru forráðamenn Knattspyrnufélagsins Kára á Akranesi í þjálfaraleit. Karlalið félagsins leikur í þriðju efstu deild, 2. deild, á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Jón Aðalsteinn Kristjánsson lét af störfum í síðasta mánuði, en hann tók við þjálfun liðsins í byrjun nóvember s.l. Þjálfarastaðan var auglýst nýverið og alls sóttu átta þjálfarar...
Verkefnið CharityShirts hefur á undanförnum árum safnað tæplega 2.5 milljónum kr. til góðgerðamála. Eins og áður hefur komið fram á skagafrettir.is virkar þetta söfnunarátak með þeim hætti að boðnar eru upp áritaðar keppnistreyjur frá afreksíþróttafólki. Sá sem gefur treyjuna í hvert sinn ákveður hvaða málefni á að styrkja. Skagakonan Hallbera Guðný Gísladóttir tekur þátt í...