Kynning: „Svartur föstudagur“ er tiltölulega nýr af nálinni hér á landi en bæði dagurinn eða hugtakið eiga sér öllu lengri sögu. Samkvæmt heimildum Skagafrétta má rekja hugtakið til austurstrandar Bandaríkjanna á sjöunda áratug síðustu aldar. Allt tengist þetta „Þakkargjörðarhátíðinni“ sem fram fer árlega í Bandaríkjunum, fjórða fimmtudag í nóvember. Hér með lýkur söguskýringunni…… Hér á...
„Þetta var erfið ákvörðun og erfitt að fara frá uppeldisfélaginu. En eftir að hafa skoðað möguleikana fram og til baka var niðurstaðan að fara í Val,“ segir Bergdís Fanney Einarsdóttir við skagafrettir.is. Landsliðskonan efnilega skrifaði á dögunum undir samning við Val í Reykjavík og segir Bergdís að hún hafi þurft á nýrri áskorun að halda....
Skagamaðurinn Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK, fiskar vel ásamt áhöfn sinni. Skipið er við löndum í Vopnafirði með um 1.800 tonn af Kolmunna. Á vef HBGranda segir Albert að fiskurinn sé feitur og fallegur, en Víkingur AK var við veiðar sunnarlega í færeyskri lögsögu. Víkingur AK er efstur á lista yfir heildarafla uppsjávarskipa samkvæmt...
Starfsmenn Spalar hafa nú greitt viðskiptavinum félagsins liðlega helming þeirra fjármuna sem þeir áttu á áskriftarreikningum sínum (andvirði ónotaðra ferða á veglykli) þegar ríkið tók við rekstri Hvalfjarðarganga 1. október sl. eða um 120 milljónir króna af alls 231 milljón króna, sem var staðan í lok september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Speli. Afsláttarmiðar...
Valdís Þóra Jónsdóttir, úr Golfklúbbnum Leyni, hefur leik á fimmtudaginn á lokamóti LET Evrópumótaraðarinnar. Mótið heitir Andalucia Costa del Sol Open Espana og verður leikið á La Quinta vellinum. Íþróttamaður Akraness 2017 er í 33. sæti á stigalista LET Evrópumótaraðarinnar. Valdís Þóra er örugg með keppnisrétt á næsta tímabili á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki....
Skagamenn voru áberandi á meistaramóti Badmintonfélags Hafnarfjarðar sem fram fór um helgina. Mótið er hluti af mótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista sambandsins. Skagamaðurinn Brynjar Már Ellertsson sigraði í öllum þremur greinunum sem hann tók þátt í. Hann sigraði m.a. í tvenndarleik þar sem hann lék með móður sinni, Brynju Pétursdóttur. Skagamennirnir Brynjar Már...
„Landsmenn góðir. Komið er að LOKAÚTKALLI vegna skila veglykla og afsláttarmiða! Mörg ykkar eigið fjármuni inni hjá Speli og við viljum að sjálfsögðu borga! Allra síðasti dagur til að skila er 30. nóvember 2018,“ segir í tilkynningu frá Speli. Þeir sem koma því við að líta inn hjá okkur hjá Speli á Akranesi eru hjartanlega...
Haustmót FSÍ í hópfimleikum fór fram í gær í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Meistaraflokkur kvenna frá ÍA gerði sér lítið fyrir og sigraði í sínum flokki. Sýnt var beint frá mótinu á ÍA TV og hér má sjá samantekt frá æfingum mfl. ÍA sem tryggði liðinu gullverðlaunin.m Auglýsing Auglýsing
Það er nóg um að vera í íþróttalífinu í íþróttabænum Akranesi um helgina 17.-18. nóvember. Fimleikar, Íslandsmót í línuklifri og fjöldi knattspyrnuleikja í Akraneshöllinni. Haustmót í fimleikum: Í íþróttahúsinu við Vesturgötu fer fram Haustmót í hópfimleikum. Keppt verður í fjölmörgum flokkum og í fyrsta sinn í langan tíma munu drengir úr FIMA keppa saman sem...
Bæjarstjórn Akraness áréttar að mjög brýnt er að flýta framkvæmdum á Kjalarnesi þar sem ástand vegarins er með öllu óásættanlegt og öryggi vegfarenda er teflt í hættu. Daglega fara um veginn þúsundir bíla og sífellt eykst fjöldi óöruggra vegfarenda sem fara um veginn. Brýnt er að framkvæmdir hefjist sem fyrst,“ segir í ályktun sem Valgarður...