Akranesmeistaramótinu í golfi 2023 lauk í gær.Mótið fór fyrst fram árið 1970 en Golfklúbburinn Leynir var stofnaður árið 1965. Um 170 keppendur tóku þátt – og aðstæður til golfiðkunar voru framúrskarandi alla fjóra keppnisdagana. Elsa Maren Steinarsdóttir og Stefán Orri Ólafsson eru Akranesmeistarar í golfi 2023. Úrslitin í karlaflokki réðust eftir þriggja holu umspil þar sem að Stefán...
Kvennalið ÍA heldur áfram að bæta stöðu sína á Íslandsmótinu í knattspyrnu, 2. deild. ÍA lagði Smára 4-1 á útivelli í 9. umferð og er ÍA nú í þriðja sæti deildarinnar á eftir ÍR og Haukum sem eru í tveimur efstu sætunum. ÍA komst yfir á 13. mínútu með sjálfsmarki heimaliðsins. Erna Björt Elíasdóttir kom...
Í dag lauk Akranesmeistaramóti Golfklúbbsins Leynis fyrir yngri kylfinga klúbbsins. Keppendur léku 36 holur, 18 holur á dag, og voru aðstæður nokkuð krefjandi þrátt fyrir sólríka daga. Akranesmeistaramótið hefst á miðvikudag og verða margir af þeim sem tóku þátt í þessu móti einnig á meðal keppenda.Úrslit urðu eftirfarandi: 12 ára og yngri drengir 1. Jón Örn Jónsson 14...
Skagamaðurinn efnilegi, Einar Margeir Ágústsson, keppti í dag í sinni fyrstu grein á Evrópumeistaramóti unglinga í sundi. Einar Margeir er í Serbíu ásamt sex öðrum íslenskum keppendum. Mótið er að sjálfsögðu mjög sterkt en þar eru tæplega 600 keppendur frá 40 þjóðum. Einar Margeir var með 13. besta tímann í undanrásum í 50 metra bringusundi í dag. Hann komst...
Viltu fleiri fréttir frá Akranesi? -smelltu hér! Í dag var stórt skemmtiferðaskip fyrir utan Akraneshöfn. Skipið vakti mikla athygli enda með þeim stærri sem hafa komið á svæðið. Ekki var hægt að sigla skipinu inn í Akraneshöfnina en farþegar voru fluttir á land með smábátum. Veðrið lék við gestina eins og sjá má á þessum myndum frá Skagafréttum. Skipið...
Viltu fleiri fréttir frá Akranesi? -smelltu hér! Í dag hófst vinna við að gera regnbogafánagötu á Akranesi í tilefni af Hinsegin hátíð Vesturlands 2023. Regnbogafáninn er frá gangbraut við Kirkjubraut 11 og að gangbraut við Skólabraut 35. Regnbogagatan á Akranesi verður sú lengsta á landinu þegar verkefninu verður lokið. Fulltrúar frá fyrirtækjum og félagasamtökum sem styðja...
Viltu fleiri fréttir frá Akranesi? -smelltu hér! Aðsend grein frá áhugafólki um aðstöðu íþróttahreyfingarinnar á Jaðarsbökkum. Undirritað áhugafólk um aðstöðu íþróttahreyfingarinnar á Jaðarsbökkum, verndun Langasands og aðgengi almennings að svæðinu, komum hér með á framfæri umsögn okkar um drög að skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðra breytinga á aðal- og deiliskipulagi Jaðarsbakka. Undirrituð leggja áherslu á vandaðan undirbúning fyrirhugaðra breytinga...
Viltu fleiri fréttir frá Akranesi? -smelltu hér! Karlalið ÍA í knattspyrnu heldur áfram að þoka sér upp stigatöfluna á Íslandsmótinu – Lengjudeildinni sem er næst efsta deild. Í kvöld mætti ÍA liði Þórs frá Akureyri við góðar aðstæður á Norðurálsvelli.Leikmenn ÍA sýndu allar sínar bestu hliðar og lönduðu sínum fjórða sigri í röð með 4-0 sigri.Skagamenn...
Viltu fleiri fréttir frá Akranesi? -smelltu hér! Káramenn lönduðu mikilvægum sigri í gær í 3. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu þegar lið Árbæjar kom í heimsókn í Akraneshöllina. Kári fékk vítaspyrnu á 83. mínútu þegar brotið var á Hilmari Halldórssyni í vítateig gestaliðsins. Marinó Hilmar Ásgeirsson tók vítið og skoraði af öryggi. Með sigrinum þokaði Kári sér upp í...
Viltu fleiri fréttir frá Akranesi? -smelltu hér! Kvennalið ÍA sigraði KH örugglega í miklum markaleik á Hlíðarendavelli í Reykjavík s.l. föstudag. Lokatölur 7-2 fyrir ÍA. Liðin eru í þriðju efstu deild Íslandsmótsins en Knattspyrnufélag Hlíðarenda er í samstarfi við Val. Unnur Ýr Haraldsdóttir skoraði þrennu fyrir ÍA, Bryndís Rún Þórólfsdóttir skoraði tvö mörk, Sunna Rún Sigurðardóttir skoraði...