Fimleikahúsið við Vesturgötu var vígt með formlegum hætti s.l. föstudag. Þetta kemur fram á vef Akraneskaupstaðar. Húsið hefur gjörbreytt allri aðstöðu hjá Fimleikafélagi ÍA sem er í dag fjölmennasta félagið innan raða ÍA. Húsið var lengi á umræðu – og hugmyndastigi eða allt frá árinu 2010. Bæjarstjórn tók þá ákvörðun að reisa húsið við Vesturgötu...
Á næstu vikum verður nýjum byggingalóðum úthlutað í áfanga 3C og 5 í Skógarhverfi á Akranesi. Alls eru 20 einbýlishúsalóðir, 12 raðhúsalóðir og 5 fjölbýlishúsalóðir til umsóknar í þessum áfanga. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Akraness. Hægt verður að sækja um lóðirnar strax í þessari viku eða þann 11. maí og umsóknarfresturinn er áætlaður...
Kosningar 2022 – Aðsend grein frá Jónínu Margréti Sigmundsdóttur: Hvað einum finnst rétt finnst öðrum rangt, hvað einum finnst fallegt finnst öðrum ljótt. Sitt sýnist hverjum er gjarnan sagt þegar fólk er ósammála. Ólíkar skoðanir eru samt oft hvati nýrra hugmynda og frumlegra lausna. Þess vegna er svo gaman að fara út meðal fólks og...
Fjölmenni var á stofnfundi Miðbæjarsamtakanna Akratorgs sem fram fór þann 4. maí 2022 í Tónbergi, sal Tónlistaskólans. Íbúar á Akranesi eru greinilega áhugasamir um framtíð miðbæjarins við Akratorg og var mætingin eins og áður segir mjög góð. Hér má sjá upptöku frá fundinum http://localhost:8888/skagafrettir/2022/05/09/midbaejarsamtokin-akratorg-hvad-og-hvers-vegna/ http://localhost:8888/skagafrettir/2022/05/05/gamli-midbaerinn-fekk-byr-i-seglinn-a-kraftmiklum-stofnfundi-akratorgs/
Þaulreynt sundfólk úr röðum ÍA náði frábærum árangri á Íslandsmeistaramóti Garpa sem er fyrir keppendur 25 ára og eldri. Mótið fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði og tóku rúmlega 100 keppendur þátt. Mótið hefur aldrei verið fjölmennara og 7 keppendur úr röðum ÍA létu svo sannarlega að sér kveða á mótinu. Uppskera helgarinnar – 14...
Akratorg er torgið í miðbæ Akraness. Í sjálfu hjarta bæjarsins. Eða hvað? Ólafur Páll Gunnarsson formaður Miðbæjarsamtakanna Akratorgs skrifar: Hvað er miðbær? Þarf að vera miðbær? Jú við Skagamenn hópumst í miðbæinn úr öllum hverfum á 17. júní, þegar kveikt er á jólatrénu í desember og á Írskum dögum t.d. Þegar eitthvað er um að...
Kosningar 2022 – Aðsend grein frá Liv Åse Skarstad Þegar hafist er handa við að setja saman lista af fólki fyrir sveitarstjórnarkosningar er oft úr vöndu að ráða. Hvað á að horfa í þegar fólk er valið og hvaða eiginleika viljum við sjá í frambjóðendum? Fyrst þarf að ákveða hvort farið sé í uppstillingu eða...
Kosningar 2022 – Aðsend grein frá Anítu Eir Einarsdóttur: Börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum og þess vegna er velferð og heilbrigði þeirra okkur efst í huga. Þegar ég tala um okkur á ég við okkur foreldrana, okkur sem umönnunaraðila, leikskólakennara, dagforeldra, grunnskólakennara og okkur sem íbúum samfélagsins. Samkvæmt 3.grein Barnasáttmálans þurfa allar...
Knattspyrnufélagið Kári lék sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu í gær á útivelli gegn liði Sindra á Höfn í Hornafirði. Liðin eru í 3. deild en lið Sindra endaði í fjórða sæti deildarinnar í fyrra – en Kári hefur ekki leikið í 3. deild frá árinu 2017 þegar liðið sigraði í deildinni. Kári féll...
Kosningar 2022: Aðsend grein frá Sædísi Alexíu Sigurmundsdóttur. Framsókn og frjálsir hafa í stefnuskrá sinni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar lagt línurnar, hvað varðar Akranes sem stafrænt sveitarfélag. Okkar markmið er að vera forystusveitarfélag þegar kemur að stafrænni umbreytingu í stofnunum og þjónustu bæjarins. Stafræn umbreyting er stórt og jafnframt mikilvægt verkefni sveitarfélaga. Daglega nýtum við tæknina...