Félag eldri borgara á Akranesi, FEBAN, lét mikið að sér kveða á Vesturlandsmótinu í Boccia sem fram fór á Hvammstanga nýverið. Alls mættu 12 lið til keppni, og var FEBAN með alls fimm lið, þrjú karlalið og tvö kvennalið. FEBAN landaði gull – og silfurverðlaunum á mótinu. Eiríkur Hervarsson, Hilmar Björnsson og Böðvar Jóhannesson stóðu uppi sem Vesturlandsmeistarar...
Karlalið ÍA í knattspyrnu hóf nýverið undirbúningstímabilið fyrir keppnistímabilið í Bestu deild Íslandsmótsins 2024. Skagamenn sigruðu í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð og mæta til leiks í efstu deild Íslandsmótsins á ný vorið 2024. Á undanförnum vikum hefur félagið samið við nýja leikmenn og endursamið við marga lykileikmenn.Marko Vardic kemur til ÍA frá liði Grindavíkur en hann er...
Skagafréttir hafa á undanförnum sex árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær. Á þessum tíma hefur ýmislegt fróðlegt úr sögu Akraness verið skráð á veraldarvefinn í gegnum skagafrettir.is. Viðtökurnar hafa verið frábærar allt frá fyrsta degi. Nánar hér. Rekstur fjölmiðla á Íslandi er krefjandi og...
Karlalið ÍA í körfuknattleik landaði góðum sigri gegn liði Snæfells í leik liðanna í næst efstu deild Íslandsmótsins sem fram fór s.l. föstudag. Leikurinn fór fram í Stykkishólmi. ÍA var með fimm stiga forskot eftir 1. leikhluta 27-22 og í hálfleik var ÍA með 16 stiga forskot, 50-34. Myndina tók Jónas H. Óttarsson. Heimamenn minnkuðu forskotið í þriðja...
Heimildarmyndarhátíðin Ice Docs fékk hefur á undanförnum fimm árum sett mikinn svip á menningarlífið á Akranesi. Markmið hátíðarinnar er að koma því besta sem er að gerast í alþjóðlegri heimildamyndagerð á framfæri á Íslandi og tengja saman kvikmyndagerðafólk víðs vegar að úr heiminum.Hátíðin fékk í gær afhent Menningarverðlaun Akraneskaupstaðar 2023. Ingibjörg Halldórsdóttir og Heiðar Mar...
Eðalfang ehf. hefur keypt 50,1% hlutafjár í félaginu 101 Seafood ehf., og verður þar með stærsti hluthafi félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Eðalfang er í grunninn tvö matvælafyrirtæki með áherslu á sjávarútveg. Annars vegar Eðalfiskur ehf. í Borgarnesi og hins vegar Norðanfiskur ehf. á Akranesi. 101 Seafood þar með inn í samstæðuna. Eðalfiskur sérhæfir...
HEIMA-SKAGI tónlistarhátíðin fer fram um laugardaginn 28. október og þar koma fram ýmsir listamenn og hljómsveitir. HEIMA-SKAGI fór fyrst fram árið 2019 og nýtur hátíðin mikilla vinsælda og er eftirspurn eftir miðum meiri en framboðið. Hátíðin er hluti af menningarhátíðinni Vökudagar sem fer fram dagana 26. okt. – 5. nóvember. Það er spilað í HEIMA-húsum Skagafólks; Vitateig 2...
Það verður mikið um að vera í menningarlífinu á Akranesi næstu daga – en Vökudagar hefjast í dag, fimmtudaginn 26. október, með formlegum hætti. Menningarhátíðin hefur fest sig í sessi sem árlegur viðburður hér á Akranesi og að venju er dagskráin fjölbreytt. Aldrei áður hafa jafn margir viðburðir verið settir á dagskrá hátíðarinnar. Vökudagar verða settir...
Bæjarskrifstofa Akraness hefur frá haustdögum 2021 verið til húsa á Dalbraut 4 – og deilir þar nýlegu húsnæði sem byggt var undir starfssemi Félags eldri borgara á Akranesi – FEBAN. Akraneskaupstaður fyrirhugar nú að flytja hluta af starfsemi bæjarskrifstofu í næsta nágrenni – eða við Dalbraut 1. Bæjarráð Akraness fjallaði nýverið um drög að leigusamningi...
Skagamaðurinn Árni Þór Hallgrímsson fékk nýverið Minningarskjöld Súsönnu sem Badmintonfélag Akraness veitir. Skjöldurinn er veittur í minningu Súsönnu Steinþórsdóttur sem starfaði mikið fyrir félagið sem foreldri.Skjöldurinn er veittur til einstaklings sem hjálpar, hvetur og styður með gleði og vináttu.Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að í Árna Þór eigi félagsmenn traustan vin. Árni Þór er mikill...