• Karlalið ÍA tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu í Bestu deild Íslandsmótsins þegar Breiðablik kom í heimsókn á Norðurálsvöllinn í dag. Leikurinn var nr. 1000 í röðinni hjá karlaliði ÍA í efstu deild frá upphafi og fer seint í sögubækurnar fyrir tilþrif og marktækifæri. Fyrir leikinn hafði ÍA leikið þrjá leik í deildinni, unnið einn...

  • Sundabraut hefur verið í umræðunni í mörg ár en slík framkvæmd mun bæta samgöngur til og frá Akranesi gríðarlega. Nú virðist sem að verkefnið verði að veruleika eftir að innviðaráðherra skipaði verkefnastjórn sem mun fylgja eftir undirbúningi Sundabrautar. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Tilkynning í heild sinni er hér fyrir neðan: Sigurður Ingi Jóhannsson,...

  • Í dag eigast við ÍA og Breiðablik í efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 14:00 á Norðurálsvelli heimavelli ÍA við Jaðarsbakka. Mikill kraftur hefur einkennt stuðningsmenn ÍA það sem af er tímabilinu og hefst upphitun „Fan Zone“ á Aggapalli kl. 11:30. Blikar eru með fullt hús stiga eftir 3 leiki eða 9 stig...

  • Rúmlega 60 nemendur úr Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hafa í dag skemmt sér vel í tilefni þess að hópurinn mun útskrifast síðar í þessum mánuði eða þann 20. maí. Í dag fór fram hin táknræna dimmision athöfn þar sem að nemendur gerðu sér glaðan dag. Útskriftarnemarnir mættu snemma í skólann þar sem þau fengu morgunhressingu...

  • Kosningar 2022 – Aðsend grein frá Sigríði Elínu Sigurðardóttur: Við getum verið afar stolt af skólakerfinu hérna á Akranesi, en þó er margt sem mætti betur fara. Í stefnuskránni okkar ræðum við um þörfina á því að byggja nýjan leikskóla staðsettum á Neðri Skaga þar sem um 40% barnanna býr en aðeins 15% leikskólarýma er....

  • Magnús Magnússon ritstjóri héraðsfréttablaðsins Skessuhorns segir að fréttavefurinn skessuhorn.is verði áskriftarvefur síðar á þessu ári. Þetta kemur fram í áhugaverðu viðtali við Magnús í þættinum Segðu mér á Rás 2 þar sem að Sigurlaug Jónasdóttir ræddi við Magnús. „Við erum í stefnumótun þar sem að töluverð breyting verður gerð á vefnum skessuhorn.is. Breytingin miðar að...

  • Nýverið útskrifaði Knattspyrnusamband Ísland alls 19 þjálfara með KSÍ Pro og UEFA Pro þjálfararéttindi. Í útskriftarhópnum eru fjölmargir þjálfarar frá Akranesi. Þjálfaragráðan KSÍ Pro er undanfari að UEFA Pro þjálfararéttindum – sem eru í efstu hillu í þjálfaramenntun í Evrópu. Jón Þór Hauksson, núverandi þjálfari karlaliðs ÍA, var í útskriftarhópnum líkt og Ásmundur Haraldsson þjálfari...

  • Klifuríþróttin er í mikilli sókn á Akranesi og margir af iðkendum Klifurfélags Akraness hafa komið sér í fremstu röð á landsvísu á undanförnum misserum. Um síðustu helgi tóku um 50 hressir klifrarar þátt á opnu klifurmóti fyrir yngri flokka á Smiðjuloftinu. Þar sáust flott tilþrif og klifrara framtíðarinnar skemmtu sér vel eins og sjá má...

  • Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar: Fjölmenni var á stofnfundi Miðbæjarsamtakanna Akratorgs sem fram fór í gær í Tónbergi, sal Tónlistaskólans. Íbúar á Akranesi eru greinilega áhugasamir um framtíð miðbæjarins við Akratorg og var mætingin eins og áður segir mjög góð. Ólafur Páll Gunnarsson formaður Miðbæjarsamtakanna Akratorgs fór yfir helstu áhersluatriði Akratorgs. Í stuttu máli er tilgangur...

  • Þróunarfélagið á Grundartanga undirbýr stofnun hita- og gufuveitu á Grundartanga í samstarfi við fyrirtæki á Grundartangasvæðinu og nálæg sveitarfélög. Fyrirhuguð er umsókn frá félaginu um stofnstyrk til Orkusjóðs og hefur bæjarráð Akraness samþykkt að taka þátt í styrkumsókninni. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs: Hitaveita á Grundartanga sem nýtir umframvarma er frábrugðin hefðbundnum hitaveitum á...

Loading...