Skagakonan Ásta Sigurðardóttir, hönnuður og jógakennari, er í áhugaverðu viðtali á fréttavef mbl.is þar sem hún segir frá áhugaverðu ferðalagi á ítölsku eyjunni Sikiley. Þar kemur fram að Ásta hafi hug á því að kaupa sér hús fyrir eina evru eða 150 krónur. Smelltu hér fyrir viðtalið á mbl.is. Bæjarfélög á Ítalíu reyna nú í...
Aðsend grein eftir Halldór Jónsson Öllum er í fersku minni áfall samfélagsins á Akranesi þegar Fjöliðjan skemmdist mikið í eldi fyrir bráðum þremur árum síðan. Strax varð ljóst að þessar miklu skemmdir, ásamt mygluskemmdum er greinst höfðu skömmu áður, kölluðu á nýja stefnumótun starfseminnar frá grunni. Í þessu áfalli fólst því ákveðið tækifæri. Tækifæri til...
Á undanförnum árum hefur áhugi almennings á pílukasti aukist verulega. Sigurður Tómasson, Skagamaður og grunnskólakennari í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit, hefur á undanförnum misserum skipað sér í fremstu röð á landsvísu í pílukasti. Sigurður, sem keppir fyrir Pílufélag Akraness, hefur náð frábærum árangri á síðustu árum og bankar hann fast á dyrnar hjá landsliði Íslands. Skagafréttir...
http://localhost:8888/skagafrettir/styrkja-skagafrettir/ Á þessum árstíma eru margir að velta því fyrir sér hvað megi betur fara hvað varðar mat og hreyfingu. Pistillinn er eftir Axels F. Sigurðssonar hjartalækni en hann skrifar m.a. á mataraedi.is og docsopinion.com. Mikil áhersla er lögð á að neyta góðra kolvetna en láta þessi slæmu eiga sig. En hver eru góð og...
Einar Margeir Ágústsson, Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir og Enrique Snær Sigurðsson hafa á undanförnum misserum látið mikið að sér kveða í sundíþróttinni hjá ÍA. Þau eru öll í úrvalshópi Sundsambands Íslands og hluti af unglingalandsliði SSÍ. Um s.l. helgi tóku þau þátt í æfingabúðum afrekshópa SSÍ og þar voru gerðar ýmsar mælingar á sundfólkinu – sem...
Íþróttanefnd Mennta – og menningarmáráðuneytisins úthlutaði á dögunum styrkjum að upphæð 23 milljónum kr. til 79 verkefna fyrir árið 2022. Nefndinni bárust alls 132 umsóknir að upphæð rúmlega 291 m. kr. um styrki úr Íþróttasjóði vegna ársins 2022. Íþróttabandalag Akraness fékk þrjá styrki í þessari úthlutun og Skotfélag Akraness fékk einnig styrk. Samtals fékk ÍA...
Jóhannes Karl Guðjónsson er hættur sem þjálfari meistaraflokks ÍA. Hann hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍA sem er hér fyrir neðan. Knattspyrnufélag ÍA veitti þjálfara meistaraflokks karla, Jóhannesi Karli Guðjónssyni, leyfi fyrir stuttu til að ræða við KSÍ um starf aðstoðarlandsliðsþjálfara A landsliðs karla. Jóhannes...
Bæjarstjórnarkosningar á Akranesi fara fram þann 14. maí 2022 eða eftir 109 daga sem eru rétt tæplega 16 vikur. Á næstu vikum kemur í ljós hvaða flokkar munu bjóða fram og hvernig listarnir verða skipaðir. Í síðustu bæjarstjórnarkosningum, 2018, buðu fjórir listar fram og rétt tæplega 5.200 voru með kosningarétt á Akranesi á þeim tíma....
Þann 26. janúar árið 1942 hélt bæjarstjórn Akraness sinn fyrsta fund fund, en sveitarfélagið hafði þann 1. janúar það ár fengið kaupstaðarréttindi með lögum frá Alþingi. Bæjarstjórn Akranesss fagnar því 80 ára afmæli sínu í dag. Þessum tímamótum var fagnað hjá starfsfólki kaupstaðarins og var boðið upp á afmælisköku á vinnustöðunum í dag. Bæjarstjórn Akraness...
Miðbæjarsamtökin Akratorg stofnuð á Akranesi Hópur fólks á Akranesi hefur stofnað miðbæjarsamtökin Akratorg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Tilgangur samtakanna er að vernda, efla og byggja upp gamla miðbæinn. Jafnframt að stuðla að viðsnúningi í þróun síðustu ára þannig að miðbærinn verði aftur hringiða verslunar, þjónustu og mannlífs. Að samtökunum stendur fjölbreyttur hópur...