Íþróttabandalag Akraness, Björgunarfélag Akraness og ÍA TV fengu á dögunum styrk frá skipuleggjendum Þorrablóts Skagamanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsfólki Þorrablótsins. Þar kemur fram að verkefnið 2021 hafi verið krefjandi í ljósi aðstæðna sem voru fordæmalausar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar – og leita þurfti...
Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið 26 leikmenn í æfingahóp U-19 ára landsliðs karla sem æfir dagana 19.-21. janúar. Einn leikmaður úr röðum ÍA er í hópnum, Guðmundur Tyrfingsson, en hann hefur verið í herbúðum ÍA frá því hann kom á Akranes frá...
Keppnislið Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi er komið áfram í aðra umferð umferð spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. Þetta kemur fram á vef FVA. Björn Viktor Viktorsson, Kristrún Bára Guðjónsdóttir og Sigrún Freyja Hrannarsdóttir skipa keppnislið FVA og sigruðu þau lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja nokkuð örugglega, 24-17. Staðan...
Venus NS 150 að landa fyrsta loðnufarminum á árinu á árinu 2022, en skipið er með um 2000 tonn í lestum skipsins. Samkvæmt færslu hjá Valentínusi Ólafssyni, hafnsögumanni hjá Faxaflóahöfnum, var síðast landað loðnu í janúar á Akranesi árið 2012 eða fyrir áratug. Sævar Freyr...
Tveir leikmenn úr röðum ÍA eru í 26 manna æfingahóp hjá U-17 ára landsliði karla í knattspyrnu sem kemur saman til æfinga dagana 19.-21. janúar 2022. Jörundur Áki Sveinsson, er landsliðsþjálfari U17 karla. Æfingarnar fara fram í Skessunni í Hafnarfirði. Leikmennirnir úr ÍA eru þeir...
Íþróttalífið á Akranesi hefur í gegnum tíðina verið mjög kraftmikið og fjölbreytt. Nýverið var frumsýnt myndband sem Kristinn Gauti Gunnarsson hefur sett saman fyrir ÍA – þar sem að kastljósinu er beint að þeim íþróttagreinum sem eru stundaðar undir „regnhlífarhatti“ Íþróttabandalags Akraness – ÍA. Afurðin...
Auglýsing Eitt fjölmennasta íþróttamót sem fram hefur farið á Akranesi var Landsmót Ungmennafélags Íslands. Verkefnið var samvinnuverkefni Ungmennafélagsins Skipaskaga og UMSB – og fór það fram árið 1975. Töluverðar framkvæmdir áttu sér stað í aðdraganda mótsins og var m.a. 25 metra sundlaug sett upp þar...
Það verður nóg um að vera hjá Díönu Bergsdóttur á næstu vikum og mánuðum en hún hefur sett á laggirnar Dansstúdíó á Akranesi. Díana er þaulreynd í faginu en hún stundaði nám í Listdansskóla Íslands og er einnig með BA í markaðsfræði, og þjálfararéttindi í...
Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 karla hjá Knattspyrnusambandi Íslands, hefur valið hóp sem tekur þátt í æfingum dagana 17.-19. janúar. Einn leikmaður er í hópnum frá ÍA, Daníel Ingi Jóhannesson. Æfingarnar fara fram í Skessunni í Hafnarfirði. Hópurinn er þannig skipaður: Hrafn Guðmundsson – Afturelding...
Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U16 kvenna í knattspyrnu, hefur valið hóp til æfinga dagana 12.-14. janúar. Einn leikmaður úr röðum ÍA er í þessum úrtakshópi, markvörðurinn efnilegi, Salka Hrafns Elvarsdóttir. Æfingarnar fara fram í Skessunni í Hafnarfirði. Alls eru 27 leikmenn í úrtakshópnum og er...