Karlalið ÍA mun leika í næst efstu deild Íslandsmótsins veturinn 2022-2023 – þrátt fyrir að hafa fallið úr deildinni í vor. ÍA mun taka sæti Vestra frá Ísafirði, sem óskaði nýverið eftir því við mótanefnd KKÍ að fá að fara niður í 2. deild karla. Þetta kemur fram á vefnum karfan.is. Vestri lék í efstu...
Hafsteinn Gunnarsson gerði sér lítið fyrir og sló draumahöggið í golfi – tvívegis í sömu vikunni á Garðavelli. Hafsteinn fór holu í höggi á 18, braut mánudaginn 11. júlí og þremur dögum síðar sló hann golfboltann á ný ofaní holuna í upphafshögginu – og að þessu sinni á 8. braut Garðavallar. Hafsteinn á töluvert í...
Skagamaðurinn, Einar Margeir Ágústsson, náði frábærum árangri á Evrópumeistaramóti unglinga um s.l. helgi. Alls tóku 494 unglingar þátt og komu þeir frá 42 þjóðum. Einar Margeir, sem er 17 ára, setti Íslandsmet og endaði í 15. sæti á mótinu sem fram fór í Búkarest í Rúmeníu. Í 100 m. bringusundi setti Einar Íslandsmet í unglingaflokki...
Norræna félagið á Akranesi leitar eftir áhugasömum ungmennum á Akranesi til þess að taka þátt á ungmennmóti sem fram fer í Västervik í Svíþjóð dagana 5.-9.október 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Norræna félagið á Akranesi og vinabæir þess halda slík ungmennamót annað hvert ár til skiptis í bæjunum, að þessu sinni í...
Rúmlega 1100 einstaklingar tóku þátt í skoðanakönnun sem Samgöngufélagið stóð fyrir – þar sem að spurt var um þá tillögu að færa þjóðveg 1 milli Hvalfjarðarganga og Borgarness vestur fyrir Akrafjall og yfir Grunnafjörð. Alls tóku 1.127 þátt. Á kvarðanum 0-6 fékk tillagan um þverun Grunnafjarðar 4.23. Talan 0 táknar mjög andvíga, 3 hvorki né...
Í byrjun ársins 2023 verða tveir strætisvagnar í akstri fyrir íbúa Akraness og gesti – og verða báðir vagnarnir rafmagnsknúnir. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Akraness. Hópferðabílar Reynis Jóhannssonar ehf. átti lægsta tilboðið í verkefnið sem stendur yfir til ársins 2029. Nýverið var skrifað undir samning við fyrirtækið um þjónustuna en þrjú fyrirtæki...
Vala María Sturludóttir og Björn Viktor Viktorsson eru klúbbmeistarar 2022 hjá Golfklúbbnum Leyni. Þetta er í fyrsta sinn sem þau eru Akranesmeistarar í golfi. Vala María er fædd árið 2008 og Björn Viktor er fæddur árið 2003 Meistaramót Golfklúbbsins Leynis hefur aldrei verið fjölmennara en tæplega 170 keppendur tóku þátt. Aðstæður voru krefjandi á Garðavelli...
Í haust kemur út bókin Knattspyrnubærinn: 100 ára knattspyrnusaga Akraness eftir sagnfræðinginn og Skagamanninn Björn Þór Björnsson. Í bókinni verður saga knattspyrnunnar rakin allt frá því Knattspyrnufélagið Kári, fyrsta knattspyrnufélag Akraness, var stofnað árið 1922 og allt til dagsins í dag. Um er að ræða veglegt rit í stóru broti prýtt fjölda mynda sem tengist...
Lilja Björk Sigurðardóttir vann titilinn „Rauðhærðasti Íslendingurinn“ árið 2022 á Írskum dögum sem fram fóru um liðna helgi. Þetta er í 23. sinn sem þessi keppni fer fram og alls tóku 40 þátt að þessu sinni – sem er met. Frá þessu er greint á vef Akraneskaupstað. Sigurvegari hlaut í verðlaun 40 þúsund króna gjafabréf...
Kári sigraði Vængi Júpiters í gær í 3. deild Íslandsmót karla í knattspyrnu. Þetta var þriðji sigur Kára í síðustu fimm leikjum og hefur liðið þokað sér upp stigatöfluna eftir erfiða byrjun á mótinu. Efri röð frá vinstri: Dino Hodzic, Hafþór Pétursson, Hilmar Halldórsson, Aron Snær Guðjónsson, Aron Ingi Kristinsson, Ingimar Elí Hlynsson, Andri Júlíusson....