Fyrsti fundur bæjarstjórnar Akraness á nýju kjörtímabili fór fram í gær – þar sem að kosið var í ráð og nefndir á vegum bæjarins næstu fjögur árin. Allar tillögur sem lagðar voru fram í gær voru samþykktar með öllum greiddum atkvæðum en 9 skipa bæjarstjórn Akraness. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur mynduðu meirihluta eftir kosningarnar í maí...
Skotfélag Akraness verður með opinn kynningardag á skotvelli félagsins við Akrafjall. Tekið verður á móti gestum og öllum þeim sem vilja prófa og kynna sér skotíþróttina á milli 18-21 miðvikudaginn 8. júní. Aðstaða til íþróttaskotfimi er í um tuttugu bæjarfélögum á landinu og hefur aðstaðan á Akranesi verið byggð upp á undanförnum árum af kraftmiklum...
Nokkur pláss eru laus á sjúkraliðabraut í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í haust. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FVA. Námið skiptist í almennar greinar, heilbrigðisgreinar og nám í sérgreinum, bæði bóklegt og verklegt. Fyrra nám og starfsreynsla við umönnun er metið samkvæmt skólanámskrá. Kennt er í staðlotum í 6 annir u.þ.b. einn dag í mánuði. Nemendur þurfa...
Björn Viktor Viktorsson, afrekskylfingur úr Leyni, gerði sér lítið fyrir og sló draumahöggið í dag á Leirumótinu sem er hluti af GSÍ mótaröðinni. Skagamaðurinn efnilegi sló boltann ofaní 8. holuna í fyrsta höggi en holan er par 3 hola á Hólmsvelli í Leiru – heimavelli Golfklúbbs Suðurnesja. Þetta er í annað sinn sem Björn Viktor...
Landsmóti STÍ í skeet fór fram á Akranesi um s.l. í blíðskaparveðri í keppnisaðstöðu Skotfélags Akraness við Akrafjall. Skeet er Ólympíugrein og keppt er í þessari grein á Heimsmeistaramótum, Evrópumótum, Norðurlandamótum, og Smáþjóðaleikum. Skagamaðurinn Stefán Gísli Örlygsson hefur á undanförnum árum verið í fremstu röð í þessari íþrótt og varð hann í öðru sæti í...
Á vefnum samgongur.is eru tvær áhugaverðar kannanir vegna hugmynda um færslu Hringvegar um Grunnafjörð og um Melasveit – og einnig um færslu Hringvegar framhjá Borgarnesi. Smelltu hér til að taka þátt í könnun um færslu Hringvegar um Grunnafjörð og Melasveit. Það er Samgöngufélagið sem stendur að þessum könnunum og verður niðurstöðum safnað saman í skýrslu,...
Aðsend grein frá Ragnari B. Sæmundssyni: Nú eru tæpar þrjár vikur liðnar frá kosningum. Í þessum kosningum náðu Framsókn og frjálsir frábærum árangri, þeim besta hlutfallslega sem flokkurinn hefur fengið á Akranesi frá upphafi, er mér sagt. Kosningabaráttan var gríðarlega skemmtileg og frambjóðendur Framsóknar og frjálsra fóru inn í baráttuna full af metnaði eftir frábært...
Fasteignamat á landsvísu hækkar um 19,9% og heildarmat fasteigna á Íslandi verður 12.627 milljarðar króna, samkvæmt fasteignamati Þjóðskrár fyrir árið 2023. Á Akranesi eru skráðar 3.660 fasteignir og er hækkunin á Akranesi nákvæmlega 19,9%. Heildarverðmæti fasteigna á Akranesi var rétt rúmlega 158,5 milljarðar kr. en verður rúmlega 190 milljarðar árið 2023. Þetta er umtalsvert meiri...
Karlalið ÍA mætir Breiðabliki í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni KSÍ 2022. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, fékk það verkefni í dag að draga mótherja ÍA og kom topplið Bestu deildar karla upp úr hattinum. Leikurinn fram 26. eða 27. júní á heimavelli ÍA, Akranesvelli / Norðurálsvelli. ÍA hefur 9 sinnum fagnað sigri í bikarkeppni KSÍ –...
Íslenska landsliðið í sundi keppti á alþjóðlegu móti, Glasgow International Swim meet, sem fram fór í Glasqow í Skotlandi um liðna helgi. Þrír keppendur úr röðum ÍA voru í liðinu og Kjell Wormdal yfirþjálfari ÍA var einn af þjálfurum landsliðsins í þessu verkefni. Einar Margeir Ágústsson, Kristján Magnússon og Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir tóku þátt á...