• Stofnmeðlimir Miðbæjarsamtakana Akratorg hittust í gær á veitingastaðnum Grjótið Bistro. Mikil stemmning í þessum hóp til að gera eitthvað skemmtilegt til að auka lífið í miðbænum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miðbæjarsamtökunum. Samtökin birtu í gær áhugavert viðtal við Ormar Þór Guðmundsson arkitekt Landsbankahússins um sögu þess og hugsanlega framtíð. Húsið leikur stór hlutverk...

  • Knattspyrnufélagið Kári á Akranesi sigraði Víði frá Garði 3-1 í Lengjubikarkeppni KSÍ í gær. Leikurinn fór fram í Akraneshöllinni en liðin eru í B-deild keppninnar. Leikskýrsla er hér: Ingimar Elí Hlynsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Kára á 26. mínútu eftir góðan undirbúning frá Arnari Kárasyni. Skömmu síðar fékk einn leikmaður Víðis rautt spjald og...

  • Málefni Fjöliðjunnar á Akranesi hafa verið mikið í umræðunni á meðal bæjarbúa. Framundan eru ýmsar breytingar hvað varðar húsnæði en starfssemi Fjöliðjunnar er á nokkrum stöðum á Akranesi. Nýverið birti Akraneskaupstaður ítarlega greinargerð þar sem að farið er yfir stöðuna og framtíðarhorfur. Þar kemur eftirfarandi fram: Fjöliðjunni, vinnu- og hæfingarstað fer fram fjölbreytt og mikilvæg...

  • Blikksmiðja Guðmundar hefur á undanförnum árum verið einn vinsælasti og heitasti staðurinn hjá yngri kynslóðinni á Akranesi á Öskudaginn. Þar á bæ hafa starfsmenn tekið vel á móti börnum á þessum hátíðisdegi og í ár verður engin breyting þar á. Öskudagurinn er á miðvikudaginn í næstu viku, 2. mars. Emil Sævarsson framkvæmdastjóri Blikksmiðju Guðmundar segir...

  • Leikmannahópur knattspyrnufélagsins Kára á Akranesi er að stækka og styrkjast með komu nýrra leikmanna. Liðið leikur í þriðju efstu deild Íslandsmótsins á þessu tímabili eftir að hafa fallið naumlega úr 2. deild á síðustu leiktíð. Á undanförnum dögum hafa þaulreyndir leikmenn gengið í raðir Kára samhliða efnilegum leikmönnum. Og forráðamenn Kára boða að von sé...

  • Knattspyrnusamband Íslands veitti í dag öflugum hópi sjálfboðaliða úr röðum ÍATV fjölmiðlaverðlaun sambandsins fyrir árið 2021. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt er á vef KSÍ. Þar kemur eftirfarandi fram. Fjölmiðlaverðlaun KSÍ fyrir árið 2021 hlýtur ÍA TV vegna vefútsendinga frá knattspyrnuleikjum. Verðlaunin eru jafnan afhent í aðdraganda ársþings ár hvert og það var...

  • Íslandsmót einstaklinga í keilu 2022 þar sem að keppt er með forgjöf 2022 er langt komið. Undanúrslit og úrslit fara fram sunnudaginn 27. febrúar og þar verður Skagamaðurinn Matthías Leó Sigurðsson á meðal keppenda. Matthías Leó var efstur í karlaflokki eftir forkeppnina og milliriðil. Hann fékk alls 4256 stig eða 236,44 stig að meðaltali. Í...

  • Rakel Óskarsdóttir, sem leiddi framboðslista Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórnarkosningunum 2018 hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi bæjarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rakel sem hún birti á fésbókarsíðu sinni. Það er ljóst að töluverðar breytingar verða á framboðslistum í kosningunum í vor. Bæjarfulltrúinn Einar Brandsson hefur lýst því yfir að hann...

  • Stefnt er að því að rífa fjögur mannvirki sem er í eigu Akraneskaupstaðar á þessu ári. Þetta kemur fram í fundargerð skipulags – og umhverfisráðs. Þar kemur fram að ráðið leggi það til við bæjarráða að gert verði ráð fyrir kostnaði við niðurrifið í uppfærðri fjárfestingaráætlun fyrir árið 2022. Húsin eða mannvirkin sem um ræðir...

  • FabLab smiðjan sem sett var á laggirnar í nýsköpunarsetrinu á Breið í október á síðasta ári hefur notið mikilla vinsælda. Aðsóknin í FabLab smiðjuna er mjög mikil og greinilegt að mikil þörf var á slíkri þjónustu. Þetta kemur fram í árskýrslu FabLab sem kom út nýverið og er í heild sinni hér fyrir neðan. Covid...

Loading...